Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 36
LISTIR
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMBOÐ tónleika hefur
margfaldazt á undanförnum
áratugum í því átta hreppa þétt-
býli sem fávísir útlendingar
nefna einu nafni Reykjavík. Að
ætlast til að meðalmannglöggur
tónleikagestur viti alltaf sjálf-
krafa hvort viðkomandi einstak-
lingur sé að koma fram í fyrsta
sinn er því varla lengur raun-
hæft. En þó að mætti leiða af
líkum að svo ætti við Margréti
Óðinsdóttur mezzosópran á all-
fjölsóttum tónleikum hennar og
Richards Simm suður í Garða-
bæ á laugardaginn, kom samt
ekkert fram um það, hvorki í
tónleikaskrá né í undangenginni
fréttatilkynningu, enda virðist
slíkt enn heyra til algerra und-
antekninga.
Dagskráin var vönduð og val-
in af smekkvísi. Flest var af lýr-
ískum toga úr þýzkri rómantík;
2 lög eftir Mozart, 4 eftir Schu-
bert, 2 úr post-rómantískum
Jónasarlagabálki Atla Heimis
Sveinssonar, 6 eftir Brahms og
2 eftir Tsjækovskíj við þýzkan
texta. Voru ófáar perlur þar á
milli, þekktar sem minna þekkt-
ar, t.d. Abendempfindung (Moz-
art), Der Blumenbrief (Schu-
bert), Vor dem Fenster og Von
ewiger Liebe (Brahms) og
Kennst du das Land? [wo die
Zitronen blühn] eftir Tsjækovs-
kíj. Þá var frumflutt nýtt söng-
lag eftir Óliver Kentish, Móð-
urást, við samnefnt ljóð Jónasar
Hallgrímssonar.
Söngurinn virtist framan af
nokkuð spenntur, og kann
taugaóstyrkur að hafa ruglað
stundum minni, svo að sérhljóð-
ar textans áttu til að víxlast. Að
öðru leyti var þýzkuframburður
allgóður, þó að samhljóðar
hefðu mátt vera hvassari.
Mezzo-rödd Margrétar var snot-
ur og hafði góða fyllingu, nema
hvað efstu nótur vildu verða
klemmdar og sumar hniggjarn-
ar. Um raddbeitingarfyrirbrigði
eins og inntónun og mismunandi
víbrató munu annars oft furðu-
litlar skoðanir meðal almennra
hlustenda, sem almennt virðast
leggja meira upp úr atriðum
eins og glæsileika, hæð og
krafti, enda kannski helzt ætl-
andi sjóuðum atvinnumönnum
að tjalda fullkomleika og fjöl-
breytni í fyrri efnum. En til
þess að allt verði ekki meira eða
minna einsleitt, ættu flestir að
vera sammála um að skemmti-
legast sé ef söngvarinn sýni
a.m.k. dýnamíska breidd. Hún
lét hins vegar yfirleitt á sér
standa í meðferð hinna ólíku
laga, sem í heild hljómuðu allt
of sviplík, jafnvel þótt flest
væru frá höfunda hendi á ljóð-
rænum nótum. Alltjent varð
undirr. allt of sjaldan var við
túlkunarleg tilþrif sem nauðsyn-
leg eru til að ljá hverju verki og
hverjum texta persónuleg sér-
kenni. Fyrir vikið varð hvert
öðru líkt, og tilbreytingarleysið,
þegar á leið, varð óhjákvæmi-
lega þreytandi. Undirtektir
áheyrenda voru þó engu að síð-
ur hinar hlýjustu.
Útfærsla Ólivers Kentish á
hinu langa kvæði Jónasar Hall-
grímssonar var dramatísk og
drungaleg í samræmi við text-
ann. Píanóundirleikur Richards
Simm var fagmannlegur fram í
fingurgóma og oft heillandi tær,
t.a.m. í Von ewiger Liebe og
Kennst du das land?
Á ljóðræn-
um nótum
TÓNLIST
K i r k j u h v o l l
Sönglög eftir Mozart, Schubert,
Atla Heimi Sveinsson, Óliver
Kentish (frumfl.), Brahms og
Tsjækovskíj. Margrét Óðins-
dóttir mezzosópran og Richard
Simm, píanó. Laugardaginn 17.
marz kl. 17.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Í DAG er alþjóðlegi barnaleik-
húsdagurinn haldinn hátíðlegur í
fyrsta sinn, að frumkvæði
ASSITEJ, alþjóðasamtaka um
barna- og unglingaleikhús, en með
deginum er ætlunin að vekja at-
hygli á því mikilvæga hutverki sem
leikhúsið hefur að gegna í lífi ungra
áhorfenda og leikhúsfólks um allan
heim.
Í tilefni dagsins efna samtök um
barna- og unglingaleikhús á Íslandi
til málþings um barnaleikhús í sam-
vinnu við Leikfélag Reykjavíkur.
Verður þingið haldið í anddyri
Borgarleikhússins og hefst það kl.
