Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 61
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 61
✝ Sigurbjörg Em-ilsdóttir fæddist
6. apríl 1912 á Stuðl-
um í Reyðarfirði.
Hún lést á Landspít-
alanum Vífilsstöðum
11. mars síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Hildur Þur-
íður Bóasdóttir, f.
1886, d. 1933, frá
Stuðlum og Emil
Tómasson, búfræð-
ingur, f. 1881, d.
1967, frá Hraukbæj-
arkoti í Eyjafirði.
Hildur og Emil
bjuggu lengst af á óðali Bóasar-
ættarinnar, Stuðlum í Reyðar-
firði. Hildur andaðist 47 ára göm-
ul og tveimur árum seinna hætti
Emil búskap. Hann bjó eftir það á
heimili Guðrúnar dóttur sinnar,
fyrst í Reykjavík síðan á Brúarósi
í Fossvogi. Hér fyrir sunnan starf-
aði hann meðal annars sem gang-
avörður í Austurbæjarskóla.
Sigurbjörg var elst af 8 systk-
inum sem á legg komust. Þau eru:
Guðrún, f. 1913, d. 1997; Kristjana
Elín, f. 1914, d. 1963; Borghildur,
f. 1915, d. 1929; Regina, f. 1917,
búsett á Eskifirði; Tómas, f. 1918,
búsettur á Seyðisfirði; Bóas Arn-
björn, f. 1920, d. 1997; Jón Pálmi,
f. 1923, d. 1978; óskírður drengur,
Ragnhildur giftist Gylfa Reykdal
grafískum hönnuði árið 1962 og
eignuðust þau soninn Höskuld
Harra, 1963. Ragnhildur og Gylfi
skildu. Sigurbjörg og Óskar ólu
upp Höskuld Harra frá fæðingu.
Höskuldur Harri er myndlistar-
maður. Eiginkona hans er Anna
Birna Ragnarsdóttir tækniteikn-
ari og eiga þau 3 börn: Evu Lind,
f. 1986, Nínu, f. 1993 og Óskar, f.
1994. Seinni maður Ragnhildar
var Manrico Pavolettoni frá Ítal-
íu, d. 1997. 2) Borghildur mynd-
listarmaður. Eiginmaður hennar
er Vilhjálmur Hjálmarsson arki-
tekt. Borghildur og Vilhjálmur
eiga tvær dætur. Ósk er myndlist-
armaður. Hún giftist Indriða
Benediktssyni líffræðingi og eign-
uðust þau eina dóttur, Borghildi,
f. 1987. Ósk og Indriði skildu. Ósk
giftist síðan Hjálmari Sveinssyni
útvarpsmanni og eiga þau tvö
börn: Huldu Ragnhildi, f. 1995, og
Vilhjálm Yngva, f. 1997. Björg
myndlistarmaður. Eiginmaður
hennar er Ólafur Tryggvi Magn-
ússon kvikmyndagerðarmaður.
Þau eiga þrjú börn: Vilhjálm, f.
1988, Magnús, f. 1994, og Sigur-
björgu Ástu, f. 1997. 3) Guðrún,
lyfjafræðingur. Eiginmaður henn-
ar er Jón R. Sveinsson, apótekari
Garðsapóteks. Guðrún og Jón
eiga þrjú börn: Gunnhildi Unu
myndlistarnema, f. 1972, Svein
Rúnar tölvunarfræðing, f. 1974,
og Þorbjörgu stúdent, f. 1979.
