Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 49 ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan bandaríska geðlæknafélagið skil- greindi þunglyndi barna og unglinga sem veikindi sem er stór áhrifaþáttur í sjálfsvígum og því mikilvægt að það upp- götvist ef það er farið að hrjá barn eða ung- ling. Oft tengist þung- lyndið áfengis- og vímuefnamisnotkun einnig hefur ástvina- missir, skilnaður for- eldra, verða fyrir slysi, atvinnuleysi, langvarandi sam- skiptaerfiðleikar áhrif. Atburðir sem valda viðkomandi niðurlæg- ingu eða áfalli, til dæmis andlegt og líkamlegt ofbeldi, nauðgun, af- brot og lítið sjálfsálit er líka oft ástæða. Sjálfsvíg er sjaldnast stundar- ákvörðun hér og nú. Dagana fyrir atburðin hefur viðkomandi eitthvað sem bendir til að þessi hugsun leiti á hann, rannsóknir sýna að meira en 75% allra þeirrar sem fremja sjálfsvíg sýna einhverja hegðun á undanförnum vikum eða mánuðum sem gaf til kynna að viðkomandi væri að hugsa um að svipta sig lífi. Mundu að hegðun sem bendir til sjálfsvígs er ákall á hjálp en hafa ber í huga að ákveðin hætta er á því að sjálfsvígsdauði sé „róman- tíseraður“, sem getur aukið líkur á keðjusjálfsvígum. Til að hindra sjálfsvíg ættingja eða vinar ber að hafa eftirfarandi í huga: – Vera vakandi fyrir hættu- merkjum og taka þeim alvarlega – Ekki gefa loforð um þag- mælsku. – Hlustaðu, láttu viðkomandi tala um líðan sína, virtu tilfinningar hans, ekki fordæma eða vera með prédikun. – Sparaðu umvandanir og góð ráð. – Bentu á að hin vonda líðan geti tekið enda og að það er möguleiki á að fá hjálp. – Fjarlægðu vopn og hættuleg lyf. – Útvegaðu faglega aðstoð. Sjálfsvígshugsanir Sjálfsvígshugsanir eru mjög ólík- ar hugsunum um dauðann og lífið sem fólk veltir oft fyrir sér, eins og t.d. hvaða lög eigi að leika í jarð- arförinni o.s.frv. Þessar hugsanir dúndrast inn í höfuð viðkomandi og láta hann ekki í friði. Þær koma þegar viðkomandi slakar á að kvöldi, í erfiðri kennslustund í skóla og þegar verið er að horfa á sjónvarp. Það er eins og heimur unglingsins þrengist og þrengist þannig að ekki er möguleiki á að sjá aðrar lausnir en þessa einu og sjálfsvígið er flótta- leið. Algengara er að unglingur segi vini eða vinkonu frá heldur en foreldrum. Sundum tjáir unglingurinn sig mjög nákvæmlega um áform sín en oft er tjáning tiltölulega óljós eins og „ég vildi óska þess að ég væri dauður“, „heimurinn væri betri án mín“, bráðum heyrist ekkert í mínu herbergi“. Tölfræðin – Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru skráð 324 sjálfsvíg á árunum 1980–1990 en á sama tíma voru skráð dauðsföll vegna umferðar- slysa 247. – Þó að flestir sem eru þung- lyndir séu ekki í sjálfsvígshugleið- ingum þjást flestir þeir sem fremja sjálfsmorð (2/3) af þunglyndi. – 30% allra þunglyndissjúklinga reyna sjálfsvíg og helmingi þeirra tekst ætlunarverk sitt. – Þunglyndi er helmingi algeng- ara hjá körlum en konum. – Þess má geta að sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla. – Sjálfsvígstilraunir eru algeng- ari meðal kvenna en karla. – Sjálfsvígstilraunir eru taldar vera um 450 á ári hér á Íslandi. Sá sem einu sinni hefur gert tilraun er í meiri sjálfsvígshættu en sá sem ekki hefur gert tilraun. Hvað er hægt að