Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINS og alltaf áður var troðfullt hús og mikil stemmning á skemmti- kvöldi sem karlakórinn Heimir hélt í Miðgarði í Skagafirði á dögunum. Tónleikarnir eru upphitun fyrir suðurför kórsins síðar í mán- uðinum. Gert er ráð fyrir að fara hefðbundna leið til þess að skemmta tryggum áheyrendum þeirra Heimismanna á suðvest- urhorninu. Páll Dagbjartsson, formaður kórsins, bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir dagskrá skemmti- kvöldsins, sem hófst með því að Sig- urður Hansen, bóndi á Kringlu- mýri, flutti frumort ljóð frá ýmsum tímum. Sigurður er kunnur meðal hag- yrðinga landsins, en hins vegar hef- ur ekki mikið heyrst af ljóðum hans, sem ort eru við hin ýmsu tækifæri. Flutti hann þarna tæki- færisljóð, sum orðin til í gangnakof- um, við hinar sérstöku aðstæður, afmælisljóð og ljúfar náttúru- stemmningar og gerðu menn góðan róm að. Þá tóku Heimismenn lagið og fluttu fjölbreytta söngdagskrá en í hléi var boðið til veislu að hætti eig- inkvenna söngmanna. Í hléinu birtust á sviði þeir Agnar Gunnarsson á Miklabæ og Einar Halldórsson frá Kúskerpi í hlut- verkum séra Sigvalda og Hjálmars tudda og skemmtu gestum um stund. Síðan tók kórinn við og flutti síðari hluta dagskrárinnar. Ekki brugðust þeir Heimismenn áheyrendum sínum og mikinn fögn- uð vakti níu ára einsöngvari, Aron Pétursson, sem flutti Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson. Við lok tónleikanna sagði Pétur Pétursson, sem kynnti lögin, að það væri þeim kórfélögum mikil ánægja að hafa að þessu sinni þrjá ættliði á senunni. Pétur Pétursson, faðir Ar- ons, og afi hans, Stefán Haraldsson, hafa lengi sungið með Heimi. Aron söng líka aukalag með kórnum, Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, við rífandi undirtektir. Að sögn Páls Dagbjartssonar stefna Heimismenn að útgáfu geislaplötu í haust en mestallt efni á henni er þegar til og frágengið. Þá er stefnt á söngferð suður og verða fyrstu tónleikarnir á Akranesi 22. mars og þeir næstu í Grindavík daginn eftir. 24. mars verða tvennir tónleikar í Reykjavík, að deginum í Langholts- kirkju og um kvöldið á Hótel Ís- landi. Sagði Páll að þessir tónleikar væru í raun upphitun fyrir ferðina suður. Morgunblaðið/Bj. Þrír ættliðir á sviði: Aron Pétursson, Pétur Stefánsson og Stefán Haraldsson. Raddir þriggja ættliða hljóma á Heimiskvöldi Sauðárkrókur. Morgunblaðið. KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur ferna tónleika í Íslensku óperunni á næstunni. Tvennir tónleikar verða á mánudag og aðrir á miðvikudag. Tónleikarnir eru kl. 19.30 og kl. 21.30. Sér til fulltingis hefur Kvennakórinn fengið til liðs við sig söngvarann Pál Rósinkrans. Á tónleikunum verða flutt helstu Bítla- og Abbalögin, s.s. Yellow submarine, If I fell, Penny Lane og Yesterday, Thank you for the mus- ic, Money, money, og Dancing Queen. Þá verða sungnir íslensku smellirnir Sveitapiltsins draumur, Bláu augun þín o.fl. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þor- geirsdóttir. Kjartan Valdimarsson leikur á píanó, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Friðrik Haraldsson á bassa. Miðar á tónleikana fást í Ís- lensku óperunni og hjá kórkonum. Kvennakór Reykjavíkur ásamt stjórnandanum á æfingu. Bítlastuð með Kvennakór Reykjavíkur  KROSSFERILSBÆNIR er þrí- skipt: Krossferilsbænir úr Gamla testamentinu, Krossferilsbænir úr Nýja testamentinu og helgisiðir kirkjunnar og Krossferill Krists í bænum trúaðra. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Þeir sem kunnugir eru kaþólskum kirkjum vita, að á veggjum þeirra eru 14 myndir úr píslarsögu Jesú Krists. Á föstudögum í lönguföstu eru beðnar þar bænir sem kallast krossferillinn. Gengið er fyrir myndirnar, stansað hjá hverri fyrir sig og hugleitt það atriði píslarsög- unnar sem myndin sýnir.“ Útgefandi er Hjalti Þorkelsson. Anna G. Torfadóttir myndskreytir. Bókin er 68 bls. Hún er unnin í Prentmennt ehf. og er til sölu í Kaþ- ólsku bókabúðinni, Hávallagötu 14. ♦ ♦ ♦ Nýjar bækur ÁST á óperu, einkum Mozart og síðan ást á óp- erusöngkonu leiddi á sínum tíma til þess að óperan í Glyndebourne í Suður-Englandi var stofnuð af hjónunum John Christie og söngkonunni Audrey Mildmey. Fjölskyldan heldur enn um stjórnvölinn, ásamt öðrum. Nú þegar Nicholas Snowman, sem kom til starfa í Glyndebourne 1998, hefur hætt skyndilega og án nokkurra skýringa, hefur við ráð- inn nýr framkvæmdastjóri, hinn fertugi David Pickard, sem ekki hefur reynslu af óperurekstri, en þekkir þó bæði til tónlistarumsvifa og óperunnar. Þar sem óperan í Glyndebourne er eitt af meg- inóperuhúsum Bretlands vekja allar hræringar þar mikla athygli og þannig er það einnig núna. Það eykur við að Snowman kom inn með hugmyndir um ýmsar breytingar, sem sumar hafa gengið eftir en aðrar ekki. Því velta menn vöngum yfir hvort hefðin hafi orðið nýjungagirninni sterkari. Snowman hefur aðeins sagt að hann láti af störfum til að vera meira með fjölskyldu sinni. Glyndebourne-óperan er þekkt fyrir að fá til liðs við sig unga og efnilega söngvara. Þess er skemmst að minnast að Finnur Bjarnason söng þar í Don Giovanni í haust og á væntanlega eftir að sjást aftur á fjölum óperunnar. Frá Mozart til nútímaópera Landeigandinn John Christie var ákafur óperu- unnandi og þegar hann erfði búgarðinn í Glynde- bourne 1920 datt honum í hug að stuðla að óperu- flutningi, sem honum fannst Bretar sinna skammarlega illa. Christie var staðfastur pipar- sveinn, en þegar hann kynntist söngkonunni Audr- ey Mildmay 48 ára að aldri skipti hann um skoðun og þau giftust. Eftir tilheyrandi brúðkaupsferð til Salzborgar og Bayreuth, eins og sæmdi óperuunnendum, hófust þau handa um að koma óperunni upp. Audrey þótti hugmyndir eiginmannsins heldur óburðugar og áleit að fyrst setja ætti óperur upp á annað borð yrði að gera það almennilega. Húsið, sem hann lét byggja, tók 300 manns í sæti. Það hefur síðan verið stækkað og tekur nú rúmlega 500 manns í sæti í við- arklæddum og notalegum sal. Óperan tók til starfa 1934. Í stríðinu var óperu- húsið svefnskáli fyrir börn frá London, sem forðað var frá loftárásum. Eftir stríðið voru peningarnir búnir, en Christie stóð að stofnun Edinborgarhátíð- arinnar 1947, sem óperan tengdist og 1950 var svo stofnað fjárhaldsfélag, sem síðan hefur séð um að afla fjár til Glyndebourne-óperunnar. Áherslan hefur frá upphafi verið á óperum Moz- arts, uppáhaldi Christies, en síðari árin hafa nú- tímaóperur bæst við. Frábærir listamenn hafa starfað þarna, til dæmis hljómsveitarstjórarnir Fritz Busch, Bernard Haitink og Sir Andrew Davis, sem hefur nýlega látið af störfum. Auk þess má nefna listmálarann David Hockney, sem gerði leik- tjöld og Peter Hall leikstjóri var á sínum tíma list- rænn stjórnandi þarna. Fjölskyldan við stjórn Það er því traust og góð hefð að baki Glynde- bourne-óperunnar og sýningar þar laða að óperu- unnendur alls staðar að úr heiminum. Frá fyrstu hefur áhersla verið á langan æfingatíma og sam- hæfðan hóp alþjóðlegra söngvara frekar en stuttan tíma með frægum