Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 1
66. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. MARS 2001 Utanríkisráðherra Makedóníu, Srdjan Kerim, sagði í gær að stjórn sín væri sátt við ráðstafanir NATO og að hún færi ekki fram á að banda- lagið hæfi aðgerðir í Makedóníu gegn uppreisnarmönnum. Forseti Rússlands, Vladímír Pút- ín, segir að til greina komi að senda alþjóðlegt herlið til Makedóníu til að- stoðar stjórnvöldum í Skopje ef þörf krefji. Á fundi utanríkisráðherra Rússlands, Ígors Ívanovs, og Vojisl- avs Kostunica, forseta Júgóslavíu, í Belgrad sagði hinn síðarnefndi að Kosovo væri orðið að „helstu upp- sprettu hryðjuverka“ á Balkan- skaga. Evrópusambandið fordæmdi í gær árásir skæruliðanna og sagði að ekki væri hægt að líða að þeim væri veitt aðstoð af nokkru tagi, Makedónía yrði áfram eitt ríki og landamærunum yrði ekki breytt. Virtist hafa dregið úr átökum Makedóníustjórn sendi í gær- morgun skriðdreka og aukinn her- afla til Tetovo í landamærahéruðun- um en þar hefur verið barist undanfarna daga. Svo virtist sem dregið hefði úr átökunum í gær- kvöldi. NATO hefur þegar fjölgað í gæsluliðinu í Kosovo við makedón- ísku landamærin en um 3.000 manna lið bandalagsins í Makedóníu hefur ekki umboð til beinna hernaðarað- gerða þar. Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta lýsti í gær yfir stuðningi við einingu Makedóníu en sagðist ekki styðja þá hugmynd að gæsluliðið í Kosovo léti til sín taka handan landamæranna. Einn af stjórnmálaflokkum Al- bana í Makedóníu á aðild að ríkis- stjórn og segir að flokksmenn reyni eftir mætti að stuðla að friði á Tet- ovo-svæðinu og lægja öldurnar. „Við erum enn bjartsýn á að hægt sé að leysa málið með samningum og viðræðum,“ sagði talsmaður flokks- ins, Zekir Bekteshi. Forsætisráð- herra Makedóníu, Ljubco Georg- ievski, var á sunnudag hvassyrtur í garð Þjóðverja og Bandaríkjamanna sem eru með friðargæsluliða við landamæri Kosovo og Makedóníu. „Þið sannfærið okkur ekki um að stjórnir ykkar viti ekki hverjir stjórna þessum glæpaflokkum og getið heldur ekki sannfært okkur um að útilokað sé að stöðva þá,“ sagði ráðherrann. Skæruliðarnir, sem nú berjast við Tetovo og fleiri borgir í landamæra- héruðunum, krefjast þess meðal annars að Makedónía verði sam- bandsríki þar sem kveðið verði á um jafnan rétt þjóðarbrotanna. Javier Solana, talsmaður ESB í utanríkis- og varnarmálum, kom til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, í gær til viðræðna við ráðamenn. „Of- beldi er óverjandi,“ sagði Solana og hét því að sambandið myndi veita stjórn landsins aðstoð við að koma í veg fyrir upplausn. NATO og ESB fordæma árásir albanskra skæruliða í Makedóníu Gæslulið í Kosovo herð- ir eftirlit við landamæri Reuters Makedónískur lögreglumaður skýtur á andstæðinga úr röðum al- banskra uppreisnarmanna í Tetovo í gær. FRIÐARGÆSLULIÐ Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo herðir nú mjög aðgerðir sínar til að hindra aðdrætti albanskra skæruliða sem berjast gegn lögreglu og stjórnarher í Makedóníu. Að sögn Robertsons lávarðar, framkvæmdastjóra NATO, er bandalagið staðráðið í að „koma í veg fyrir að þessi litli öfgahópur geti aflað sér búnaðar“ til að halda áfram að berjast. Hann gaf í skyn í gær að samstarf yrði haft við her Makedóníu um aðgerðirnar. Tetovo, Skopje, Brussel, Belgrad. AP, AFP, The Daily Telegraph, Reuters.  