Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 31
ast samskiptin á milli landa og hafa umsjón með skráningu í SIS fyrir hvert land og loks VISION- kerfi sem er hjá Útlendingaeftirlit- inu. Dómsmálaráðuneytið fól Skráningarstofunni hf. að sjá um undirbúning, þróun, uppsetningu og rekstur upplýsingakerfisins hér á landi. Hefur dagréttri útgáfu af SIS-gagnagrunninum verið komið fyrir hjá henni. Samkvæmt lýsingu Vigfúsar Er- lendssonar er Schengen-upplýs- ingakerfið byggt upp í kringum miðlægan gagnagrunn (C.SIS), sem staðsettur er í Strassborg í Frakklandi. Í hverju Schengen- landi eru síðan svokölluð lands- kerfi (N.SIS) sem hafa afrit af miðlæga gagnagrunninum (C.SIS) og sjá um öll samskipti við hann. Þjóðlegi hluti kerfisins, þ.e. for- ritið sem sér um notendaskilin við íslensku notendurna og samskiptin við landskerfið er kallaður Í.SIS. Allar nýjar upplýsingar sem skráðar eru í kerfið eru færðar inn í C.SIS frá hverju landi og svo uppfærðar þaðan út í landskerfi (N.SIS) allra aðildarlandanna, sem eru í rekstri allan sólarhringinn árið um kring. Þátttökuríkin greiða allan stofn- og rekstrar- kostnað af eigin landskerfi. Áætlað hefur verið að uppsetning kerfisins hér á landi kosti 244 milljónir kr. Samskiptin fara í gegnum miðlægan gagnabanka í Strassborg Þeir sem hafa aðgang að kerfinu í hverju landi leita í sínu lands- kerfi (N.SIS). „Schengen-upplýs- ingakerfið er þannig uppbyggt að aðildarlöndin geta ekki skipst á upplýsingum beint hvert til annars heldur einungis með skeytasend- ingum til C.SIS, sem fullgildir skráningar og varpar þeim síðan til gagnagrunns þátttökulandanna. Til þess að athuga heilleika N.SIS gagnvart C.SIS er framkvæmdur gagnagrunnssamanburður með reglubundnu millibili,“ segir Vig- fús í grein sem hann hefur ritað um Schengen í tímaritið Tölvumál. Hvert aðildarland ber ábyrgð á sínum hluta kerfisins og er mjög strangt öryggi viðhaft við miðlæga gagnagrunninn í Strassborg. ,,Ör- yggi er náttúrlega mikið, sérstak- lega í löndum sem eiga við hryðju- verk að stríða s.s. á Spáni og Ítalíu,“ segir Vigfús. Ekki má geyma gögn í grunn- inum nema í tiltekinn tíma og er færslum eytt eftir ákveðinn ára- fjölda eða þegar t.d. eftirlýstir ein- staklingar nást, en þá er færslunni eytt úr kerfinu. Tæmandi upptalning á hvað má skrá í upplýsingakerfið „Skráning í Schengen-upplýs- ingakerfið skal miða að því að tryggja almannaöryggi og allsherj- arreglu, þar með talið öryggi rík- isins,“ segir í lögum um Schengen- upplýsingakerfið sem Alþingi setti á síðasta ári. Fyrirmæli eru sett fram í Schengen-samningnum og lögum sem sett hafa verið á grund- velli hans um hvenær heimilt er að skrá upplýsingar um einstaklinga og hluti í kerfið. Í 95.–100. grein samningsins er að finna upptalningu á því. Þar er í fyrsta lagi um að ræða upplýs- ingar um eftirlýsta einstaklinga sem óskað er eftir að verði hand- teknir í þeim tilgangi að verða framseldir (95. grein). Í annan stað eru upplýsingar um óæskilega út- lendinga, þ.e. borgara ríkja sem eru ekki aðilar að Schengen, sem synja á um vegabréfsáritun og að- gang að svæðinu (96. grein). Þetta ákvæði hefur verið mjög umdeilt í öðrum löndum þar sem ákvarðanir um skráningu skv. þessari grein eru á valdi hvers ríkis fyrir sig, m.a. ef það telur einstakling ógnun við almannaöryggi og allsherjar- reglu eða að þjóðaröryggi geti ver- ið í hættu. Einnig er hægt að skrá útlendinga inn í kerfið skv. þessari grein sem annaðhvort hafa framið afbrot í viðkomandi löndum eða verið vísað úr landi. Í þriðja lagi eru svo skráðar upplýsingar um týnda einstaklinga eða einstaklinga sem taka á í gæslu tímabundið vegna eigin ör- yggis eða til að koma í veg fyrir hættuástand (97. gr.). Í fjórða lagi eru skráðar