Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 30

Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ M EÐ af- námi eftir- lits með ferða- mönnum á innri landamær- um Schengen-ríkjanna hafa aðildar- löndin til mótvægis komið á víð- tæku samstarfi í lögreglumálum, m.a. með hertu eftirliti með allri umferð ferðamanna frá löndum ut- an Schengen-svæðisins. Schengen- upplýsingakerfið (SIS) gegnir lyk- ilhlutverki í þessu samstarfi en það er samtengt tölvuvætt upplýs- ingakerfi sem hefur að geyma upp- lýsingar um einstaklinga, sem lög- regla vill hafa upp á og einstaklinga sem fá ekki að koma inn á Schengen-svæðið, stolin eða týnd persónuskilríki, bifreiðar, skotvopn o.fl. Upplýsingakerfið gerir lögreglu- yfirvöldum Schengen-ríkjanna kleift að hafa aðgang að upplýs- ingum um fólk og glataða muni vegna landamæravörslu og annarr- ar löggæslu, auk aðgangs að upp- lýsingum sem nota þarf við útgáfu vegabréfsáritana og dvalarleyfa. SIS er stærsti upplýsingagagna- grunnur sem komið hefur verið á fót í Evrópu, skv. upplýsingum bresku mannréttindasamtakanna Justice, sem gerðu gagnrýna út- tekt á kerfinu og notkun þess á seinasta ári. Frá því Schengen-samstarfið hófst hefur skráningum í SIS fjölgað hröðum skrefum. Um mitt seinasta ár höfðu aðildarlönd Schengen skráð rúmlega 9,7 millj- ónir færslna í kerfið um einstak- linga og muni, og er áætlað að um 700 þúsund færslur bætist við með inngöngu Norðurlandanna. Rúmlega 1,4 milljónir einstak- linga voru skráðar í kerfið í fyrra, þ.e. eftirlýstir menn, einstaklingar sem lýstir hafa verið óæskilegir til innkomu á Schengen-svæðið, týnd- ir menn, einstaklingar sem óskað er eftir að haft verði eftirlit með í kyrrþey, vitni og einstaklingar sem eiga að mæta fyrir dómi. 6,2 milljónir skilríkja skráðar í gagnagrunn Schengen Langstærsti hluti upplýsinga í SIS er hins vegar skilríki o.fl. munir, skv. ársskýrslu sjálfstæðr- ar eftirlitsnefndar Schengen-land- anna (JSA) í Brussel, sem per- sónuverndarstofnanir allra landanna eiga aðild að. Þar er um að ræða stolin og týnd persónu- skilríki (6,2 milljónir), bifreiðar sem hafa horfið (tæplega ein millj- ón skráð), skotvopn (um 150 þús. á skrá), og peningaseðlar (rúm 800 þúsund). Gagnagrunnur SIS hefur vaxið hröðum skrefum frá því hann var tekinn í notkun 1995, en á því ári voru 3,9 milljónir færslna í grunn- inum, 5,6 millj. færslur árið 1997 og 8,7 millj. árið 1998. Áætlanir hafa verið gerðar um að Schengen- gagnagrunnurinn muni halda áfram að stækka og vaxa í um 20 milljón færslur á næstu árum. „Það eru vaxandi líkur á að menn skrái meira en minna þegar þeir hafa tengst þessum kerfum. Það hefur sýnt sig að menn hafa náð góðum árangri með notkun þessa kerfis, sérstaklega varðandi stolin ökutæki í Evrópu,“ segir Vigfús Erlendsson hjá Skráningarstof- unni en hann er tæknilegur verk- efnisstjóri vegna Schengen og fulltrúi Íslands í samsettri tækni- nefnd (COMIX) Íslands, Noregs og ESB. „Menn hafa líka komist að raun um að með því að skrá sem mest af stolnum útfylltum og óútfylltum skilríkjum hafa menn einnig náð árangri og átt þess kost að ná mönnum sem eru að misnota þessi skilríki. Í dag eru skráð í kerfið vegabréf, nafnskírteini og ökuskír- teini en komið er til umræðu í Evrópu að bæta