Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 68
EITT mikilvægasta starf
íslenskra kvenna um aldir
er starf fjósakonunnar,
sem sá um mjaltir, vinnslu
og geymslu mjólkurafurða,
sem sagt í þeirra höndum
var ein elsta grein ísl. iðn-
aðar og skipti miklu máli
um afkomu heimilanna
hvernig þau störf voru unn-
in. Er nafn þriggja stjarna
himinhvolfsins til marks
um mikilvægi þeirra starfa.
Enn eru um allt land
konur sem annast það starf
með miklum ágætum eins
og sést á hinu mikla úrvali
frábærra mjólkurvara í
verslunum þó að mjólkur-
fræðingar hafi nú tekið við
stórum hluta starfa þeirra.
Ekki voru fjósakonur fyrri
tíma hátt skrifaðar í mann-
virðingastiganum, á því
hefur orðið breyting og
gegnir nú fjósakona að
norðan störfum iðnaðar-
ráðherra en það starf er
eitt mesta ábyrgðarstarf
ísl. stjórnsýslu, virðist þar
fara kona hæfileikarík.
Ein grein ísl. iðnaðar
hefur löngum átt í erfiðleik-
um vegna mikils rekstrar-
kostnaðar m.a. a.m.k. 100%
hærra orkuverðs en ýmsar
erlendar smíðastöðvar
greiða, auk þess sem er-
lendar skipasmíðastöðvar
njóta margvíslegra styrkja
og aðstöðumunar, miklu
minni launakostnaðar og
hráefnisverðs. Þrátt fyrir
það hafa íslenskar skipa-
smíðastöðvar skilað mörg-
um vönduðum, flóknum og
glæsilegum verkefnum á
sanngjörnu verði. Einn
merkasti forystumaður
Framsóknarflokksins,
Ólafur Jóhannesson, sagði
á sínum tíma um verð á ís-
lenskum vörum að það væri
í lagi að velja íslenskar þótt
þær væru allt að 10% dýr-
ari en erlendar, miðað við
sömu gæði. Það gæti verið
þjóðhagslega hagkvæmt.
Hæstvirtur iðnaðarráð-
herra ætti að íhuga vel
þessa skoðun Ólafs Jóhann-
essonar, varðandi viðhald á
tveimur varðskipum, en til-
boð Stáltaks hf. í það verk-
efni var tæplega 10%
hærra en tilboð pólskrar
skipasmíðastöðvar. Síðan
hefur komið í ljós að tilboð
Stáltaks hf. er lægra.
Það er hlutverk og
skylda iðnaðarráðherra að
annast hagsmuni ísl. iðnað-
ar, allt frá kaffibrennslu til
lyfjagerðar, af sömu kost-
gæfni og umhyggju og
fjósakonur hafa alltaf ann-
ast íslensku kýrnar sínar,
þannig sýnir hæstvirt
fjósakonan að norðan
minningu formæðra okkar
og ísl. kúnum verðugan
sóma og öllum iðnaði mun
vel farnast.
Hún ætti að leita liðsinn-
is stöllu sinnar, dómsmála-
ráðherrans, sem er kona
ákveðin og dugleg. Þær
stöllur virðast eiga margar
fallegar dragtir, vonandi er
þess ekki að vænta að ís-
lenskt atvinnulíf verði svo
einhæft að helsti vinnufatn-
aður kvenna verði banka-
og lögfræðingadragtir.
Með kveðju til flokksins
og þings Framsóknar-
flokksins.
Hafsteinn Hjaltason.
Vil fá Bör
Börsson aftur
Á MIÐJUM fimmta ára-
tugnum var lesin í útvarp-
inu útvarpssagan Bör
Börsson eftir norska rithöf-
undinn Johan Falkeberg.
Saga þessi varð feiknavin-
sæl meðal útvarpshlust-
enda, svo mjög að til tíðinda
mátti telja. Sagt var að göt-
ur Reykjavíkur hefðu
tæmst þegar Bör var lesinn
og ekki þýddi að boða til
nokkurs mannfagnaðar á
þeim tíma. En eflaust hefur
lesari sögunnar, Helgi
Hjörvar, átt drjúgan þátt í
þeim vinsældum sem sagan
naut meðal þjóðarinnar.
Nú er liðlega hálf öld síðan
sagan var lesin, væri því vel
við hæfi að flytja hlustend-
um söguna að nýju, vita
hvaða dóma hún fengi í dag.
