Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig er orðið „algrím“ til komið? Svar: Orðið algrím er nýyrði fyrir alþjóðaorðið sem heitir á ensku „algorithm“. Það hefur áður verið íslenskað sem algórithmi, algóriþmi eða algóritmi. Það er dregið af eldri orðmynd, algorism, sem aftur er dregið af persneska mannsnafninu al-Khowârizmî. Al-Khowârizmî þessi var uppi á fyrri hluta níundu aldar og er þekktur fyrir að rita bók um reikniaðferðir, Kitab al jabr w’al-muqabala. Af nafni þessarar bókar er stærðifræðiorðið algebra dregið. Bókin er til í íslenskri þýð- ingu frá miðöldum í handriti sem nefnist Hauksbók, og nefnist hún þar Algorismus. Al-Khowârizmî hét fullu nafni Abu Ja’far Mohammed ibn Mûsâ al- Khowârizmî, sem útleggja má sem faðir Ja’fars, Mohammed, sonur Moses, frá Khowârizm, en Khow- ârizm er nú borgin Khiva í Uzbek- istan. Enska og alþjóðlega orðmyndin algorithm er nýleg, sennilega frá miðri tuttugustu öld, og er talin vera afbökun á algorism vegna mis- skilnings og ruglings við enska orð- ið arithmetic. Orðið hefur verið lag- að betur að íslensku máli með því að breyta því í algrím, sem er hvor- ugkynsorð og beygist eins og rím. Annað íslenskt orð sömu eða svip- aðrar merkingar er reiknirit. Af ís- lensku orðmyndunum er hér mælt með þeirri nýjustu, algrím. Eins og nánar er útskýrt í öðru svari á Vísindavefnum er algrím forskrift eða lýsing sem segir hvernig leysa megi tiltekið reikni- vandamál. Algrím fyrir dagatalsút- reikninga, svokölluð fingrarím, voru lengi notuð bæði hérlendis og í öðr- um löndum. Notkun þeirra krafðist ekki skriffæra því að menn reikn- uðu á fingrum sér eins og nafnið bendir til. Á vefsíðum Almanaks Háskóla Íslands eru reglur um fingrarím, eftir Þorstein Sæmunds- son stjörnufræðing. Þar kemur fram að Íslendingar stóðu löngum framarlega í fingrarímslistum og Jón Árnason Skálholtsbiskup afrek- aði það um miðja átjándu öld, fyrst- ur manna að því er virðist, að semja og gefa út fingrarímsreglur fyrir gregoríanska tímatalið. Tekið skal fram að orðin algrím og fingrarím eru óskyld og af mis- munandi uppruna, svo að það er skemmtileg tilviljun að þau skuli ríma bæði í merkingu og hljóðan. Snorri Agnarsson, prófessor í tölv- unarfræði við HÍ. Hvað er sortuæxli og hvað gerir það? Svar: Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litar- frumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæðingarbletti. Örsjaldan geta þessi æxli einnig vaxið út frá lithimnu augans. Ef húð verður fyrir út- fjólublárri geislun, annaðhvort af sólarljósi eða úr lömpum, eykst hættan á illkynja æxlisvexti. Þannig er til dæmis tíðni þessara æxla há meðal útivinnandi fólks í sólríkum löndum og tíðnin meðal Íslendinga hefur aukist með auknum sólar- landaferðum. Þetta á þó sér- staklega við um þá sem eru ljósir á hörund því dökkur húðlitur vernd- ar. Við sem erum með ljósa húð ætt- um því að nota sólarkrem með góð- um varnarstuðli þegar við förum í sólina og gæta þess vel að brenna ekki. Sortuæxli eru í 6. sæti fyrir konur og 12. sæti fyrir karla í algengisröð krabbameina á Íslandi og greinast að meðaltali 18 konur og 12 karlar á ári. Meðan sortuæxlið er staðbundið er yfirleitt auðvelt að fjarlægja það með skurðaðgerð. Ef þessi æxli ná hins vegar að dreifa sér til eitla og síðan annarra líffæra og mynda meinvörp geta þau verið með illvíg- ari æxlum. Þegar svo er komið er beitt lyfjameðferð. Sortuæxli eru þó að sumu leyti nokkuð sérkennileg og í rauninni eina krabbameinsæxli manna sem getur vakið mjög ákveðna ónæmissvörun. Þetta hefur verið þekkt lengi fyrir það að læknar tóku eftir því að sjúklingar með þessi æxli gátu átt það til að læknast eins og fyrir kraftaverk. Á síðari árum hafa læknar og vís- indamenn síðan reynt að notfæra sér þetta og notið þá hliðsjónar af stóraukinni þekkingu í ónæm- isfræði. Of snemmt er að segja að ónæmismeðferð gegn sortuæxlum sé komin af tilraunastigi en tilraun- irnar lofa góðu. Helga Ögmundsdóttir, dósent í lækn- isfræði við HÍ. Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana? Svar: Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlut- inn, hér flöskuna, og koma vöndl- inum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á því að tiltölulega mikinn varma eða orku þarf til þess að fljótandi vatn gufi upp. Þessi varmi er til dæmis miklu meiri en þarf til að bræða jafnmikið af ís, til að hita vatn frá frostmarki upp í suðumark eða til að hita, bræða eða sjóða ýmis önnur algeng efni. Þegar vatnið gufar upp tekur það til sín varma frá umhverfinu sem kólnar þá um leið nema það sé hitað jafn- óðum. Tölurnar í þessu eru þannig að 2260 kJ (kílójúl) þarf til þess að 1 kg af 100 stiga heitu vatni gufi upp. Við segjum þá að uppgufunarvarmi vatns sé 2260 kJ/kg við 100 °C. Svip- uð tala á við þó að vatnið sé að gufa upp við lægri hita. Hins vegar þarf aðeins 334 kJ til að bræða 1 kg af ís; bræðsluvarminn er 334 kJ/kg við 0°C. Til að hita 1 kg af vatni um eitt stig við 20 °C þarf 4,19 kJ og við segjum að eðlisvarminn sé 4,19 kJ/ (kg K) þar sem K stendur fyrir hita- stigseininguna kelvín, en eins mætti þarna skrifa í staðinn °C. Til að hita vatnið alla leið frá 0 °C upp í 100 °C þarf um það bil 100 sinnum meiri varma eða um 420 kJ á kg. Við sjáum þessar tölur „að verki“ á hverjum degi á eldavélinni heima hjá okkur. Þegar við sjóðum kart- öflur í vatni er ekki fjarri lagi að við notum 1 kg af vatni sem er upp- haflega ekki langt fyrir ofan frost- Hvernig er orðið „algrím“ til komið? Undanfarna viku hafa birst á Vís- indavefnum svör um 5 hæstu fjöll Ís- lands, sortuæxli, sýrustig, algrím, gerviþyngdarafl og hnattvæð- ingu. Auk þess hefur það verið rætt hvort orðasamböndin „getur ekki“ og „mun aldrei“ séu notuð óeðlilega mikið á Vísindavefnum. Slóð vefsetursins er www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Morgunblaðið/Ómar Norrænir ferðamenn njóta sólar erlendis. Tíðni sortuæxla meðal Íslendinga hefur aukist með fjölgun sólarlandaferða. Þú sérð ísskápinn kaldan að innan, með snjó og ævarandi vetri, vertrarafkimi. Þú sérð sjónvarpið, það sýnir mér allan hinn stríðandi heim, kvöld-brandara-miðdepill. Þú sérð tilveru þína, hún fangar hug þinn, eins og lítið barn fiðrildi í sólskininu annar alheimsskapari. (Einar Guðmundsson.) Þegar draumaheimurinn er skannaður og skynjuninni beint niður í saumana líkt og um erfða- rannsókn væri að ræða opnast víddir nýrra tækifæra til að skilja ferlið draum og þær mein- ingar sem birtast svefninum. Þroski manns er augljós vökunni þegar barn fæðist, stendur upp og gengur, verður unglingur, giftir sig og flytur að heiman. Innri þroskinn er hinsvegar ekki jafn skýr en verður ljósari ef hlustað er grannt og pælt í draumum barnsins þegar það hrekkur upp með andfælum frá vondum draumi og smeygir sér snöktandi upp í rúm til pabba eða mömmu. Draumar barna spegla sterkt það umhverfi sem þau lifa í og myndmálið er tíð- arandi hvers tíma. Þegar ég var krakki upp úr 1950, var það Grýla gamla sem ásótti mig í martröðum en þess á milli flaug ég í öðrum draumum sem fugl fram af klettunum við Strand- götu og út yfir Patreksfjörð. Barn í Reykjavík þess tíma seg- ist hafa verið hundelt í ljótum draumum af tröllauknum feitum verum en í öðrum snúið sér í hring og flogið. Draumar nú- tímans eru litaðir af fjölmiðlum og þar verða hermenn, morð- ingjar og ýmsar fígúrur úr kvik- myndum og tölvuleikjum að þeim „hetjum“ sem reka barnið áfram gegnum martröðina. En martröð barnsins eða „ljóti“ draumurinn er kannski ekki svo svakalegur þegar á reynir því kannski er martröðin einmitt aðferð vitund- arinnar til að ýta manni til þroska og koma manni á næsta stig eða þrep í tilverunni. Þegar barn dreymir að það sé umkringt hermönnum, gráum fyrir járnum sem skjóta á það og þröngva því að finna leið út og gegnum drauminn án þess að bíða skaða af, má líta þann draum sem ferð frá einu þroskastigi yfir á annað. Draumurinn er því fremur hjálp- artæki en hræðari og hann fylgir barninu ákveðið og örugglega yf- ir þá erfiðu þröskulda sem liggja milli tímaskeiða enda hlýtur það að vera erfitt að rífa sig úr hlýju og öryggi þess sem maður þekkir og skilur, yfir í að stökkva inn í óráðna og óvissa framtíð. „Ein forvitin“ sendi draum Þennan draum dreymdi mig 13. desember árið 2000. Mér fannst ég vera í einbýlis- húsi með stórum garði. Og fyllt- ist hann af fuglum. Páfagaukum með öllum sínum litum. Fuglar á stærð við hrafninn en í gráum lit yfir í grænan og sanseraðir. Og enn stærri fuglar í rauðum lit yf- ir í fjólublátt og litirnir breyttust úr einum lit yfir í annan. Þetta minnti á þegar norðurljósin bylgjast um og skipta litum. Mér fannst ég leita skýringa á því hvaðan allir þessir fuglar kæmu og var sagt að þeir kæmu langt að. Og það væri útaf stóra jarðskjálftanum suður í löndum. Ráðning Oft má skoða drauma frá fleiri en einni hlið og fá út ólíkar merk- ingar. Það er einmitt eitt af að- alsmerkjum draumsins að gera sig margræðan og dularfullan til að villa mönnum sýn og láta þá halda eitt en vita annað. En taki menn drauma sína alvarlega og leyfi þeim ekki að vaða villu og reyk, þá má læra margt af þess- um bíómyndum svefnsins. Sé draumur þinn tekinn og skoðaður köldum augum tákn- Draumur og þroski DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Gegnum nálarauga draumsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.