Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GÓÐAN áratug hefur Manic Street Preachers beitt öllum mögu- legum brögðum til að hrista upp í samfélagi sínu ef ekki með sjálfri tónlistinni þá sleggjuyfirlýsingum og öðrum umdeildum uppátækjum. Það kom því fáum á óvart þegar sveitin tók upp á því að halda út- gáfutónleika sína á Kúbu. Og þeir sem til þeirra þekkja vita einnig ástæðuna – til að pirra Kana. Drengirnir hafa nefnilega ein- hverra hluta vegna megna andúð á bandarísku samfélagi, einkum og sér í lagi bandarískum yfirvöldum. Stuttu áður en Manic Street Preachers héldu á yfirráðasvæði lögfræðingsins og byltingarsinnans aldna átti ég þess kost að spjalla stuttlega við trommuleikara sveit- arinnar Sean Moore en hann er þriðjungur Manic Street Preachers sem hefur samanstaðið auk hans af þeim James Dean Bradfield söngv- ara, gítarleikara og aðallagasmið og Nicky Wire bassaleikara og textasmiðs allt síðan gítarleikarinn og þáverandi textahöfundur Richey James hvarf sporlaust í febrúar 1995. Ég efast um Moore kunni að meta lagið sem hljómaði á hinum enda línunnar á meðan ég beið eftir sambandi við hann; R&B smellurinn „Love Don’t Cost A Thing“ með Jennifer Lopez. Reyndar grunar mig að það sé akkúrat dæmi um það sem fer svo ofsalega í hinar fínustu á velsku piltunum, amerískur glam- úr, sem að þeirra mati einkennist af öfgum og yfirborðkennd. Þetta byrjaði því fínt. Fremur veikluleg og lágstemmd rödd kastaði því næst kveðju. Eigandinn augljóslega ró- legur og yfirvegaður náungi – svona ekta trommari (já einmitt). Ég sagði til nafns og heimkynna og Moore svaraði um hæl: „Brrrr, þér hlýtur að vera kalt.“ Góður. – „Nei, veistu. Það er bara búið að vera býsna hlýtt undanfarið.“ Klikkar ekki að hefja samræður á veðurhjali. En áfram með smjörið. Plata fyrir okkur – Þið voruð að leggja lokahönd á Know Your Enemy, sáttur? „Við erum alltaf sáttir þegar við höfum nýlokið við plötu en síðan hefur viðhorfið kannski breyst eftir því sem lengra líður. En ég held svei mér þá að við höfum toppað okkur algjörlega núna – tónlistarlega í það minnsta. Við gáfum tilfinningunum lausan taumin – gerðum nákvæm- lega það sem okkur langar til þess að gera án þess að velta okkur upp úr við hverju fólk býst eða heimtar. Þetta plata sem okkur langar til að hlýða á – tónlist sem finna má í okk- ar eigin plötusöfnum. Svo verðum við bara að vona að einhverjir deili þeim smekknum með okkur.“ – Platan er ólík tveimur síðustu, Everything Must Go og This Is My Truth Tell Me Yours – er það vísvit- andi? „Já, hiklaust. Aðallega vegna þess að síðasta plata er mjög lík forvera hennar. Við vildum sýna fram á að við værum ekki komnir á kaf í ein- hverja poppmollu, að þótt við vær- um orðnir settlegir rokkarar þá væri enn fullur hugur í okkur og við gætum vel rokkað feitt ef okkur langaði til.“ – Ertu að segja að þið hafið ekki verið að gera það sem ykkur lang- aði á síðustu plötu heldur hafið fyrst og fremst verið að gera öðrum til geðs? „Já, ég held það bara svei mér þá,“ segir Sean og hljómar ögn skömmustulega. „Vegna óvæntra vinsælda forvera hennar Every- thing Must Go þá má vera að við höfum orðið fullgráðugir í ennþá frekari vinsældir og ég held að sum lögin beri þess ákveðin merki. En ekki í þetta sinn – nú ráðum við ferðinni.