Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 49 Akranesi. Samvistin hófst rólega og við kynntumst alltaf betur og betur og ákváðum við fljótlega að vera alltaf saman í herbergi þangað til annar okkar útskrifaðist eða hætti í skólanum. Við vorum saman í her- bergi í sex annir og alltaf í herbergi nr. 111. Það munaði líka miklu að ég og Eygló vorum saman á grunn- deild málmiðnar á fyrsta ári svo að við Halldór kynntumst enn betur. Þó ég segi sjálfur frá held ég samvistin okkar hafi verið með því besta á vistinni því við höfðum allt svo skipulagt, t.d. hvað þrif varðar þá ákváðum við að ég þrifi þetta og hann þrifi hitt enda fengum við líka nánast alltaf 10 í herbergisskoð- uninni. Í gegnum Halldór kynntist ég líka fullt af krökkum og varð ég meðlimur í Systra- og bræðrafélag- inu en í því voru t.d. ég, Halldór, Inga Sigga, Inga Rut og Guðrún Ásta og var margt brallað. En Halldór átti það til að vera glettinn og stríðinn. T.d. sögðum við öllum nýjum á vistinni að hann væri 40 árum eldri en hann væri (fólk var lengi að trúa þessu) og átt- um við þá við að hjartað væri úr 40 ára gömlum manni. Annað atvik sem ég man eftir var þegar Halldór hafði verið búinn að safna gömlum dagblöðum og rífa niður í litla miða og geymdi það í poka uppi í skáp. Svo þegarpokinn var orðinn fullur setti hann blöðin í ruslatunnuna og svo þegar einhver kom inn um hurðina sturtaði hann blöðunum yf- ir viðkomandi. Það kom líka oft fyr- ir að þegar við ætluðum að fara að sofa að við fengum báðir mikinn svefngalsa og létum eins og fífl. Ég vil að lokum þakka Halldóri alla samveruna og ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Hvíldu í friði. Elsku Sigrún, Óskar, Eygló, Siggi, aðrir ættingjar og vinir, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hjalti Vignir, Grundarfirði. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur ef vin þú átt góðan í grennd, gleymdu ekki hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Þýð. Sig Jónsson.) Elsku Halldór, ég trúi því að þú sért horfinn á vit nýrra ævintýra, laus við alla þá erfiðleika sem þú barðist við í þessu lífi. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég á alltaf eftir að geyma. Þar er húmorinn þinn mér efst í huga. Garfield, Mr. Bean og spólan sem þú sendir okkur vinkonunum frá Svíþjóð bera honum gott vitni. Allar góðu stundirnar á heima- vistinni, heimsóknir þínar til okkar á Suðurgötuna, Systrabræðrafélag- ið okkar, að ógleymdum öllum rúnt- unum okkar þar sem það þótti ekk- ert tiltökumál að skreppa í Borgarnes á inniskónum ef okkur sýndist svo, og ekki má gleyma frönsku súkkulaðitertunni sem þú bakaðir af mikilli snilld. Þessar minningar varðveiti ég og veit að við eigum eftir að hittast aftur og rifja þær upp saman. Fjöl- skyldu þinni sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Rakel. Það var um haustið 1995 að ég kynntist Halldóri Bjarna fyrst gegnum vinkonu mína Guðrúnu Ástu. Ég sá strax að þarna var á ferðinni traustur og góður vinur og að vert væri að hlúa vel að þeim vinskap sem þarna myndi þróast. Stuttu eftir að kynni okkar hóf- ust fór Halldór Bjarni út til Sví- þjóðar til að bíða eftir kalli í stóru aðgerðina, sem gaf okkur öllum nokkur góð ár í viðbót með honum. En ekki minnkaði sambandið við það, því Halldór Bjarni var óspar á að hringja og senda línu til Íslands. Halldór Bjarni kom svo til baka eftir velheppnaða aðgerð og hóf fljótlega aftur skólagöngu við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi, en þar stunduðum við vinirnir nám. Við vorum yfirleitt átta saman í fyrstu og kölluðum okkur hinum ýmsu nöfnum t.d. „Hvítuvíkinga- riddaraliðssveitina“ og „Systra- bræðrafélagið“. Það var yfirleitt glatt á hjalla hjá okkur og þá sér- staklega ef Halldór Bjarni var með, því aldrei var langt í brosið hjá hon- um. Hugmyndafluginu voru heldur engin takmörk sett og í eitt skiptið er við stelpurnar sátum saman í herbergi 110 á vistinni, heyrum við eitthvað slást í gluggann. Þegar við svo litum við þá hangir eitthvað í bandi fyrir utan. Halldór Bjarni hafði fengið eitthvað að láni hjá stelpunum og í stað þess að fara með það alla leið niður, þá sá hann þarna auðveldari leið. Herbergið hans var nefnilega beint fyrir ofan þeirra. Halldór Bjarni var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða okkur á all- an þann hátt sem honum var unnt. Ef eitthvað leit út fyrir að vera eitt- hvert vandamál þá var því bara ein- faldlega reddað. Það er ýmislegt sem Halldór