Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KÍNVERSKA lögreglan leitaði í gær að heyrnarlausum flótta- manni, sem er grunaður um fjögur sprengjutilræði sem urðu að minnsta kosti 108 manns að bana í borginni Shijiazhuang á föstudag- inn var. Að sögn lögregluyfirvalda er hugsanlegt að glæpahópur hafi aðstoðað manninn. Embættismenn í Shijiazhuang sögðust þó telja að reiðir verkamenn, sem sagt hefur verið upp störfum, hefðu verið að verki til að mótmæla fjöldaupp- sögnum í vefnaðariðnaðinum. Málgögn kínversku stjórnarinn- ar birtu aðeins frétt frá kínversku fréttastofunni Xinhua þar sem því var enn haldið fram að ótiltekinn glæpahópur væri viðriðinn tilræð- in. Lögreglan birti um helgina mynd af flóttamanninum, Jin Ruchao, sem er fertugur, og sagði að hann væri grunaður um morð á unnustu sinni og „sérlega alvarlega glæpi“. Heitið var andvirði rúm- lega hálfrar milljónar króna fyrir upplýsingar sem leiddu til hand- töku hans. Lögreglan tók þó ekki fram að Jin væri grunaður um sprengju- tilræðin. Lögreglufulltrúi í Shiji- azhuang staðfesti þó í samtali við fréttamann Reuters að svo væri. „Við teljum að einhverjir hafi hjálpað honum,“ sagði hann. „Við erum að rannsaka hvort einhverjir aðrir menn eða einhver glæpahóp- ur hafi lagt honum lið á bak við tjöldin.“ Sprengjur sprungu í fjórum íbúðarbyggingum í Shijiazhuang á föstudag og ein þeirra gereyðilagð- ist. Hún var í eigu bómullarverk- smiðju í borginni og hýsti að minnsta kosti 30 fjölskyldur. Xin- hua segir að 108 manns hafi látið lífið og 38 særst en læknar í Shiji- azhuang segja að hundruð manna hafi beðið bana. Kínversk stjórn- völd héldu því fram í fyrstu að til- ræðin hefðu kostað 18 manns lífið. Liður í mótmælum gegn fjöldauppsögnum? Íbúar Shijiazhuang segja að Jin hafi verið sagt upp störfum í bóm- ullarverksmiðjunni árið 1983 fyrir spellvirki en haldið herbergi í einni af íbúðarbyggingum hennar. Embættismaður í Shijiazhuang, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að sprengjutilræðin væru lík- lega liður í mótmælum gegn fjölda- uppsögnum í borginni, en hún er miðstöð kínverska vefnaðariðnað- arins sem hefur átt undir högg að sækja síðustu árin. 1,4 milljónum manna var sagt upp í vefnaðariðn- aðinum á árunum 1998–2000 til að draga úr framleiðslunni og auka skilvirkni. „Getur einn heyrnarlaus maður valdið öllum sprengingunum fjór- um?“ spurði embættismaðurinn. „Ég er 90% viss um að verkamenn, sem misstu vinnuna, hafi verið að verki. Markmiðið var að vekja at- hygli kínversku ríkisstjórnarinn- ar.“ Þetta er í annað sinn á tíu dög- um sem kínversk stjórnvöld kenna utangarðsmanni um mannskæðar sprengingar. Kínverska stjórnin heldur því fram að þroskaheftur maður hafi valdið sprengingu sem varð að minnsta kosti 42 manns, aðallega börnum, að bana í skóla bæjarins Fanglin í suðausturhluta landsins 7. mars. Læknar, embætt- ismenn í bænum, ýmsir fjölmiðlar og foreldrar barnanna sögðu að nemendur skólans hefðu verið neyddir til að vinna við flugelda- gerð en kínverska stjórnin sagði að ekkert væri hæft í því. Heyrnarlaus flóttamaður grunaður um tilræðin Peking. Reuters, The Daily Telegraph. Rannsókn á mannskæðum sprengingum í kínverskri iðnaðarborg KRISTILEGUM demókrötum, CDU, í Þýskalandi vegnaði vel í kosningunum í Hessen á sunnudag þrátt fyrir þau vandræði, sem flokkurinn hefur átt í vegna