t.d. skráningar- skírteinum bifreiða inn í kerfið,“ segir Vigfús. Lögreglumenn um allt land bein- línutengdir við kerfið Schengen-upplýsingakerfið var gangsett hér á landi og á öðrum Norðurlöndum upp úr seinustu áramótum og er komið í fulla notk- un. Það er samdóma álit viðmæl- enda blaðsins að fáar skráningar verði í kerfið hér á landi en það komi engu að síður að góðum not- um við landamæraeftirlit og al- menn löggæslustörf lögreglunnar. Lögreglumenn um allt land eru beinlínutengdir við kerfið og geta flett upp nöfnum manna sem þeir hafa afskipti af, hvort heldur er við venjubundið eftirlit eða af sér- stöku tilefni og kannað hvort við- komandi einstaklingur er á skrá í SIS. Landamæraverðir eru einnig tengdir kerfinu og er þeim skylt að fletta upp í því þegar ferða- menn koma inn á Schengen-svæð- ið. Starfsfólk sendiráða sem gefa út vegabréfsáritanir hefur og að- gang að SIS og Útlendingaeftirlit- ið hefur takmarkaðan aðgang að kerfinu vegna afgreiðslu umsókna um dvalarleyfi og annarra skyldna sem því eru falin vegna eftirlits með útlendingum. Eftirtalin stjórnvöld geta einnig fengið óbeinan aðgang að upplýs- ingum úr kerfinu fyrir milligöngu Ríkislögreglustjóra ef nauðsyn krefur: Tollgæslan við eftirlit á landamærum og þegar hún aðstoð- ar við löggæslu, Landhelgisgæslan þegar hún annast eða aðstoðar við löggæslu og dómsmálaráðuneytið við svokallaða „beitingu heimilda sem æðra stjórnvald“. Um 50 þúsund útstöðvar Í Evrópu er áætlað að aðgangur að upplýsingakerfinu sé á um það bil 50 þúsund stöðum. Hér á landi hafa hátt í 700 lögreglumenn feng- ið aðgang að kerfinu í gegnum á fimmta hundrað tölvur eða út- stöðvar, sem settar hafa verið upp um allt land. Er einnig stefnt að því að tekinn verði í notkun fartölvutengdur búnaður hér á landi sem geri lög- reglumönnum kleift að fletta upp í kerfinu, t.d. beint úr lögreglubíl- um. Hafa mörg lönd tekið í notkun slíkar fartölvulausnir í lögreglubíl- um. Íslenski hluti gagnabankans hjá Skráningarstofunni Upplýsingakerfum Schengen má skipta í 3 meginhluta þ.e. sjálft Schengen-upplýsingakerfið (SIS), í öðru lagi svokallaðar SIRENE- skrifstofur í hverju landi, sem ann- Eftirlitið af landamær- unum og út á göturnar                                          !  " # !      %        &    '( )  *  + &(  , " ) -         &    '( )  *  + &(  , " ) - %./)0 )  1    2 3  /   1  %   4  ! 2  . 5"  6  7 8   &'*)*      8   +&&,)      0 2   9 &     :    "  2      7 ;  !    +  *   Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóða- deildar Ríkislögreglustjóra. Vigfús Erlendsson, tæknilegur verkefnisstjóri vegna Schengen. Páll Hreinsson, formaður stjórnar Persónuverndar. Schengen-upplýs- ingakerfið (SIS) er stærsti gagnagrunnur í Evrópu. Nálægt 700 löggæslumenn hér á landi hafa nú fengið beinan aðgang að kerf- inu í gegnum 4–500 út- stöðvar um allt land. Í grein Ómars Friðriks- sonar kemur fram að formaður Persónu- verndar telur nægilega afmarkað og skýrt hvaða upplýsingar má skrá í grunninn. Yf- irmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra seg- ir Schengen-samstarfið leggja auknar skyldur á lögregluna og ætlast sé til þess að hún noti upplýsingakerfið við störf sín. FRELSI TIL FERÐA Í 15 LÖNDUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.