Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 15 UNGAR stúlkur, nemar í framhalds- skólunum á Akureyri streymdu í Oddeyrarskála í gærmorgun og kynntu sér þá starfsemi sem þar fer fram auk þess að fá inngrip í fjöl- breytta starfsemi Eimskips. Þá fóru þær um borð í eitt skipa félagsins, Mánafoss, og skoðuðu það hátt og lágt. Heimsóknin á hafnarsvæðið var liður í víðtæku jafnréttisátaki sem Háskóli Íslands og Jafnréttisstofa í samstarfi við fjögur ráðuneyti, fjögur fyrirtæki og tvenn samtök standa að en því var ýtt úr vör í síðasta mánuði og stendur til ársins 2002. Markmið þess miðast að því að fjölga kvennem- endum í verk-, tækni- og tölvunar- fræðinámi á háskólastigi, en hlutfall kvenna í þessum greinum er um eða innan við 20%. Meginhugsunin að baki hvatningarátakinu er að kven- nemendur og útskrifaðar konur í um- ræddum greinum hvetji kvennem- endur í framhaldsskólum til að velja sér þessi fög sem námsbraut á efri stigum menntunar sinar. Markvisst unnið að því að fjölga konum í stjórnunarstöðum Um fjörutíu konur, sem ýmist hafa lokið eða stunda nú nám í þessum greinum, hafa farið á milli framhalds- skóla landsins og kynnt þar nám og störf í tæknigreinum. Röðin var kom- in að Akureyri í gær, en haldnir voru fundir bæði í Menntaskólanum á Ak- ureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri auk þess sem Eimskip bauð stúlkunum í heimsókn á athafnasvæði sitt. Þar sagði Benedikt Ingi Elíasson forstöðumaður frá starfseminni á Ak- ureyri og Norðurlandi. Á Akureyri og Dalvík starfa 30 manns hjá Eimskip, þar af eru fjórar konur. Helga Dröfn Þórarinsdóttir véla- og iðnaðarverk- fræðingur kynnti fyrir stúlkunum þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer á vegum félagsins hér á landi og í út- löndum, en hún benti m.a. á að góðir og vel menntaðir starfsmenn væru félaginu afar mikilvægir. Inga Björg Hjaltadóttir, lögfræðingur og deild- arstjóri launa- og kjaramála í starfsþróunardeild Eimskips, fór m.a. yfir starfsmannamálin hjá félaginu og stefnu sem fylgt væri á þeim vett- vangi. Hún benti á að starfsmenn hefðu fjölbreytta menntun, en tækni- menntuðu fólki hefði fjölgað að und- anförnu. Hún sagði að markvisst hefði verið unnið að því að fjölga kon- um í stjórnunarstörfum innan fyrir- tækisins og árangur af því átaki verið góður. Þannig hefði félagið hlotið við- urkenningu Jafnréttisráðs árið 1999 í kjölfar þess. Mikilvægt að sjónarmið kvenna komi fram Þær Rósa Erlingsdóttir, verkefn- isstjóri átaksins, Guðrún Rögnvaldar- dóttir, framkvæmdastjóri Staðalráðs Íslands, Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, tölvunarfræðingur hjá Hugbúnaðar- fyrirtækinu Teymi, og María Ragna Lúðvígsdóttir, nemi í tölvunarfræði, kynntu stúlkum í framhaldsskólunum á Akureyri átakið, sem og nám og störf í verk- og tölvunarfræðum. Rósa sagði mikinn skort á starfsfólki í þess- um greinum og því væri nú verið að leita starfskrafta úr röðum kvenna sem hefði ekki í jafnmiklum mæli sótt í þessi störf og karlar. Sjónarmið kvenna vantaði inn í þessar greinar, en það væri mikilvægt til framtíðar að þær sinntu þessum störfum til jafns við karla. Guðrún Rögnvaldardóttir, sem er verkfræðingur, sagði stúlkunum að fátítt hefði verið að konur færu í verk- fræðinám á árum áður, en það sem fyrir sér hefði vakað með náminu væri að það gæfi af sér þokkalegar tekjur, auðvelt væri að fá vinnu og eins hefði henni þótt gaman að læra stærðfræði. Hún sagði námið vissu- lega strembið