Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 69
DAGBÓK
Ertu slæm í húðinni?
Micro Peeling húðhreinsi-
klúturinn er lausnin
Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar
húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina.
Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr
fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út-
lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar.
Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við-
kvæma húð. Klúturinn er margnota og
þolir þvott í 100 skipti.
Micro Peeling fæst í Lyfju, Lyf & heilsu,
apótekunum og Hagkaup.
Allra síðasta tækifæri
til að fá
fermingarmyndatöku
í mars og apríl
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins: Hug-
rekki og bjartsýni eru þínar
sterku hliðar en ögn meiri
þolinmæði kæmi sér vel.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það eru mörg ljón í veginum
þegar þú vilt kynna nýja hug-
mynd sem þú hefur fengið en
láttu ekki deigan síga því hug-
myndin er allrar baráttu virði.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þú vildir helst fá að vera í
friði með ákveðið verkefni
verður þú að leyfa öðrum að
koma þar að. Þá er nauðsyn-
legt að kjósa starfshópnum
forystumann.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Allskyns orða- og spurninga-
leikir höfða til þín núna.
Leyfðu vinum þínum að njóta
þessa og einnig spilagleði
þinnar og gefðu þér góðan
tíma til þessara tómstunda.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Reyndu að sitja á strák þínum
og gættu tilfinninga þinna vel
því ótímabær viðbrögð geta
gert illt verra og hleypt mál-
um í ónauðsynlegan hnút.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur látið reka á reiðanum
um sinn og uppgötvar nú
hversu langt þig hefur borið af
leið. Nú er tíminn til þess að
ná sér aftur á rétt strik.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Breytingar hafa legið í loftinu
og nú er loksins komið að
þeim. Þó að þér sé um og ó
geta umskiptin orðið þér til
góðs ef þú sýnir smádirfsku.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú mátt ekki hefta þig svona
af einskærum ótta við það
hvað aðrir hugsi um þig. Hver
er sinnar gæfu smiður og þú
átt sjálfur að ráða því hvernig
þú vilt haga málum þínum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú lætur þig dreyma um al-
gjör umskipti. Farðu samt
varlega og kynntu þér vand-
lega það sem freistar þín mest
áður en þú tekur ákvörðun.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur ríka hæfileika til
þess að fá aðra á þitt band.
Gættu þess bara að málflutn-
ingur þinn sé jafnan skýr og
skorinorður svo að enginn
misskilji þig.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér finnst eins og þú þurfir að
leggja til hliðar eitt og annað
sem þú hefur tamið þér um
langan tíma. Farðu varlega,
þú gætir þurft að leita í þessi
gömlu gildi aftur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það ætti allt að ganga þér í
haginn í dag og þær breyting-
ar sem dagurinn ber með sér
verða þér til heilla ef þú gætir
þess að sýna öðrum tilhlýði-
lega virðingu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur komist á snoðir um
vissan fróðleik sem þig langar
að ræða við aðra. Veldu þá ein-
staklinga vandlega því þessir
hlutir eru vandmeðfarnir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÞAÐ er ríkt í manninum að
flokka alla skapaða hluti og
setja á þá merkimiða. Í brids
kemur þetta til dæmis fram í
greiningum á endastöðum.
Þvingun birtist í ótal afbrigð-
um og flest hafa fengið virðu-
legt viðbótarnafn – tvöföld
þvingun, samsett þvingun,
trompþvingun, og svo mætti
lengi telja. En stundum
koma upp endastöður sem
falla ekki í neinn viðurkennd-
an flokk! Í nýlegu hefti af
The Bridge World skrifar
Don Kersey um sérkenni-
lega endastöðu, sem líkist
kastþröng, án þess þó að
uppfylla rétt skilyrði. „Ein-
litaþvingun“ er þó freistandi
nafngift, þótt það hljómi eins
og öfugmæli.
Vestur gefur; allir á hættu.
Norður
♠ 83
♥ 7532
♦ G109
♣ ÁK64
Vestur Austur
♠ ÁK54 ♠ DG96
♥ 108 ♥ 964
♦ K5 ♦ D874
♣ D10752 ♣ G9
Suður
♠ 1072
♥ ÁKDG
♦ Á632
♣ 83
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass 1 tígull 1 hjarta
1 spaði 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Vestur kemur út með
spaðaás og skiptir yfir í
tromp í öðrum slag. Sagnhafi
spilar spaða um hæl og fær
aftur tromp til baka. Hann
stingur spaða og lætur tíg-
ulgosann rúlla yfir til vesturs
á kónginn. Vestur er tromp-
laus og spilar laufi, sem tekið
er með ás og tígli spilað.