leyni- reikninga Helmuts Kohls, fyrrver- andi kanslara. Bráðabirgðatölur um kosninga- úrslitin sýna, að kristilegir demó- kratar fengu 39,6% atkvæða eða 6,6 prósentustigum meira en í kosningunum fyrir fjórum árum. „Þetta er mikill sigur fyrir CDU,“ sagði Laurez Meyer, fram- kvæmdastjóri flokksins, í gær og bætti við, að niðurstaðan væri gott veganesti fyrir flokkinn í kosning- unum í Rheinland-Pfalz og Baden Württemberg næsta sunnudag. Hessen var á síðasta ári vettvang- ur rannsóknar á leynireikningum Kohls og ólöglegri fjármögnun Kristilega demókrataflokksins og lagt var að Roland Koch, forsætis- ráðherra sambandslandsins, að segja af sér þegar í ljós kom, að sumir frammámenn í flokknum réðu yfir leynireikningum erlendis. Græningjar og Lýðveld- isflokkur töpuðu Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders kanslara varð nú í öðru sæti með 38,2% en hann bætti þó við sig 0,2 prósentustigum frá síð- ustu kosningum. Græningjar, sam- starfsflokkur jafnaðarmanna í rík- isstjórn, fékk nú 8,7%, tapaði 2,3 prósentustigum, og hinn hægri- sinnaði Lýðveldisflokkur fékk 4,1%, tapaði 2,5 prósentustigum. Búist er við, að endanleg úrslit verði kunn á morgun. Í borgarstjórakjörinu í Frank- furt fékk Petra Roth, frambjóð- andi CDU, 48,6% eða 14 prósentu- stigum meira en Achim Vandreike, frambjóðandi jafnaðarmanna. Roth fékk þó 52% atkvæða í borg- arstjórakosningunum árið 1995 og vegna þess, að hún náði ekki meirihluta verður kosið aftur milli hennar og Vandreike 1. apríl næst- komandi. Virðist hafa gengið vel í kosningum í Hessen Frankfurt. Reuters. CDU í Þýskalandi að jafna sig á leynireikningahneykslinu ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, lýsti áhyggjum sínum í gær vegna þeirrar tilhneigingar Svía að forðast ósætti. Svíar fara með formennsku í ESB fyrri hluta árs og í lok vikunnar verður fyrri leiðtogafundur samb- andsins af tveimur haldinn í Svíþjóð. Sagði Prodi að vegna linku sænskra stjórnvalda væri hætta á að engin nið- urstaða fengist á fundinum, aðeins ný markmið. Prodi lýsti þessu yfir á blaða- mannafundi í gær en sænska stjórnin hefur enn ekki brugðist við yfirlýs- ingum hans. „Á leiðtogafundinum í Lissabon voru bæði sett markmið og teknar ákvarðanir. Það er hætta á að við verðum að láta okkur nægja markmið í Stokkhólmi,“ sagði Prodi. Hann hefur sent yfirvöldum aðild- arríkja ESB bréf þar sem hann legg- ur fram kröfur um ákvarðanir á fjölda sviða, m.a. um að ákveðin verði dag- setning þegar einokun einstakra ríkja á rafmagns- og gasmarkaði verði af- numin. Auk þess krefst hann þess að aðildarríkin samþykki nýjar reglur sem auðvelda eiga myndun innri fjár- málamarkaðar ESB. Leiðtogafundur ESB í Stokkhólmi hefst á föstudag og lýkur um hádegi á laugardag. Rætt verður hve vel aðild- arríkjunum hafi gengið að uppfylla þau markmið sem sett voru á leið- togafundinum í Lissabon fyrir ári, en þá var samþykkt að eftir 10 ár yrði Evrópa samkeppnishæf við Banda- ríkin án þess að það kæmi niður á vel- ferðarkerfinu. Ræða á hvernig aðildarlöndunum hefur gengið að ráða niðurlögum at- vinnuleysisdraugsins og auka tölvu- og tæknikunnáttu, ýta undir nýsköp- un í atvinnulífi, styðja rannsóknir og margt fleira. Fullyrt er í Svenska Dagbladet að Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, muni helst vilja komast hjá því að átök á Balk- anskaga