Mér er kunnugt að sá frá-
bæri útvarpsmaður og upp-
lesari, Pétur Pétursson, las
söguna inn á segulband fyr-
ir nokkru og fullviss er ég
þess að Pétur fer á kostum
við lestur hennar, ekki síð-
ur en við lestur ævisögu
séra Árna Þórarinssonar
og samtalsbókarinnar um
Þórberg. Ég skora nú á
dagskrárstjórn útvarpsins,
að drífa nú í því að flytja
okkur söguna Bör Börsson
við fyrstu hentugleika.
Sæunn.
Fyrirspurn til
dagskrárstjóra RÚV
Í DESEMBER fyrir fáum
árum var byrjað að sýna í
RÚV þáttaröð sem bar
heitið „Tuttugasta öldin,
þjóðin vaknar 1901-1927,
átök í aldahvörf 1927-
1940“. Þessa þáttaröð
gerðu þeir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson og dr.
Ólafur Þ. Harðarson, þulur
var Broddi Broddason.
Þættirnir áttu að vera átta
en það voru bara sýndir
einn eða tveir þættir.
Mig langar að spyrja
dagskrárstjóra, er ekki
hægt að halda áfram með
þessa þætti?
Takk fyrir
Rannveig.
Tapað/fundið
Brúnt peninga-
veski tapaðist
BRÚNT peningaveski tap-
aðist frá Þvottahúsinu
Fönn í Skeifunni að Mjódd í
Breiðholti, föstudaginn 16.
mars sl. Upplýsingar í síma
568-5693.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Fjósakonur
DAGBÓK
68 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Víkverji skrifar...
VERKFALL sjómanna hefur ým-is áhrif, sem ekki liggja í augum
uppi. Það varð meðal annars til þess
að Víkverji og kona hans voru kölluð
út í fiskverkun í Grindavík um
helgina. Svo mikill afli hafði borizt að
á dögunum fyrir verkfall að ekki hafð-
ist undan að vinna fiskinn og eftir að
verkfall hófst mokfiskuðu smábátarn-
ir svo ekkert lát varð á.
Fiskverkunin sem um ræðir er fjöl-
skyldufyrirtæki og saltar fiskinn fyrir
markaði á Spáni og Portúgal. Stað-
reyndin er sú að þrátt fyrir góð laun
er erfitt að fá fólk til þessara starfa,
enda töluverð erfiðisvinna, einkum ef
vel er haldið áfram. Enn verra er að
fá fólk til vinnu um helgar. Það er at-
hyglisvert að líta yfir hópinn, sem
kom saman þessa helgi til að fletja,
salta, meta og pakka þeim gula.
Þarna voru Júgóslavar, Þjóðverjar,
Taílendingar og Filippseyingar.
Þarna var blaðamaður, starfsmaður á
heilbrigðisstofnun, starfsmaður á
tannlæknastofu, frystitogarasjómað-
ur, útgerðarmaður, nemi í háskóla og
svo framvegis. Þrátt fyrir að hópur-
inn væri mislitur gekk vinnan vel og
mikið gekk undan fólkinu, enda
vinnudagurinn hjá sumum meira en
hálfur sólarhringur.
Það er ljóst að margir eru tilbúnir
til þess að gera sem mest verðmæti
úr fiskinum okkar, en til þess að svo
verði þarf fólk bæði að kunna vel til
verka og leggja sig fram við vinnuna.
Framlag fiskverkafólksins til að auka
verðmæti fiskaflans verður seint of
metið. Víkverja finnst því á stundum
að sjómenn taki lítið tillit til þess í
kjarabaráttu sinni. Þeir eru í flestum
tilfellum með miklu meiri laun en
verkafólkið í landi, en án þess yrði
hlutur sjómannsins mun minni en
ella.
Hlutur sjómanna úr heildarverð-
mæti fiskaflans er afar hár og ef þeir
bæru sig saman við fiskverkafólkið í
þeim efnum ættu þeir að vera ánægð-
ir með fenginn hlut. Víkverji hefur
bæði verið á fiskiskipum og stundað
fiskvinnslu í landi. Hann veit því að
erfiðið í landi getur verið mun meira
en á sjónum.