Útför Sigurbjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
f. 1926, dó samdæg-
urs. Skömmu eftir
fæðingu Sigurbjargar
fluttu þau Hildur og
Emil að Borg í Skrið-
dal og bjuggu þar í 4
ár. Árið 1915 andaðist
Bóas Bóasson og 1916
flytjast Hildur og Em-
il á hálfa Stuðlajörð-
ina. Þá varð tvíbýli á
Stuðlum, á móti þeim
bjuggu Jónas Bóas-
son, bróðir Hildar, og
Valgerður Bjarna-
dóttir kona hans. Sig-
urbjörg kynntist eft-
irlifandi eiginmanni sínum,
Óskari Bernharð Bjarnasyni, í
Kaupmannahöfn en hann var þar
við nám í efnaverkfræði frá 1933–
38. Óskar er fæddur í Reykjavík
árið 1912. Foreldrar hans voru
Bjarni Bernharðsson, bóndi og
sjómaður, ættaður úr Flóa og
Ragnhildur Höskuldsdóttir hús-
móðir, ættuð úr Landssveit. Ósk-
ar er elstur af 7 systkinum. Hann
var alinn upp hjá vandalausum
frá því á sjöunda ári, á Efri-Gegn-
ishólum í Flóa hjá Steinunni
Magnúsdóttur og Tómasi Guð-
mundssyni. Dætur Sigurbjargar
og Óskars eru: 1) Ragnhildur
(sem tók sér nafnið Róska) mynd-
listarmaður, f. 1940, d. 1996.
Hún tengdamamma var góð kona.
Hennar líf snerist um að þjóna sínum
nánustu. Þeim skyldi líða vel og mátti
ekki verða kalt. Því prjónaði hún og
hún prjónaði og prjónaði.
Hún hélt mikið upp á íslensku ull-
ina og sauðalitina og valdi liti og sam-
setningu þeirra af miklu listfengi.
Hún prjónaði peysu á mig og hún
prjónaði aðra peysu á mig. Um dag-
inn var ég að kaupa fjöl og sem ég
beið eftir afgreiðslu við kassann
heyrði ég sagt við mig: „Mikið ert þú í
fallegri peysu.“ Ég var í gömlu slitnu
peysunni og varð að orði að hún væri
nú orðin slitin. „Hún er mjög falleg,“
sagði unga stúlkan og ég hélt glaður
mína leið. Hún tengdamamma hekl-
aði teppi handa okkur Borghildi og
hún heklaði annað teppi handa okkur
og annað. Þannig var hún sífellt með á
milli handanna; sokka, vettlinga, húf-
ur, sjöl og dúka. Hvert verk sem hún
vann var oftast einhverjum ætlað. Því
eiga víst allir hennar nánustu húfur,
vettlinga, sokka og teppi og barna-
barnabörnin litlar og stórar kisur og
skjaldbökur. Barnabarnabörnin voru
henni sérstaklega kær. Þau voru, eins
og hún sagði sjálf, hennar framhalds-
líf. Þau hjúfruðu sig að henni þegar
henni leið illa í veikindum sínum. Vin-
átta þeirra Vilhjálms Yngva, þriggja
ára, er ógleymanleg. Þegar hann kom
í heimsókn til okkar og vissi að
langamma var hjá okkur hljóp hann
framhjá öllum og upp í fangið á henni
og strauk henni svo blítt um vangann.
Hún skildi ekki hvað drengurinn var
góður við hana, því „ég hef aldrei gef-
ið honum neitt“.
Blessuð sé minning Sigurbjargar
tengdamóður minnar.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
SIGURBJÖRG
EMILSDÓTTIR
✝ Cecilia Heinesenfæddist í Klaks-
vík í Færeyjum 15.
maí 1921. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 7. mars síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Heini Heine-
sen á Strond, f. 1874,
og Marin Fredr.
Eliasen, sem var
seinni kona hans.
Fyrri kona Heina
hét Christianna Jo-
hansen í Ánunum.
Börn þeirra voru:
Jóhanna, f. 1905,
Heini, f. 1907, Jákup, f. 1911,
Christina, f. 1914, og Helga, f.
1916. Alsystkin Ceciliu voru:
Kristiana, f. 1918, Just Amandus,
f. 1920, og Hilda Maria, f. 1922.
