Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 14
ÚR SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR FLUGSLYSA 14 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GTI, var þeim ekki öllum ljóst hve skilyrt notk- un hámarksþyngdarinnar 3800 pund var. Í flaki TF-GTI var flughandbók (Owner’s Manual) fyrir óbreytta gerð þessarar flugvéla- tegundar, Cessna T210L Centurion II. Við- bætur fyrir starfrækslu vængendatankanna samkvæmt ,,STC SA4300WE“ voru ekki í flug- handbókinni en í viðhaldsgögnum flugvélar- innar er staðfest að þessar viðbætur hafi verið settar í hana og að sögn flugmanna TF-GTI- voru þær á sér blaði sem var heft í bókina. Þetta blað losnaði að sögn þeirra og var geymt í sama vasa í flugvélinni og flughandbókin var geymd en það fannst ekki í flakinu. Frumrit viðbótanna var í gögnum flugvélarinnar. Lista yfir lofthæfifyrirmælin var ábótavant. Hann var byggður á listanum sem JAS, Inc. gaf út. M.a. var kvittað fyrir að liður C1 í loft- hæfifyrirmælum 94-12-8 hefði verið fram- kvæmdur en í raun átti að framkvæma A, C1 eða C2 og D1 eða D2, sbr. gr. 1.18.2. Sá hluti lofthæfifyrirmælanna sem ekki var framkvæmdur, gerir ráð fyrir því að lýsing á verklagi við fyllingu aðaleldsneytistankanna væri sett í flughandbókina. Þar var um að ræða að ganga úr skugga um að flugvélin stæði með vængina lárétt og hallaði 4.5° upp. Þessi viðbót fannst ekki í flughandbókinni. Jafnframt átti að setja merkingu við eldsneytisopin um að dæla hægt síðustu 20 lítrunum í hvorn tank, bíða í 2 mínútur og fylla þá síðan. Þessi merk- ing fannst ekki á flugvélinni. Fram kom í viðhaldsgögnum flugvélarinnar að eldsneytismagnmælarnir hafi verið prófað- ir. Samkvæmt framburði flugmannanna voru þeir svo ónákvæmir að þeir sögðust ekki treysta á mælana. Flugmönnum er almennt kunnugt um að eldsneytismælar minni flugvéla eins og þess- arar eru ónákvæmir og gefa fremur vísbend- ingar en öruggar upplýsingar um eldsneytis- magnið á tönkunum. Þeim mun mikilvægara er fyrir örugga starfrækslu flugsins að flugmað- urinn skoði sjálfur ofan í tanka og noti tiltæk hjálpargögn svo sem stiku til þess að mæla eldsneytið í þeim. Fyrir lendingu á t.d. að stilla á þann eldsneytistank sem meira eldsneyti er í en það getur verið örðugt ef mælarnir eru lítt marktækir. Leiðarflugbók flugvélarinnar var ekki höfð um borð í flugvélinni heldur færð og geymd á skrifstofu flugrekandans. Enginn staður var í henni fyrir staðfestingu flugstjórans um ástand flugvélarinnar sem nauðsynleg er eftir hvert flug. Í leiðarflugbók- inni voru dálkar fyrir eldsneyti um borð eftir hvert flug og stöðu gangtímamælis hreyfils en engar færslur voru í þeim. Skylt er að halda eldsneytis- og olíuskrá í at- vinnuflutningum, þannig að flugmaðurinn geti alltaf á aðgengilegan hátt séð hver eyðslan er miðuð við flugtíma svo og hversu mikið elds- neyti er um borð á hverjum tíma. Þessi skrá var ekki haldin. Flugmaðurinn hafði því ekki tiltækar ná- kvæmar upplýsingar um raunverulega eyðslu flugvélarinnar miðað við flugtíma. Eldri dagbækur flugvélarinnar voru ekki fyrir hendi og nýjar dagbækur höfðu verið búnar til. Endurnýjun dagbókanna var ekki samkvæmt viðurkenndum aðferðum flugiðnað- arins. Jafnframt var listi yfir lofthæfifyrirmæli ófullnægjandi. Í dagbók flugvélarinnar