Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefnustaður: Hótel Húsavík, föstudaginn 23. mars 2001. Ráðstefnustjórar: Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri og Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkurkaupstaðar. Þáttökugjald kr. 1.500 (kaffi innifalið í ráðstefnugjaldi). Dagskrá: 11:00 Setning: Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 11:10 Rekstur þjóðgarða í öðrum löndum: Peter Prokosch Noregi Articprogram, Osló WWF eru samstarfsaðilar Náttúruverndarsamtaka Íslands. Roger Crofts Skotlandi, framkvstj. SNH, Scottis Natural Heritage, Skoska náttúruarfsins. 11:50 Vatnajökulsþjóðgarður: Kynning hugmyndasmiðju Landverndar. Inga Rósa Þórðardóttir framkvstj. FÍ. 12:15 Matarhlé 13:00 Atvinnustarfsemi á friðlýstum svæðum: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. 13:10 Atvinnustarfsemi á náttúruverndarsvæðum: Gunnar Örn Gunnarsson, framkvstj. Kísiliðjunnar. Þorleifur Þór Jónsson, hagfr. SAF. Gunnlaugur Júlíusson, hagfr. Samb.ísl sveitarfélaga. Gunnlaugur Sigmundsson, framkvstj. Kögunar. 14:00 Skipulagsmál náttúruverndarsvæða: Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarm. Umhverfisráðherra. Stefán Thors, forsjóri Skipulagsstofnunar. 14:25 Sambúð byggða við þjóðgarða og friðlýst svæði. Tækifæri - Ógnanir: Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, Húsavík. 15:20 Kaffihlé. 16:00 Pallborðsumræður. 16:30 Ráðstefnuslit. Léttar veitingar í boði Iðnaðarráðherra. Ráðstefna á Húsavík 23. mars 2001 (Ó)velkomin(n) í eigin landi? Þjóðgarðar og friðlýst svæði/búseta og atvinnusköpun Ferðamálafélag Húsavíkur Stryrktaraðilar: Húsavíkurkaupstaður Landgræðsla ríkisins Skráning og upplýsingar hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga sími 464 2070 eða vef www.atthing.is HAGNAÐUR Hita- og vatnsveitu Akureyrar á síðasta ári nam um 15,5 milljónum króna en hins veg- ar varð tap á rekstri Rafveitu Ak- ureyrar á árinu upp á rúmar 300.000 krónur. Veitustofnanir bæjarins voru sameinaðar undir nafni Norðurorku 1. ágúst sl. eins og fram hefur komið en fjárhagur veitnanna var sameinaður um síð- ustu áramót. Rekstrartekjur HVA í fyrra námu um 672 milljónum króna en rekstrargjöld námu um 527 millj- ónum króna. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um tæpar 130 milljónir króna en handbært fé frá rekstri nam um 365 milljónum króna. Eignir HVA voru um 2,7 millj- arðar króna um síðustu áramót. Franz Árnason forstjóri Norður- orku sagði að hagnaður HVA hafi verið minni í fyrra en árið 1999, sem stafi að mestu af lækkandi gengi krónunnar. Þrátt fyrir það telji sérfræðingar að lánasamsetn- ing og lánakjör á skuldum veit- unnar séu mjög hagstæð. Miklar framkvæmdir hjá veitunum Rekstrartekjur RA á síðasta ári voru rúmar 502 milljónir króna en rekstrargjöld rúmum þremur milljónum króna hærri. Fjár- magnsliðir námu 2,6 milljónum króna en handbært fé frá rekstri nam rúmum 95 milljónum króna. Eignir RA um síðustu áramót námu rúmum 1,1 milljarði króna. Franz sagði að sala á raforku hafi aukist lítillega á milli ára, sem og heitavatnssala, og þá hafi vatnsnotkun einnig aukist. „Tekjur jukust aðeins miðað við áætlanir af framangreindri ástæðu. Almenn rekstrargjöld voru í heild undir áætlunum þrátt fyrir nokkrar hækkanir á efni og vinnu á árinu. Miklar framkvæmdir voru hjá veitunum, einkum vegna hitaveitu en hjá henni var framkvæmt fyrir um 145 milljónir króna en fyrir 17 milljónir króna í vatnsveitukerf- inu. Heildarfjárfesting HVA var tæpar 180 milljónir króna í fyrra en fjárfestingar rafveitu námu rúmum 80 milljónum króna á árinu. Hitaveitan hagnast en rafveitan tapar Rekstur veitustofnana Akureyrarbæjar í fyrra FRAMKVÆMDARÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að mæla með því að Guðríður Friðriksdóttir, fyrr- verandi forstöðumaður Húsnæðis- skrifstofu Akureyrar, verði ráðin framkvæmdastjóri Fasteigna Akur- eyrarbæjar. Félagið er nýstofnað eignarhalds- og rekstrarfélag í eigu bæjarsjóðs Akureyrar. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni en þar var samþykkt að vísa því til afgreiðslu bæjar- stjórnar. Tilgangur Fasteigna Akur- eyrarbæjar er m.a. rekstur, útleiga, kaup og sala á fasteignum, bygg- ingastarfsemi, umsýsla og viðskipti með fasteignir. Markmið félagsins er að ná sem mestri hagkvæmni í rekstri þeirrar starfsemi sem því er falið að hafa með höndum. Framkvæmdaráð Akureyrarbæj- ar er jafnframt stjórn fasteigna- félagsins en bæjarstjórn ræður framkvæmdastjóra og ákveður hon- um starfskjör. Stjórn félagsins fer með málefni þess í umboði bæjarins en æðsta vald félagsins er í höndum bæjarstjórnar. Félaginu er óheimilt að selja, veðsetja eða framselja með öðrum hætti eignir í félaginu án samþykkis bæjarstjórnar. Bærinn á miklar eignir Akureyrarbær á miklar fasteignir eins og gefur að skilja, skólahús- næði, íþróttamannvirki, leikskóla, ýmsar þjónustubyggingar og að auki húseignir í sameign Ríkissjóðs. Samkvæmt lista yfir fasteignir bæj- arins frá árinu 1999 var fasteigna- mat skólahúsnæðis rúmir 1,5 millj- arðar króna, fasteignamat leikskóla um 264 milljónir króna, íþrótta- mannvirkja um 900 milljónir króna og annarra þjónustubygginga um 1,2 milljarðar króna. Þá var fast- eignamat annarra húseigna í sam- eign ríkissjóðs um 183 milljónir króna en samtals var fasteignamat eigna bæjarins rúmir fjórir milljarð- ar króna. Framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar Framkvæmdaráð mælir með GuðríðiÞÓTT enn sé tæpur mánuður þartil páskahátíð gengur í garð ervíða búið að koma fyrir páska- eggjum í verslunum og sjaldnast eru þau í smærri kantinum. Einu slíku hefur verið komið fyrir í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri en þar rakst ljósmynd- ari á hana Kolbrúnu, fjögurra ára stúlku, sem þótti mikið til koma og horfði nokkrum löngunaraugum á eggið væna. Eflaust fær Kolbrún páskaegg þegar þar að kemur en ólíklegt verður að teljast að það nái þeirri stærð sem eggið á Gler- ártorgi státar af, enda engum manni hollt að borða svo mikið súkkulaði. Morgunblaðið/Kristján Kolbrún skoðar páskaeggið stóra á Glerártorgi. Langar í páskaegg SJÖ menn hafa verið dæmdir til greiðslu sektar í ríkissjóð í Héraðs- dómi Norðurlands eystra vegna fíkniefnabrota en um er að ræða 6 mál sem dæmt var í í vikunni. Mennirnir eru fæddir á árunum frá 1974 til 1981. Var þeim gert að greiða á bilinu frá 20 þúsund krónum til 70 þúsund króna í sekt vegna brota sinna eða samtals tæplega 260 þúsund krónur. Í þessum málum voru gerð upptæk samtals rúmlega 30 grömm af hassi, 0,53 grömm af maríjuana og 0,1 gramm af amfeta- míni. Einn mannanna var handtekinn með fíkniefni á hátíðinni Halló Ak- ureyri sumarið 1999, annar var handtekinn á Reykjavíkurflugvelli þar sem hann var að setja af stað fíkniefnasendingu til Akureyrar, þá var einn þeirra staðinn að neyslu fíkniefna á Húsavík, fíkniefni fund- ust í bíl eins þeirra skammt norðan Akureyrar, einn var handtekinn þeg- ar hann var að vitja fíkniefnasend- ingar á Akureyrarflugvelli og þá voru tveir mannanna handteknir í heimahúsi á Akureyri þar sem þeir voru að neyta fíkniefna. Héraðsdómur Norðurlands eystra 260.000 kr. sekt í 6 fíkniefnamálum STOPPLEIKHÓPURINN sýnir barnaleikritið „Ævintýrið um ósk- irnar tíu“ í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 11. Leikritið byggir á bókinni „Við Guð erum vinir“ eftir norska höfundinn Kari Vinje, en leikgerð gerði Eggert Kaaber sem jafnframt leikur öll hlutverkin í sýningunni. Leikritið fjallar um Óskar, lítinn strák sem finnur töfrastaf uppi í sveit hjá ömmu og afa. Hann kynn- ist álfi nokkrum sem á stafinn og fær að óska sér tíu sinnum. Í verk- inu er komið inn á að kenna börn- unum að biðja rétt, mátt bæn- arinnar og það að gleyma ekki þeim sem þurfa á bænum okkar að halda. Leikritið er ætlað 2–8 ára börnum og tekur um 20 mínútur í sýningu. Leiksýning í Akureyrarkirkju Ævintýrið um óskirnar tíu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.