en það væri líka skemmtilegt. Starfið hentaði að henn- ar sögn konum ekki síður en körlum, um væri að ræða fjölbreytt starf á hinum ýmsu sviðum en goðsögnin um karl með hjálm að virkja uppi á há- lendinu ætti ekki endilega við. Fjölbreytt starf og góð laun Guðrún Ösp sagði meirihluta tölv- unarfræðinga karlmenn, en ef konur vildu hafa áhrif á framtíð sína ættu þær að hasla sér völl sem víðast og tölvunarfræðin væri ein þeirra greina þar sem skortur væri á kvenfólki. Hún sagði starf tölvunarfræðinga af- ar fjölbreytt, það væri nánast ekkert svið þar sem þeir kæmu ekki við sögu. Eftirspurn eftir fólki með þessa menntun væri mikil bæði hér á landi og í útlöndum og góð laun væru í boði, trúlega væri hvergi hægt að fá eins góð laun og þau sem byðust fólki með tölvunarfræðimenntun. Þá benti hún einnig á að fyrirtækin byðu starfs- fólki upp á ýmis hlunnindi því allt væri gert til að halda fólki ánægðu í starfi. María Ragna er á öðru ári í tölv- unarfræði við Háskóla Íslands, en hún kynnti námið í deildinni og upp- byggingu þess. Hún sagði það hafa komið sér á óvart hversu fjölbreytt þetta nám væri og skemmtilegt. Hún nefndi einnig að greinilegt væri að fólki með þessa menntun stæði næg vinna til boða, en nánast væri slegist um starfskraftana. Stúlkum í framhaldsskólunum kynnt átak til að fjölga konum í verk- og tölvufræðigreinum Morgunblaðið/Kristján Stúlkur í framhaldsskólunum á Akureyri heimsóttu Ægi Jónsson, skipstjóra á Mánafossi, upp í brú skipsins þar sem þær fræddust um lífið á sjónum. Morgunblaðið/Kristján Helga Dröfn Þórarinsdóttir, iðnaðar- og vélaverkfræðingur hjá Eimskip, kynnti starfsemi félagsins fyrir stúlkum í framhaldsskólunum á Akureyri. Mikil eftirspurn eft- ir slíku starfsfólki ÁÆTLUN um rekstur, fjármál og framkvæmdir bæjarsjóðs Akureyrar á árunum 2002 til 2004 gerir ráð fyrir miklum framkvæmdum á þessu tíma- bili og hafa þær ekki verið jafnum- fangsmiklar í annan tíma. Alls er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegum bæjarsjóðs á áætlunartímabilinu nema 2.645 milljónum króna, en stærstu kostnaðarliðirnir í áætluninni eru á sviði grunn- og leikskóla að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjar- stjóra. Síðari umræða um þessa þriggja ára áætlun verður í bæjar- stjórn Akureyrar í dag, þriðjudag. Kristján Þór sagði að áætlunin væri byggð á ákveðnum forsendum varðandi þróun tekna og gjalda en einnig væri gert ráð fyrir að fjölgun íbúa yrði 1,5% á ári á tímabilinum Þannig er búist við að íbúar á Ak- ureyri verði um 16.100 í lok árs 2004. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur hækki úr um 3,3 milljörðum króna árið 2002 í rúmlega 3,9 milljarða í lok tímabilsins. Hvað rekstur málaflokka varðar er sam- kvæmt áætluninni gert ráð fyrir að hann kosti rúmlega 2,7 milljarða á næsta ári en fari í tæplega 3,2 millj- arða í lok tímabilsins. Tveir nýir leikskólar og miklar framkvæmdir við grunnskóla Hvað helstu framkvæmdir á sviði leik- og grunnskóla varðar sagði bæj- arstjóri að byggðir yrðu tveir nýir leikskólar á áætlunartímabilinu, ann- ar yrði tilbúinn og hinn langt kominn að því loknu. Áhersla verður lögð á að ljúka Giljaskóla á þessu tímabili og þá verður að sögn Kristjáns Þórs tekið til við verkefni í Brekkuskóla. Jafn- hliða verður byggingu Síðuskóla lok- ið, en undirbúningur þess verks verð- ur unninn á þessu ári, framkvæmdir hefjast árið 2002 og þeim verður lokið ári síðar. Einnig verður á tímabilinu hafist handa