Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 23 RAGNAR Magnússon, bóndi í Birt- ingaholti, hefur vakið athygli þeirra sem fylgjast með framförum í naut- griparækt en hann hefur náð miklum árangri í búskapnum. Á síðasta ári mjólkuðu kýrnar að meðaltali 7.094 kg. Aðeins félagsbúið í Baldursheimi í Mývatnssveit náði betri árangri, 7.116 kg, en það var einnig á toppn- um 1999. Ragnar og kona hans, Marta Jónsdóttir, hófu búskap í Britingaholti fyrir 5 árum, en Magn- ús Sigurðsson, faðir Ragnars, hefur búið þar í mörg ár. Ragnar og Marta hafa á síðustu árum verið að kaupa búið af Magnúsi. Auk þess hafa þau verið að stækka búið. Ragnar sagði að það væri margt sem gerði það að verkum að þessi góði árangur hefði náðst á síðasta ári. Lykilatriði væri þó að vera með gott fóður. Hann sagði mikinn mun vera á gróffóðri eftir því hvort það kæmi af nýjum eða gömlum túnum. Allt fóður sem kýrnar í Birtingaholti fengju væri af nýræktum. Hann sagðist líka kjósa að hafa fjölbreytni í fóðri. Þær fengju þess vegna dálítíð af grænfóðri og há, þ.e. heyi af seinni slætti. „Aðalatriðið er þó að kúnum liði vel og þær nái að éta mikið af góðu fóðri. Ég gef þeim gróffóður fjórum sinnum á dag og kjarnfóður fjórum sinnum á dag. Ég gef þeim einnig korn einu sinni á dag og svo gef ég þeim stundum kartöflur. Þær eru sólgnar í kartöflur,“ sagði Ragnar, en Magnús faðir hans hefur stundað kartöflurækt meðfram hefðbundn- um búskap. Allt hey í Birtingaholti hefur verið verkað í rúllur sl. þrjú ár. Ragnar sagðist leggja mikla áherslu á ný- ræktun tún. Á síðustu árum hefði hann sáð grasfræi í 5–15 hektara af landi árlega. Auk þess sagðist hann rækta talsvert mikið af korni og grænfóðri. Ragnar sagðist leggja áherslu á að gefa kúm mikið af kjarnfóðri fyrst eftir burð. „Ég leyfi þeim nánast að éta kjarnfóður eins og þær geta. Vandamálið er yfirleitt það að fá þær til að éta nægilega mikið. Kýrnar þurfa rosalega mikla orku fyrst eftir burð til að halda heilsu. Þegar maður fer með kýrnar svona hátt í nyt eins og í haust þegar þriðjugur kúnna fór yfir 40 kíló í dagsnyt er þetta mikill línudans. Það má ekkert klikka í fóðruninni ef þetta á að ganga upp. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að þær fái súrdoða eða einhvern annan sjúk- dóm.“ Neytendur ráða því hvort við þurfum norskar kýr Fyrir nokkrum árum tók gildi ný og strangari reglugerð um frumu- tölu í mjólk. Ragnar sagði að hún gerði það að verkum að bændur þyrftu að endurnýja kúastofninn mun hraðar en áður þar sem frumu- tala í mjólk hækkaði eftir því sem kýrnar yrðu eldri. Hann sagði að þetta þýddi aukinn kostnað fyrir bændur við uppeldi gripa, en á móti kæmi að júgurheilbrigði kúnna væri betra og þær mjólkuðu meira. Ragnar sagði engan vafa leika á að framfarir hefðu orðið í nautgripa- ræktinni hér á landi á síðustu árum. Kýrnar væru að verða betri og mjólkuðu meira. Það vantaði þó enn talsvert mikið á að íslensku kýrnar væru jafn öflugar og erlend kúakyn. „Eins og staðan er í dag held ég að við þurfum ekki á norskum kúm að halda. Innflutningur á erlendum mjólkurvörum hefur hins vegar ver- ið að aukast, en hann var mjög mikill á síðasta ári. Þetta gerir það að verk- um að það verður erfiðara fyrir okk- ur að standast verðsamanburð. Að mínu mati getur því orðið nauðsyn- legt fyrir okkur að fá hingað erlent kúakyn ef innflutningurinn eykst mikið. Neytendur ráða því heilmiklu um hvað gerist. Manni heyrist flestir neytendur hafa skoðun á þessu og fæstir vilja fá hingað norskar kýr, en manni sýnist of margir vera búnir að gleyma því þegar þeir fara út í búð til að kaupa sér mjólkurvörur. Það er hins vegar alveg klárt að við náum miklu meira út úr hverjum grip með innfluttu kúakyni, allt að 50% meira. Húsnæðið nýtist betur og nýju kyni fylgir heilmikill vinnu- sparnaður.