Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Borgar túni 37
Sími 569 7700
Reiknaðu
með
Fjármögnun
TVÖ grænlensk loðnuskip voru á
loðnumiðunum fyrir sunnan land í
gærkvöldi en fundu enga loðnu.
Turu landaði fullfermi, um 950
tonnum, á Vopnafirði í fyrradag, en
var við Skaftárós í gærkvöldi og
hafði ekkert fundið. „Loðnan hefur
lagst í hrygningu og vertíðin er bara
búin,“ sagði Snorri Gestsson, skip-
stjóri, við Morgunblaðið.
Snorri segir að færeyski báturinn
Jón Sigurðsson hafi fengið eitthvað
úr göngunni á sunnudag en ekkert
hafi verið að sjá í gær. „Ég er mjög
vonsvikinn með ástandið á miðunum
en svona gerist þetta yfirleitt á
hverju ári. Hún leggst niður í hrygn-
ingu á einum degi og hverfur. Torfan
sem Jón Sigurðsson veiddi úr virðist
algerlega hafa dreift sér en hrognin
voru ekki orðin það þroskuð að hún
hefði átt að veiðast í nokkra daga í
viðbót. Hafi menn verið að hugsa um
að bjarga einhverjum verðmætum
átti aldrei að láta verkfallið byrja en
auðvitað á ekki að grípa inn í vinnu-
deilur eins og gert hefur verið.“
Ammasat var í vesturgöngunni út
af Vík í Mýrdal og fékk 300 tonn í
gær en gekk illa í gærkvöldi. „Hún
er mjög dreifð og er byrjuð að
hrygna,“ sagði Helgi Jóhannsson,
skipstjóri. Hann landaði á Höfn í
fyrrakvöld en sagði ástæðulaust að
fresta verkfalli. „Við höfum oft séð
þessa stöðu á þessum tíma. Ég hef
verið á 33 vertíðum og þetta er loka-
leg staða, þó vel geti verið að eitt-
hvað finnist enn.“
Tvö grænlensk skip á miðunum
Engin loðna
SVO virðist sem unga fólkið í
Reykjavík hafi frekar hunsað
kosningarnar um framtíð
Vatnsmýrarinnar og staðsetn-
ingu Reykjavíkurflugvallar en
hinir eldri að því er fram kem-
ur í upplýsingum frá skrifstofu
borgarstjórnar Reykjavíkur.
Þegar skoðað er gróflega
hlutfall þeirra sem kusu, mið-
að við heildarfjölda á kjörskrá
miðað við aldur, kemur í ljós
að hlutfallslega fæstir á aldr-
inum 20 til 29 ára kusu eða um
27 til 28%. Þeir sem voru dug-
legastir við að mæta á kjörstað
voru borgarbúar á aldrinum
50 til 59 ára en um 50% þeirra
tóku þátt í kosningunum.
Af kjósendum á aldrinum 30
til 39 ára kusu um 37 til 38%.
Af kjósendum á aldrinum 40
til 49 ára kusu um 40% og af
kjósendum á aldrinum 60 til 79
ára kusu um 42 til 43%.
Ennfremur kemur í ljós að
nokkru fleiri karlmenn en kon-
ur tóku þátt í kosningunum
eða um 39% miðað við um
35,5% kvenna. Kosið var á 6
kjörstöðum í borginni og kusu
flestir í Ráðhúsi Reykjavíkur
eða 25,2% þeirra 30.219, sem
greiddu atkvæði. Fæstir
mættu í Engjaskóla í Grafar-
vogshverfi eða um 9,7% kjós-
enda.
Á kjörskrá voru 81.258 og
var kjörsókn því 37,2%. Ef að-
eins eru teknir þeir sem tóku
afstöðu vilja 50,6% að flugvöll-
urinn fari en 49,4% að flugvöll-
urinn verði áfram í Vatnsmýri.
Kosningar um
Reykjavíkurflugvöll
Unga
fólkið sat
heima
Meirihlutinn/40-41
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr-
skurðaði í gærkvöldi þrjá erlenda
karlmenn í 10 daga gæsluvarðhald
að kröfu lögreglunnar í Reykjavík
vegna gruns um stórfelld innbrot um
helgina. Mennirnir voru handteknir
skömmu fyrir kl. 10 í gærmorgun.
Samkvæmt litháískum vegabréf-
um þeirra eru þeir allir fæddir árið
1977. Þeir komu til landsins frá
Kaupmannahöfn á föstudag en ætl-
uðu sér að fara af landi brott í dag.
Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra
kannar nú hvort vegabréf þeirra séu
ófölsuð, hverjir mennirnir séu í raun
og í hvaða löndum þeir hafa dvalið
áður en þeir komu til Íslands. Menn-
irnir eru grunaðir um innbrot í versl-
anirnar Hans Petersen og Bræðurna
Ormsson um helgina en þaðan var
stolið ýmsum myndavélum og tækj-
um að verðmæti um níu milljónir
króna. Þýfi úr innbrotunum fannst á
mönnunum og við húsleit á gisti-
heimili þar sem þeir héldu til.
Fyrra innbrotið sem mennirnir
eru grunaðir um var í verslun Hans
Petersen við Laugaveg og stolið
verðmætum fyrir um fimm milljónir
króna. Á upptökum úr eftirlits-
myndavélum sáust þrír grímuklædd-
ir menn athafna sig í búðinni.
