Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 74
FÓLK Í FRÉTTUM 74 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Pörtunum safnað saman (Picking Up the Pieces) G a m a n m y n d Leikstjóri: Alfonso Arau. Aðalhlutverk: Woody Al- len, David Schwimmer, Kiefer Sutherland, Shar- on Stone o.fl. (91 mín.) Háskólabíó. Bönnuð inn- an 12 ára. PÖRTUNUM safnað saman er vægast sagt kynlegur kvistur í kvik- myndaflórunni. Henni er leikstýrt af Alfonso Arau, sem er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Like Water for Chocolate og A Walk in the Clouds, en hefur hér fengið til liðs við sig heilan helling af þekktum leikurum. Sá sem hvað mesta furðu vekur með þátt- töku sinni í mynd- inni er meistari Woody Allen, en hann leikur mis- heppnaðan gaur sem myrðir eiginkonu sína, bútar hana í sundur, en týnir annarri hend- inni sem nálægir þorpsbúar finna og telja vera hönd Maríu meyjar. Sharon Stone er síðan þess heiðurs aðnjót- andi að leika hina lauslátu eiginkonu sem fer svo illa fyrir. Í fyrstu veit maður ekki hvað skal halda um mynd- ina, þá manísku og hálfhroðvirknis- legu atburðarás sem fer af stað, en þegar á líður venst myndin sæmilega, og maður áttar sig á að þessi furðu- stíll virðist á einhvern hátt vera með- vitaður frá leikstjórans hendi. David Schwimmer á góða spretti í hlutverki prestsins í þorpinu og er það ekki síst honum að þakka að myndin hangir saman á saumunum. Woody Allen leikur gamla taugaveiklinginn og er það ekki síst hluti af skringilegheitum myndarinnar að sjá hann í þessu sam- hengi. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Kynlegur kvistur Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ fylltist miðbær Reykjavík- ur af prúðbúnum nemendum Menntaskólans í Reykjavík, klæddum í kjólföt og síðkjóla, á leið á Fiðluball í Iðnó. Um er að ræða hefð sem á rætur sínar að rekja allt til 19. aldar, að sögn Hauks Sveinssonar, kennara við skól- ann: „Þessi hefð er komin frá þeim tíma þegar lítill húsa- kostur var í Reykjavík og stærsti samkomusalurinn var hátíðarsalurinn í menntaskólahúsinu. Þar voru, fyrir aldamótin, haldnar svokallaðar dansæfingar og voru það álitin fínustu böllin í borginni og mikil upphefð fyrir yngismeyjar bæjarins að vera boðnar á ball á Sal.“ Ölið batt enda á hefðina Það gerðist síðan að sumir ballgestir fóru að hafa öl um hönd og varð þá, að sögn Hauks, ágreiningur milli skólastjórnar og nemenda og lagðist Fiðluballið af í sinni upphaflegu mynd. „Hefðin var síðan endurvakin um 1970, að frumkvæði Jóns Gröndal, sem þá var Inspector Scholae (þ.e. for- maður nemendafélagsins) og mikill áhugamaður um dans, en hann stóð fyrir einu balli. Þau urðu ekki fleiri um sinn og það var ekki fyrr en um miðjan 9. áratuginn að Dagur Eggertsson varð Inspector og endurvakti Fiðluballið á ný, og hafa vinsældir þess aukist statt og stöðugt síðan þá.“ „Nú er svo komið,“ segir Haukur, „að langstærstur hluti 6. bekkjar tekur þátt í dansleiknum og höfum við fyrir löngu sprengt utan af okkur húsnæðið sem býðst í Menntaskólanum og dönsum þess í stað í Iðnó sem nær að rúma allan skarann.“ Eftirminnilegasta ballið Haukur segir danskennslu hafa fallið vel í kramið hjá nemendum undanfarin ár: „Við höfum látið duga að æfa dans eina viku á hverju misseri. Það virðist skila sér vel til nemenda, en æft var aukalega þegar nær dró ballinu. Ég held að danskennslan gagnist nemendunum tvímæla- laust. Þeir finna að vel er hægt að skemmta sér í dansi af þessari gerð og þetta er góð leið til að kynnast bekkjar- félögum sínum og skólasystkinum.“ Hauki finnst skemmtilegt að geta haldið áfengislaust ball af viðlíka glæsibrag og með jafn góðri þátttöku og raun ber vitni. Ballið virðist enda ákaflega skemmtilegt, eða eins og Haukur segir sjálfur: „Margir nemendur segja þetta vera eftirminnilegasta og skemmtilegasta ballið sem þeir hafa sótt.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Pilsfaldarnir flyksuðust um fætur í aðalsal Iðnó enda vel þjálfaðir dansarar á ferð. Þau taka sig vel út, uppáklædd á veröndinni við Iðnó, með borgarljósin í baksýn. Þetta eru nemend- ur Menntaskólans í Reykjavík. Valsar dans- aðir fram á nótt Útskriftarnemendur MR héldu fiðluball í Iðnó NEMENDUR Flensborgarskólans í Hafnarfirði héldu í síðustu viku- árshátíð. Að sögn Daníels Schev- ing Hallgrímssonar, oddvita Nem- endafélags Flensborgara, var árshátíðardagurinn þéttskipaður skemmtilegum viðburðum: „Það var hátíðardagskrá allan daginn. Kennslu lauk um klukkan 11 og þá héldum við niður að íþrótta- húsinu í Strandgötu þar sem við kepptum við kennarana í spurn- ingakeppni, pokahlaupi og ræðu- keppni, þar sem umræðuefnið var „mennt er máttur“ en kenn- ararnir fengu að mæla á móti og nemendur með,“ segir Daníel og bætir við að kennararnir hafi beðið lægri hlut í öllum greinum. „Síðan var nemendum ekið að Straumi, listahúsinu í Straumsvík, þar sem frumsýnd var uppfærsla leikfélags Flensborgarskóla á Sweeney Todd. Um kvöldið snæddu nemendur síðan sameig- inlegan kvöldverð á Hraunholti, þar sem veislustjórinn, Auðunn Blöndal „næstfyndnasti maður Ís- lands“, hélt uppi góðri stemmn- ingu.“ Allir heim í rútu Sjálfur árshátíðardansleikurinn var haldinn á Gauki á stöng þar sem Stuðmenn, DJ Tommy White og DJ Ofurbaldur spiluðu af miklu kappi fyrir dansglaða nem- endur. Aðspurður segir Daníel ekki angra nemendur Flensborgarskól- ans að þurfa að sækja dansleikinn alla leið inn í Reykjavík. „Þessi staður er hæfilega stór fyrir okk- ur og nýlega búið að gera hann upp svo hann hentar mjög vel en við höfum engan skemmtistað í Hafnarfirði sem getur hýst svona stóra árshátíð. Þess vegna flytjum við nemendurna alltaf heim í Hafnarfjörð með rútu og rútan ekur síðan sömu leið um bæinn og strætisvagnarnir svo allir ættu að komast heim heilu og höldnu.“ Nemendafélag Flensborgarskólans hélt árshátíð sína Stuðmenn héldu uppi miklu fjöri langt fram á nótt. Erna Kristjánsdóttir, IngibjörgSigþórsdóttir og Katrín Sigurð-ardóttir skemmtu sér, að sögn, konunglega. Fögnuður í Flens- borg Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.