Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 62
NORSKIR blómaskreytingarmeist-
arar koma hingað til landsins á
næstu dögum í boði Garðyrkjuskóla
ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Um er að
ræða hjón, þau Runi Kristoferssen
og Kai Bratbergsengen. Þau munu
halda tvö námskeið fyrir fagfólk í
blómaskreytingum í húsakynnum
Garðyrkjuskólans.
Annars vegar tveggja daga nám-
skeið 22. og 23. mars og hins vegar
þriggja daga námskeið 26.–28. mars.
Sunnudaginn 25. mars verður boðið
upp á sýnikennslu í páskaskreyting-
um fyrir almenning og fagfólk. Sýni-
kennslan fyrir áhugafólkið verður í
Garðyrkjuskólanum frá kl. 14 til 16
og fyrir fagfólk í Mörkinni 6, Reykja-
vík frá kl. 20 til 22.30.
Hægt er að nálgast dagskrá nám-
skeiðanna á heimasíðu Garðyrkju-
skólans, www.reykir.is en skráning
og allar nánari upplýsingar fást á
skrifstofu skólans á skrifstofutíma.
Norskir blómaskreytingar-
meistarar með námskeið
FRÉTTIR
62 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á VEGUM Endurmenntunarstofn-
unar HÍ verður hinn 23. mars nk.
efnt til námskeiðs um norrænt sam-
starf, en Helsinki-samningurinn,
sem norrænt samstarf byggist á, var
einmitt undirritaður sama dag árið
1962. Námskeiðið er ætlað öllum
sem vilja vinna á norrænum vett-
vangi, fulltrúum stofnana, fyrir-
tækja og frjálsra félagasamtaka,
kennurum, námsráðgjöfum og lista-
fólki. Fjallað verður m.a. um upp-
byggingu í norrænu samstarfi og
helstu samstarfsstofnanir, stefnu-
mótun og markmið, þátt Íslendinga
og hugmyndir um framtíðarskipulag
í norrænu samstarfi.
Þátttakendum verður skipt í hópa
eftir störfum og áhuga og skoðað
hvaða möguleikar felast í norrænu
samstarfi. Umsjón með námskeiðinu
hefur Sigrún Stefánsdóttir, yfirmað-
ur upplýsingadeildar Norrænu ráð-
herranefndarinnar og Norðurlanda-
ráðs. Henni til aðstoðar eru ýmsir
sérfræðingar á sviði norrænnar sam-
vinnu m.a. Snjólaug Ólafsdóttir,
skrifstofustjóri Norðurlandaskrif-
stofunnar á Íslandi, Søren Christen-
sen, framkvæmdastjóri Norrænu
ráðherranefndarinnar, Matz Jöns-
son, yfirmaður Norræna menningar-
sjóðsins, Riitta Lampola skrifstofu-
stjóri og Ragnheiður Þórarinsdóttir
deildarsérfræðingur.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðið eru á vefsetrinu www.endur-
menntun.is.
Norrænt sam-
starf – falin
tækifæri
FOXHALL á Íslandi ehf. hefur gefið
Iðntæknistofnun nýtt tæki til próf-
unar á eldvarnarfatnaði. Tækið er
hannað eftir alþjóðlegum stöðlum
sem rannsóknir Iðntæknistofnunar
eru gerðar eftir. Um leið og gjöfin
var afhent, síðastliðinn þriðjudag,
var framkvæmd prófun með því að
780 gráðu heitu áli var hellt yfir ýms-
ar flíkur á ákveðinn hátt og verða
niðurstöðurnar metnar samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum.
Tækið, sem Foxhall gaf, gegnir
því hlutverki að halda á deiglu sem í
er sjóðandi álið. Tækið hellir úr
deiglunni á fatnaðinn samkvæmt
skilgreindum aðferðum sem stand-
ast alþjóðlega staðla um hvernig
skuli framkvæma próf af þessu tagi.
Foxhall hefur á undanförnum ár-
um unnið að þróun hlífðarfatnaðar til
notkunar m.a. í ál- og járnblendiiðn-
aði. Aðalhlutverk þessa fatnaðar er
að koma í veg fyrir brunasár þegar
slettur af bráðnum málmi, áli eða
járnblendi, lenda fyrir slysni á
starfsmönnum.
Tæki til próf-
unar á eld-
varnarfatnaði
Morgunblaðið/Golli
NÝLEGA hófu Frumherji hf. og
Flugleiðir hf. samstarf um lukkuleik
sem fengið hefur nafnið Flug og bíll
með Frumherja og Flugleiðum.
Tilgangur leiksins er að hvetja
landsmenn til þess að láta skoða bíla
sína á réttum tíma. Dregið verður
úr lukkupottinum mánaðarlega
fram í nóvember. Verðlaunin eru
flug og bíll til vinsælla áfangastaða
Flugleiða í Evrópu. Nafn fyrsta
vinningshafans hefur nú verið dreg-
ið úr lukkupottinum og sú heppna
reyndist vera Anna Sjöfn Jón-
asdóttir. Hún og Bernódus Óli Krist-
insson, sonur hennar, eru hér á
myndinni að taka við verðlaununum
úr hendi Svanbergs Sigurgeirs-
sonar, þjónustustjóra hjá Frum-
herja hf.
Lukkupottur
Frumherja og Flugleiða
LÝST er eftir vitnum að umferðar-
óhappi er átti sér stað á bifreiðaplani
við verslunarmiðstöðina Nettó í
Mjódd í Reykjavík, sunnudaginn 18.
mars milli kl. 13.30 og 14.10. Þarna
mun rauðri fólksbifreið af gerðinni
Toyota Land Cruiser hafa verið ekið
utan í mannlausa bifreið af gerðinni
Opel Vectra, bláa að lit, og ekið síðan
af vettvangi. Þeir sem upplýsingar
geta veitt um mál þetta eru vinsam-
lega beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík.