upplýsingar um vitni svo og einstaklinga, sem stefnt er til að koma fyrir rétt í sakamáli vegna verknaða sem þeir eru ákærðir fyrir eða til afplánunar á dómi (98. gr.). Þá eru í kerfinu upplýsingar um einstaklinga þar sem óskað er upplýsinga um heim- ilisföng þeirra í þeim tilgangi að birta þeim dóma í refsimálum eða stefnu til að mæta fyrir dóm. Skv. 99. grein er heimilt að skrá upp- lýsingar um einstaklinga og öku- tæki í þeim tilgangi að fram fari eftirlit með leynd. Loks eru ýmsir stolnir hlutir skráðir í kerfið, s.s. skilríki, bifreiðar, skotvopn og peningaseðlar (100. gr.). Hvert ríki metur hvort tilefni sé til skráningar í kerfið Ákveðnar takmarkanir eru svo settar á hvaða persónuupplýsingar má skrá um einstaklinga í kerfið. Heimilt er að skrá kenninafn og eiginnafn einstaklings með vísun til hugsanlegrar sérskráningar falskra nafna, sérstök varanleg lík- amleg einkenni, fyrsta bókstaf annars eiginnafns, fæðingarstað, fæðingardag og -ár, kynferði, rík- isfang, hvort viðkomandi er vopn- aður, hvort hann er ofbeldis- hneigður, ástæðu fyrir skráningu og aðgerðir sem farið er fram á. Schengen-ríkjunum ber engin skylda til að skrá upplýsingar í kerfið heldur meta þau hvert fyrir sig hvort nægjanlega brýnt tilefni sé til skráningar. Páll Hreinsson, formaður stjórn- ar Persónuverndar, sem hefur eft- irlit með öryggi upplýsingakerfis- ins, telur að nægilega hafi verið afmarkað hvaða upplýsingar má skrá í kerfið. „Reglurnar eru skýr- ar um það hvað skrá má í kerfið,“ segir hann. Landsmiðstöð upplýs- ingakerfisins hjá Ríkislögreglustjóra Ein veigamesta skuldbinding sem Íslendingar taka á sig í Schengen-samstarfinu er rekstur SIRENE-lögregluskrifstofunnar. Hún er í lokuðu rými á alþjóða- skrifstofu Ríkislögreglustjóra með ströngum aðgangstakmörkunum. Starfa þar 11 manns, sem sinna al- þjóðasamskiptum í lögreglumálum. Skrifstofan er opin 24 tíma á sólar- hring og er tengiliður lögreglu-, tolla- og dómsyfirvalda hér á landi við SIRENE-skrifstofur í öðrum Schengen-ríkjum. Hún hefur einn- ig yfirumsjón með landshluta Schengen-upplýsingakerfisins hér á landi og þar er ákveðið hvaða upplýsingar eru skráðar í upplýs- ingakerfið hér á landi. „Sirene-skrifstofan er nokkurs- konar landsmiðstöð fyrir Scheng- en-upplýsingakerfið,“ segir Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóða- deildar Ríkislögreglustjóra. „Þegar lögreglumenn fá það sem við köllum „smell“ við uppflettingu í Upplýsingakerfinu, þ.e.a.s. þegar einstaklingur kemur fram í kerf- inu, þá koma fram upplýsingar á skjánum um hvaða viðbrögð á að hafa og að haft skuli samband við SIRENE-skrifstofuna. Við tökum þá við málinu og önnumst fram- haldssamskipti vegna málsins,“ segir Smári. Segja má að Schengen-upplýs- ingakerfið sé í reynd tvöfalt. Ann- ars vegar er sjálft upplýsingakerf- ið (SIS) með gagnagrunni þar sem upplýsingar eru skráðar sam- kvæmt tæmandi skilgreiningum. Ekkert annað er skráð í kerfið en þar er tiltekið. „Hins vegar er svo um viðbótarupplýsingar að ræða sem eru sendar á milli SIRENE-       ! "  #   $      1     1  ! *                 <        !     9 *                    "       $ 1                    $ *          !    ! !    "   "     *                                $ *                !    "   ! 7    ;              $                                 4        % ! % ! % ! & ! & ! &' ! &' ! ( ! ( ! % ! : 9    "  !           $ <                "   $ *  #    !  "            <                 " $ )                7 #            "          $ *  #        "       !  !       $ /                 =9   >9 ?$ )  $ #  * @        #  !     #        2   "      $ 2      ! $ @   7       $ 7       "   $ A     !$ /       !$ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.