gera? Heilsugæslustöðvar og skólar sem liggja eins og net í kringum landið geta aukið sinn þátt í fyr- irbyggjandi starfi, t.d. með marg- víslegri fræðslu varðandi mataræði, fatlanir, sjúkdóma, slökun, áföll og áfallahjálp svo eitthvað sé nefnt. Ungt fólk þarf að þekkja þung- lyndiseinkennin og vita að það er hægt að fá hjálp og lækna það. Með lyfjameðferð er leitast við að létta á geðlægð sjúklingsins og þá er oft hættan mest á sjálfsvígi, þegar þunganum er að létta af hon- um, hann verður meira vakandi fyrir umhverfi sínu og finnur sárar til ástands síns. Hann verður virk- ari í hugsun og athöfnum og því líklegri til að grípa til örþrifaráðs eins og sjálfsvígs. Þess vegna þarf að hafa vakandi auga fyrir ástandi sjúklings sem eru á leið upp úr sínu þunglyndi og styðja þá. Hafa ber í huga að þunglyndi er algengt og er langoftast læknanlegt með viðtalsmeðferð og lyfjameðferð. Allir geta lagt sitt af mörkum, foreldrar, vinir og félagar. Foreldr- ar með því að þekkja vel líðan barna sinna og að kunna að hlusta á þau og sýna líðan þeirra skilning. Vinur eða vinkona með því að fá vin sinn til að leita aðstoðar þegar hann tjáir sig um að hann vilji binda enda á líf sitt. Ef það dugar ekki ætti vinur eða félagi að rjúfa trúnað og leita til fullorðins, t.d. foreldris, kennara, námsráðgjafa, sálfræðings eða einhvers sem þú treystir. Það á að rjúfa trúnað þeg- ar líf liggur við. Sú staðreynd að einstaklingurinn sé enn á lífi er nægileg sönnun þess að hluti hans vill lifa. Fólk sem íhugar sjálfsvíg er í mikilli innri baráttu, hluti þeirra vill lifa en hluti hans vill einnig deyja, það vill losna undan einhverjum þján- ingum. Það er sá partur einstak- lingsins sem vill lifa sem segir „ég er að hugsa um að drepa mig“, hafa verður þó í huga að hvert sjálfsvíg er einstakt og á sér sínar orsakir sem ekki er alltaf auðvelt að ráða í. Hvert get ég leitað? – Til bráðaþjónustu sjúkrahúsa. – Til heilsugæslustöðva. – Til vinalínu Rauða krossins. – Samtök gegn sjálfsvígum. – Sókn gegn sjálfsvígum. – Á höfuðborgarsvæðinu er alltaf vakt á geðdeild sjúkrahúsanna sem hægt er að leita til allan sólar- hringinn. – Ef viðkomandi er yngri en 18 ára er hægt að leita til barna- og unglingageðdeildar á Dalbraut. – Þá er hægt að leita aðstoðar í neyðarlínuna 112 allan sólarhring- inn. Lokaorð Mikilvægt er að hafa í huga að sjálfsvíg lýkur ekki við atburðinn. Áfall aðstandenda, fjölskyldu og vina er svo mikið að það kemur fram í mjög erfiðri sorgarúr- vinnslu, stundum geðrænum erf- iðleikum og líkamlegum veikindum í auknum mæli. Aðstandendur þurfa mikinn stuðning frá sínum nánustu og ekki síður frá sérfræð- ingum. Stofna þyrfti sorgarsamtök þeirra sem misst hafa einhvern vegna sjálfsvígs, slík sorgarsamtök gætu veitt syrgjendum mikinn stuðning. Sjálfsvíg, þunglyndi og ungt fólk Árný Hildur Árnadóttir Þunglyndi Stofna þyrfti sorg- arsamtök þeirra sem misst hafa einhvern vegna sjálfsvígs, segir Árný Hildur Árnadóttir, slík sorg- arsamtök gætu veitt syrgjendum mikinn stuðning. Höfundur er öryrki. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469 MEÐGÖNGUFATNAÐUR Glæsilegt úrval. Ný sending. Þumalína, s. 551 2136 - trygging fyrir l águ ver›i!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.