20. Frummælendur verða Pétur
Eggerz, formaður samtaka um
barna- og unglingaleikhús á Íslandi
og einn stjórnenda Möguleikhúss-
ins, Guðjón Pedersen, leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur, Silja Að-
alsteinsdóttir, ritstjóri menningar-
skrifa DV, og Þorvaldur Þor-
steinsson, rithöfundur og
myndlistarmaður.
„Á málþinginu munum við ræða
barnaleikhúsmenningu á Íslandi og
hafa frummælendur verið kallaðir
til með það að markmiði að fá fram
sem flest sjónarhorn,“ segir Pétur
Eggerz. Pétur segist fyrst og
fremst munu tala fyrir hönd sjálf-
stæðu hópanna sem vinna að því að
setja upp leiksýningar fyrir börn.
Þá mun Guðjón Pedersen ræða mál-
in út frá stóru leikhúsunum, Silja
Aðalsteinsdóttir sem gagnrýnandi
og áhorfandi, og að lokum mun
Þorvaldur Þorsteinsson mæla út frá
reynslu höfundarins.
Pétur er þeirrar skoðunar að um-
ræða af þessu tagi sé mjög þörf hér
á landi, ekki síst vegna þess hversu
margar barnasýningar eru sviðsett-
ar hér á landi, fyrir mikinn fjölda
áhorfenda. Gróskan sé mikil og
ástæða sé til að benda á þá stað-
reynd. „Ef eitthvað er þá eru op-
inberar fjárveitingar til þessarar
starfsemi aftur á móti að dragast
saman. Það verður þó að athuga að
a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar er á
aldrinum fimmtán ára og yngri, og
það er réttur barna og unglinga að
fá að njóta leikhúss,“ segir Pétur en
bætir við að sjónum verði ekki síður
beint að barnaleikhúsmenningu í
víðu samhengi á málþinginu í kvöld.
„Vonandi skapast í framhaldi af því
umræður um hvar barnaleikhúsið
er statt í dag og hvað menn vilja að
verði í framtíðinni.“
Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn
„Réttur barna
að njóta leikhúss“
Háskóla-
kórinn á
hádegis-
tónleikum
HÁSKÓLAKÓRINN syngur
á Háskólatónleikunum í Nor-
ræna húsinu á morgun, mið-
vikudag, kl. 12.30. Á efnis-
skránni eru verk eftir
íslenska höfunda, m.a. Hjálm-
ar H. Ragnarsson, Hafliða
Hallgrímsson og Svein Lúðvík
Björnsson en eftir hann verð-
ur frumflutt verkið Dimmblár
hálfhringur. Einnig verða
fluttar útsetningar eftir Jón
Ásgeirsson og John Hearne.
Stjórnandi kórsins er Há-
kon Leifsson. Tónleikarnir
taka um það bil hálfa klukku-
stund og aðgangseyrir er 500
kr., ókeypis fyrir handhafa
stúdentaskírteina.
Tónleikum
frestað
Sönghópurinn
Hljómeyki
Tónleikum Hljómeykis, sem
vera áttu í Hjallakirkju á morg-
un, miðvikudag, er frestað til
laugardagsins 24. mars vegna
veikinda.
BARÁTTAN við eiturlyf og eit-
urlyfjasmyglara er umfjöllunarefn-
ið í Traffic, sem er dramatísk
spennumynd í óvenju áberandi
heimildarmyndastíl, sé litið til al-
mennra vinnubragða kvikmynda-
gerðarmanna samtímans. Marg-
menn og margskipt atburðarásin
nær frá æðstu stöðum í Washing-
ton til örgustu krakkgrena. Heild-
armyndin er því talsvert sérstök,
e.k. hugvekja um þann hrikalega
vanda sem fíkniefnalögreglan á við
að eiga í eilífri baráttu við mis-
kunnarlausa þorpara sem búa yfir
óstjórnlegum auði og þar af leið-
andi ógnarvaldi. Niðurstaðan er
ekki til þess að fylla áhorfandann
bjartsýni en hann er betur upp-
lýstur um eitt mesta böl samtím-
ans. Miðpunktur sögusviðsins er
landamæri Bandaríkjanna og
Mexíkó. Þrátt fyrir fyrsta flokks
mannskap, tækjabúnað og hvers-
konar aðgerðir til að hamla starf-
semi eiturlyfjasmyglara, er stað-
reyndin sú að um þau fer
langmestur hluti þess heróíns sem
neytt er í Bandaríkjunum. Auk
mýgrúts annarra fíknilyfja. Myndin
hefst á atrið er tveir, mexíkóskir
lögreglumenn, Rodriguez (Benecio
Del Toro) og félagi hans, Manolo
(Jacob Vargas), leggja hald á bíl-
farm af heróíni, rétt sunnan landa-
mæranna. Það er samstundis gert
upptækt af yfirmanni þeirra, Salaz-
ar hershöfðingja (Thomas Milian).