“ Ekki með gráa fiðringinn – Voruð þið eitthvað að pæla í að finna gömlu ræturnar aftur? „Nei, ekki nema að því leytinu til að tilkynna fólkið að ræturnar séu ekki gleymdar – að við séum ekki orðnir gamlir og gráir og getum ennþá verið hráir og fullir heiftar ef sá gállinn er á okkur.“ Moore bætir síðan við jafnharðan: „Hins vegar upplifum við alls ekki einhvern grá- an fiðring, að reyna að verða 17 ára á ný – það er fráleitt.“ – Platan er æði fjölbreytt og þar ægir saman jafnólíkum stefnum og gömlu erkifjéndunum pönki og diskói. Hvert er málið? „Það var eitt af markmiðunum að binda okkur ekki við eina ákveðna stefnu heldur láta bara vaða – gera það sem okkur datt í hug hverju sinni. Rokksveit á að geta tjáð sig á fleiri vegu en einn. Textinn í „Miss Europa Disco Dancer“ bíður ekki upp á að það sé flutt í hráum stíl „Masses Against The Classes“ og því erum við ekkert að þvinga það undir þann hatt. Við erum nægilega þroskaðir og vanir til að átta okkur á því að það er ekkert varið í að gera plötu eftir plötu með lögum sem hljóma öll á einn veg, ólíkt öðr- um sveitum á borð við Oasis. Þeir hafa sent frá sér þrjár plötur í röð þar sem allt er eins, sama lagið aftur og aftur. Við erum til í að gera allt til að forðast þann drullupyttinn.“ – Þið gáfuð út tvær smáskífur samtímis „Found My Soul“ og „So Why So Sad“ – hvers vegna? „Til þess að sýna fram á fjöl- breytni plötunnar. Það hefði gefið ranga mynd að gefa bara út annað laganna.“ Vildum pirra Kana – Textar Wire eru alltaf jafn póli- tískir – hversu mikið atriði er það fyrir ykkur að láta þjóðfélagsmálin ykkur varða? „Það verður mikilvægara og mik- ilvægara með tímanum því tónlist- armönnum sem hafa eitthvað að segja fer sífellt fækkandi. Nú til dags virðast allir þeir sem á annað borð hafa eitthvað á milli eyrnanna vera algjörlega uppteknir af sjálf- um sér og eigin sálarlífi en kæra sig kollótta um umhverfið. Aðrir virð- ast ekki geta ort um annað en að vera í svaka stuði og löngunina til að sænga hjá nágrannasteplunni.“ – Hvers vegna ætlið þið að spila í Kúbu (viðtalið tekið fyrir tónleika)? „Bara, til að pirra Kana. Það virð- ast allir uppteknir af því hvað það er frábært að vera Kani og búa í landi tækifæranna. Okkur þykir það sem þetta ríki stendur fyrir og menning þess hreint og beint ógeðfelld. Við bara þolum ekki hvernig þetta stór- veldi kemst óáreitt upp með að leggja smærri og varnarlausar þjóð- ir á borð við Kúbu í einelti. Svo ham- ast bandarískir tónlistarmenn við að mótmæla sams konar yfirgangi ann- arra stórvelda, sbr. barátta Beastie Boys gegn kúgun Kínverja á Tíbet.“ – Eftir að þið slóguð í gegn fylgdu margar sveitir frá Wales í kjölfarið, eins og Catatonia, Stereophonics og Super Furry Animals. Hversu stór- an þátt eigið þið í velgengni þeirra? „Eingöngu þann að hafa rutt veg- inn og brotið á bak aftur fordóma ensku tónlistarpressunnar í garð velskrar tónlistar.