Ekið á bifreið í Kringlunni
Aðfaranótt sunnudagsins 18. mars
var ekið á bifreiðina ID-128 í stæði á
2. hæð Kringlunnnar að vestanverðu.
Bifreiðin ID-128 er Mazda-fólksbif-
reið hvít að lit og skemmdist á hægra
afturhorni. Tjónvaldur fór af vett-
vangi en greinilegt að grill og fram-
ljós höfðu brotnað af þeirri bifreið.
Líklega er um að ræða ameríska bif-
reið af Dodge-gerð. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um mál þetta eru
beðnir að hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík, umferðardeild.
Ekið á bifreið við Hafnarhúsið
Föstudaginn 16. mars sl. milli kl. 9
og 15 var ekið á mannlausa bifreið,
NP-078, er var í stæði norðan við
Hafnarhúsið, Tryggvagötu 17. Bif-
reiðin NP-078 er Ford Puma, fjólublá
að lit. Tjónvaldur fór af vettvangi en
þarna mun vera um að ræða ökutæki
sem er skærgrænt að lit. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um þetta tjón
vinsamlega hafi samband við lögregl-
una í Reykjavík, umferðardeild.
Lýst eftir
vitnum
FÉLAG áhugafólks um heimafæð-
ingar heldur fræðslufund miðviku-
daginn 21. mars kl. 20 í menningar-
miðstöðinni Gerðubergi.
Á dagskrá verður kynning á starfi
félagsins og lýst verður reynslu af
heimafæðingu. Harpa Guðmunsdótt-
ir kynnir Alexandertækni og hvernig
hana má nýta á meðgöngu og í fæð-
ingu. Á fundinum gefst tækifæri á að
koma með fyrirspurnir um heima-
fæðingar og bæklingur félagsins um
heimafæðingar mun liggja frammi.
Allir áhugasamir eru velkomnir.
Fræðsla um
heimafæðingar
MICHAEL T. Corgan, Fulbright-
prófessor við stjórnmálafræðiskor
Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á
sameiginlegum fundi Samtaka um
vestræna samvinnu (SVS) og Varð-
bergs miðvikudaginn 21. mars nk. og
hefst hann klukkan 17 í Skála á Hótel
Sögu.
Michael T. Corgan er einn fremsti
sérfræðingur Norður-Ameríku í
sögu samskipta Íslands og Banda-
ríkjanna á sviði utanríkis- og öryggis-
mála undanfarna rúma hálfa öld. Í
vor eru liðin 50 ár frá því að ríkin
gerðu með sér tvíhliða varnarsamn-
ing, sem er einstakur í sinni röð í al-
þjóðasamskiptum. Á þessum tíma-
mótum ætlar Corgan að fjalla um
samstarf Íslands og Bandaríkjanna á
sviði varnar- og öryggismála, sem
byggt er á varnarsamningnum frá
1951 og þátttöku þjóðanna í NATO.
Corgan varpar fram þeirri spurn-
ingu hvort varnarsamstarf þessara
vinaþjóða muni lifa af allar þær
breytingar sem fylgt hafa í kjölfar
endaloka kalda stríðsins. Eru varn-
arbandalög sem þessi börn síns tíma?
Michael T. Corgan er aðstoðarpró-
fessor í alþjóðastjórnmálum við Bost-
on University. Hann hefur sérhæft
sig í alþjóðlegum öryggismálum, ís-
lenskum stjórn- og varnarmálum og
bandarísku stjórnkerfi. Mestan
starfsaldur sinn hefur hann verið op-
inber starfsmaður, fyrst sem foringi í
bandaríska sjóhernum og síðan
fræðimaður og háskólakennari.
Hann var m.a. í varnarliðinu á Kefla-
víkurvelli á árunum 1981–1982 sem
pólitískur ráðgjafi yfirmanns varnar-
liðsins. Eftir að hann lauk störfum í
sjóhernum sneri Corgan sér að
fræðimennsku og kennslu á háskóla-
stigi. Hann hefur skrifað fjölda fræði-
greina og bóka. Nú vinnur Corgan að
bók um íslensk stjórnmál á áttunda
og níunda áratugnum. Hún er fyrsta
bókin á þessu sviði sem kemur út á
ensku í Bandaríkjunum í nokkra ára-
tugi.
Fundurinn er opinn öllu áhugafólki
um varnarsamstarf og stjórnmála-
samband Íslands og Bandaríkjanna.
Þurfum við óvini til að
vera áfram bandamenn?
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
STREITUVALDAR:
Álag, samskipti, einelti, fjárhagsáhyggjur,
sjúkdómar ➨
STREITUEINKENNI:
Einbeitingarskortur, svefntruflanir,
átröskun, kvíði, depurð, uppgjöf ➨
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG
ÍSLANDS
efnir til málþings í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum,
FIMMTUDAGINN 22. MARS 2001 kl. 20:00.
Fundarstjóri: Árni Gunnarsson, framkvstjóri HNLFÍ
Frummælendur:
1. Margrét Arnljótsdóttir, sálfræðingur
2. Þórhallur Heimisson, prestur
3. Ólafur Mixa, heimilislæknir
4. Bridget McEvoy, verkefnisstjóri í hjúkrun HNLFÍ
Umræður og fyrirspurnir.
Auk frummælenda taka þátt í umræðunum:
Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur HNLFÍ
Helga Mogensen, jógakennari
Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Heilsuverndar ehf.
Allir velkomnir
Aðgangseyrir 600 kr.
FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN
STREITA
Afleiðing atorku, dugnaðar og áfalla?