“ Verð á mjólkurkvóta í sögulegu hámarki Á Birtingaholti er gamalt fjós, en í því er mjaltabás sem Ragnar sagði mikil bót að. Hann sagði hugsanlegt að hann endurbætti aðstöðuna á næstu árum. Um 185 þúsund lítra mjólkurkvóti er í Birtingarholti, sem er talsvert yfir landsmeðaltali. Ragnar sagðist ekki telja þetta stórt bú. Hann væri með 30 árskýr, sem þýddi að jafnaði eru 20–40 kýr mjólkandi. Ragnar og Marta hófu búskap í Britingaholti fyrir 5 árum. Frá þeim tíma hafa þau verið að stækka búið og m.a. keypt 80 þúsund lítra kvóta. Hann sagðist hafa áhuga á að kaupa meiri kvóta, en ekki þó strax, m.a. vegna þess að verðið á kvótanum væri allt of hátt. Hann sagði að verð- ið væri núna í sögulegu hámarki eða um 230 kr. á lítra. Ragnar sagðist hafa keypt kvóta á 200 kr. sl. haust. Fyrir tveimur árum hefði hann keypt kvóta á 160 kr. og fyrir um fimm árum hefði hann keypt mjólk- urkvóta á 130 kr. lítrann. Ástæðan fyrir þessu háa verði væri mikil eft- irspurn. Þó að allmargir bændur væru að hætta búskap eða draga saman seglin væru enn fleiri sem vildu kaupa. Skellti sér til sólarlanda eftir að slætti lauk Ragnar kvaðst vera ánægður með þá ákvörðun að hafa farið út í bú- skap. „Það er ágætt að vera kúa- bóndi í dag þótt þetta sé vissulega erfitt meðan maður er að eignast bú- ið og stækka það. Þessu fylgir að talsverð binding en þetta er bara lífsstíll. Ég er ekkert á háum launum sem bóndi. Ég er lærður vélsmíða- meistari og vinn við það með bú- skapnum. Það gefur mér meira í vas- ann en þegar ég er að mjólka kýr. Ég er engu að síður ánægður með þetta starf. Ég er sjálfs mín herra og starf- inu fylgir mikið frjálsræði þrátt fyrir þessa bindingu. Það má ekki gleyma því að því fylgir mikil binding að vakna á hverjum morgni til að stimpla sig inn í vinnu ef maður er venjulegur launamaður.“ Ragnar sagði að pabbi sinn leysti sig af frá búskapanum og því kæmist hann í frí. „Í hittifyrra skelltum við okkur til sólarlanda í júlí þegar við vorum búin að heyja. Þegar ég kom heim fór ég beint í seinni sláttinn. Ég hugsa að við höfum hneykslað marga með því að fara í sumarfrí til útlanda yfir hásumarið, en staðreyndin er sú að það er auðveldast fyrir okkur að komast í frí yfir sumartímann. Vinna kúabóndans er langmest yfir vetr- artímann. Heyskapurinn er orðinn svo auðveldur með allri þessari tæknivæðingu. Í sjálfu sér getum við klárað fyrri slátt á þremur til fjórum dögum ef vel viðrar,“ sagði Ragnar. Kýr Ragnars Magnússonar, bónda í Birtingaholti, mjólkuðu mikið á síðasta ári Morgunblaðið/RAX Það eru margir kálfar í Birtingaholti. Feðgarnir Ragnar og Hafþór Ingi með nokkurra vikna kálf á milli sín. Gefur kún- um fjórum sinnum á dag Kýrnar í Birtingaholti í Hrunamannahreppi mjólkuðu að meðaltali tæplega 7.100 kg á síðasta ári. Ragnar Magnússon bóndi segir að lykillinn að þessum góða árangri sé að kúnum líði vel og fái nóg að éta. Þess vegna gefur hann þeim fjórum sinnum á dag, en að jafnaði hafa íslenskir bændur látið nægja að gefa tvisvar á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.