Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 29
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 29 ÆTLA má að búið sé að veiða um 30.000 tonn af loðnu síðan verkfalli sjómanna var frestað með lögum í vikubyrjun en þá eru um 100.000 tonn eftir af kvótanum. Loðnan hef- ur farið í bræðslu en í gær var verið að skoða hvort hægt væri að frysta eitthvað úr afla Barkar NK fyrir Rússlandsmarkað. Börkur NK kom með fullfermi, um 1.750 tonn, til Neskaupstaðar í gær eftir um 17 tíma siglingu frá miðunum fyrir sunnan land, en Beit- ir NK landaði um 1.150 tonnum í bræðslu hjá Síldarvinnslunni í fyrra- dag. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki, segir að hann sé með allar tegundir af loðnu, hrygnda kerlingu, óhrygnda og karl, en verið var að spá í hvort hægt væri að frysta karlinn á Rússlandsmarkað. Sturla segist hafa verið rúmlega tvo sólarhringa á miðunum, en að lít- ið hafi verið að sjá og því hafi hann farið víða. Þó væru torfur hér og þar með allri ströndinni og því von til þess að eitthvað væri hægt að halda áfram. 100.000 tonn eftir GUÐMUNDUR S. Halldórsson, skipstjóri á Reykjaborginni, var í Jökuldjúpinu í byrjun vikunnar en undanfarna tvo daga hefur hann ver- ið í Hólakantinum vestur af Reykja- nesi í þeirri von að fá kola. „Ég var hérna mikið í fyrra og hitteðfyrra í þeim tilgangi að reyna að fá skráp, en það hefur gengið upp og ofan núna vegna leiðindaveðurs,“ segir hann. Allt annað skip eftir breytingar Reykjaborgin var í breytingum hjá Ósey í vetur og segir Guðmundur að þetta sé allt annað og betra skip en hann byrjaði aftur veiðar 28. febrúar sl. Það var lengt og byggt var yfir aðgerðaraðstöðuna en skipið var frá veiðum í rétt rúma tvo mán- uði. Skipið var 52 tonn fyrir breyt- ingu en er nú skráð 73 tonn. Sex manns eru í áhöfn. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman,“ segir Guðmundur. „Bátur- inn er miklu betri, veltur miklu minna, er stöðugri og vinnuaðstaðan allt önnur og betri. Menn eru inni í lokuðu rými í aðgerðinni og það munar miklu, en veðráttan er nú einu sinni þannig á þessu landi að það eru ekki nema örfáir dagar á ári sem sólin nær að skína.“ Guðbjörg Gunnarsdóttir í Reykja- vík gerir út Reykjaborgina, sem er þriggja ára, en Guðmundur segir að vegna reglna um rúmmetratölu hafi ekki mátt hafa skipið stærra í byrj- un. „Þegar Valdimarsdómurinn féll var frjálst að stækka báta eins og mönnum sýndist en það hefði verið miklu ódýrara að smíða bátinn strax í núverandi stærð.“ Minna af kola Alls hafa 14 bátar leyfi til drag- nótaveiða í Faxaflóa og er Reykja- borg einn þeirra. Á undanförnum ár- um hefur dregið úr sandkolaveiðinni en Guðmundur fékk að meðaltali um þrjú til fjögur tonn á dag síðsumars í fyrra, sem þótti gott, því venjulega hefur veiði verið dræm í ágústmán- uði. „Við vorum í kolanum frá 15. ágúst til 15. desember. Það gekk frekar ró- lega en þegar við hættum virtist vera að koma koli. Veiðin var ágæt síðustu vikuna en undanfarin tvö ár hafa ver- ið frekar slök. Ég held að skilyrðum í sjónum sé um að kenna en hann hef- ur verið frekar heitur. Hins vegar hefur bátunum fækkað og það hefur sitt að segja en fyrir vikið er sóknin ekki eins mikil. Þetta skiptir sérstak- lega máli fyrir kolann.