var hinn 9. júní 2000 staðfest að ársskoðun hefði verið framkvæmd af Flugvélaverkstæði G. V. Sigurgeirssonar ehf. Ekki kemur fram að um sérstaka staðfest- ingarskoðun (Conformity Inspection) hafi ver- ið að ræða og listinn sem gerður var yfir loft- hæfifyrirmælin var byggður á hinum ófullnægjandi lista sem kom með flugvélinni frá Bandaríkjunum. Gangtími flugvélarinnar var þá skráður samtals 3431 klst. Í dagbókum hreyfils og loftskrúfu var gangtími hvors um sig skráður 41 klst. frá síðustu grannskoðun. Heildargangtími hreyfils og loftskrúfu frá smíði var óþekktur. Á grundvelli ársskoðunar- innar var sótt um lofthæfisskírteini til atvinnu- flugs. Í umsókninni var tekið fram að loftfarið væri búið tækjum til sjónflugs og til takmark- aðs nætursjónflugs. Þó svo öll gögn sem formlega er krafist við útgáfu lofthæfiskírteinis hafi verið fyrir hendi var tilefni til þess að gera athugasemdir, m.a. vegna ófullnægjandi frágangs þeirra. Miðað við það að flugvélin kom úr öðru reglugerðarumhverfi, þ.e. frá Bandaríkjunum (FAR) yfir í evrópskt (JAR) umhverfi og einn- ig með tilliti til þess að eldri dagbækur og við- haldsgögn voru ekki fyrir hendi við skráningu til atvinnuflutninga, telur RNF að Flugmála- stjórn hefði mátt ganga eftir frekari upplýs- ingum varðandi endurnýjun viðhaldsgagna flugvélarinnar og varðandi þá skoðun sem var grundvöllur fyrir samþykki flugvélarinnar inn í JAR umhverfið. Sú skoðun sem framkvæmd var, þ.e. ársskoðun, er talin lágmarksskoðun að áliti JAA. Eins og fram kemur hér í skýrslunni var flugvélin TF-GTI skráð á flugrekstrarleyfi ,,Leiguflugs Ísleifs Ottesen hf.“ hinn 16. júní 2000 og notuð til þjónustuflugs þar til hún fórst hinn 7. ágúst 2000. Við rannsóknina kom fram að hnökrar voru á tilteknum atriðum í starf- rækslu flugvélarinnar allt frá fyrsta degi. Engin eyðublöð komu fram hjá flugrekand- anum fyrir gerð hleðslu- og jafnvægisskrár TF-GTI. Ekki reyndist unnt að fá hleðsluskrá og jafnvægisútreikninga fyrir þau flug sem flugvélin hafði farið frá því að hún var tekin í notkun hinn 16. júní 2000. Þá kom enginn far- þegalisti fram og engir farþegalistar höfðu verið gerðir fyrir þau flug sem farin voru á þessari flugvél 7. ágúst 2000. Flugmenn TF-GTI hafa borið að þeir hafi reiknað út flugtaksþyngd ásamt stöðu þyngd- armiðju fyrir hvert flug, en vegna skorts á eyðublöðum hafi útreikningunum ekki verið haldið til haga. Þeim hafi einnig verið ljós þau vandkvæði sem fylgdu því að nota öll sæti flug- vélarinnar og að staða þyngdarmiðju yrði nærri aftari mörkum þegar fullorðnir farþegar sætu í aftursætunum og þegar farangur var í farangurshólfinu þar fyrir aftan. Eins og áður kom fram var þeim ekki kunnugt um að breyt- ingar þær sem framkvæmdar höfðu verið á flugvélinni hefðu áhrif á leyfða hámarksþyngd hennar. RNF telur að þegar slysið varð hafi flug- vélin verið þyngri en nam leyfilegri hámarks- þyngd, 3530 pundum, þar sem skilyrði um lág- markseldsneyti í aðal- og vængendatönkunum voru ekki uppfyllt. Hins vegar var flugvélin lík- lega innan við 3800 pund. Þyngdarmiðjan var aftarlega en þó innan leyfðra marka. Öll flug TF-GTI 7. ágúst 2000 voru fram til þess síðasta farin í sjónflugi og flugið frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur var áætlað sjón- flug, enda er ekki heimilt að fljúga eins hreyfils flugvél blindflug í atvinnuskyni. Flugvélin TF- GTI var búin tækjum fyrir blindflug en aðeins skráð fyrir sjónflug og takmarkað nætursjón- flug. Flugmaðurinn hafði gild réttindi atvinnu- flugmanns auk blindflugsáritunar. Fyrir flugið til Reykjavíkur aflaði hann sér veðurlýsingar frá öðrum flugmanni L.