og kreppa í landbúnaði, vegna kúariðu og gin- og klaufaveiki, yfirtaki fundinn. Ólíklegt er talið að Persson verði að ósk sinni. Þá mun heimsókn Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta án efa vekja athygli en hann mun eiga stuttan fund með ESB-leiðtogunum. Mótmæli hafa verið undirbúin í Stokkhólmi vegna fundarins. Eru Attac-samtökin á meðal þeirra sem hyggjast standa fyrir þeim en Dagens Nyheter vakti fyrir skemmstu athygli á því að skipuleggjendum þeirra hefði orðið illilega á í messunni því mót- mælin áttu að hefjast skömmu eftir að fundinum lýkur á laugardaginn, þar sem sú tímasetning var talin myndu henta mótmælendunum betur. Búist er við að þau verði færð fram. Prodi sak- ar Svía um linku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MINNINGARATHÖFN var haldin í gær um rússnesku flugfreyjuna Júlíu Fomina, en hún lét lífið þegar tsjetsjenskir uppreisn- armenn rændu rússneskri far- þegaþotu í síðustu viku. Ætt- ingjar, vinir og samstarfsfólk Fomina kom saman í Moskvu og þotan, sem ræningjarnir sneru til Sádi-Arabíu, kom einnig þangað í gær. Þrír létu lífið þegar sádi- arabískir sérsveitarmenn réðust til inngöngu í þotuna og frelsuðu um 100 farþega og 11 áhafnarliða sem enn voru um borð. AP Minningarathöfn í Moskvu MARY Robinson, mannréttindafull- trúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hef- ur óvænt tilkynnt að hún sækist ekki eftir því að gegna starfinu annað tímabil, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Fjögurra ára starfstímabili henn- ar lýkur í septem- ber nk. Robinson er fyrr- verandi forseti Ír- lands. Um ástæður ákvörðunar sinnar sagði hún að hún teldi sig geta fengið meiru áorkað utan „hafta“ SÞ. Tilkynn- ing Robinson kom háttsettum starfsmönnum og dipl- ómötum á óvart, því talið var að hún myndi fylgja dæmi annarra fulltrúa SÞ og sækjast eftir öðru starfstíma- bili. „Ég mun halda áfram að starfa af full- um kröftum að mann- réttindamálum,“ sagði Robinson. „Ég tel að ég geti, við núverandi að- stæður, náð meiri ár- angri utan þeirra hafta sem fjölþjóða samtök óhjákvæmilega setja.“ Hún sagði að Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, hefði ráðlagt sér að „vera áfram utangarðsmaður“ en starfa innan samtakanna eftir því sem kostur væri. Robinson sækist ekki eftir öðru tímabili Mary Robinson FORSETI Argentínu, Fernando de la Rua, hefur tilkynnt myndun þjóð- stjórnar í þeim tilgangi að binda enda á pólitíska og efnahagslega kreppu í landinu. Greint er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. De la Rua sagði í sjónvarpsávarpi í gær að hann myndi fara þess á leit við þingið að stjórninni yrðu veitt aukin völd vegna ástandsins í land- inu. Bætti hann því við að frekari fregnir af stjórninni yrðu veittar fljótlega. Kreppa skall á í argentínskum stjórnmálum í síðustu viku þegar þá- verandi efnahagsráðherra kynnti umfangsmikla samdráttaráætlun sem leiddi til þess að hver ráð- herrann á fætur öðrum sagði af sér. Tilgangur áætlunarinnar var að stemma stigu við efnahagskreppu í landinu. De la Rua sagði að hlutverk sitt sem forseta væri að skapa nýtt stjórnmálakerfi. Allir stjórnmála- flokkar hefðu brugðist við á „ábyrg- an“ hátt við beiðni sinni um myndun þjóðstjórnar, og sýnt „föðurlands- ást“. Þjóðstjórn mynduð í Argentínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.