Systkin Ceciliu sammæðra voru
Valdimar og Thorkilda. Thor-
kilda er sú eina sem enn er á lífi
og dvelst nú á hjúkrunarheimili í
Klaksvík.
Cecilia giftist Matthíasi Helga-
syni árið 1946 í Færeyjum. Hann
lést 28.11. 1983. Börn þeirra eru:
1) Þórir Simon, f. 1947, lést fjór-
um mánuðum eftir fæðingu. 2)
Marin Henný, f. 10.10. 1948, maki
látinn, börn þeirra: Matthías,
Auður og Helgi. 3) Þórir Símon,
f. 25. 11. 1949, d. 6.1. 2000, maki:
Olga Sigurðardóttir, börn þeirra:
Cecilia, Kristjana og Matthías. 4)
Guðrún Snjólaug, f. 25.4. 1954,
maki: Wilfried Bull-
erjahn, barn þeirra:
Jakob Tómas. 5) Jón
Helgi, f. 25.12. 1957,
maki: Birgitte Bay,
börn þeirra: Max
Sony og Jean Mic-
hel, búsettur í Dan-
mörku. 6) Henrý
Kristinn, f. 21.6.
1961, d. 6.2. 1995,
maki: Samaporn
Pradablert, barn
þeirra: Andri. Áður
átti Cecilia soninn
Jakob Hendrik
Daniel, f. 16.1. 1942
í Klaksvík, maki: Matthildur
Ágústsdóttir, börn þeirra: Haf-
dís, Hafþór, Sonja og Brynhildur.
Cecilia og Matthías eignuðust 14
barnabörn og átta barnabarna-
börn. Þau hófu fyrst búskap á
Siglufirði. Hún var húsmóðir á
stóru heimili, hann var sjómaður
og dvaldist oft fjarri heimili sínu.
Síðan bjuggu þau tvö ár í Klaks-
vík en fluttu aftur til Siglufjarð-
ar. Fjögur börn þeirra fæddust
þar. Árið 1956 fluttu þau suður,
þar sem þau síðan bjuggu lengst
af í Reykjavík.
Cecilia vann utan heimilis, m.a.
við fiskvinnslustörf. Einnig starf-
aði hún í mörg ár í eldhúsi á
Kleppsspítala. Hún var mikil
hannyrðakona.
Útför Ceciliu fór fram í kyrr-
þey 19. mars.
Nú er lífið á enda hjá elsku móður
minni, Ceciliu Heinesen, eða Cillu í
Brekkunni eins og hún var jafnan
kölluð heima í Klaksvík og var hún
kennd við fæðingarstað okkar
beggja. Margt er það sem kemur
upp í hugann, þegar litið er yfir far-
inn veg. Móðir mín var mikill dugn-
aðarforkur, vinnusöm, kraftmikil og
útsjónarsöm, því ekki voru efnin
mikil fyrstu búskaparárin. Það var
árið 1946 sem móðir mín giftist eig-
inmanni sínum, Matthíasi Helgasyni
sjómanni, miklum sómamanni, og
eignuðust þau saman sex börn, auk
þess sem hann gekk mér í föður-
stað. Þau giftu sig í Færeyjum og
fluttu síðan til Siglufjarðar þar sem
þau hófu búskap. Ég var tekinn með
til Íslands, aðeins fimm ára snáði,
og var ég ekki alveg sáttur við að
yfirgefa bernskuheimilið. Ég var ef
til vill líka svolítið ofdekraður af afa
mínum, sem var dýrlingur í augum
mínum, svo og systkinum mömmu
og öðru skyldfólki, en þetta gekk nú
allt saman að lokum.
Móðir mín var skapmikil kona,
góðhjörtuð, meira gefandi en þiggj-
andi í lífinu og sannur víkingur.
Fyrir um það bil áratug greindist
hún með illvígan sjúkdóm sem
ágerðist með árunum. Þetta hefur
verið löng og ströng barátta fyrir
hana og aðstandendur hennar, en
nú er henni lokið. Að lokum vil ég
biðja góðan guð að taka vel á móti
henni.
