Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 51
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 51
OSRAM perubúðir
* Gegn framvísun kassakvittunar vegna sparpera sem keyptar eru til heimilisnotkunar eftir 15/2 2001. Frekari upplýsingar hjá söluaðilum.
Tilb
oð
1.4
90 k
r
Dæmi 15W sparpera gefur sama ljósmagn og 75 W glópera
Orkusparnaður 5.706 kr*
Árvirkinn
Austurv.9/Eyrarvegi 29
Selfossi
Geisli
Flötum 29
Vestmannaeyjum
GH Heildverslun
Garðatorgi 7
Garðabæ
Ljósgjafinn
Glerárgötu 34
Akureyri
Ljós & Orka
Skeifunni 19
Reykjavík
Glitnir
Brákarbraut 7
Borgarnesi
Lónið
Vesturbraut 4
Höfn
Rafþj. Sigurdórs
Skagabraut 6
Akranesi
Rafbúð R.Ó.
Hafnargötu 52
Keflavík
Straumur
Silfurtorgi 5
Ísafirði
S.G. Raftækjav.
Kaupvangi 12
Egilsstöðum
5 ára ábyrgð DULUX EL Longlife*
*Miðað við 15.000 klst. notkun og að verð á KWst sé
6,34 kr. á notkunartímabil.
NÝVERIÐ lagði
heilbrigðisráðherra
fram frumvarp á Al-
þingi um breytingar á
lögum um tóbaksvarn-
ir. Markmið þessara
laga er að draga úr
heilsutjóni og dauðs-
föllum af völdum tób-
aks. Þegar frumvarpið
er skoðað eru nokkur
nýmæli sem vandséð er
að þjóni þessum mark-
miðum. Þar má nefna
að verslunarfólk verði
að vera orðið 18 ára til
að afgreiða tóbak í
smásölu, að tóbak megi
ekki vera sýnilegt í verslunum og
hvergi megi fjalla um tóbak í fjöl-
miðlum nema til að vara við afleið-
ingum þess sem raunar gengur þvert
á tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar.
SVÞ – Samtök verslunar og þjón-
ustu – telja að þessar breytingar
gangi allt of langt og hafi verulegan
kostnað og óhagræði í för með sér án
þess að ná settum markmiðum.
Starfsfólk yngra en 18 ára er mik-
ilvægur starfskraftur í verslun
landsins. Afgreiðslustörf eru mikil-
væg tekjulind fyrir mörg ungmenni.
Það veldur verulegum óþægindum
fyrir verslanir og viðskiptavini
þeirra ef afgreiðslufólk má ekki af-
greiða allar þær vörur sem á boð-
stólum eru í viðkomandi verslun. Í
mörgum smærri verslunum er oft
einn starfsmaður við afgreiðslu utan
hefðbundins verslunartíma, þ.e. á
kvöldin og um helgar. Ef umrætt
frumvarp nær fram að ganga verður
annaðhvort að hætta að veita ung-
lingum undir 18 ára aldri vinnu við
afgreiðslustörf eða sérstakur starfs-
maður verður að vera til staðar til að
afgreiða tóbaksvörur. Það sér hver
maður að þetta mun ekki ganga upp
og það síst á fámennum stöðum.
Jafnframt mun aukinn starfsmanna-
kostnaður hækka smásöluverð til
neytenda.
Í frumvarpinu er kveðið á um að
tóbak megi ekki vera sýnilegt í versl-
unum. Ef það gengur eftir er víst að
flestar verslanir þurfa að gera veru-
legar breytingar á innréttingum hjá
sér með ómældum kostnaði og fyr-
irhöfn sem hlýtur fyrr
eða síðar að lenda á við-
skiptavinum. Það eru
engin dæmi þess að
verslanir séu skikkaðar
með lögum til að fela
ákveðnar vörur sem
þær selja. Ég tel að
slíkt gefi afar slæmt
fordæmi. Því miður
virðast öfgar ráða ferð-
inni í þessum efnum.