Víkverji er þó sammála ýmsum
kröfum sjómanna, sérstaklega hvað
varðar slysatryggingar og mótfram-
lag í lífeyrissjóði. Þegar þetta er
skrifað stendur verkfall sjómanna
enn yfir, en Víkverji vonar að það
leysist sem allra fyrst.
x x x
VÍKVERJI hefur ákaflega gamanaf því að fylgjast með spurn-
ingakeppni nánast af hvaða tagi sem
er. Spurningakeppni framhaldsskól-
anna og Viltu vinna milljón eru þættir
í sjónvarpi sem hann lætur ógjarnan
framhjá sér fara. Það er í raun ótrú-
legt hvað fólk getur vitað. Einhverjir
kunna að segja að ekkert gagn sé að
því að kunna utan að ártöl eða stað-
reyndir, sem hægt er að fletta upp í
bókum eða á tölvunni í þau örfáu
skipti sem á þarf að halda. Þetta sé fá-
nýt vizka. Víkverji er ekki á sama
máli. Öll þekking er af hinu góða,
hversu fánýt sem einhverjum kann að
finnast hún. Víkverji vill heldur ekki
gera upp á milli þekkingar, hvort sem
hún tengist hinni svokölluðu æðri
menntun eða starfsmenntun af hvaða
tagi sem er. Víkverja finnst með ólík-
indum hve mikið framhaldsskólanem-
arnir vita. Það er engu líkara en þeir
standi hvergi á gati. Þekking þeirra
er með ólíkindum og þjóðin getur
verð stolt af þessum ungmennum.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell, Goðafoss, Skóg-
arfoss og Jón Vídalín
koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Venus Staltor og Polar
Arvik koma í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl.
17–18.
Mannamót
Félagsstarfið Norð-
urbrún 1 og Furugerði
1. Fimmtudaginn 29.
mars verður farið í
Fljótshlíðina. Stutt
stopp í Hveragerði,
súpa, brauð og kaffi í
Hlíðarenda, Hvolsvelli.
Njálusafnið skoðað og
ekið að Tumastöðum.
Leiðsögumaður: Anna
Þrúður Þorkelsdóttir.
Lagt af stað frá Norð-
urbrún kl. 10.15, frá
Furugerði kl. 10.30.
Skráning og nánari upp-
lýsingar á Norðurbrún í
síma 568-6960 og í
Furugerði í síma 553-
6040.
Árskógar 4. Kl. 9–16.30
opin handavinnustofan,
áhersla á bútasaum, kl.
9–12 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.30 dans-
kennsla, Sigvaldi, kl.
13–16.30 opin smíða-
stofa, trésmíði/
útskurður, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Aflagrandi 40. Enska
kl. 10 og kl. 11. Heimboð
á bókamarkað Iðunnar
og Fróða, Suðurlands-
braut 8, miðvikudaginn
25. mars, lagt af stað frá
Aflagranda kl. 13.15;
upplýsingar og skráning
í afgreiðslu, s. 562 2572.
Framtalsaðstoð verður
veitt fimmtudaginn 22.
mars. Upplýsingar í af-
greiðslu.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–9.45 leikfimi,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
9–16 handavinna og
fótaaðgerð, kl. 10 sund,
kl. 13–16 leirlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Leikfimi í íþróttasal á
Hlaðhömrum, þriðjud.
kl. 16. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586 8014 kl. 13–
16. Tímapöntun í fót-,
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og
fótanuddi, s. 566 8060 kl.
8–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
hárgreiðsla og böðun,
kl. 10 samverustund, kl.
14 félagsvist.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 13 föndur og handa-
vinna. Kl. 14.45 söng-
stund í borðsal með
Jónu Bjarnadóttur.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Fótaað-
gerðir mánudaga og
fimmtudaga. Ath. nýtt
símanúmer, 565 6775.
Félagsvist á Garðaholti í
boði Kvenfélags Garða-
bæjar 22. mars kl. 19.30.
Rútuferðir samkvæmt
áætlun. Vorfagnaður í
Kirkjuhvoli í boði Odd-
fellow 29. mars kl. 19.30.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Brids og saumur kl.
13.30. Á morgun verður
línudans kl. 11. Mynd-
mennt kl. 13 og píla
kl.13.30. Dansleikur á
föstudag, 23. mars, kl.
20.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeg-
inu. Skák í dag kl. 13.30,
afhending verðlauna
fyrir meistaramótið. Al-
kort spilað kl. 13.30.
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Ásgarði
kl. 10 á miðvikudags-
morgun. Leikhópurinn
Snúður og Snælda sýna
„Gamlar perlur“, sem
eru þættir valdir úr
fimm gömlum, þekktum
verkum. Allra síðasta
sýning á miðvikudaginn
kl. 14 í Ásgarði,
Glæsibæ. Miðapantanir
í símum 588-2111, 568-
9082 og 551-2203. Bald-
vin Tryggvason verður
til viðtals um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB
fimmtudaginn 22. mars
kl. 11–12. Panta þarf
tíma. Dagsferð verður
farin í Grindavík-Bláa
lónið-Reykjanes 2. apríl.