Hafðu þökk fyrir allt. Þinn ein-
lægur sonur
Jakob.
CECILIA
HEINESEN
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
✝ Aðalgeir Hall-dórsson fæddist á
Kjalvararstöðum 21.
mars 1912. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi 12.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Halldór Þórðar-
son, f. 4. ágúst 1867,
d. 5. maí 1961, og
Guðný Þorsteinsdótt-
ir, f. 15. september
1870, d. 2. mars 1951.
Systkini Aðalgeirs
voru: Helga, Þórður,
Guðríður, Ástríður
Guðrún, Þorgerður, Bjarni Þor-
steinn, Ármann, Steinunn og
Helgi Jósef.
Aðalgeir kvæntist 25. septem-
ber 1965 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Önnu Guðjónsdóttur frá
Vogatungu, f. 31. mars 1924. For-
eldrar Önnu voru Guðjón Jónsson
bóndi í Vogatungu og Helga
Magnúsdóttir frá Breið á Akra-
nesi.
Börn Önnu og Aðalgeirs eru: 1)
drengur, f. 8.6. 1947,
d. 10.6. 1947. 2)
Ragnheiður Helga, f.
22.5. 1948, maki
Guðmundur Gunn-
arsson, þau skildu.
Börn þeirra eru: Ás-
dís og Heiðar.
3) Guðný, f. 30.10.
1949, maki Jónas
Bragi Hallgrímsson.
Börn þeirra eru:
Anna, Díana, Heim-
ir, Aðalgeir og Víðir.
4) Halldór, f. 7.3.
1955. Barnabarna-
börn Aðalgeirs eru
tíu.
Aðalgeir bjó á Kjalvararstöðum
í nokkur ár. Hann flutti á Akranes
1946. Hann starfaði fyrst hjá HB
og co. Síðar vann hann hjá Þórði
Egilssyni við pípulagnir. Í kring-
um 1960 hóf hann störf hjá Sem-
entsverksmiðju ríkisins og starf-
aði þar til ársins 1987.
Útför Aðalgeirs fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
Elsku afi, nú hefur þú yfirgefið
þennan heim. En við sitjum eftir í
sorginni og ég veit að nú ert þú á góð-
um stað þar sem þér líður vel, hjá
guði. Ég geymi þig í hjarta mínu og
allar góðu minningarnar um þig. Þú
varst mér góður afi, fyrir það vil ég
þakka þér.
Ég læt hugann reika aftur í tímann
og minnist þess hve duglegur þú
varst þegar amma var veik og þú
þurftir að sjá um heimilið. Þá var gott
að koma til þín og stytta þér stundir.
Þú varst alltaf að segja okkur systk-
inunum frá sveitinni þar sem þú áttir
heima á þínum yngri árum. Ekki
þótti þér leiðinlegt þegar við fórum
sjálf á þínar æskuslóðir að heim-
sækja bróðurson þinn að Kjalvarar-
stöðum. Sveitin var þér mikilvæg og
á þínum seinni árum hékk loftmynd
af Kjalvararstöðum uppi á vegg hjá
þér og alltaf þegar ég kom spurðir þú
hvort ég hefði komið þangað.
Eitt sinn skal hver deyja og verð-
um við bara að sætta okkur við það.
Elsku afi, ég vona að þú hafir það gott
í öðrum heimi og að þér sér batnað
því erfitt var að horfa upp á þig síð-
ustu vikur þegar heilsan var farin að
gefa sig. Ég þakka þér fyrir sam-
fylgdina og bið guð að blessa þig og
varðveita og styrkja fjölskyldu okkar
í sorginni. Verk þín munu lofa þig.
Þín
Díana.
AÐALGEIR
HALLDÓRSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma
569 1115, eða á netfang þess (minn-
ing@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari
upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 – eða 2.200 slög. Höfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.