Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 22

Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 22
VIÐSKIPTI 22 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI framtakssjóðurinn Arctic Ventures og fjárfestingafyr- irtækið Argnor Wireless Ventures hafa gert með sér víðtækan sam- starfssamning. Að sögn Ragnars Þórissonar, framkvæmdastjóra hjá Arctic Ventures, stendur GSM Cap- ital að Argnor ásamt með North- stream ráðagjafarfyrirtækinu. Ragnar segir að GSM Capital sé sjóður sem sé í eigu fimmtán stærstu farsímafyrirtækja í heimi. Þar megi til að mynda nefna fyrirtæki á borð við British Telecom, France Tele- com, KPN Quest, Smart Tone og Singapore Telecom. Á meðal helstu viðskiptavina Northstream AB, megi nefnaNTT DoComo, Voda- phone, Nokia og Ericsson. Einbeita sér að fjárfestingum á Norðurlöndunum „Argnor hafði áhuga á að fjárfesta á Norðurlöndum og í stað þess að opna skrifstofu sjálfir kusu þeir að vinna með aðila sem fyrir er á mark- aðinum. Þeir koma til okkar sem út af fyrir sig er mjög góð viðurkenning því það eru 220 framtakssjóðir starf- andi í Svíþjóð. Þeir ákveða síðan að velja okkur og telja að við höfum staðið okkur vel á markaðinum og séum með góð sambönd. Það má því segja að það sé í raun þrír stofnend- ur að þessu fyrirtæki, þ.e. GSM Capital, Northstream og við. Við er- um sem sagt að stofna fyrirtæki sem mun einbeita sér alfarið að fjárfest- ingum á Norðurlöndunum á sviði þráðlausra fjarskipta og er Ísland þar með talið. Við lítum svo á að það sé eðlilegt skref fyrir okkur og okkar fjárfesta að geta komist inn í þetta fjárfestingarferli með GSM Capital og Northstream.“ Aðspurður segir Ragnar að þetta sé fjárfestingin af hálfu Arctic Vent- ures í Argnor upp á hálfan milljarð íslenskra króna. Öllum öðrum fjár- festingum Arctic verði haldið utan við þetta. „Þessi samvinna gerir okk- ur hins vegar kleift að leggja niður rekstrarfélag okkar, allur rekstrar- kostnaður sem sjóðfélagar hafa þurft að borga fellur niður og það sparar tæpar 150 milljónir á þriggja ára tímabili hjá Arctic. Við sem störf- um hjá Arctic núna verðum starfs- menn hjá Argnor. Göngum inn í heimsnet Argnor Ragnar segir að fyrir um ári hafi nær allir fengið fjármögnun, menn hafi sett mikið fjármagn í alls kyns hugmyndir. „Staðan er þannig núna að fólk hættir ekki í fastri vinnu til þess að stofna fyrirtæki. Það er bæði erfitt að fá fjármagn auk þess sem mjög sterkur hópur verður að standa á bak við hugmyndina. Það eru þessi vegna færri fjárfestingartækifæri en sem betur fer eru þau miklu betri og traustari en var og auðveldara að finna hina sönnu frumkvöðla sem vilja leggja allt í sölurnar. Við þurf- um að geta boðið þessum frumkvöðl- um eitthvað meira en bara fjármagn. Við höfum vitaskuld reynt að kynna okkar fyrirtæki en með þessu heims- neti Argnor opnast auðvitað miklu fleiri möguleikar. Við höfum alltaf unnið náið með þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í en núna er við að taka þetta enn lengra. Áður vorum við með eins konar staðarnet í sam- böndum við fyrirtæki á Norðurlönd- unum en núna getum við boðið frum- kvöðlafyrirtækjum, sem við fjárfestum í, aðgang að fimmtán stærstu farsímafyrirtækjunum sem gætu síðan hugsanlega orðið við- skiptavinir þeirra enda eru þau um leið eigendur þeirra. Tvisvar sinnum ári býðst þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í að hitta æðstu stjórn- endur allra þessar farsímafyrirtækja og kynna hugmyndir sínar. Við erum að búa til svona fjölskyldu og þeir sem komast inn í hana standa mjög vel að vígi. Farsímafyrirtækin fá að sjá samningsdrög þegar Argnor ætli að fjárfesta í fyrirtækjum og geti lát- ið álit sitt í ljós og það sé mjög mik- ilvægt við mat á viðskiptahugmynd- um. Þegar við fjárfestum í fyrirtækjum þá erum við ekki bara að leggja þeim til peninga heldur komum við þeim inn í fjölskyldunetið og það skiptir ákaflega miklu máli. Ég held ég þekki ekki nokkurn sjóð í Evrópu sem hefur betra skipulag á þessu sviði en Argnor.