Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 28
VIÐSKIPTI
28 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
sinni birgðasöfnun á stuttu tímabili á
árinu og þarf öll sín afurðalán á
skömmum tíma í staðinn fyrir að þau
dreifist á árið, þeir séu orðnir fyrir í
kerfinu og bankarnir undir miklum
þrýstingi frá Seðlabankanum að slá
á útlánaþensluna.
Stjórn Goða ber að segja af sér
Aðalsteinn Jónsson, bóndi í
Klausturseli, stjórnarmaður í Kaup-
félagi Héraðsbúa og formaður
Landssambands sauðfjárbænda,
sagði að hann hafi verið á móti því að
kaupfélagið gengi inn í Goða eins og
staðan var hjá Þríhyrningi og Af-
urðasölunni í Borgarnesi, en orðið
undir. Aðalsteinn gagnrýndi stjórn
Goða harðlega fyrir að vinna ekki að
því að bæta skuldastöðu fyrirtækis-
ins og sagði að stjórnin ætti öll að
segja af sér þar sem henni hafi ekki
tekist að byggja fjárhagslegan
grunn undir fyrirtækið.
Spurt var á fundinum hvort Goði
stæði í samningaviðræðum við Norð-
lenska (KEA) um sameiningu fyrir-
tækjanna. Kristinn vildi ekki stað-
festa þetta en neitaði því ekki
heldur. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hefur Goði sett sig í
samband við Norðlenska og lagt
fram fullgerðan samning að samein-
ingu fyrirtækjanna sem að vísu þarf
endurskoðunar við að hálfu Norð-
lenska.
Bændur spurðu hvort greiðsla
fyrir afurðirnar í haust yrði með
sama hætti og síðasta haust þegar
kaupfélögin greiddu bændunum út
samkvæmt samningum þar til Goði
fékk afurðalánin. Kristinn svaraði
því til að greiðsla í haust verði
tryggð ef bankafyrirgreiðsla fæst en
Landsbankinn vill sjá hvernig geng-
ur með afurðalánin frá síðasta
hausti.
GOÐI hf. hélt bændafund á Egils-
stöðum í fyrradag í Hótel Valaskjálf
á Egilsstöðum. Þar kynnti fram-
kvæmdastjóri Goða, Kristinn Þór
Geirsson, stöðu fyrirtækisins og
rekstur þess frá stofnun þess á miðju
síðasta ári. Fram kom að við stofnun
fyrirtækisins var eiginfjárstaða þess
ekki sterk. Eignir voru fastafjár-
munir 1.090 milljónir króna og veltu-
fjármunir 750 milljónir. Eigið fé var
487 milljónir, langtímaskuldir 404
milljónir og skammtímaskuldir 879
milljónir.
Við stofnun var hlutafé í Goða 500
milljónir en hefur verið aukið síðan
um 150 milljónir. Eigendur Goða eru
Norðvesturbandalagið 38,5%, Höfn
Þríhyrningur (KASK) 30% og Kaup-
félag Héraðsbúa (KHB) 20%.
Áætlanir gera ráð fyrir að fyrir-
tækið tapi um 80 milljónum króna á
þessu ári, hagnist um 80 milljónir á
næsta ári og skili hagnaði árið 2003
uppá 170 milljónir.
Óttast að Goði fari í gjaldþrot
Fram kom hjá fundarmönnum að
þeir óttast að Goði fari í þrot með
þessa skuldastöðu og spurðu þeir
hvernig Goði ætlaði að komast í eigið
húsnæði til að hagræðing fari að
skila sér með allar þessar skuldir.