Í.O. ehf./Air Charter Iceland sem var nýkominn til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum og fékk þær upplýsingar að Hellisheiði væri talin vafasöm til sjónflugs, en greiðfært væri um Þingvöll og Mosfellsheiði. Á leiðinni til Reykjavíkur var flugmaðurinn einn- ig í talsambandi við aðra flugvél sem var á svæðinu og fékk þær upplýsingar, samkvæmt framburði flugmanns sem heyrði viðskiptin, að fært væri til sjónflugs yfir Hellisheiði. Í skýrslu Veðurstofu Íslands kemur fram að með hliðsjón af veðurkortum, myndum frá veð- urtunglum og veðurathugunum á þessum tíma, megi draga þá ályktun að á flugleið TF-GTI milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur hafi verið hæglátt veður, yfirleitt gott skyggni og hæð meginskýjalags yfir jörðu hafi verið nálægt 3000 fetum á vesturhluta leiðarinnar. Á austur- hluta leiðarinnar var mun minna um hærri ský en ruðningur af lágum þokuskýjum barst yfir Vestmannaeyjar úr suðaustri, þannig að skýja- hæð þar fór öðru hverju niður í 100-300 fet. Á milli birti þó til og skyggni var lengst af gott. Þessi skýjaruðningur barst upp að ströndinni og hrannaðist upp í austurhlíðum Reykjanes- fjallgarðs. Séð austan frá hefur því að mati veðurfræðings Veðurstofu Íslands varla verið álitlegt að fljúga sjónflug undir skýjum yfir Hellisheiði. Þegar flugvélin nálgaðist Reykjanesfjall- garðinn hefur flugmanninum líklega ekki litist á að reyna sjónflug yfir Hellisheiði. Hann kall- aði aðflugsstjórn Reykjavíkurflugvallar kl. 20:19:15 og óskaði eftir blindflugsheimild til Reykjavíkur og fékk heimild í 4000 feta hæð. Kl. 20:23:50 lauk hann blindflugi og var þá samkvæmt ratsjármynd nálægt Sandskeiði. Eftir það var sjónflugi haldið áfram allt þar til að slysið varð. Við rannsóknina kom fram að þegar slysið varð átti flugmaður TF-GTI langan vinnudag að baki, þ.e. hann hafði verið á flugvakt lengur en í 13 klst. samfleytt. Samkvæmt gildandi reglum er hámarks flugvakt 10 klst. miðað við einn flugmann í flugi þegar aðeins er flogið sjónflug. Ekki er unnt að útiloka að árvekni og viðbragðsflýtir flugmannsins hafi verið skert vegna þreytu þegar slysið varð. Eins og fram kom hér á undan var flugvélin búin tvöföldum stjórntækjum þannig að virk stjórntæki voru við bæði fremstu sæti hennar. Sum ríki hafa af öryggisástæðum sett ákveðn- ar reglur um takmarkaða notkun sæta þar sem virk stýri eru fyrir framan. Við þessa rannsókn kom ekkert fram sem benti til þess að flugmað- urinn hefði orðið fyrir truflun frá farþeganum í framsætinu. Eftir slysið fór fram hefðbundin rannsókn á flaki flugvélarinnar. Ekkert kom fram við hana sem benti til að bilun hefði orðið í flugvélinni hvað varðar burðarstyrk eða vélbúnað hennar sem ekki verður rakin til árekstursins við haf- flötinn. Þá fannst ekkert við rannsókn á hreyfl- inum sem benti til þess að um bilun hefði verið að ræða í honum eða í kerfum hans, sem valdið hefði getað gangtruflununum og síðan aflmiss- inum. Rannsókn