Brottför kl. 10 frá Ás-
garði, Glæsibæ. Skrán-
ing hafin á skrifstofu
FEB. Silfurlínan opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12.
Ath. Opnunartími skrif-
stofu FEB er kl. 10–16.
Upplýsingar í síma
588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður og fleira, kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10
leikfimi, kl. 12.45 Bón-
usferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia. Að-
stoð frá skattstofunni
verður veitt miðvikud.
21. mars, skráning haf-
in. Mánudaginn 26.
mars kemur Hrafn-
istukórinn í heimsókn.
Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Sameinaðir hafa verið 2
hópar í leikfimi mæti
þeir sem áður voru kl.
10.45 nú kl. 9.50, kl. 9.30
silkimálun, handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
10–17, kl. 14 boccia, kl.
14.30 enska, þriðjudags-
ganga fer frá Gjábakka
kl. 14. Einmánaðarfagn-
aður og handverks-
markaður verða í Gjá-
bakka fimmtudaginn 22.
mars. Þeir sem áhuga
hafa á að selja þar hand-
verk sitt vinsamlegast
bóki sem fyrst.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 jóga og
ganga, kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum, kl.
14 boccia.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna og hárgreiðsla.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 postulínsmálun, kl.
9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 glerskurður, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–16.30
myndlist, kl. 13–17 hár-
greiðsla.
Norðurbrún 1. Kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia, kl. 9–16.45 opin
handavinnustofan, tré-
skurður.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 bútasaumur,
kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 11 leikfimi, kl.
13 bútasaumur, tréút-
skurður og frjáls spila-
mennska. Heimboð á
bókamarkað Iðunnar og
Fróða á Suðurlands-
braut 8 miðvikudaginn
21. mars. Lagt af stað
frá Vesturgötu kl. 13.15.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 562 7077, eða
í afgreiðslu.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, myndlist
og morgunstund, kl. 10
leikfimi og fótaaðgerðir,
kl. 11 boccia, kl. 13
handmennt og keramik,
kl. 14 félagsvist.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað í kvöld kl.
19. Allir eldri borgarar
velkomnir.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikudögum kl. 20,
svarað í síma 552 6644 á
fundartíma.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Eineltissamtökin halda
fundi að Túngötu 7 á
þriðjudögum kl. 20.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum,
Laugardalshöll, kl. 12.
ITC-deildin Irpa heldur
fund í kvöld kl. 20 í
fundarsal sjálfstæð-
ismanna í Grafarvogi.
Fundarstaður Hvera-
fold 5 á 2. hæð (fyrir
neðan Nóatún). Fund-
urinn er öllum opinn.
Uppl. hjá Önnu í s. 863-
3798.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar verður með
kökubasar í Kringlunni
föstudaginn 23. mars
nk. Konur sem vilja gefa
kökur komi þeim í
Kringluna frá kl. 9.30.
Í dag er þriðjudagur 20. mars,
79. dagur ársins 2001. Heitdagur,
vorjafndægur. Orð dagsins: En
ég bið til þín, Drottinn, á stund
náðar þinnar. Svara mér, Guð,
í trúfesti hjálpræðis þíns sakir
mikillar miskunnar þinnar.
(Sálm. 69, 14.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
LÁRÉTT:
1 andstæða, 8 skvampa, 9
fiskar, 10 væg, 11 tog-
vindu, 13 vísa, 15 hestur,
18 litur, 21 glöð, 22
mynda, 23 hryggð, 24
tómatur.
LÓÐRÉTT:
2 sparsemi, 3 sjávardýrs,
4 vafans, 5 detta, 6 beitu,
7 ósoðna, 12 tíndi,
14 missir, 15 fíkniefni, 16
klampana, 17 vik, 18
staut, 19 sé til ama, 20 sjá
eftir.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 uggir, 4 makki, 7 aflað, 8 kuldi, 9 aka, 11 stal,
13 kaun, 14 álfur, 15 flot, 17 ámur, 20 inn, 22 úlfúð, 23
jarli, 24 niðja, 25 lúann.
Lóðrétt: 1 unaðs, 2 gella, 3 ræða, 4 maka, 5 kólga, 6 ið-
inn, 10 kofan, 12 lát, 13 krá, 15 frúin, 16 orfið, 18 merla,
19 reisn, 20 iðja, 21 Njál.
K r o s s g á t a6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16