Kristinn svaraði því til að nú lægi
mikill kostnaður í því að leigja hús-
næði á fjórum stöðum, það er á
Kirkjusandi, Borgarnesi, Nóatúni,
Skeifunni Reykjavík og Höfn, Sel-
fossi. Með því að leggja þessar
vinnslustöðvar af sparaðist fé til að
leggja í nýtt húsnæði, sú hagræðing
komi uppí 500 milljónir. Kostnaður
við að fara inn í húsnæði Mjólkur-
samlagsins í Borgarnesi er um 500
milljónir með endurbótum og tækj-
um í húsið. Ekki er enn búið að
ákveða hvar kjötvinnsla Goða verður
og enn er inni í myndinni að hún
verði á Selfossi eða Mosfellsbæ auk
Borgarness.
Ingi Már Aðalsteinsson, kaup-
félagsstjóri á Egilsstöðum og stjórn-
armaður í Goða, lýsti þeirri skoðun
að það væri fýsilegur kostur að fara í
Borgarnes, en ákvörðun um það
verður tekin á næstu dögum. Ingi
Már taldi eðlilegt að kjötvinnslan
verði staðsett á suðvesturhorninu
vegna þess að þar eru 80 % kaupend-
anna.
Kristinn sagði að nú stæði yfir
vinna hjá VSÓ ráðgjöf að gera til-
lögur um hagræðingu við slátrun og
gera tillögur um hvar verði slátrað í
framtíðinni. Niðurstöður úr þeirri
könnun verða birtar í maí.
Endurfjármögnun erfið
Kristinn sagði að taprekstur hafi
verið á seinnihluta síðasta árs. Hann
sagði að hægt sé að reka fyrirtækið
áfram, borga upp skuldir þess og það
lendi ekki á bændum að borga þær.
Aðspurður um endurfjármögnun
fyrirtækisins sagði Kristinn að hún
verði erfið, bankar haldi að sér hönd-
um, en það þurfi 300 til 400 milljónir
til að breyta skammtímaskuldum í
langtímaskuldir og lengja langtíma-
skuldirnar, en þær eru að meðaltali
til sex ára.
Kristinn sagði stöðuna hafa batn-
að, en bankarnir hafi ekki viljað láta
þá hafa afurðalán á síðasta ári.
Bankarnir hafi gert fyrirvara um
stöðu fyrirtækisins og gert kröfu um
að þeir afskrifuðu sláturhúsin um
200 milljónir og sambærileg aukning
á hlutafé kæmi í staðinn. Hlutafé var
aukið um 150 milljónir svo enn vant-
ar þar 50 milljónir uppá. Fyrirtækið
var greint hjá Landsbankanum og
talið lánshæft. Það hamlar að sá
rekstur sem Goði er í hefur mest af
Skuldastaða Goða erfið
FYRRI HLUTA janúar síðast liðins
sendu fjögur fjármálafyrirtæki frá
sér spár um afkomu hlutafélaga á
Verðbréfaþingi Íslands hf. (VÞÍ). Nú
liggja reikningar allra félaga í Úr-
valsvísitölu VÞÍ fyrir og í meðfylgj-
andi töflu má sjá hver afkoma félag-
anna var, hverju hvert
fjármálafyrirtæki spáði og hversu
mikið hlutfallslegt frávik var. Neðst í
töflunni er gefið upp hversu mikið
hlutfallslegt frávik var að meðaltali,
en þar er ekki gerður greinarmunur
á fráviki eftir því hvort spáð var of
miklum eða of litlum hagnaði. Þessi
hlutfallstala er því einn mælikvarði á
hversu vel fyrirtækjunum gekk að
spá, því lægri sem hún er þeim mun
betri var spáin á þennan mælikvarða.
