Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 13

Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 13 Í KRINGLUNNI, fyrir utan versl- unina Nanoq, er hafin sýning á ljós- myndum nokkurra af helstu háfjallaklifrurum Bretlands, þeirra Chris Bonington, Doug Scott, David Oswin og Jim Fothr- ingham, sem hafa verið í framlínu háfjallamennskunnar sl. 30 ár. Sýn- ingin nefnist Travels in High Places og í tilefni af opnun sýningarinnar mættu sjálfar fjallgöngukempurnar Oswin og Scott í Kringluna sl. föstudagskvöld. Elstu myndirnar eru frá miðjum áttunda áratugnum og sýna m.a. fyrstu uppgöngu Breta á hátind Everest árið 1975. Þá neyddust leiðangursmenn til að verja nótt undir berum himni á leið niður af tindinum, en úr slíkri raun hafði þá enginn sloppið lifandi. Á sýningunni getur einnig að líta sögulega mynd af Doug Scott þar sem hann mjakar sér niður af tindi Ogre í Karakorum, fótbrotinn á báðum fótum. Myndina tók Chris Bonington, sem sjálfur var slasaður þegar hann smellti af. „Það brotn- uðu þrjú rif í Chris þegar hann slas- aðist í falli við að reyna hjálpa Doug niður af fjallinu,“ rifjaði David Oswin upp þegar Morg- unblaðið leit inn á sýningunni. Hann bætti við að ekki þýddi nein sérhlífni við myndatökur á fjöllum. „Stundum verður maður að neyða sjálfan sig til að taka myndir í erf- iðum aðstæðum og oft koma sér- stakar myndir út úr því, en á það ber líka að líta að margir fjall- göngumenn hafa lífsviðurværi sitt af myndum, sem fara í bækur eða eru sýndar á sýningum.“ Lík á fjallaleiðum Þegar Doug Scott ræddi um fjall- gönguljósmyndun nam hann staðar við viðkvæmt málefni, þ.e. ljós- myndatökur af líkum fjallgöngu- manna sem liggja fyrir allra augum á sumum fjallaleiðum. Scott er þeirrar skoðunar að ekki sé siðlegt að fara strax í blöðin og selja þeim myndir af látnum klifrurum, heldur taka hagsmuni ættingja fram yfir eigin hagsmuni eftir fremsta megni. Hann tók dæmi af nýlegum fundi líksins af Georg Mallory, sem dó á Everest árið 1924. Enn er á huldu hvort Mallory hafi í raun náð tindinum, þrem áratugum á undan Hillary og Tenzing. „Eins og t.d. með myndirnar af líki Mallorys,“ segir Scott. „Þær voru seldar hæst- bjóðanda í fjölmiðlaheiminum. Slíkt hefur mikil tilfinningaleg áhrif á eftirlifandi ættingja. Við sem erum alltaf að klifra finnum mörg lík á vegi okkar en við hlaupum ekki til og seljum blöðunum myndir af þeim. Það finnst mér ógeðfellt.“ Hættir maður með tímanum að kippa sér upp við að sjá lík af fjall- göngumönnum? „Nei, það er alltaf ónotalegt. Ég vildi t.d. ekki fara á Everest núna þar sem líkin eru út um allt á leið- inni um Suðurskarð. Það er kominn tími til að fjallgöngusamfélagið taki á þessu og færi líkin til byggða með aðstoð Sérpanna.“ Sýning á ljósmyndum háfjallaklifrara í Kringlunni Stundum þarf maður að neyða sjálfan sig til að taka mynd Morgunblaðið/Kristinn David Oswin og Doug Scott í Kringlunni. ELDUR kviknaði í Mercedes-Benz fólksbifreið í Reykjavík á sunnu- dagskvöld og er bíllinn talinn ónýtur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var bílnum lagt í bifreiðastæði við Rauð- arárstíg og var vél hans ekki í gangi þegar eldurinn kviknaði. Vélin hrökk hins vegar í gang við eldinn. Bíllinn var sjálfskiptur og í stöðugír en hefði bíllinn verið beinskiptur er hætt við því að hann hefði ekið af stað, ann- aðhvort út á götu eða inn um glugga kaffistofu. Slökkvistarf gekk vel. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hrökk í gang við eldinn SNORRI Olsen, tollstjóri í Reykja- vík, segir að dómur Hæstaréttar um að tollstjóra sé óheimilt að opna bókasendingar að utan breyti engu um innheimtu lögboðinna gjalda af slíkum sendingum. Dómurinn geti haft í för með sér aukið óhagræði þeirra sem panta vörur að utan. „Raunverulega má segja að breyt- ingin verði sú að þessar sendingar verða óopnaðar þar til sá sem á send- inguna gerir grein fyrir innihaldi með framvísun vörureiknings. Hafi hann ekki vörureikning mun við- komandi væntanlega koma til okkar í Jörfa, opna pakkann sjálfur og ná í reikninginn,“ segir Snorri. Hann segir að það sé misskilning- ur að tollayfirvöld opni pakka til þess að hnýsast í hvað menn eru að flytja inn. Tilgangurinn sé sá að flýta fyrir og auðvelda tollaafgreiðsluna. „Ef menn eru ósáttir við það þá er hitt fyrirkomulagið ekkert vandamál fyr- ir okkur. Hins vegar gefur það auga- leið að það er óhagræði fyrir þá sem eru að panta eina og eina bók að utan að þurfa að leggja leið sína hingað til þess að opna pakkann og ná í vöru- reikninginn.“ Óbreytt innheimta hjá tollstjóra vegna bóka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.