Makedóníumenn kalla/28 NICK Brown, landbúnaðarráðherra Bretlands, gaf í gær starfssystkinum sínum frá hinum Evrópusambands- löndunum fjórtán skýrslu um ráð- stafanir þær sem brezk stjórnvöld hafa gripið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu gin- og klaufa- veiki. Sumir ráðherranna vöktu máls á þeim möguleika að teknar yrðu upp bólusetningar klaufdýra gegn þessum bráðsmitandi búfjársjúk- dómi. Engar ákvarðanir voru teknar um gin- og klaufaveikimál á mánaðar- legum fundi ESB-landbúnaðarráð- herranna í gær, en þeir voru áfjáðir í að heyra hvernig Bretar hygðust stöðva útbreiðslu veikinnar með fjöldaslátrun gripa, sýktra sem ósýktra, á þeim svæðum þar sem flest tilfelli veikinnar hafa greinzt. Gin- og klaufaveiki hefur nú orðið vart á alls 334 brezkum býlum. Tals- menn brezkra bænda telja að komi þessar boðuðu aðgerðir til fullra framkvæmda muni það kosta allt að milljón gripi lífið. Embættismenn ESB staðfestu, að nokkrir ráðherranna hefðu vakið máls á möguleikanum á bólusetn- ingu, en enginn þeirra var á því, að það væri sú leið sem skynsamlegast væri að fara eins og mál standa nú. Einstaka fulltrúar lýstu sig almennt fylgjandi því að snúið yrði aftur til bólusetninga við gin- og klaufaveiki, eftir að faraldurinn væri genginn yf- ir. Ráðamenn ESB hafa fram að þessu útilokað bólusetningu við gin- og klaufaveiki þar sem hún væri of dýr, það væri of mikil hætta á að hún skilaði ekki árangri og myndi hafa varanleg neikvæð áhrif á markaðs- mál. Í flestum löndum er innflutn- ingur á bólusettum dýrum og afurð- um af þeim bannaður. Gin- og klaufaveiki á dagskrá ráðherrafundar ESB Hugmyndir um bólu- setningu ræddar Lundúnum, Brussel. Reuters. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, átti í gær fund með Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, en hann er nú í tveggja daga opinberri heimsókn til Banda- ríkjanna. Sharon mun í dag hitta George W. Bush Bandaríkjaforseta að máli í Washington. Á alþjóðavettvangi hefur Sharon gjarnan verið álitinn einn helsti fulltrúi viðhorfa sem hindrað hafa friðarsamninga við Palestínumenn, en búist var við að forsætisráð- herrann myndi freista þess að gefa aðra mynd af sér í heimsókninni til Bandaríkjanna. Reuters Sharon í Washington Washington. AFP, AP. TYRKNESKA stjórnin sam- þykkti í gær umfangsmikla áætlun er hljóðar upp á nýjar umbætur í stjórnmálalífi, efnahagsmál- um og réttar- kerfinu. Miða þessar um- bætur að því að Tyrkland fái aðild að Evrópusam- bandinu er fram líða stundir. Mikil efnahagskreppa er í landinu, og heita ráðamenn því að takast jafnframt á hendur umbætur í stjórnmálum og efnahagslífi. „Meginmarkmið okkar er að hefja samningavið- ræður [um aðild] sem fyrst,“ sagði Mesut Yilmaz, aðstoðar- forsætisráðherra landsins. „Ríkisstjórnin er staðráðin í að gera allt sem þarf til að ná því markmiði.“ Yilmaz mun leggja áætlunina fyrir tyrkneska þingið í dag, og utanríkisráðherrann, Ismail Cem, mun kynna hana fyrir leiðtogum ESB í Brussel nk. mánudag. Þótt líklegt sé að áætlunin fullnægi ekki öllum kröfum sambandsins er hún skref í átt að félagslegum um- bótum og aðild að ESB. Þá er í áætluninni heitið að- gerðum gegn pyntingum, en talið er að þær séu enn út- breiddar í Tyrklandi. Einnig er gefið í skyn að lögð verði drög að því að tryggja réttindi Kúrda í landinu, en það er krafa sem ESB hefur lengi gert. Tyrkland ESB- áætlun sam- þykkt Ankara. AP. Mesut Yilmaz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.