Spárnar má hins vegar skoða með
ýmsum öðrum hætti og gera má
ýmsa fyrirvara. Einn augljós fyrir-
vari er að viðskiptabankarnir þrír,
Búnaðarbanki, Íslandsbanki-FBA og
Landsbanki, spá ekki um sjálfa sig
og spá því aðeins um hagnað 14
félaga, en Kaupþing gerir spá fyrir
öll félögin í vísitölunni. Annar fyrir-
vari er að í einhverjum tilvikum voru
óvæntir eða óreglulegir þættir í upp-
gjörunum sem hafa ef til vill lítil önn-
ur áhrif en bókhaldsleg á niðurstöðu
rekstrarreikningsins. Augljósasta
dæmið er Marel hf., en félagið var
með óreglulega gjaldfærslu á við-
skiptavild að fjárhæð tæpar 170
milljónir króna sem ekki hafði verið
gert ráð fyrir. Án þeirrar gjaldfærslu
hefði spáin verið töluvert nær lagi og
meðalfrávikið minnkað mikið og leg-
ið á bilinu 23-32% í stað 78-94%.
Þegar skoðað er hversu oft hvert
fjármálafyrirtæki spáir best, næst-
best, og svo framvegis, kemur í ljós
að fyrirtækin eru nánast eins jöfn og
hægt er í keppni um fyrsta sætið.
Þrjú þeirra spá best fyrir fjögur
félög en Kaupþing spáir best fyrir
þrjú. Búnaðarbankinn og Kaupþing
eru hvort um sig fimm sinnum í öðru
sæti, en hin tvö þrisvar hvort. Ís-
landsbanki-FBA er fimm sinnum í
þriðja sæti, Búnaðarbankinn fjórum
sinnum en hinir tveir þrisvar. Bún-
aðarbankinn rekur lestina einu sinni,
Íslandsbanki-FBA tvisvar og Kaup-
þing og Landsbankinn fjórum sinn-
um.
Munur á spá og niður-
stöðu stundum sáralítill
Ef talið er hversu oft fjármálafyr-
irtækin ofspá og hversu oft þau
vanspá hagnaði, þá fæst út að Kaup-
þing spáir of miklum hagnaði (eða of
litlu tapi) í tólf skipti en of litlum
hagnaði í þrjú. Búnaðarbankinn
ofspáir hagnaði í tíu skipti en vanspá-
ir í fjögur, Landsbankinn ofspáir í
níu skipti en vanspáir í fimm. Mest
jafnvægi er á þennan mælikvarða hjá
Íslandsbanka-FBA, hann spáir sex
sinnum of miklum hagnaði en átta
sinnum of litlum. Hér er rétt að at-
huga að oft munar afar litlu á spá og
raunverulegri niðurstöðu, jafnvel svo
litlu að munurinn sést ekki í töflunni.
Máli getur skipt hversu oft spár
eru nærri eða fjarri raunhagnaði. Ís-
landsbanki-FBA var oftast með inn-
an við 10% frávik, eða í átta skipti, þá
Búnaðarbankinn í sjö skipti, Kaup-
þing í fimm skipti og Landsbankinn í
fjögur skipti.
Búnaðarbankinn var ellefu sinnum
með innan við 30% frávik, Íslands-
banki-FBA níu sinnum, hinir tveir
átta sinnum hvor. Frávik yfir 50%
voru fjórum sinnum hjá Búnaðar-
banka og Kaupþingi en fimm sinnum
hjá Íslandsbanka-FBA og Lands-
banka.
!
"
!
,122, 34
5
56 7 4
8
9 :
4
96
4
7 "5*
;
7 4
<
=:
> ?@
AB
3@ C "D7
+
< 2 !"#$%#
:
2
9
"#$%# &
:
2
'() *
:
2
+%# !"#$%#
:
2
,!!
(
)
"!(
"#(
"(
(
$#(
$(
"!%(
"(
(
" (
$(
"$(
%(
!&(
E 6
2
@
,!!
" (
$ (
" %(
$(
"$(
"&(
)
" (
"& %(
%(
" !(
(
" (
"#!(
%(
& (
&(
"(
"$(
"(
"$(
(
#(
!(
"&#(
(
&(
" &(
$(
"# (
%(
&(
,!!
