Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 1
70. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. MARS 2001 LJÓSADÝRÐ var yfir Fídjí-eyjum í gærmorgun þegar leifar rúss- nesku geimstöðvarinnar Mír féllu í Kyrrahafið. Megnið af geimstöð- inni, sem var 136 tonn að þyngd, brann upp en rúmlega 20 tonn af málmi féllu í hafið milli Ástralíu og Chile. „Við sáum fimm eða sex brot með mikla reykslóð í 10–15 sek- úndur. Nokkru síðar heyrðust drunur,“ sagði ljósmyndari Reut- ers á eyjunni Nadi. Ferðamenn á Nadi fylgjast hér á ströndinni með hrapi Mír og á innfelldu myndinni sést geim- stöðin brenna upp í gufuhvolfinu. AP Geimstöð- inni Mír eytt  „Óaðfinnanleg aðgerð“/30 STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Rússlandi gáfu í gær til kynna að brottrekstur 50 sendimanna frá hvoru landi um sig vegna gruns um njósnir myndi ekki hafa varanleg áhrif á samskipti ríkjanna. Embættismenn í Hvíta húsinu lögðu í gær áherslu á að raunveru- legar vísbendingar um njósnir lægju að baki brottrekstri fimmtíu rúss- neskra sendiráðsmanna á fimmtu- dag, en að ekki yrði aðhafst frekar. „Forsetinn álítur að málinu sé nú lokið,“ sagði Ari Fleicher, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, og bætti við að Bandaríkjastjórn vonaðist til að eiga áfram góð sam- skipti við Rússa. „Þeir geta gripið til þeirra ráða sem þeir telja nauðsynleg, en við brugðumst rétt við,“ sagði Bush í Maine, þar sem hann var á funda- ferðalagi í gær. Hann bætti við að njósnamálið myndi ekki hindra að hann gæti átt fund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta einhvern tíma síðar. Pútín reyndi einnig að draga úr mikilvægi málsins. „Ég býst ekki við að þetta dragi dilk á eftir sér,“ sagði hann á fréttamannafundi í Stokk- hólmi. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti á fimmtudag að 50 rúss- neskum stjórnarerindrekum væri vísað úr landi vegna gruns um njósn- ir. Fjórir þeirra yrðu að fara frá Bandaríkjunum innan tíu daga, en hinir fyrir 1. júlí. Brottvísunin teng- ist handtöku Roberts Hanssens, starfsmanns bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI), í febrúar, en hann er grunaður um njósnir í þágu Rússa. Rússar svöruðu samdægurs með því að tilkynna að jafnmörgum bandarískum sendimönnum yrði vís- að frá Rússlandi. Öryggismálasamstarfi slitið Áður en Pútín lét þau ummæli falla í gær að málið myndi ekki hafa teljandi áhrif á samskipti Rússa og Bandaríkjamanna höfðu ýmsir rúss- neskir embættismenn fordæmt brottvísunina og lýst henni sem aft- urhvarfi til kalda stríðsins. Sergei Ívanov, yfirmaður rúss- neska þjóðaröryggisráðsins, sagði að samstarfi við Bandaríkjamenn varð- andi öryggismál og baráttu gegn hryðjuverkum yrði slitið um óákveð- inn tíma í mótmælaskyni. Bush vonast eftir góðum samskiptum við Rússa Telur að njósna- málinu sé lokið Moskva, Washington. AFP, AP. GIN- og klaufaveiki, ástandið í Makedóníu, ótti við efnahagslega niðursveiflu í heiminum og fleiri mál sem efst eru á baugi evrópskra stjórnmála þessa dagana skyggðu á fyrirfram ákveðna dagskrá leiðtoga- fundar Evrópusambandsins (ESB) sem hófst í Stokkhólmi í gær og á að ljúka í dag. Leiðtogarnir höfðu sett sér að ræða langtímastefnumótun á sviði fjármála- og vinnumarkaðsmála á innri markaði Evrópu. Þess í stað voru önnur mál mest áberandi þennan fyrri dag fundar- ins, meðal annars kölluðu brezkir og hollenzkir ráðamenn eftir hjálp dýralækna frá hinum aðildarríkjun- um við að stemma stigu við út- breiðslu gin- og klaufaveiki. Eftir að hafa rætt við Borís Traj- kovskí, forseta Makedóníu, sam- þykktu leiðtogarnir ályktun um óskoraðan stuðning sinn við viðleitni makedónskra yfirvalda til að kveða niður uppreisnartilraunir af hálfu al- bansk-ættaðra aðskilnaðarsinna. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og gestgjafi fundarins, sagði á blaðamannafundi að leiðtog- ar ESB væru á einu máli um, að stjórnvöld í Skopje yrðu að eiga víð- tækar pólitískar viðræður við kjörna fulltrúa albanska minnihlutans í Makedóníu. Reuters Jacques Chirac Frakklandsforseti, Borís Trajkovski, forseti Makedón- íu, og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á fundinum í Stokkhólmi. Leiðtogafundur ESB í Stokkhólmi Dagskráin fór úr skorðum Stokkhólmi. Reuters, AP. RÁÐGJAFAR bresku stjórnarinnar vöruðu hana við því í gær að gin- og klaufaveikitilfellin í Bretlandi gætu nær tífaldast á næstu vikum og spáðu því að faraldurinn myndi ná til rúmlega 4.000 býla í júní. Veikin hef- ur nú greinst á 500 býlum. Vísindamenn bresku stjórnarinn- ar áætluðu að tilfellunum myndi fjölga um 70 á dag næsta hálfa mán- uðinn. „Þetta verður mikill faraldur, sjúkdómurinn breiðist hratt út og hans mun gæta í marga mánuði,“ sagði einn vísindamannanna, Debby Reynolds. David King, helsti ráðgjafi stjórn- arinnar í baráttunni við faraldurinn, sagði að breskir bændur myndu missa helminginn af öllum búpeningi sínum „ef allt fer á versta veg“. Ráðgjafarnir sögðu að stjórnin yrði að gera frekari ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn yrði varanlegur í landinu. Gin- og klaufaveikin í Bretlandi Talið að tilfellin tífaldist London. Reuters. kapp á að einangra hreyfingu al- bönsku uppreisnarmannanna í Makedóníu. Áður höfðu leiðtogar hófsamra Albana í Makedóníu og stjórn Albaníu undirritað svipaðar yfirlýsingar. Stjórn Makedóníu hef- ur sakað Kosovo-Albana um að hafa stutt uppreisnarmennina og sent þeim vopn. George Robertson, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að Makedóníustjórn hefði tekist að einangra uppreisnar- mennina sem berjast í fjöllunum upp LEIÐTOGAR þriggja helstu stjórn- málaflokka Kosovo-Albana undirrit- uðu í gær yfirlýsingu þar sem þeir skoruðu á albanska uppreisnarmenn í Makedóníu að „leggja tafarlaust niður vopn“. Leiðtogarnir hvöttu einnig stjórn Makedóníu til að forðast átök í lengstu lög og leysa deilurnar við uppreisnarmennina með friðsamleg- um og lýðræðislegum hætti. Þeir undirrituðu yfirlýsinguna fyrir áeggjan sendimanna Evrópu- sambandsins sem leggja nú mikið af borginni Tetovo í vesturhluta landsins. Hann hvatti stjórnina til að snúa sér nú að því að koma á sáttum milli Albana og Slava í Makedóníu. Kosovo-Albanar hvetja til vopnahlés Tetovo, Stokkhólmi. AFP.  „Við erum ekki“/32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.