“ Nóg af þorski Guðmundur hefur verið að veiðum út af Reykjanesi síðan í lok febrúar. „Ég hef mikið verið inni á Sandvík en rétt eftir að loðnan gekk yfir var mikill þorskur þar. Reyndar hefur verið gott fiskerí að undanförnu en það virðist vera að draga úr því. Við höfum reynt að haga veiðinni eftir verðinu á markaðnum. Það hefur verið mjög gott verð að undanförnu en eftir breytingarnar á bátnum var aðalatriðið hjá okkur að reyna að ná sem mestu. Við áttum allan kvótann eftir og vildum ná sem mestu fyrir verkfallið.“ Að sögn Guðmundar náði hann tveimur kolatúrum í byrjun en síðan hefur hann fyrst og fremst verið í þorski. „Þorskveiðarnar hafa gengið ágætlega og eiginlega er of mikið af þorski, ef eitthvað er.“ Mikil vinna Þeir róa sex daga vikunnar en eiga frí á sunnudögum. Venjulega er farið út milli klukkan fjögur og fimm á morgnana, byrjað að kasta milli hálf- sex og sjö og undanfarna daga hefur verið komið í land á miðnætti en ann- ars yfirleitt milli klukkan níu og tíu á kvöldin. „Þetta er langur dagur en þetta róast þegar fer að ganga á kvótann.“ Á haustin eða frá því um miðjan ágúst og fram í desember er landað í Reykjavík en síðan í Sandgerði og stundum Grindavík. Áhöfnin sefur um borð dags daglega en getur verið heima á sunnudögum. Í vor færir Guðmundur sig austar og er á miðunum í kringum Vest- mannaeyjar en landar þá í Þorláks- höfn. „Þá reynum við við sandkola og sólkola þar til farið er í sumarfrí í júlí en svo byrjar Flóinn aftur í ágúst.“ Mikill niðurskurður á kvóta Guðmundur segir að með hliðsjón af veiðinni í vetur sé ekki ástæða til annars en vera bjartsýnn á nánustu framtíð. „Mér líst vel á framhaldið en þessi endalausi kvótaniðurskurður fer mest með okkur,“ segir hann. „Það voru 500 þorskígildistonn á bátnum fyrir rúmlega tveimur árum en eru 350 núna. Það munar um minna. Það hefur frekar verið vandamál að fá kvóta en veiða hann.“ Hærri þjónustugjöld Allur afli Reykjaborgarinnar fer á markað og er Guðmundur ekki sátt- ur við gang mála á þeim vettvangi. „Eftir að Suðurnesjamarkaður keypti Faxamarkað er bara einn markaður en um leið og þetta gerðist hækkuðu þjónustugjöldin,“ segir hann. „Það er fullmikil einokun á þessu sviði og ég held að svona ein- okun hefði einhvern tíma verið kærð til Samkeppnisstofnunar.“ Góð þorskveiði út af Faxaflóa Góð þorskveiði hefur verið út af Faxaflóa að undanförnu og í því sambandi má nefna að Reykjaborg RE hefur landað sex til tíu tonnum að meðaltali á dag í mars. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Guðmund S. Hall- dórsson skipstjóra um aflabrögðin. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Góð þorskveiði hefur verið út af Reykjanesi að undanförnu og hefur á Reykjaborg verið milli 6 og 10 tonn á dag. Aðstaða til að gera að er allt önnur og betri í Reykjaborg RE eftir breytingar, en skipið var meðal annars lengt og byggt yfir aðgerðaraðstöðuna. Hér má sjá Björn Viðar Björnsson vélstjóra og Svein Finnbogason, sjötugan netamann, í aðgerð en til hægri sést í bakið á Ragnari Waage Pálssyni stýrimanni. Guðmundur S. Halldórsson skipstjóri, til vinstri, og Björn Viðar Björnsson vélstjóri til hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.