Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Albínu Thordarson.
Húsið er rautt og felld inn
í það „álfabyggð“, þannig að
nafnið er ekki úr lausu lofti
gripið. Enda fékk leikskól-
inn afhentan álfastein úr
lóðinni við sérstaka viðhöfn.
Lóð var hönnuð hjá Teikni-
stofu Kjartans Mogensen.
Við opnunina, sem var
fjölmenn, fluttu ávörp þau
Magnús Gunnarsson, bæj-
arstjóri, Sigurlaug Ein-
arsdóttir, leikskólafulltrúi
og Hildur Gísladóttir, for-
maður leikskólanefndar.
Börn af leikskólanum
NÝR leikskóli var formlega
opnaður við Háholt í Hafn-
arfirði á fimmtudag síðast-
liðinn og var honum gefið
nafnið Álfasteinn. Er hér
um að ræða um 700 m2
byggingu að flatarmáli, en
lóðin sjálf um 5.015 m2.
Leikskólinn er byggður og
rekinn í einkaframkvæmd
af Nýsi hf., en aðalverktaki
var Ístak hf. Framkvæmdir
hófust í apríl 2000 og fékk
Hafnarfjarðarbær húsið af-
hent 12. mars á þessu ári.
Haldin var sérstök hönn-
unarsamkeppni um bygg-
inguna og deiliskipulagið.
Leikskólinn er hannaður af
Hvammi sungu fyrir gesti
og blásarakvartett frá Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar
lék tvö lög. Síðan bauð Inga
Líndal, leikskólastjóri, gest-
um að skoða skólann og
þiggja veitingar.
Skólastarfið verður eftir
kenningarkerfi Johns Dew-
ey, en þar er frjálsi leik-
urinn í fyrirrúmi enda tal-
inn vera frumafl í þroska
barnsins. Hlutverk leik-
skólakennarans er m.a. að
skapa umgjörð um leikinn
svo börnin geti unnið úr
reynslu sinni og sínu nán-
asta umhverfi, verið virk og
skapandi í leikjum sínum.
Nýr leikskóli í „álfabyggð“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýi skólinn. Á minni myndinni tekur leikskólastjóri við gjöf frá bæjarstjóra.
Hafnarfjörður
MIKLAR gatnaframkvæmd-
ir standa nú yfir í Smára-
hverfi í Kópavogi. Annars
vegar er verið að tvöfalda
Fífuhvammsveg milli hring-
torganna við Lindarveg og
Dalsmára og gera undirgöng
við Fífuhvammsveg milli Dal-
vegar og Smárahvammsveg-
ar. Hins vegar er unnið að
tvöföldun og fleiri endurbót-
um á Smárahvammsvegi suð-
urfyrir Hagasmára. Samtals
verða sett upp fimm ný um-
ferðarljós á gatnamótum í
hverfinu og er gert ráð fyrir
að kostnaður við framkvæmd-
ir nemi um 256 m.kr.
JVJ hf. annast fram-
kvæmdir á Fífuhvammsvegi
fyrir 183,1 m.kr. en Háfell ehf.
vinnur verkið við Smára-
hvammsveg fyrir um 73,4
m.kr.
Þórarinn Hjartarson, bæj-
arverkfræðingur, sagði að
þegar Smárahverfi var byggt
hafi í upphafi aðeins verið
lögð önnur akbrautin með það
í huga að tvöfalda göturnar
þegar þörf krefði. Sá tími
væri nú kominn þegar opnun
Smáralindar er framundan.
Smáralindin kallar á fleiri
verkefni í vegagerð í landi
Kópavogs og fyrir helgi kom
fram í Morgunblaðinu að bær-
inn vill beita sér fyrir og bera
kostnað af því að áformum um
tvöföldun Reykjanesbrautar
væri flýtt.
Þórarinn sagði að fyrrtöld
verkefni við Fífuhvammsveg
og Smárahvammsveg væru
alfarið á vegum bæjarins en
auðvitað þyrfti að gera skurk í
því að tvöfalda Reykjanes-
braut suðurfyrir Arnarnesveg
og eðlilegt væri að tvöfalda
samtímis akbrautina á Arnar-
nesvegi upp að Smára-
hvammsvegi. Þá þurfi einnig
að vinna að því að auka afköst
vinstri beygjunnar á brúnni
yfir Hafnarfjarðarveg inn á
Arnarnesveg með því að setja
þar umferðarljós eða hring-
torg. Nú þegar myndist þarna
biðröð á annatíma sem nái út
á Hafnarfjörð og ljóst sé að
ástandið muni versna þegar
Smáralind verður opnuð.
