Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 31

Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 31
ast samskiptin á milli landa og hafa umsjón með skráningu í SIS fyrir hvert land og loks VISION- kerfi sem er hjá Útlendingaeftirlit- inu. Dómsmálaráðuneytið fól Skráningarstofunni hf. að sjá um undirbúning, þróun, uppsetningu og rekstur upplýsingakerfisins hér á landi. Hefur dagréttri útgáfu af SIS-gagnagrunninum verið komið fyrir hjá henni. Samkvæmt lýsingu Vigfúsar Er- lendssonar er Schengen-upplýs- ingakerfið byggt upp í kringum miðlægan gagnagrunn (C.SIS), sem staðsettur er í Strassborg í Frakklandi. Í hverju Schengen- landi eru síðan svokölluð lands- kerfi (N.SIS) sem hafa afrit af miðlæga gagnagrunninum (C.SIS) og sjá um öll samskipti við hann. Þjóðlegi hluti kerfisins, þ.e. for- ritið sem sér um notendaskilin við íslensku notendurna og samskiptin við landskerfið er kallaður Í.SIS. Allar nýjar upplýsingar sem skráðar eru í kerfið eru færðar inn í C.SIS frá hverju landi og svo uppfærðar þaðan út í landskerfi (N.SIS) allra aðildarlandanna, sem eru í rekstri allan sólarhringinn árið um kring. Þátttökuríkin greiða allan stofn- og rekstrar- kostnað af eigin landskerfi. Áætlað hefur verið að uppsetning kerfisins hér á landi kosti 244 milljónir kr. Samskiptin fara í gegnum miðlægan gagnabanka í Strassborg Þeir sem hafa aðgang að kerfinu í hverju landi leita í sínu lands- kerfi (N.SIS). „Schengen-upplýs- ingakerfið er þannig uppbyggt að aðildarlöndin geta ekki skipst á upplýsingum beint hvert til annars heldur einungis með skeytasend- ingum til C.SIS, sem fullgildir skráningar og varpar þeim síðan til gagnagrunns þátttökulandanna. Til þess að athuga heilleika N.SIS gagnvart C.SIS er framkvæmdur gagnagrunnssamanburður með reglubundnu millibili,“ segir Vig- fús í grein sem hann hefur ritað um Schengen í tímaritið Tölvumál. Hvert aðildarland ber ábyrgð á sínum hluta kerfisins og er mjög strangt öryggi viðhaft við miðlæga gagnagrunninn í Strassborg. ,,Ör- yggi er náttúrlega mikið, sérstak- lega í löndum sem eiga við hryðju- verk að stríða s.s. á Spáni og Ítalíu,“ segir Vigfús. Ekki má geyma gögn í grunn- inum nema í tiltekinn tíma og er færslum eytt eftir ákveðinn ára- fjölda eða þegar t.d. eftirlýstir ein- staklingar nást, en þá er færslunni eytt úr kerfinu. Tæmandi upptalning á hvað má skrá í upplýsingakerfið „Skráning í Schengen-upplýs- ingakerfið skal miða að því að tryggja almannaöryggi og allsherj- arreglu, þar með talið öryggi rík- isins,“ segir í lögum um Schengen- upplýsingakerfið sem Alþingi setti á síðasta ári. Fyrirmæli eru sett fram í Schengen-samningnum og lögum sem sett hafa verið á grund- velli hans um hvenær heimilt er að skrá upplýsingar um einstaklinga og hluti í kerfið. Í 95.–100. grein samningsins er að finna upptalningu á því. Þar er í fyrsta lagi um að ræða upplýs- ingar um eftirlýsta einstaklinga sem óskað er eftir að verði hand- teknir í þeim tilgangi að verða framseldir (95. grein). Í annan stað eru upplýsingar um óæskilega út- lendinga, þ.e. borgara ríkja sem eru ekki aðilar að Schengen, sem synja á um vegabréfsáritun og að- gang að svæðinu (96. grein). Þetta ákvæði hefur verið mjög umdeilt í öðrum löndum þar sem ákvarðanir um skráningu skv. þessari grein eru á valdi hvers ríkis fyrir sig, m.a. ef það telur einstakling ógnun við almannaöryggi og allsherjar- reglu eða að þjóðaröryggi geti ver- ið í hættu. Einnig er hægt að skrá útlendinga inn í kerfið skv. þessari grein sem annaðhvort hafa framið afbrot í viðkomandi löndum eða verið vísað úr landi. Í þriðja lagi eru svo skráðar upplýsingar um týnda einstaklinga eða einstaklinga sem taka á í gæslu tímabundið vegna eigin ör- yggis eða til að koma í veg fyrir hættuástand (97. gr.). Í fjórða lagi eru skráðar upplýsingar um vitni svo og einstaklinga, sem stefnt er til að koma fyrir rétt í sakamáli vegna verknaða sem þeir eru ákærðir fyrir eða til afplánunar á dómi (98. gr.). Þá eru í kerfinu upplýsingar um einstaklinga þar sem óskað er upplýsinga um heim- ilisföng þeirra í þeim tilgangi að birta þeim dóma í refsimálum eða stefnu til að mæta fyrir dóm. Skv. 99. grein er heimilt að skrá upp- lýsingar um einstaklinga og öku- tæki í þeim tilgangi að fram fari eftirlit með leynd. Loks eru ýmsir stolnir hlutir skráðir í kerfið, s.s. skilríki, bifreiðar, skotvopn og peningaseðlar (100. gr.). Hvert ríki metur hvort tilefni sé til skráningar í kerfið Ákveðnar takmarkanir eru svo settar á hvaða persónuupplýsingar má skrá um einstaklinga í kerfið. Heimilt er að skrá kenninafn og eiginnafn einstaklings með vísun til hugsanlegrar sérskráningar falskra nafna, sérstök varanleg lík- amleg einkenni, fyrsta bókstaf annars eiginnafns, fæðingarstað, fæðingardag og -ár, kynferði, rík- isfang, hvort viðkomandi er vopn- aður, hvort hann er ofbeldis- hneigður, ástæðu fyrir skráningu og aðgerðir sem farið er fram á. Schengen-ríkjunum ber engin skylda til að skrá upplýsingar í kerfið heldur meta þau hvert fyrir sig hvort nægjanlega brýnt tilefni sé til skráningar. Páll Hreinsson, formaður stjórn- ar Persónuverndar, sem hefur eft- irlit með öryggi upplýsingakerfis- ins, telur að nægilega hafi verið afmarkað hvaða upplýsingar má skrá í kerfið. „Reglurnar eru skýr- ar um það hvað skrá má í kerfið,“ segir hann. Landsmiðstöð upplýs- ingakerfisins hjá Ríkislögreglustjóra Ein veigamesta skuldbinding sem Íslendingar taka á sig í Schengen-samstarfinu er rekstur SIRENE-lögregluskrifstofunnar. Hún er í lokuðu rými á alþjóða- skrifstofu Ríkislögreglustjóra með ströngum aðgangstakmörkunum. Starfa þar 11 manns, sem sinna al- þjóðasamskiptum í lögreglumálum. Skrifstofan er opin 24 tíma á sólar- hring og er tengiliður lögreglu-, tolla- og dómsyfirvalda hér á landi við SIRENE-skrifstofur í öðrum Schengen-ríkjum. Hún hefur einn- ig yfirumsjón með landshluta Schengen-upplýsingakerfisins hér á landi og þar er ákveðið hvaða upplýsingar eru skráðar í upplýs- ingakerfið hér á landi. „Sirene-skrifstofan er nokkurs- konar landsmiðstöð fyrir Scheng- en-upplýsingakerfið,“ segir Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóða- deildar Ríkislögreglustjóra. „Þegar lögreglumenn fá það sem við köllum „smell“ við uppflettingu í Upplýsingakerfinu, þ.e.a.s. þegar einstaklingur kemur fram í kerf- inu, þá koma fram upplýsingar á skjánum um hvaða viðbrögð á að hafa og að haft skuli samband við SIRENE-skrifstofuna. Við tökum þá við málinu og önnumst fram- haldssamskipti vegna málsins,“ segir Smári. Segja má að Schengen-upplýs- ingakerfið sé í reynd tvöfalt. Ann- ars vegar er sjálft upplýsingakerf- ið (SIS) með gagnagrunni þar sem upplýsingar eru skráðar sam- kvæmt tæmandi skilgreiningum. Ekkert annað er skráð í kerfið en þar er tiltekið. „Hins vegar er svo um viðbótarupplýsingar að ræða sem eru sendar á milli SIRENE-       ! "  #   $      1     1  ! *                 <        !     9 *                    "       $ 1                    $ *          !    ! !    "   "     *                                $ *                !    "   ! 7    ;              $                                 4        % ! % ! % ! & ! & ! &' ! &' ! ( ! ( ! % ! : 9    "  !           $ <                "   $ *  #    !  "            <                 " $ )                7 #            "          $ *  #        "       !  !       $ /                 =9   >9 ?$ )  $ #  * @        #  !     #        2   "      $ 2      ! $ @   7       $ 7       "   $ A     !$ /       !$ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.