Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 75 Yfirhafnir Útsala 50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Síðustu dagar  Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig í tilefni af 100 ára afmæli mínu 21. febrúar 2001 með gjöfum, skeytum og heimsóknum. Guð blessi ykkur öll. Herdís Bjarnadóttir, Sjúkrahúsi Hvammstanga. Full búð af glæsilegum vörum Antik&úr Bæjarlind 1- 3 Opið: Laugardag frá kl. 11-16, sunnudag 13-16 og virka daga 11-18. Sími 544 2090 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú átt dálítið bágt með þig í fjölmenni og þarft að taka þér tak svo að þú getir um- gengist annað fólk af öryggi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það ætti ekkert að standa í veginum fyrir þér svo fram- arlega sem þú hefur unnið heimavinnuna þína og þekkir málið sem um er að ræða út og inn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Mundu að þú berð ábyrgð á öllum þínum mistökum en hinsvegar er óþarfi að ganga um með hauspoka þeirra vegna. Lærðu bara af þeim svo að þau hendi þig ekki aft- ur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Oft er það svo að lausn erfiðra mála er sáraeinföld og eftir á finnst manni hún liggja í aug- um uppi. Vandinn er bara að koma auga á hana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að læra að fara með það vald sem þér er fengið. Hin fullkomna valdbeiting er nefnilega sú að þurfa ekki að beita valdinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Eitthvað verður til þess að setja allt á annan endann hjá þér í dag. Láttu það samt ekki setja þig úr jafnvægi heldur bregstu við og leystu málin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Streitan er farin að taka sinn toll svo nú þarftu að staldra við og athuga heilsufar þitt því takmarkið er heilbrigð sál í hraustum líkama. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gættu þín að ganga ekki of langt þegar vinir þínir vilja gera þér greiða. Slíkt á maður að nota sparlega og helst ekki nema til hálfs hverju sinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einbeittu þér að einhverju uppbyggilegu í stað þess að sitja og naga neglurnar yfir glötuðum tækifærum. Þau koma hvort eð er ekkert aft- ur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Taktu þér tíma til þess að hugleiða hvað reynsla síðustu daga hefur kennt þér. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera hrikalegt áfall hefur reynst þér til blessunar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Kastaðu frá þér gömlum for- dómum og gakktu opnum huga til móts við framtíðina. Það væri ekki verra að taka upp þráðinn við gamlan vin. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu ekki að slá ryki í aug- un á fólki. Þú stjórnast ekki aðeins af góðvild heldur kem- urðu líka til með að hafa hagnað af fyrirtækinu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sýndu þeim leyndarmálum sem þér hefur verið trúað fyr- ir fyllstu virðingu og geymdu þau hjá þér. Sá eini sem tapar á lausmælgi ert þú sjálfur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ALLAR VILDU MEYJARNAR Allar vildu meyjarnar eiga hann, en ástina sína hann aldrei fann. Hann kyssti fleiri en eina, hann kyssti fleiri en tvær; hann kyssti þær allar, – svo kvaddi hann þær. Þá, sem hann gat elskað, hann aldrei fann, en allar vildu meyjarnar eiga hann. Davíð Stefánsson. EFTIR fimlegar skylming- ar suðurs í sæti sagnhafa og austurs í vörninni er spurning dagsins þessi: Hvor fer með sigur af hólmi? Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ D2 ♥ K64 ♦ D10983 ♣ 962 Vestur Austur ♠ G10985 ♠ K74 ♥ 52 ♥ Á987 ♦ 72 ♦ K65 ♣10843 ♣KG7 Suður ♠ Á63 ♥ DG103 ♦ ÁG4 ♣ÁD5 Vestur Norður Austur Suður – – 1 lauf Dobl * Pass 1 tígull Pass 1 grand * Pass 3 grönd Allir pass * Með því að dobla fyrst og segja svo grand við lág- markssvari makkers sýnir suður jafna skiptingu og 18–20 punkta. Vestur spilar út spaða- gosa og fyrstu slagirnir spila sig sjálfir. Sagnhafi reynir drottninguna, en dúkkar kónginn og aftur spaða í öðrum slag, en fær þriðja slaginn á spaðaás. Vill lesandinn taka afstöðu með sagnhafa eða vörninni áður en lengra er haldið? Suður byrjar á því að fara í hjartað – spilar drottningunni og svo gos- anum. Hann vonast til að austur taki með ásnum, en austur gefur ekki höggstað á sér og dúkkar (enda væri spilinu strax lokið með sigri sagnhafa ef hann kæmist inn á hjartakóng til að svína tvisvar í tígli og einu sinni í laufi). En þriðja hjartaslaginn tekur austur með ásnum. Hann íhugar að spila laufi, en vill ekki gefa sagnhafa fría svíningu og sendir hann heim á hjartatíuna. Ná- kvæm vörn. En nú á suður kost á fal- legri fléttu: Hann spilar tígulgosa og yfirdrepur með drottningu. Þetta er leikur sem austur getur ekki svarað: Ef hann drep- ur fást fjórir slagir á tígul, svo hann er tilneyddur að gefa. Þessa einu innkomu blinds notar sagnhafi til að spila tígultíu og svína. Austur má ekki leggja á af augljósum ástæðum og tíg- ultía blinds heldur slagn- um. Þá á aðeins eftir að veita austri náðarstuðið með því að svína laufd- rottningunni og þakka um leið fyrir hetjulega baráttu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 24. mars, verður fimmtug Em- ilía Kjærnested, Grund- arási 4, Reykjavík. Eigin- maður hennar er Karl Stefán Hannesson. Þau eru að heiman í dag. EINN af fjölmörgum er- lendum skákmeisturum sem komu til landsins til að taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga var ástralski stórmeistarinn Ian Rogers (2529). Hann tefldi líkt og í fyrra fyrir Taflfélag Garða- bæjar. Ekki kom það þó í veg fyrir fall þeirra Garðbæinga í aðra deild. Í stöðunni hafði sá ástralski hvítt gegn íslenskum koll- ega sínum Þresti Þórhalls- syni (2465). 21. Bxe6! fxe6 22. Dxe6 Bd6 23. Re5! Bxe5 24. dxe5 c5 25. f3 Í kjölfar mannsfórnar- innar er kom- in upp skond- in staða þar sem svartur er algerlega bundinn í báða skó. Hann reyndi að létta á stöðunni með uppskiptum drottningum en þá komst frípeð hvíts á fleygiferð. 25... Dc6 26. Dxc6 Bxc6 27. e6 Rb8 28. e7 Hde8 Ekki hefði stoðað að leika 28... Hxd1 þar sem eftir 29. Hxd1 Bxa4 30. Hd8 He8 31. Rf6 stendur hvítur með pálmann í höndunum. 29. Rf6 Kg7 30. Hd6 Kf7?! 30... Bxa4 hefði verið fýsilegra. Staða svarts verður nú von- laus. 31. Rxg8 Hxg8 32. b3 He8 33. Hh6 Kg7 34. Hhe6 Kf7 35. c4 Bd7 36. Hxb6 Bc6 37. Hd1 Ba8 38. Hd8 Rc6 39. Hxa8! Hxa8 40. Hxc6 og svartur gafst upp. C-sveit skákfélags Grand- rokks sigraði í 4. deild og tryggði sér þar með sæti í þriðju deild að ári. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 445 kr. Þær heita Bryndís M. Kristjánsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Bergrós Krist- jánsdóttir. Landsliðsmál kvenna Nýlega tók stjórn Bridssambands Íslands þá ákvörðun að senda ekki kvennalið á Evrópumótið í sumar. Er það vissulega miður en stjórnin ákvað jafnframt að skipa nefnd sem á að vinna að því að sem bestur ár- angur náist í alþjóðakeppni. Í nefnd- inni voru skipuð: Páll Bergsson for- maður, Ragnar Hermannsson og Valgerður Kristjónsdóttir. Nefndin hóf störf í janúar og hef- ur nokkuð frjálsar hendur um fram- kvæmd. Nú, eftir nokkra fundi, hef- ur verið tekin ákvörðun um að gera áætlun sem nær fram að næsta Norðurlandamóti árið 2002, væntan- lega í Júní. Tímanum verður skipt í þrennt. Mars til ágúst 2001. Allstórum hópi kvenna verður gefinn kostur á því að taka þátt í starfi sem felur í sér mánaðarlega fundi. 26. mars verður haldinn kynningarfundur í Þönglabakka kl. 19.30 þar sem nán- ar verður skýrt frá verkefnum en þau munu meðal annars fela í sér: farið yfir vörnina, útspil o.fl.: ein- staklingsverkefni (heimavinna), öðru hvoru verður fenginn fyrirles- ari til að fjalla um ákveðin atriði spilsins, o.fl. o.fl. 2) September til desember 2001. Fyrirliði skipaður. Valin 6 pör í þétt- ara prógramm en stærri hópi gefinn kostur á að vera í stuðningsliði með fleiri verkefnum og jafnframt spila- æfingum (gæti orðið einu sinni í mánuði) þar sem spil kvöldsins er skoðuð og rædd. 3) Janúar til júní 2002. Valið þriggja para landslið til farar á Norðurlandamót. Mikil vinna. Áframhaldandi starf stuðningsliðs. Eins og áður sagði verður kynn- ingarfundur um landsliðsmál kvenna í Þönglabakkanum nk. mánudagskvöld þar sem málin verða nánar skýrð. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n DAGBÓK Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ fimmtud. 15. mars. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 263 Jón Stefánss. - Sæmundur Björnss. 260 Viggó Nordquist – Tómas Jóhannss. 230 Árangur A-V Þorsteinn Laufd. – Magnús Halldórss. 263 Alda Hansen – Margrét Margeirsd. 257 Eysteinn Einarss. – Guðlaugur Sveinss. 252 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 19. mars. 21 par. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 260 Halldór Magnúss. – Þórður Björnss. 238 Ólafur Ingvarss. – Jóhann Lútherss. 225 Fróði B. Pálss. – Þórarinn Árnas. 225 Árangur A-V Jón Stefánss. – Sæmundur Björnss. 264 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 255 Hannes Ingibergss. – Albert Þorsteinss. 229 22 pör í Gullsmára Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á tólf borðum í Gullsmára 13 fimmtudaginn 22. marz. Miðlungur var 220. Beztum árangri náðu: NS Dóra Friðleifsd. – Guðjón Ottóss. 311 Guðrún Pálsd. – Sigurður Pálss. 247 Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 246 AV Jóhanna Jónsd. – Magnús Gíslas. 258 Valdimar Hjartars. – Björn Bjarnas. 242 Heiður Gestsd. – Unnur Jónsd. 241 Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar þar alla mánudaga og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 22. mars lauk tveggja kvölda Board a match-sveit- arkeppni með tvímenningsútreikn- ingi og fóru leikar þannig: 1. Sv. Jóns Steinars Ingólfss. 67 2. Sv. Þróunar 63 3. Sv. Þorsteins Berg 57 4. Sv. Sigurðar Sigurjónss. 56 Með Jóni Steinari spiluðu Guð- björn Þórðarson, Jens G. Jensson og Bryndís Þorsteinsdóttir. Fimmtudaginn 29. mars hefst þriggja kvölda Butler-tvímenningur í boði 11–11-verslananna og eru verðlaunin glæsilegar matarkörfur. Tvö efstu sætin gefa rétt til að vera fulltrúar Bridsfélags Kópavogs í kjördæmakeppni BSÍ sem verður haldin í Borgarnesi. Spilað er í Þinghóli í Hamraborg- inni og eru allir velkomnir. Spilamennska hefst kl. 19.45. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík fimm daga vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.