á eldsneytiskerfi hreyfilsins leiddi í ljós að eldsneytisleiðslur frá hreyfild- rifnu eldsneytisdælunni að eldsneytisdeilinum og leiðslan þaðan að rennslismæli eldsneytis- ins reyndust vera fullar af eldsneyti. Hins veg- ar var ekkert eldsneyti í neinum af sex elds- neytisleiðslunum frá deilinum til strokkanna. Þetta bendir til að ,,membruventill“ deilisins hafi lokast sem gerist þegar eldsneytisflæðið hættir og þrýstingur í kerfinu framan við deil- inn fellur niður fyrir 2,5-3,0 pund/fertommu. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi framleiðanda hreyfilsins tæmast leiðslurnar til strokkanna mjög hratt eftir að eldsneytisflæð- ið hættir, vegna hitageislunar og hitastreymis frá strokkunum og vélarhúsinu. Allt bendir til að ofangreindar eldsneytis- leiðslur frá deilinum til strokkanna hefðu ekki verið tómar ef bilun hefði orðið í kveikjukerf- um eða í öðrum kerfum hreyfilsins, s.s. strokk- um, ventlum, knastási, sveifarási, stimpil- stöngum, legum, og hreyfillinn haldið áfram að snúast og þar með að knýja eldsneytisdæluna. Ef bilun hefði hins vegar leitt til algjörrar stöðvunar hreyfilsins (þ.e. hann hefði hætt að snúast) þá hefðu leiðslurnar sex tæmst. Engin merki um slíkar bilanir var að finna. Við rannsóknina snérist hreyfillinn auðveld- lega, þ.e. sveifarás ásamt knastási og öllum drifum. Eina bilunin sem gæti hafa valdið algjörum aflmissi hreyfilsins þrátt fyrir að nægilegt eldsneyti hafi verið við inntak hreyfildrifnu bensíndælunnar, en hún reyndist vera í lagi og leiðslurnar frá deilinum til strokkanna voru tómar, er sú að drifyfirfærslan frá knastásnum að hreyfildrifnu eldsneytisdælunni hafi rofnað og dælan því hætt að snúast. Drifyfirfærslan var skoðuð og í ljós kom að hlaup (backlash) milli gíra var eðlilegt svo og snúningur hennar. Að mati RNF var ástæða gangtruflananna ekki vegna bilunar í hreyflinum eða kerfum hans. Eins og áður kom fram var eldsneytisskrá ekki haldin fyrir flugvélina frá því að hún var tekin í notkun og engar upplýsingar um áfyll- ingu eldsneytis og flugþol fyrir og eftir flug voru um borð í flugvélinni. Fram kom að sterk- ar líkur eru til þess að flugmaðurinn hafi fyrir flugið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur áætlað eldsneytismagnið á tönkum flugvélar- innarinnar en ekki staðfest það með skoðun eða mælingu svo sem með stiku. Strax við undirbúning flugsins frá Reykja- vík um morguninn 7. ágúst kom fram misræmi í mati flugmanna á eldsneytiseyðslu flugvél- arinnar. Flugmaðurinn sem flaug flugvélinni næsta flug á undan, þ.e. frá Reykjavík til Vest- mannaeyja og til baka kvöldið áður eftir að að- altankarnir höfðu verið fylltir, hafði fyrir það flug gert ráð fyrir 5:00 klst. flugþoli (67 lítrar/ klst) en þetta flug hans tók 63 mínútur. Fyrir flugið frá Reykjavík til Vestmannaeyja að morgni 7. ágúst gaf flugmaðurinn sem nú hugðist fljúga flugvélinni upp 4:30 klst. flugþol en ekkert eldsneyti hafði verið sett á tanka flugvélarinnar á milli þessara ferða. Þetta mat hans var í samræmi við þá eldsneytiseyðslu sem RNF telur að hann hafi reiknað með í flugi sínu allan þennan dag, eða 60 lítra/klst. RNF telur eðlilegt að miða ekki við minna en 56% hreyfilafl í flugi flugvélarinnar þennan dag, þ.e. 63 lítra (16,6 US gallon) eyðslu á klst. í lengri