við undirbúning vegna byggingar íþróttahúss við Giljaskóla. Langstærsta einstaka fram- kvæmdin á sviði menningarmála sem lokið verður á næsta framkvæmda- tímabili verður bygging við Amts- bókasafnið á Akureyri, en gert er ráð fyrir að þeirri byggingu verði lokið á þremur árum. Þá sagði bæjarstjóri að jafnframt væru ætlaðir fjármunir vegna undirbúnings við byggingu væntanlegs menningarhúss. Miklar framkvæmdir verða einnig á sviði íþróttamála en þar ber hæst að reist verður fjölnota íþróttahús á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð og hefjast þær á þessu ári, en megin- þunginn kemur á árin 2002–3. Þá gat Kristján Þór þess að einnig yrði meira fé en áður lagt til gatnagerðar, fráveituframkvæmda og umhverfis- mála. Nýta fjármagn úr Framkvæmdasjóði Hann sagði að ætlunin væri að taka ný lán að upphæð 300 milljónir króna, en einnig væri áætlað að borga niður eldri lán að upphæð 350 milljónir króna. Þá væri gert ráð fyrir að nýta fjármagn úr Framkvæmdasjóði Ak- ureyrar, samtals 950 milljónir króna vegna framkvæmda á umræddu tímabili, en alls væri til í þeim sjóði í árslok 2000 fé að upphæð um 1,2 milljarðar króna. „Þannig ætlum við að brúa þá fjárþörf sem er umfram það sem fram kemur í áætluninni,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði að samkvæmt áætluninni væri einnig gert ráð fyrir að byrjað yrði að greiða niður langtímaskuldir bæjarins árið 2003, samtals um 30 milljónir og því haldið áfram árið á eftir þegar skuldir yrðu greiddar niður um 140 milljónir króna. „Að því gefnu að forsendur áætl- unarinnar standist er ljóst að við munum halda áfram öflugri uppbygg- ingu á grunnþjónustu bæjarins af miklum metnaði. Jafnframt því ger- um við mikið átak á sviði gatnagerðar og umhverfismála. Einnig gerir fjár- hagur bæjarsjóðs nú kleift að efna gamalt loforð um viðbyggingu við Amtsbókasafnið auk þess sem við munum skapa knattspyrnu- og frjáls- íþróttamönnum góða aðstöðu til æf- inga og keppni.“ Áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir bæjarsjóðs Akureyrar til 2004 Framkvæmdir fyrir tæpa þrjá milljarða á tímabilinu JAFNRÉTTISNEFND Akureyrar fjallaði um dóm Ingibjargar Eyfells á fundi sínum nýlega og lýsti nefndin ánægju sinni með niðurstöðu hans fyrir hönd Ingibjargar. Jafnframt var bókað að Jafnrétt- isnefnd er ekki sátt við að Akureyr- arbær fái ítrekað á sig mál vegna jafnréttisbrota og hvetur bæjar- stjórn til þess að fara að lögum svo ekki þurfi að koma til frekari mála- ferla af þessu tagi. Eins og fram hefur komið var Ak- ureyrarbær dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða Ingibjörgu Eyfells, fyrrverandi deildarstjóra leikskóladeildar, rúm- ar 1,8 milljónir króna í bætur vegna mismunar í launakjörum og hálfa milljón króna í málskostnað. Jafnréttisnefnd Akureyrar Bæjarstjórnin fari að lögum BÚNAÐARSAMBAND Eyjafjarðar mun standa fyrir tveimur fræðslu- fundum um jarðrækt næstkomandi fimmtudag, 22. mars, fyrst í Ýdölum kl. 13.30 og svo á Fosshóteli KEA kl. 20.30. Umræðuefnið verður jarðrækt í víðum skilningi, ræktunarskipulag, endurvinnsla túna, sáðskipti og fleira. Frummælendur verða Áslaug Helgadóttir, sviðsstjóri jarðræktar- sviðs Rannsóknastofnunar landbún- aðarins, og Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu. Eru bændur hvattir til að mæta á fundina, en ljóst er að átak í jarðræktarmálum er eitt af því brýnasta í búskap. Bænda- fundir um jarðrækt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.