Næstu nótt var brotist inn í versl-
un Bræðranna Ormsson við Lág-
múla og þaðan stolið verðmætum
fyrir um fimm milljónir króna. Vitni
sá til þriggja grímuklæddra manna
aka þaðan í bifreið sem hafði verið
stolið. Ómar Smári Ármannsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík,
sagði að þeir sem frömdu þessi inn-
brot hefðu staðið fagmannlega að
verki.
Þýfi fannst á þremur mönnum og við húsleit á gistiheimili
Úrskurðaðir í tíu
daga gæsluvarðhald
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um
frestun verkfalls sjómanna til 1. apríl
næstkomandi varð að lögum á Al-
þingi rétt fyrir klukkan tíu í gær-
kveldi og þegar í kjölfarið fóru fyrstu
bátarnir að halda á veiðar. Verkfall
sjómanna hafði þá staðið í tæpa fjóra
sólarhringa. Stjórnarandstaðan
gagnrýndi lagasetninguna harðlega
og sjómenn eru ósáttir við hana en
hyggjast nýta tímann til viðræðna við
útvegsmenn. Útvegsmenn segjast
ekkert hafa haft með lagasetninguna
að gera.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin
hefði ákveðið að flytja frumvarpið
væri að það væri ekki hægt að horfa
upp á það, þegar einhver gangur væri
kominn í viðræður sjómanna og út-
vegsmanna og þeir virtust vera farnir
að tala um efnisatriði, að öll þessi
verðmæti glötuðust. Ekki bara út-
gerðarmönnum og sjómönnum, held-
ur þjóðinni allri. Þetta væru fjárhæð-
ir sem næmu hundruðum milljóna
króna, jafnvel töluvert á annan millj-
arð króna, og það væri ábyrgðarhluti
að láta slík verðmæti fara í súginn.
Í nefndaráliti minnihluta sjávarút-
vegsnefndar lýsir stjórnarandstaðan
andstöðu sinni við það að enn á ný
skuli ríkisstjórnin beita sér fyrir því
að Alþingi setji lög á kjaradeilu sjó-
manna og útvegsmanna. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem fyrir liggi sé
full ástæða til að óttast að inngrip rík-
isstjórnarinnar leiði til þess að samn-
ingar dragist enn frekar á langinn en
ella hefði orðið, en samkvæmt upp-
lýsingum frá deiluaðilum virðist sem
ekkert samráð hafi verið haft við þá í
þessum efnum.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Íslands, segir að
það sé óviðunandi að sjómenn skuli
aldrei fá frið til að ljúka sínum málum
án afskipta stjórnvalda. Hann segir
að það sé heilög skylda samninga-
manna að reyna að ljúka samningum.
„Ég hef ásett mér að fara ekki í fýlu
við þessar aðstæður og ásetti mér
það í upphafi að vinna af heilindum að
því að ljúka þessum málum. Frest-
urinn bæði særir og gerir menn
vonda en við megum ekki láta tímann
fara til spillis.“
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að LÍÚ hafi
ekki komið að lagasetningunni á einn
eða annan hátt heldur heyrt af henni í
útvarpsfréttum.
„Við pöntuðum þetta ekki eins og
ýjað hefur verið að, en aðalatriðið er
að lagasetningin verði ekki til að
raska viðræðunum. Með þessu er
verið að bjarga verðmætum í loðnu
og bolfiski, stóra fiskinum, og það er
jákvætt. Síðan þurfum við að nota
tímann vel og leitast við að ljúka
samningum fyrir 1. apríl en það er
mjög margt eftir.“
Grétar Mar Jónsson, formaður
Farmanna- og fiskimannasambands
Íslands, segir að lagasetningin sé
ekki gott innlegg í samningaviðræð-
urnar. „Það er móðgun og óvirðing
við okkur sjómenn að eftir þrjá og
hálfan dag í verkfalli skuli vera sett á
okkur lög. Síðan er verið að tala um
einhverja loðnu og búa til loðnukvóta
en það veiðist engin loðna. Það eru
tvö skip að veiðum undir grænlensk-
um fána og þau hafa ekkert fengið.
Þetta er búið og það er verið að sigla
undir fölsku flaggi.“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sjómenn í Vestmannaeyjum og víðar um landið gerðu klárt strax í gærkvöld eftir að verkfalli hafði verið frest-
að. Höfðu 10 skip og bátar lagt úr höfn skömmu eftir frestun. Strákunum á Smáey var ekkert að vanbúnaði.
Fyrstu bátarnir héldu á
veiðar þegar í gærkvöld
Mikilvægt/6
Frumvarpið/6
Verkfalli sjómanna frestað með lagasetningu á Alþingi til 1. apríl
TEKIN hefur verið ákvörðun um að
sameina DV og Dag, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, og kem-
ur Dagur því ekki út í sinni núver-
andi mynd í dag.
Útgáfufyrirtæki Dags, Dags-
prent, verður áfram með prentrekst-
ur á Akureyri, og engum mun verða
sagt upp störfum vegna sameining-
arinnar. Þeir starfsmenn sem ekki
verða eftir hjá Dagsprenti fá starf á
DV eða hjá öðrum fyrirtækjum
Frjálsrar fjölmiðlunar sem gefur út
DV. Jónas Kristjánsson og Óli Björn
Kárason verða eftir sem áður rit-
stjórar DV og Jónas Haraldsson að-
stoðarritstjóri, en gengið hefur verið
frá því að Birgir Guðmundsson sem
verið hefur aðstoðarritstjóri Dags
verður fréttastjóri.
DV og Dag-
ur sameinuð
♦ ♦ ♦