flugferðunum s.s. milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, en 72 lítra (19 US gallon) í styttri flugferðunum, þ.e. á milli Vestmanna- eyja og Selfoss. Þetta er í samræmi við álit sér- fræðinga framleiðenda flugvélarinnar og hreyfilsins. Við rannsóknina kom fram að afgreiðslu- mönnum eldsneytis var ekki kunnugt um við- vörunina úr lofthæfifyrirmælum þar sem m.a. kom fram að dæla skyldi hægt síðustu 20 lítr- unum eða þar um bil á hvorn tank, bíða svo í tvær mínútur og fylla þá síðan. Jafnframt átti að ganga úr skugga um að flugvélin stæði rétt á meðan (sbr. gr. 1.18.2). Þetta getur að mati RNF valdið nokkurri óvissu um eldsneytis- magn í tönkum TF-GTI í síðasta flugi flugvél- arinnar. Í flughandbókinni er gert ráð fyrir að í að- flugi til lendingar sé skipt yfir á þann tank sem meira eldsneyti hefur. Einnig er gert ráð fyrir að slíkt val sé gert fyrir hvert flugtak. Í skýrsl- unni eru leidd rök að því, að líklega hafi u.þ.b. 154 lítrar af eldsneyti verið í aðaltönkum flug- vélarinnar eftir að 120 lítrum af eldsneyti var bætt á þá á Selfoss-flugvelli kl. 17:40 hinn 7. ágúst. Eftir áfyllinguna voru farnar þrjár ferð- ir til Vestmannaeyja og tvær til Selfoss áður en síðasta ferðin hófst til Reykjavíkur. Rannsóknin bendir til þess að fyrir síðasta flugið frá Vestmannaeyjum hafi eldsneyti á tönkum TF-GTI verið verulega minna en sem svarar til 2:30 klst. svo sem flugmaðurinn áætl- aði þá. Samkvæmt útreikningum RNF voru þá u.þ.b. 45 lítrar eftir á aðaltönkunum þegar lagt var af stað til Reykjavíkur, en flugið þangað tók 32 mínútur. Óvissuþátturinn er það eldsneyti sem var í vængendatönkunum. Yfirleitt voru þeir þó ekki notaðir, en flugmennirnir höfðu að jafnaði nokkra lítra í þeim. Samkvæmt útreikningum RNF á líklegri eyðslu hreyfilsins (sbr. gr. 1.18.5.1) frá því að aðaltankar flugvélarinnar voru fylltir að kvöldi 6. ágúst, gæti flugmað- urinn hafa átt um 12 lítra af eldsneyti eftir á aðaltönkunum þegar hreyfillinn missti aflið. Hafi aðaltankar ekki verið fylltir að kvöldi 6. ágúst, samkvæmt sérstöku verklagi sem gildir þar um, hefur eldsneytið verið minna. Rafmagnsdælur eru notaðar til þess að ná eldsneyti úr vængendatönkum yfir í aðaltanka og valrofinn fyrir þann vinstri var ,,Á“ í flak- inu. Ekki má dæla úr vængendatanki í aðal- tank nema í láréttu flugi og ekki í tank sem er í notkun eða meðan á flugtaki og lendingu stendur. Þó mögulegt sé að farþegi eða björg- unarmenn hafi rekist í þennan rofa, sem er vippurofi (rocker switch), og staðsettur ofar- lega hægra megin í mælaborði flugvélarinnar, er samt ekki unnt að útiloka að flugmaðurinn hafi reynt að ná einhverju eldsneyti úr væng- endatanki. ... ... ... Flugmaður TF-GTI hóf fráhvarfsflug og tók beygju til hægri um eða fyrir brautamót 02/20 og 07/25 og klifraði nálægt brautarstefnu flug- brautar 25. Hann sveigði því fljótt af braut- arstefnu flugbrautar 20 í fráhvarfsfluginu en í Flugmálahandbókinni er lagt fyrir flugmenn í brottför af flugbraut 20 að beygja 40° til hægri eftir flugtak þegar hæð og hraði leyfa, en þó ekki fyrr en þvert af skýli 3 og halda þeirri stefnu í 1000 fet eða þar til komið er fram hjá Kársnesi. Þegar þetta hvort tveggja er skoðað, krapp- ur hringurinn yfir ytri höfninni og hversu fljótt flugmaðurinn beygði í