Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 27

Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 27 DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, gefur til kynna í viðtali við The Daily Tele- graph að Bandaríkjastjórn hafi enn miklar áhyggjur af áformum ríkja Evrópusambandsins um að koma upp sameiginlegum hersveitum. Efa- semdir varnarmálaráðherrans grafa undan ummælum Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, sem kvaðst vera fullviss um að Bandaríkjastjórn styddi evrópsku hersveitirnar eftir að hafa rætt við George W. Bush Bandaríkjaforseta í síðasta mánuði. Rumsfeld varar við því í viðtalinu, sem birt var á sunnudag, að áformin um evrópsku hersveitirnar geti vald- ið „óstöðugleika“ í Atlantshafs- bandalaginu. Blaðamaðurinn og rit- höfundurinn Winston Churchill, fyrrverandi þingmaður breska Íhaldsflokksins, tók viðtalið og spurði Rumsfeld hvort rétt væri að Bandaríkjastjórn væri „afslöppuð“ í afstöðunni til samkomulags ESB- ríkjanna um stofnun evrópsku her- sveitanna sem náðist á leiðtogafundi í Nice í fyrra. Varnarmálaráðherrann svaraði þessu ekki játandi og sagði: „Ég hygg að rétt sé að segja að forsetinn sagði það sem hann sagði um málið og hann skilur það. Eins og í svo mörgu í lífinu liggur hættan í smáat- riðunum. Og ekki hefur enn verið gengið frá smáatriðunum. Ég hef varið miklum tíma með NATO og í að hugsa um NATO og ég verð að segja að ég ætla sjálfur að fylgjast grannt með því hvernig þetta þróast því við eigum svo mikilla hagsmuna að gæta í bandalaginu. Við verðum að vera á varðbergi og sjá til þess að ekkert verði gert sem geti valdið óstöðugleika í bandalaginu. Það gæti skipt miklu máli hvernig skipulagningunni verður háttað. Verði hún með þeim hætti að ekki verði litið til langs tíma og þeirra vandamála sem gætu orðið, þá kann það að stofna mjög sérstökum tengslum í hættu.“ Ummæli bandaríska varnarmála- ráðherrans eru talin áfall fyrir Tony Blair sem reyndi að sannfæra Bush um að Atlantshafsbandalaginu staf- aði ekki hætta af áformunum um stofnun evrópsku hersveitanna þeg- ar þeir komu saman í Bandaríkjun- um fyrir mánuði. „Hann fullvissaði mig um að NATO yrði meginleiðin til að viðhalda friði í Evrópu,“ sagði Bush eftir viðræðurnar. Ráðgjafar forsetans hafa þó áhyggjur af viðauk- um við Nice-samkomulagið þar sem tekið er fram að Evrópusambandið eigi að stjórna aðgerðum evrópsku hersveitanna. Sakar íhaldsmenn um að ala á tortryggni Bandaríkjastjórnar Blair sakaði breska Íhaldsflokkinn um að ala á tortryggni bandarísku stjórnarinnar gagnvart áformum Evrópusambandsins. „Þegar íhalds- mennirnir fara þangað hella þeir eitri í eyru Bandaríkjastjórnar og segja að þetta snúist allt um að kljúfa NATO, þetta sé franskt samsæri um að valda óstöðugleika . . . ,“ sagði Bla- ir í viðtali við The Sunday Telegraph. „Í hvert sinn sem ég útskýri varn- armálastefnu Evrópusambandsins fyrir Bandaríkjamönnum skilja þeir hana og styðja hana að lokum. En þetta er allt liður í skelfilegum leið- angri íhaldsmanna sem fara þangað og segja: „Markmið stjórnar Verka- mannaflokksins er að rjúfa tengsl Bretlands við Bandaríkin“,“ bætti Blair við. Forsætisráðherrann viðurkenndi þó að nokkur ESB-ríki kynnu að hafa í hyggju að „eyðileggja NATO“ og talið er að hann hafi einkum átt við Frakka. „Ef við eigum ekki aðild að varnarmálastefnu Evrópusambands- ins verður henni framfylgt án Bret- lands. Þá verður hún undir stjórn þeirra sem kunna að hafa það að markmiði að eyðileggja NATO.“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tekur ekki undir ummæli Blairs Áhyggjur af evrópsku her- sveitunum The Daily Telegraph. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.