“ Víðtæk samvinna Arct- ic Ventures og Argnor Morgunblaðið/Golli F.v. Ragnar Þórisson og Simon Hallquist, framkvæmdastjórar Arctic. REKSTRARTEKJUR Austur- bakka hf. námu 1.964 milljónum króna á síðasta ári, sem er aukning um 300 milljónir króna, eða 18,2%, frá árinu 1999. Veltufé frá rekstri var 62,2 milljónir króna, sem er hækkun um 7,7 milljónir frá 1999. Rekstrarhagnaður án afskrifta var 85,4 milljónir króna, sem er aukn- ing um 21,6 milljónir, eða 33,8%. Hagnaður fyrir skatta var 29,8 milljónir króna, en skattar og óreglulegir liðir námu 15,7 millj- ónum króna, þannig að hagnaður ársins varð 14,1 milljón króna. Reiknaðir gjaldaliðir hafa veruleg áhrif á afkomu ársins Reiknaðir gjaldaliðir í uppgjöri 2000, sem ekki munu koma til greiðslu, eru mun stærri en áður í uppgjörinu og hafa veruleg áhrif á lokaniðurstöðu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Austurbakka hf. Þessir liðir eru afskriftir, 13.970.879 krónur, gjöld vegna verðlagsbreytinga, 4.667.466 krón- ur, niðurfærsla viðskiptakrafna, 4.836.064 krónur og aukning eft- irlaunaskuldbindingar 14,3 milljón- ir króna. Hagnaður félagsins að teknu tilliti til þessara fjárhæða er 51,9 milljónir króna. Árið 1999 var sambærileg tala 48,7 milljónir króna. Viðburðaríkt ár í sögu félagsins „Árið 2000 var viðburðaríkt og ár mikilla umbreytinga. Helstu tíð- indi í sögu félagsins voru að í júní fékkst félagið skráð á Verðbréfa- þingi Íslands og flutt var í nýjar höfuðstöðvar í apríl. Rekstrarlega einkenndist árið af breyttum að- stæðum í húsnæðismálum og geng- islækkun íslensku krónunnar síð- ari hluta ársins,“ segir í tilkynningunni. Afskriftir voru 13,9 milljónir króna og fjármunagjöld 41,6 millj- ónir. Óregluleg gjöld voru 4,8 milljónir, sem er niðurfærsla við- skiptakrafna. Í fjármunaliðum er gjaldfærður gengismunur 18,5 milljónir króna. Árið 1999 var gengismunur til tekna 6,3 milljónir króna. Einnig er inni í fjármunaliðum reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 4,7 milljónir króna.                                                                                                 !"##$  !"%&'  !  $  ($! $)) *&'  %% &+ ,!-+*. (    !"  # # #      #      $  % &  &  % &  &  % &  &      $           $    Hagnaður Aust- urbakka 14,1 milljón króna FJÁRFESTINGARBANKINN Merrill Lynch hefur birt nýtt mat á fyrirtækinu Norske Skog og setur hlutabréf fyrirtækisins á lista yfir evrópsk hlutabréf sem hann mælir með kaupum á. Svo virðist sem hefð- bundið iðnfyrirtæki eins og Norske Skog sé ekki lengur algjört andheiti netfyrirtækis, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv, og margir fjár- málasérfræðingar eru á þeirri skoðun að gengi bréfa Norske Skog sé of lágt. Norske Skog er mjög stór papp- írsframleiðandi og sér blaðaútgefend- um á Norðurlöndunum og víðar fyrir pappír. Áður voru fjárfestar á þeirri skoðun að lestur dagblaða og tímarita myndi minnka með tilkomu netfjöl- miðla og kom það fram í lækkandi gengi fyrirtækja eins og Norske Skog. Fjárfestarnir voru ekki sannspáir, hefðbundnir prentmiðlar hafa haldið velli og gengi bréfa net- fyrirtækja hefur lækkað. Norske skog góður fjárfestingarkostur Ósló. Morgunblaðið EVRÓPSKA flugfélagið, EADS, hef- ur tilkynnt um góðar horfur í rekstri félagsins í ár en samt sem áður verði ekki hvikað frá þeirri ákvörðun um að segja upp 3 þúsund manns. Síðastliðið sumar runnu Dasa, sem var loftferðahluti DaimlerChrysler, hins franska Aerospatiale Matra og hins spænska CASA í EADS. Nafnið stendur fyrir European Aeronautics, Defence & Space Company sem gæti á íslensku útlagst Evrópska loft- ferða-, varnar- og geimfélagið. Á síðasta ári nam tap EADS 909 milljónum evra eða sem svarar til tæplega 72 milljarða íslenskra króna. Fjárfestingarfyrirtækið Lehman Brothers mælir sterklega með kaup- um í EADS en félagið var skráð á markað í júlí á síðasta ári. Gott gengi hjá EADS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.