fráhvarfsfluginu, er ekki unnt að útiloka að þá hafi hann verið far- inn að hafa efasemdir um eldsneytismagn um borð og því ætlað að komast sem fyrst til lend- ingar á flugvellinum. Hann gaf það þó aldrei til kynna eða óskaði eftir forgangi. Kl. 20:34:54 kallaði flugmaðurinn og sagðist vera búinn að ,,missa mótorinn“. RNF telur að rannsókn á eldsneytiskerfi hreyfilsins sjálfs bendi til þess að afltapið hafi orsakast af skorti á eldsneyti til hreyfilsins. Þegar litið er á atvikarásina í lokin er ljóst að um var að ræða gangtruflanir og síðan afl- missi hreyfilsins, þar sem flugvélin var að kom- ast út fyrir flugvöllinn í flugi frá honum í um 500 feta flughæð að því að sjónarvottar telja. Ekki er unnt að útiloka að í beygjunni til hægri í fráhvarfsfluginu hafi ósamhæft flug (uncoordinated flight) rennt því litla eldsneyti, sem eftir var, frá útrennsli tanksins sem valið var á og það valdið eldsneytisskorti til hreyfils- ins, svo sem getur komið fyrir ef 42 lítrar (11 US gallon) eða minna eru í honum, samkvæmt flughandbókinni. Samkvæmt upplýsingum frá hreyfilfram- leiðandanum og gagnagrunni NTSB eru ekki þekkt dæmi þess að gufuloki (vapour lock) hafi myndast í eldsneytiskerfum flugvéla þessarar gerðar með 285 hestafla hreyfil eða sams kon- ar og var í TF-GTI. Hins vegar eru þekkt nokkur dæmi um myndun gufuloka í eldsneyt- iskerfum flugvéla þessarar gerðar með 300 hestafla hreyfil. Aflmissir hreyfils við þær aðstæður sem þarna voru fyrir hendi átti ekki í sjálfu sér að valda því að flugmaðurinn missti stjórn á flug- vélinni. Hafi hann reynt endurgangsetningu hreyfilsins hefur það tekið nokkurn tíma en það ásamt því að halda stjórn á flugvélinni krafðist einbeitingar og markvissra aðgerða. Samkvæmt lýsingu sjónarvotta var flugvélin í nánast láréttu flugi og í stefnu frá flugvell- inum þegar hreyfillinn missti aflið. Ljóst virð- ist vera að flugmaðurinn beindi ekki nefi flug- vélarinnar tafarlaust niður til þess að halda eða ná upp flughraða til nauðlendingar eftir að hreyfillinn hafði missti aflið. Við slíkar aðstæð- ur lækkar flughraðinn ört, einkum þar sem loftskrúfan fer í fínan skurð og loftmótstaðan eykst. Ekki er ljóst hvort flugmaðurinn hugðist freista þess að snúa til lendingar á flugbraut 02, en í þeirri flughæð og afstöðu til flugvall- arins sem flugvélin var í, var tæpast svigrúm til annars en að halda flughraðanum í svifflugi til stjórnaðrar nauðlendingar á sjónum. Flugvélin beygði til vinstri, beygjuhallinn jókst, flugvélin ofreis og féll inn í bratt gorm- flug (spiral). RNF minnir á tillögur í öryggisátt sem hún beindi til Flugmálastjórnar eftir flugslys sem varð hjá öðrum flugrekanda í þjónustuflugi hinn 13. september 1998 (sbr. M-07798/ AIG-28). Hún telur að markmið þeirra tillagna hafi ekki skilað sér með þeim hætti sem til var ætlast með tilliti til þess sem í ljós hefur komið varðandi eftirlit með flugrekstri flugvélarinnar TF-GTI. Í svari Flugmálastjórnar við tillögunum staðfesti hún að reglur JAR-OPS 1 sem nú gilda fyrir stærri flugrekendur muni þá innan skamms einnig ná yfir minni flugrekendur. Rannsóknarnefnd flugslysa telur að gildistaka þessara reglna muni taka á flestum þeim atrið- um sem áfátt var og komu fram við rannsókn þessa máls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.