Í anda þess að það
þurfi að fela tóbak í
verslunum er kveðið á
um það í frumvarpinu
að fjölmiðlar megi ekki
fjalla um einstakar
vörutegundir tóbaks nema til að vara
við skaðsemi þeirra. Eitt er að banna
auglýsingar um tóbak en þessi tak-
mörkun vekur upp spurningar um
það hvort ekki sé fulllangt gengið í
ljósi ákvæða stjórnarskrárinnar um
tjáningar- og prentfrelsi og Mann-
réttindasáttmála Evrópu um tján-
ingarfrelsi. Eins og segir í leiðara
Morgunblaðsins sunnudaginn 25.
febrúar sl.: „Með ákvæðum af þessu
tagi er einfaldlega bannað að nefna
tóbakstegundir á nafn í fréttum eða
annarri fjölmiðlaumfjöllun, jafnvel
þótt hún sé ekki á neinn hátt sölu-
hvetjandi eða túlkist sem óbein tób-
aksauglýsing á nokkurn hátt.“
Morgunblaðið nefnir sem dæmi að
það geti varðað við lög ef viðmælandi
fjölmiðils nefnir þá vindlategund
sem hann reykir. Fjölmiðlar landsins
hljóta að bregðast illa við þessari
skerðingu á tjáningarfrelsi þeirra.
Hvað verður næst bannað að segja í
fjölmiðlum? Á hvaða leið er málfrels-
ið?
Það er umhugsunarvert hvaða
skilaboð er verið að senda til ung-
menna ef þetta frumvarp verður að
lögum. Hvað gerist þegar farið verð-
ur að pukrast með tóbak undir af-
greiðsluborðum? Ekki má tala um
tóbak í fjölmiðlum. Ungt fólk fær
jafnvel ekki vinnu í verslunum vegna
þess að þar er tóbak á boðstólum. Er
ekki hætt við að allt þetta geri tóbak
að spennandi og dularfullri vöru sem
„flott“ er að vera með á almanna-
færi? Reynslan sýnir að þar sem höft
og bönn eru hvað hörðust, þar er
mest spennandi að leggja talsvert á
sig til að nálgast hinn forboðna
ávöxt.
SVÞ varar við að ofangreind atriði
þjóni ekki markmiðum frumvarps-
ins. Núverandi lög um tóbaksvarnir
eru að flestu leyti fullnægjandi nema
það vantar hert eftirlit og viðurlög ef
lögin eru viljandi brotin. Morgun-
blaðið bendir á í fyrrnefndum leiðara
að sá árangur, sem náðst hefur í tób-
aksvörnum, sé fyrst og fremst
„vegna öflugs forvarnar- og fræðslu-
starfs sem unnið hefur verið á vegum
fjölmargra stofnana og félagasam-
taka undanfarna áratugi.“ Morgun-
blaðið nefnir í þessu samhengi
fræðsluherferðina „Ekkert tóbak
undir 18“ sem nýverið fór af stað og
SVÞ á aðild að ásamt fleiri aðilum.
Markmið átaksins „Ekkert tóbak
undir 18“ er að vekja seljendur tób-
aks til vitundar um þá ábyrgð sem
þeir bera ef þeir selja ungmennum
tóbak og nauðsyn þess að fræða
starfsfólk um hvernig það eigi að
bregðast við ef ungmenni undir 18
ára aldri reyna að kaupa tóbak.
Það er margt í þessu frumvarpi
sem er meingallað og getur gert
strangheiðarleg verslunarfyrirtæki
að lögbrjótum. Ég vil hvetja þing-
menn til að ígrunda þetta frumvarp
vel og velta fyrir sér hvort svona lög-
gjöf skili þeim árangri sem vænst er.
Stundum er betra heima setið en af
stað farið.
SVÞ – Samtök verslunar og þjón-
ustu – styðja heils hugar forvarnar-
og fræðslustarf um skaðsemi reyk-
inga. SVÞ styðja að þeir, sem selja
unglingum undir 18 ára aldri tóbak,
séu dregnir til ábyrgðar en SVÞ geta
ekki stutt lagasetningu sem er til
þess fallin að vinna gegn þeim mark-
miðum sem að er stefnt.
Gæti gert heiðarleg
verslunarfyrirtæki
að lögbrjótum
Tryggvi Jónsson
Tóbaksfrumvarp
Því miður, segir
Tryggvi Jónsson, virð-
ast öfgar ráða ferðinni.
Höfundur er formaður Samtaka
verslunar og þjónustu.