#(
(
" $(
%(
"#(
%(
$&(
)
"! #(
(
"$ (
"(
"!(
"$!(
" (
!(
Oft töluvert
frávik í spám
HLUTVERK ráðgefandi stjórnar
gallerís i8 er að koma með hug-
myndir um ný fyrirtæki og nýjar
aðferðir til að nálgast þau með
samstarf í huga, að sögn Eddu
Jónsdóttur, framkvæmdastjóra og
eiganda gallerísins. Hún segir að
stjórninni sé ekki beinlínis ætlað
að útvega fjármagn til starfsemi
gallerísins heldur frekar að
stuðla að útvíkkun þess. Mark-
miðið sé að fólk í ungum og upp-
rennandi fyrirtækjum uppfræðist
um það sem er að gerast í nú-
tímamyndlist. Galleríið muni til
að mynda bjóða upp á ráðgjöf í
notkun myndlistar innan og utan
þeirra fyrirtækja sem taki upp
samstarf við það. Ætlunin sé að
stuðla að því að stækka þann hóp
fólks sem hafi áhuga á og fylgist
með nútímamyndlist.
Morgunblaðið/Valdimar
Ráðgefandi stjórn gallerís i8 ásamt menntamálaráðherra og framkvæmda-
stjóra gallerísins. Frá vinstri: Börkur Arnarson, meðeigandi gallerís i8,
Sigurður Nordal hagfræðingur, Björn Bjarnason menntamálaráðherra,
Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri gallerísins og eigandi, Pétur Arason,
listaverkasafnari og kaupmaður, og Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri
sölusviðs Flögu.
Ráðgefandi stjórn gallerís i8
Nálgast fyrirtæki
með samstarf í huga
GENGIÐ verður til samninga við
Búnaðarbanka Íslands hf. og Price-
WaterhouseCoopers í London og
Reykjavík um þjónustu vegna fyrir-
hugaðrar sölu á hlutabréfum ríkisins
í Landssíma Íslands. Frumvarp um
sölu á hlutafé ríkisins í Landssíma
Íslands verður lagt fram í ríkisstjórn
n.k. þriðjudag. PriceWaterhouse-
Coopers mun annast verðmat og sölu
til kjölfestuhluthafa en Búnaðar-
bankinn mun annast skráningu og
sölu hlutabréfa innanlands.
Að sögn Skarphéðins Berg Stein-
arssonar, starfsmanns fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
reyndust tilboð þessara aðila hag-
stæðust en alls stóðu 17 innlendar og
erlendar fjármálastofnanir og ráð-
gjafafyrirtæki að 14 tilboðum.
Sala til almennings og starfsfólks
Að sögn Skarphéðins varð Price-
WaterhouseCoopers fyrir valinu þar
sem tilboð þeirra reyndist hagstæð-
ast en auk þess var við valið litið til
reynslu, lausnar gilda, þekkingar og
vinnuáætlunar. Hið sama gildir um
val á Búnaðarbanka Íslands. Í fyrsta
áfanga sölunnar verður lögð áhersla
á sölu hlutabréfa til almennings og
starfsmanna Landssíma Íslands.
Áformað er að selja 14% heildar-
hlutafjár í fyrirtækinu til þessara
hópa. Jafnframt verður fjárfestum
gefinn kostur á að bjóða í stærri
hluti, á bilinu 2-3% hverjum, allt að
10% heildarhlutafjár.
Samkvæmt útboðsgögnum felst í
þessum verkþætti að annast skrán-
ingu á Verðbréfaþing Íslands og hafa
umsjón með sölu til starfsmanna og
almennings. Eins að auglýsa eftir til-
boðum og kanna réttmæti þeirra
samkvæmt þeim reglum sem settar
verða um útboðið. Ráðgert er að sala
hlutabréfa í 1. áfanga fari fram síðari
hluta maí eða í byrjun júní og skrán-
ing á VÞÍ verði á sama tíma.
Fjórtán til-
boð bárust
Ráðgjöf vegna sölu
á Landssímanum