stjörnum. Það tilheyrir sumar- heimsókn á Glyndebourne að njóta matar í hléinu. Gestirnar taka með sér allsnægtakörfur með eðal- víni og góðum mat, eða kaupa körfur á staðnum. Audrey Mildmay lést 1953 og Christie 1964. Son- ur þeirra, Sir George Christie, dró sig í hlé sem stjórnarformaður í árslok 1999, en er samt áfram viðriðinn reksturinn. Sonur Sir George, Augustus, tók við af föður sínum. Snowman hafði ýmsar breytingar í huga. Hann vildi að óperan færðist meira í fang, tækist á við stærri verkefni og nú er Otello Verdis á komandi dagskrá, auk þess sem hann vildi að óperan kastaði sér út í samkeppnina um stóru nöfnin og pantaði nýjar óperur til flutnings. Hvort hann komst að því að fjölskyldan var hikandi við breytingar, sem gengu þvert á Christie anda staðarins eða varð bara þreyttur er óljóst, en breskir fjölsmiðlar spá því að Pickard muni þurfa að þræða milli skers og báru í metnaði sínum fyrir hönd Glyndebourne. Síðan 1993 hefur David Pickard rekið Orchestra of the Enlightenment, hljómsveit sem hefur frá stofnuninni 1986 einbeitt sér að flutningi tónlistar með upprunalegum hljóðfærum. Hljómsveitar- stjórar eins og Frans Brüggen og Sir Simon Rattle eru fastir gestastjórnendur og hljómsveitin á marg- ar útgefnar upptökur að baki. Áður starfaði Pickard hjá Covent Garden, en Glyndebourne þekkir hann því hljómsveitin hefur oft verið húshljómsveit í óp- eruflutningi þar. Pickard mun ekki taka við rekstrinum fyrr en síðar á árinu, svo það verður ekki fyrr en einhvern tímann á næsta ári að hann fer að setja svip á stað- inn. Efalaust verður náið fylgst með hvernig það muni takast, en hann hefur enn ekki látið neitt uppi um hvaða hugmyndir hann hafi um reksturinn og andann á Glyndebourne. Nýr framkvæmdastjóri í Glyndebourne Línudans milli hefð- ar og nýsköpunar David Pickard Saga óperunnar í Glyndebourne svífur þar yfir vötnunum, segir Sig- rún Davíðsdóttir, en nýr forstjóri eftir að annar hætti eftir skamman feril er dæmi um að það er ekki allt- af auðvelt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. ROBERT Kellogg prófessor flytur erindi á miðvikudags- kvöld kl. 20.30 í Sögufélags- húsinu við Fischersund. Fyr- irlesturinn er liður í Rannsóknarkvöldi Félags ís- lenskra fræða og nefnist „Iceland in the Art and Life of William Morris“. Fyrir- lesturinn er á ensku en fund- armönnum er frjálst að spyrja á íslensku. William Morris (1834-1896) var skáld, listamaður, umbótasinnaður sósíalisti og viðskiptajöfur er hann kom fyrst til Íslands árið 1871. Tveimur árum áður hafði hann haf- ið nám í íslensku hjá Eiríki Magnús- syni og hóf að þýða fornsögur á ensku með aðstoð Eiríks. Ísland og íslensk- ar miðaldabókmenntir urðu honum eins konar fyrirmynd, hvort sem var frá listrænu, pólitísku eða persónulegu sjónarmiði. Sérstaklega þótti honum aðdáunarvert hvernig hinar fornu höfundarlausu bók- menntir – Biblíur fólksins eins og hann nefndi þær – gátu lifað framhaldslífi og mótað siðferði manna í ein- földu og stéttlausu sam- félagi. Sjálfur lifði hann í eins konar ástarþríhyrningi ásamt konu sinni og vini, Dante Gabriel Rossetti. Robert Kellogg er kunnur fyrir frá- sagnarfræðiritið „The Nature of Narrative“. Kellogg hætti störfum frá Virginiuháskóla árið 1999 og hefur síðan dvalið jöfnum höndum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kennir reglulega við enskudeild Háskóla Ís- lands og er í íslensku Fulbrightnefnd- inni. Ísland í lífi og list Williams Morris William Morris
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.