Austur stíflar litinn með því
að setja drottninguna og
neyða sagnhafa til að taka
með ás. Þá er ekki um annað
að ræða en spila tígli á níuna
og vona það besta. Þegar hún
heldur tekur sagnhafi lauf-
kónginn og þá lítur staðan
svona út:
Norður
♠ --
♥ 7
♦ --
♣ 64
Vestur Austur
♠ 4 ♠ D
♥ -- ♥ 9
♦ -- ♦ 8
♣ D10 ♣ --
Suður
♠ --
♥ ÁK
♦ 6
♣ --
Ef sagnhafi væri heima
gæti hann trompað tígulsex-
una, en hann er staddur í
borðinu. Ekki dugir að taka
síðasta tromp austurs, því
tíguláttan verður þá fjórði
slagur varnarinnar. En
sagnhafi spilar ekki trompi,
heldur laufi. Það setur aust-
ur í fáséðan vanda. Ef hann
hendir spaða (eða trompar)
verður hægt að stinga tígul.
Og hendi austur tíguláttu
tekur suður síðasta trompið
og fríslag á tígulsexu.
Tíguláttan er lykilspilið:
Greinarhöfundur lýsir stöðu
hennar vel með þessum orð-
um: „Það er hættulegt að
halda henni eftir, en hún er
of verðmæt til að láta hana
fara.“
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 20.
mars, verður fimmtug Sól-
veig Þorleifsdóttir. Hún og
eiginmaður hennar, Hrafn
Baldvin Hauksson, taka á
móti gestum í Síðumúla 35
kl. 18–22.
Þessar duglegu stúlkur í 5 IK í Foldaskóla héldu í janúar sl.
bingó og skemmtun fyrir 5. bekkinga í skólanum. Ágóðann,
14.200 kr., gáfu þær Rauða krossi Íslands. Á myndinni eru í
efri röð: Dísa, Sif og Anna María. Í neðri röð: Þórunn, Guð-
rún, Aldís Rún og Elísa.
LJÓÐABROT
ÞJÓÐVÍSA
„Faðir minn átti fagurt land“
með fuglasönginn þýða,
bjarta jökla, svartan sand
og seiðinn grænna hlíða.
Hugurinn reikar, hugurinn reikar víða.
Fagurt átti hún manna mál,
málið yndisblíða,
silkimjúkt og stolt sem stál
í stormi allra tíða.
Hugurinn reikar, hugurinn reikar víða.
Nú talar enginn mömmu mál,
málið yndisblíða.
„Týnd er æra, töpuð er sál,“
til hvers er að stríða?
Hugurinn reikar, hugurinn reikar víða.
Hann faðir minn seldi fagurt land
með fuglasönginn þýða,
bjarta jökla, svartan sand
og seiðinn grænna hlíða.
Hugurinn reikar, hugurinn reikar víða.
Hjörtur Kristmundsson.
Hlutavelta
STAÐAN kom upp í A-
flokki Skákþings Akureyrar
sem lauk fyrir skömmu.
Hinn reyndi skákmaður Þór
Valtýsson (2090) hafði hvítt
gegn öðrum slíkum, Jóni
Björgvinssyni (2005). 33.
Rxh7! og svartur gafst upp.
Uppgjöfin er of snemma á
ferðinni þar
sem eftir 33.
...Bxh2+!
stendur hvít-
ur frammi
fyrir tölu-
verðum erf-
iðleikum við
að innbyrða
vinninginn.
Hann verður
að leika 34.
Kh1 þar sem
34. Kxh2
Dh5+ 35.
Kg1 Dxh7
leiðir ein-
ungis til
jafnteflis. Í
aðalafbrigð-
inu myndi svartur leika 34.
...Kxh7 35. Dxf8 Bd6! og ætti
þá góða jafnteflismöguleika.
Staða efstu manna í B-flokki
Skákþingsins varð þessi: 1.
Eymundur Eymundsson, 6
vinningar af 7 mögulegum.
2. Ágúst Bragi Björnsson,
5½ v. 3.–4. Sveinbjörn Sig-
urðsson og Haukur Jónsson,
5 v. 5. Tómas Sigurðsson, 3
v. 6. Jakob Sigurðsson, 2 v.
7. Jón Birkir Jónsson, 1 v. 8.
Jón Heiðar Sigurðsson, ½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Póst-
urinn,
herra
minn.
Laugavegi 101 við Hlemm.
Opið mán.-fös. frá kl. 11-18, lau. frá 11-16
ANTIK-
ÚTSALA
Skápar, skenkar, borð
og stólar, málverk.
Mikið af fáséðum smáhlutum,
matar- og kaffistell
10—30% afsláttur
Yfirhafnir
Útsala
50% afsláttur
Opið laugardag
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
Síðustu
dagar