Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 39

Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 39
vegar sé það greinilegt þar sem tvö eða fleiri systkini eru í sama skóla að minna sé um að þau kaupi máltíð í skólanum. „Þótt það kosti líka að gefa börnunum að borða heima, þá er þessi kostnaður við mataráskrift að mörgu leyti viðbót við matarkostnað heimil- anna. Mánaðaráskrift kostar 4.000 kr. fyrir hvert barn og það gefur augaleið að þeir sem eru með mörg börn á grunnskólaaldri þurfa að leggja út töluverða peninga í þennan lið,“ segir Lára. Myllubakkaskóli Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri Myllubakkaskóla í Keflavík, segir það mikla bót fyrir þau börn sem fá að borða í skólanum að geta keypt sér heita máltíð, en enga bót fyrir hina sem ekkert fá. Vilhjálmur telur að Ís- lendingar ættu að horfa til þess fyr- irkomulags sem ríki á hinum Norð- urlöndunum, þar sem allir nemendur fái að borða í skólanum óháð fjárhag eða stöðu foreldra þeirra í samfélag- inu. Hann sagði það hafa marga kosti, m.a. sé í fyrsta lagi hagkvæmara að elda alltaf fyrir sama fjölda, greiðslu- fyrirkomulagi sé þannig háttað að for- eldrar grunnskólabarna greiði fyrir þessa þjónustu í formi skatta og þá þurfi nemendur ekki að vera með áskriftarkort sem þau þurfi ávallt að sýna þegar þau fá matinn sinn, og kemur fyrir að þau gleymi heima. Vilhjálmur sagði að eftir að hafa heimsótt skóla í Svíþjóð og séð hvern- ig þeir skipulögðu sín hádegishlé álíti hann að það sé skynsamlegra. And- rúmsloftið verði mun afslappaðra við að raða bekkjardeildum niður á há- degið, þannig að deildirnar komi hver á fætur annarri í hádegismat, en ef mörgum nemendum sé stefnt á sama tíma niður í matsal til þess að standa í biðröðum og við leit og götun á kortinu sínu. „Það er greinilegur munur á milli mánaða hvað nýtingu varðar,“ segir Vilhjálmur. „Fyrstu fjóra mánuði vetrarins var meðalnýting um 60% og Morgunblaðið/ÞorkellÍ Reykjanesbæ er boðið upp á heita máltíð í öllum skólum. Í þessum skóla borða nemendur saman í matsal í hádeginu. fór allt upp í 75% þegar eitthvað vin- sælt var í matinn. Í janúar og febrúar datt nýtingin hins vegar niður í 50% og allir vita hvað heimilin eru að tak- ast á við eftir jólin. Ég vil sjá það ger- ast að grunnskólar á Íslandi geti boðið upp á mat fyrir alla nemendur í skól- unum, en ekki þannig að einhverjir nemendur hafi stundað sinn skóla í tíu ár og aldrei fengið að borða þar heita máltíð nema þegar skólinn bauð upp á eitthvað við hátíðleg tækifæri,“ segir Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri Myllubakkaskóla. Kópavogur „Hjá okkur er það stefnan að koma upp svokölluðum móttökueldhúsum í öllum skólum í Kópavogi, þannig að keyptur er matur af þriðja aðila,“ seg- ir Kristinn Kristjánsson, fræðslu- stjóri Kópavogs. Hann segir þá fram- kvæmd ekki vera langt komna þar sem ekki sé nein eldhúsaðstaða í eldri skólunum en vel tækjum búin eldhús eru og verða í öllum nýjum skóla- byggingum. Fullbúið móttökueldhús sé nú þegar komið í þrjá af átta skól- um Kópavogs en alls staðar sé til sölu bæði brauðmeti og mjólkurvörur og hafi verið til langs tíma. Þar sem mót- tökueldhúsin séu nýtilkomin sé ekki komin mikil reynsla á matarfyrir- komulag en það er í umsjá hvers skóla fyrir sig hvernig því er háttað. Í Lindaskóla er nýfarið að bjóða nemendum 1.–4. bekkjar upp á heita máltíð í hádeginu. Þeim gefst kostur á að kaupa matinn í áskrift og geta valið hvort þeir vilja heitan mat, brauð og ávöxt eða jógúrt. Foreldrar yngri barnanna velja langflestir þann kostinn að kaupa mat í skólanum þótt alltaf sé eitthvað um að börn komi með smurt nesti að heiman. Allir eldri nemendur geta keypt sér brauð, ávaxtadrykk og mjólkurvörur í skólanum. Einnig er boðið upp á morgun- hressingu sem er jógúrt, brauð, ávöxtur eða drykkur. Eins og þessu er nú háttað í Lindaskóla borða nem- endur inni í skólastofunum og hafa til þess um 20 mínútur. Þá hafa þeir fyrr um morguninn verið í útivist í hálf- tíma. Guðrún Soffía Jónsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Lindaskóla, segir að þrátt fyrir nýja mataraðstöðu í anddyri skólans hafi kennarar kosið að nem- endur snæði nestið sitt í skólastofun- um. „Það myndast oft notalegur tími þar sem hægt er að nýta til þess að tala saman eða lesa í góðri bók,“ sagði Guðrún. ’ Allir nemend-ur fái að borða í skólunum óháð fjárhag eða stöðu foreldra þeirra í samfélaginu ‘ MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 39 Rafræn skráning hlutabréfa Þormóðs ramma - Sæbergs hf. Þriðjudaginn 27. mars 2001 verða hlutabréf Þormóðs ramma - Sæbergs hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Frá þeim tíma ógildast öll hin áþreifanlegu hlutabréf í félag- inu í samræmi við heimild í ákvæði II, í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignaskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar skráningar á verð- bréfum, og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignaskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eign- arhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þormóðs ramma - Sæbergs hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Þormóðs ramma - Sæbergs hf. á Aðalgötu 10, Siglufirði, fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá, sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfa- skráningu Íslands hf., fyrir nefndan dag. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Þormóðs ramma - Sæbergs hf. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.