Norðan landamæranna vakta Mont-
el (Don Cheadle) og Castro (Luis
Guzman), starfsmenn bandarísku
eiturlyfjalögreglunnar (DEA), um-
svifamikinn fíkniefnasala (Miguel
Ferrer), sem reynst getur mikil-
vægt vitni og uppljóstrari.
Í Washington er verið að setja
nýjan mann, Robert Wakefield
(Michael Douglas), inn í æðsta
embætti fíkniefnalögreglunnar.
Ákveðinn og íhaldssamur, engu að
síður er váin búin af taka af honum
hús, einkadóttirin (Erika Christen-
sen), er farin að leggjast í neyslu
harðra eiturefna. Vestur á Kyrra-
hafsströnd búa Carlos (Steven
Bauer) og Helena Ayala (Catherine
Zeta-Jones), í vellystingum prakt-
uglega. Hún á von á barni en hitt
kemur henni á óvart er maður
hennar er fangelsaður og leiddur
fyrir rétt, grunaður um að vera
einn af eiturlyfjabarónum landsins.
Þar fyrir utan kemur fjöldi ann-
arra minniháttar persóna við sögu í
margskiptri framvindunni. Soder-
bergh og Stephen Gaghan, hand-
ritshöfundur hans, reyna að flétta
þær saman í trausta heildarmynd,
og tekst það að flestu leyti. Best
heppnaði hlutinn er tvímælalaust sá
sem gerist í rykmettaðri, sólbak-
aðri óvissunni sunnan landamær-
anna. Sá sem á mestan heiðurinn af
því er Benecio Del Toro, sem tekur
fram úr kraftmiklum og vel sam-
ansettum leikhóp. Kemur með jarð-
bundna þáttinn inn í myndina, ör-
væntinguna, vonleysið. Gefur sig þó
óskiptan í stríðið í kringum
landamærabæinn Tijuana.
Douglas á að venju góðan dag
sem gustmikill embættismaður,
plagaður af persónulegum vanda-
málum. Dóttir hans er eftirminni-
lega vel leikin af Christensen, skyn-
söm og falleg stúlka sem á alla
möguleika til að blómstra í lífinu,
en fellur ofan í neðsta sora jarðar.
Eins og hendi sé veifað. Eiturlyfja-
djöfullinn sofnar hvergi á vaktinni
og gerir engan greinarmun á háum
og lágum.
Miklu veikari er sagan af auðs-
mannsfrúnni Helenu, sem allt í einu
vaknar upp við vondan draum; vel-
sældin og vinirnir, allt byggt á
sandi, fengið með dópsmygli „við-
skiptajöfursins, manns hennar.
Hún er ekki auðsmannsfrú heldur
eitulyfjabarónessa. Zeta-Jones
stendur sig hvorki vel né illa en
skyndileg sinnaskipti hennar eru
ótrúverðug og hroðvirknislega
skrifuð. Sökin hvílir því á Gaghan
en ekki leikkonunni. Hann á sér
það til málsbóta að hafa unnið
handritið upp úr breskri sjónvarps-
þáttaröð og hefur tekist að sauma
þá snyrtilega saman víðast hvar, en
óneitanlega oft á reikning spennu
og tíma. Ferrer, Cheadle, Dennis
Quaid, Albert Finney, Thomas Mili-
an, vinna vel úr sínu og Guzman
alltaf jafn traustur. Del Toro stend-
ur undir nafni. Hann er nautsterk-
ur leikari, jafnvel er hann undir-
leikur, eins og hér og á Óskar
skilið.
Traffic gefur talsvert magnaða
innsýn í válynda veröld eiturlyfja.
Spillinguna, mannfyrirlitninguna,
græðgina og óhugnaðinn. Völd,
peningar og eiturlyf, í einum
pakka, er sú gjöreyðingarforskrift
sem mannkyninu stendur hvað
mest hætta af við upphaf þúsaldar.
Því miður gefur myndin okkur litla
von um að breytinga sé að vænta.
Enda ekki til þess gerð, heldur að
gera fólk meðvitað, og tekst það.
Soderbergh hefur bæði gert betur
og ver. Frásagnargleðin er
ríkjandi, þrátt fyrir lengdina og
mannmergðina.
Eilíft stríðKVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , K r i n g l u -b í ó , B í ó b o r g i n ,
N ý j a b í ó , A k u r e y r i ,
N ý j a b í ó , K e f l a v í k .
Leikstjóri Steven Soderbergh.
Handritshöfundur Stephen Gag-
han. Tónskáld Cliff Martinez. Kvik-
myndatökustjóri Peter Andrews
(Soderbergh). Aðalleikendur
Michael Douglas, Don Cheadle,
Benicio Del Toro, Luis Guzman,
Dennis Quaid, Catherine Zeta-
Jones, Steven Bauer, Miguel Ferr-
er, Amy Irving, Thomas Milian, Al-
bert Finney, Selma Hayek o.fl. Sýn-
ingartími 150 mín. Bandarísk.
IEG/USA Films. Árgerð 2000.
TRAFFIC 1 ⁄2
Sæbjörn Valdimarsson