Reykjanesbraut, Arnarnes-
vegur og Hafnarfjarðarvegur
eru stofnbrautir í umsjón
Vegagerðarinnar og þessar
framkvæmdir eru á vegaáætl-
un, að sögn Þórarins, sem
segir þó nauðsynlegt að hefja
allar þessar framkvæmdir
fyrr en ætlað er. Um leið og í
þær verði ráðist þurfi bærinn
að huga að því að tvöfalda
lokakaflann á Smárahvamms-
vegi að Arnarnesvegi.
256 m.kr. gatna-
gerð í Smárahverfi
Morgunblaðið/Kristinn
Gatnaframkvæmdir setja nú mikinn svip á Smárahverfið.
Kópavogur
Í NESKIRKJU eru starf-
andi mömmumorgnar og
hafa verið svo um árabil,
raunar í 13 ár. Þessir mömm-
umorgnar heita samt eigin-
lega foreldramorgnar núorð-
ið, í takt við nýja tíma.
Elínborg Lárusdóttir er upp-
hafsmanneskja að þessum
morgnum í Neskirkju. Morg-
unblaðið leit til hennar á dög-
unum og spurði um aðdrag-
anda málsins.
„Þannig er, að ég er
félagsráðgjafi, og ég varð
þess vör á sínum tíma, að
mæður einangruðust dálítið
heima fyrir eftir barnsburð,“
sagði Elínborg. „Um þær
mundir var ég að kenna ung-
barnanudd og sá að konur
höfðu jafngaman af því að
hittast og spjalla og að læra
nuddið. Þá fékk ég þessa
hugmynd um mömmumorgna
og henni var vel tekið í Nes-
kirkju.
Það er gefin út dagskrá
strax á haustin og allir geta
komið með tillögur um efni,
þannig að eiginlega má segja
að þetta sé nokkurskonar
grasrót. Í kirkjunni hittast
foreldrar ungra barna og líka
þeirra sem eru á forskóla-
aldri og raunar allir sem
vilja, og spjalla saman um
landsins gagn og nauðsynj-
ar.“
Hittast á
miðvikudögum
„Þar eð þetta starf hefur
staðið óslitið í 13 ár virðist
það mæta vissri þörf í sam-
félaginu, og það hefur verið
vinsælt allt frá byrjun.
Foreldramorgnar eru allt-
af á miðvikudögum, frá
hausti og fram á vor, og í
annað hvert skipti höfum við
fræðslu af einhverju tagi.
Síðast t.d., 14. mars, kom
Herdís Storgaard, fulltrúi
hjá heilbrigðisráðuneytinu,
til okkar og fjallaði um slys á
börnum í heimahúsum, og
fékk svo öllum í hendur gát-
lista um öryggi heimilisins,
til að fara með heim með sér.
Þann 28. mars kemur hjúkr-
unarfræðingur til okkar og
heldur erindi um aga og upp-
eldi, og 2. maí ætlar Helga
Rut Guðmundsdóttir lektor
við Kennaraháskólann að
fjalla um áhrif tónlistar á
þroska ungbarna. Þá hafa
hjúkrunarfræðingar á Sel-
tjarnarnesi reglulega verið
með fræðslu hjá okkur. Og
þannig mætti lengi áfram
telja. Á móti þessum fræðslu-
morgnum höfum við svo kaffi
og spjall.“
Feðurnir koma líka
„Feður hafa ekki átt eins
heimangengt, en hafa þó
samt mætt fjórir talsins í
þessi ár. Það er mjög hvetj-
andi fyrir aðra feður og er
skemmtileg tilbreyting í
því,“sagði Elínborg. „Það er
líka mjög áhugavert að er-
lendar konur sem eru stadd-
ar á Íslandi tímabundið koma
með börnin sín í kirkjuna og
svo hafa ömmur komið líka
og auðvitað eru allir vel-
komnir, en í upphafi var
þetta hugsað til þess að rjúfa
einangrun þeirra sem eru
heimavinnandi. Og ekki er
verra að hafa þetta í kirkj-
unni, því þá venst fólk því að
hitta prestana og er ekki eins
feimið við að leita aðstoðar
þeirra, ef svo ber undir. Og
eins er með börnin, þegar
þau verða eldri. Þannig að
það er svona ýmislegt sem
vinnst með þessu.