“ Langar á íslenskan jökul – Nú þegar þið eruð að leggja upp í tónleikaferð – hefur komið til tals að leika á Íslandi? „Við strákarnir erum allavega búnir að leggja fram ósk um það við umboðsmenn okkar. Nicky var þar í viku sem ferðamaður og féll gjör- samlega fyrir landi og þjóð. James skrapp síðan rétt eftir jól og varð viðlíka hrifinn. Þannig að mig er farið að dauðlanga og ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur.“ – Þið eruð guðvelkomnir. „Takk. Það er ekki amaleg til- hugsun að stilla sér upp úti á miðjum jökli eins og Echo And The Bunnymen gerðu utan á Porchu- pine-plötunni forðum daga. Við sjáum það í hillingum.“ Prédikað gegn óvini Það vakti athygli á dögunum þegar velska hljómsveitin Manic Street Preachers varð fyrsta vestræna rokksveitin til að leika á Kúbu Kastrós. Tilefnið var útkoma nýjustu plötu sveitarinnar, sem var einnig megin umtalsefnið þegar Skarphéðinn Guð- mundsson sló á þráðinn til Sean Moore trommuleikara. Ljósmynd/Mitch Ikeda Bradfield, Wire og Moore: „Við bara þolum ekki hvernig þetta stórveldi [Bandaríkin] kemst upp með það óátalið að leggja smærri og varnarlausar þjóðir á borð við Kúbu í einelti.“ Know Your Enemy, sjötta breiðskífa Manic Street Preachers, kom út í gær VÍSINDAÆVINTÝRI eiga greiðan að- gang að hjörtum landsmanna um þessar mundir. Hollow Man með Kevin Bacon og Elisabeth Shue í aðalhlutverki stekkur beint í fyrsta sæti myndbandalistans. Þetta er tryllir eftir hinn mistæka leik- stjóra Paul Verhoeven, og fjallar hún um vísindamenn sem finna upp aðferð til þess að gera fólk ósýnilegt, sem reynist heldur óþægileg lífsreynsla fyrir Bacon sem reynir aðferðina á sjálfum sér. Stökkbreytt fólk stekkur upp af blað- síðum teiknimyndasögunnar í kvikmynd- inni X-Men, sem sogar að sér áhorfednur. Enda er um vísindaskáldsögu að ræða, yfirfulla af hasar og spennu, þar sem þessir allsérstæðu einstaklingar sem búa yfir ýmsum hæfileikum takast á við hið illa. Í aðalhlutverkinu er Ástralinn Hugh Jackman sem leikur Jarfinn, en hann virðist hafa heillað Hollywood-liðið því að von er á a.m.k. þremur myndum með honum á árinu.                                                                    ! " # $  %   &  '    $ &  (   ! %    %   $  & ' # ! # ) * * +  , * * * +  * +  +  +  +  +  , * +  * , +                          ! " # !$%&' (   # !$%&' * ,    #!  -),   .  //0  ($*  1    , Bacon er huldu- maður ÞAÐ er langt síðan sveitin Vinylist- ics, áður Vínyll, lét að sér kveða en í kvöld mun sveitin troða upp á Stefnumótakvöldi Undirtóna á Gauki á Stöng. Nafnbreytingin kom til er sveitin og söngkonan Móa tóku höndum saman í listsköpuninni. Guðlaugur Júníusson, trommu- leikari sveitarinnar, segir þau síðast hafa troðið upp á Airwaves-hátíðinni en þá hafi efni sveitarinnar ekki ver- ið nema hálftilbúið. „Við höfum verið að vinna að nýjum lögum og erum núna tilbúin til að spila. Við höfum svona verið að samræma tónlistar- stefnur,“ segir hann. Frekari starf- semi er og fram undan. „Það kemur kannski út lítil plata í sumar. Og svo jafnvel stór plata fyrir jól.“ Einnig munu DJ Sóley og Tommi White taka þátt í gleðinni en Gauk- urinn opnar dyr sínar fyrir henni kl. 21.00. Aðgöngumiðinn kostar 500 kr. og aldurstakmark er 18 ár. Vinylistics á Stefnumóti Vænn vínyll Morgunblaðið/Þorkell Vinylistics spila á Gauknum í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.