Við förum svo alltaf í vor-
ferðalag, t.d. í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn, þar sem
börnin njóta þess að sjá
skemmtilega og fræðandi
hluti og við grillum saman.
Núna eru foreldramorgnar
starfandi í flestum kirkjum
Reykjavíkur og víða úti á
landi, sem er mjög ánægju-
legt.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Foreldrar og börn njóta samveru á foreldramorgnunum.
Virðist mæta
ákveðinni þörf
í samfélaginu
Vesturbær
Foreldramorgnarnir í Neskirkju orðnir
13 ára gamlir og alltaf jafnvinsælir
BAKKATJÖRN á Seltjarn-
arnesi hefur verið friðuð og
verða fljótlega sett upp upp-
lýsingaskilti í kringum tjörn-
ina til verndar varpi fugla
s.s. kríu og anda. Ákvörðun
um friðunina var tekin í nóv-
ember og verður upplýsinga-
skiltunum beint að vegfar-
endum þeim til upplýsinga
um umgengnisreglur sem
gilda á friðlandinu.
Krían kemur til landsins
um miðjan maí og hefst
varptíminn um mánaðamótin
maí-júní. Kríunni hefur
fjölgað umtalsvert á Sel-
tjarnarnesi á liðnum árum. Í
fyrra komu um 1800 pör á
vesturhluta Seltjarnarness á
móti 900 pörum fyrir fáein-
um árum, samkvæmt taln-
ingu Ólafs Jóhanns Hilmars-
sonar. Jafnframt hefur
sílamávi, skaðvaldi í fugla-
varpi, fjölgað við tjörnina.
Að sögn Jens P. Hjaltested,
formanns umhverfisnefndar
Seltjarnarness, veldur sú
fjölgun nokkrum áhyggjum
og er útlit fyrir að grípa
verði til ráðstafana, ef fjölg-
unin heldur áfram.
Á Seltjarnarnesi hafa nú
þrír staðir verið friðaðir, þ.e.
Grótta, vestasti hluti Val-
húsahæðar, og nú síðast
Bakkatjörn. Að auki eru
fjörurnar á vesturhluta Sel-
tjarnarness og Daltjörn á
náttúruminjaskrá.
Jens segir áhuga almenn-
ings á fuglalífi á Seltjarnar-
nesi fara ört vaxandi, enda
sé óvíða hægt að komast í
návígi við eins fjölbreytt
fuglalíf á höfuðborgarsvæð-
inu.
Bakka-
tjörn
friðuð
Seltjarnarnes
MÓTÁS hf. hefur sótt til
borgarráðs um lóð í Grafar-
holti til að byggja fjölbýlishús
með fjörutíu leiguíbúðum fyr-
ir almennan markað.
Bergþór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Mótáss, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
stefnt væri að því að húsið
yrði 3-5 hæðir og í því 40 íbúð-
ir, flestar þriggja herbergja
en einnig 2ja og 4ra her-
bergja.
Fátítt hefur verið að einka-
aðilar reisi hús með almenn-
um leiguíbúðum hér á landi.
„Þetta er algengt í Evrópu og
Bandaríkjunum,“ sagði Berg-
þór. „Ég kann enga skýringu
á því af hverju þetta hefur
ekki verið gert hér.“
Hann sagði stefnt að því að
bjóða íbúðirnar í húsinu til
langtímaleigu til einstaklinga.
Undanfarið hefði borið á því
að sveitarfélög hefðu óskað
eftir því að einstaklingar
tækju að sér að byggja og
reka leiguíbúðir. Hann sagði
að Mótás hefði byggt yfir 400
íbúðir og hefði því mikla
reynslu á þessu sviði.
Marga vantar íbúð
en fáa bílskýli
Borgarráð fjallaði um um-
sóknina á fundi á þriðjudag
og sendi hana til umfjöllunar
hjá félagsmálaráði og skrif-
stofustjóra borgarverkfræð-
ings. Bergþór sagði að til
greina kæmi að ræða við
borgina um að hluti hússins
yrði leigður út sem félagsleg-
ar leiguíbúðir.
Bergþór sagði að auk þess
að óska eftir lóð í Grafarholti
mundi Mótás óska eftir breyt-
ingum á skipulagi í þá átt að
fallið verði frá kvöð um bíl-
skýli. „Það er fullt af fólki,
sem vantar íbúð, en það eru
ekki margir sem vilja leigja
bílskýli,“ sagði hann.
Sækir um lóð
undir leiguíbúðir
Grafarholt