Bjarni kenndi mér í gegnum árin en þó einna helst að við skulum ekki gleyma okkur í ei- lífum áhyggjum af veraldlegum hlutum. Við skulum heldur ganga um brosandi og jákvæð og vera þol- inmóð við allt og alla. Ég trúi því að Halldóri Bjarna líði vel þar sem hann er, les Gretti og horfir á X-Files eins og hann var vanur. Svo þegar þar að kemur tek- ur hann á móti okkur opnum örm- um. Ég hef ekki þekkt Halldór Bjarna eins lengi og sumir vina minna, en ég þakka fyrir þau all- mörgu ár sem ég fékk að eiga sem vinur hans, þeim mun ég aldrei gleyma. Hann mun ávallt vera í huga mínum. Það væri hægt að halda áfram endalaust en einhvers staðar skal látið staðar numið. Elsku Óskar, Sigrún, Eygló, Siggi og aðrir aðstandendur. Megi algóður guð vera með ykkur á þess- um erfiðu tímum. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun, sem hvarflar til þín. (Hrafn A. Harðarson.) Elsku Halldór Bjarni, þakka þér fyrir að vera svona góður vinur. Þinn vinur og systrabræðrafélagi Inga Rut. Halldór Bjarni Óskarsson var ekki einn þeirra afreksmanna sem hlaðnir eru medalíum eða daglega hampað á síðum blaðanna. Hann vann sín afrek í hljóði og ekki til að öðlast frægð eða frama. Hans við- urkenningar og verðlaun voru fólg- in í hverjum deginum sem hann bætti við ævi sína. Hans barátta var hetjuleg þótt hann að lokum biði lægri hlut. Þrátt fyrir að Halldór hafi allt frá fæðingu þurft að kljást við erfið veikindi var það aldrei til umræðu þegar maður hitti hann. Hann var glaðlyndur að eðlisfari og aldrei heyrði maður hann barma sér yfir eigin bágindum en hins vegar leyndi sér ekki gleðin yfir því ef hann gat á einhvern hátt lagt öðr- um lið. Dugnaðurinn og viljinn voru alltaf langtum meiri en þrekið leyfði. Eitt af hans helstu áhugamálum voru kvikmyndir, ekki síst ævin- týra- og spennumyndir. Mest dá- læti hafði hann þó á myndunum um enska njósnarann James Bond enda áttu þeir tveir það sameiginlegt að þurfa stöðugt að berjast fyrir lífi sínu. Eini munurinn var sá að bar- átta James Bond er skáldskapur en hjá Halldóri var hún raunveruleiki. Því nefnum við þetta hér að lík- lega hefur Halldór ekki gert sér grein fyrir því að í raun var hann meiri hetja sjálfur en þeir sem hann dáðist að á hvíta tjaldinu. Að minnsta kosti verður hann það allt- af í okkar augum. Á stundu sem þessari vildu sjálf- sagt flestir geta sagt þau orð sem huggað gætu aðstandendur. Því miður er það ekki á okkar valdi. Við viljum hins vegar óska þess að for- eldrar og systkini Halldórs Bjarna minnist þess að þrátt fyrir að stríð- ið hafi að lokum tapast var þeirra erfiði síður en svo til einskis. Með þrotlausri baráttu við hlið Halldórs Bjarna öll þessi ár hafa þau fært sjálfum sér, og öðrum sem honum kynntust, dýrmætar minningar um góðan dreng. Gísli Einarsson og Guðrún Pálmadóttir. Elsku Halldór. Ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar Inga hringdi og sagði mér að þú værir dáinn því þótt þú værir búinn að ganga í gegnum þessar raunir var ég einhvern veginn viss um að þú yrðir lengur á meðal okkar, en það er víst þannig að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ég er búin að vera að rifja upp veturinn sem við stelpurnar leigð- um á Suðurgötunni og þú varst tíð- ur gestur hjá okkur. Margar góðar minningar koma upp í hugann, t.d. allir rúntarnir okkar og franska súkkulaðikakan sem þú bakaðir fyr- ir okkur og allir borðuðu of mikið af, Mr. Bean og Grettir voru líka vinsælir og þú fékkst aldrei leið á þeim og í hvert sinn sem ég sé þá á ég eftir að hugsa til þín. Svo var það líka eftir að þið vissuð að ég væri ólétt varst þú alltaf boðinn og búinn að skutla mér og gera allt til að mér liði vel þar sem ég hafði ekki kærastann hjá mér. Svo þegar þú sást litla strákinn minn fyrst ætlaðir þú ekki að þora að halda á honum en svo var það bara ekkert svo agalegt. Ég vona að guð gefi fjölskyldu þinni styrk á þessari erfiðu stundu og styðji þau í þessari miklu sorg. Kristín Sigmundsdóttir og fjölskylda. Það verður ekki hjá því komist að minnast vinar míns Halldórs Bjarna en við erum búin að þekkj- ast lengi. Við hófum skólagöngu okkar í Grunnskólanum að Klepp- járnsreykjum og leiðir okkar lágu einnig saman í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Vorum við bæði á heimavistinni og vorum ná- grannar þar. Þá urðum við mjög góðir vinir og ekki leið sá dagur að ekki væri kíkt í heimsókn og eitt- hvað brallað. Það var ávallt stutt í brosið hjá honum og tilsvör og fras- ar eru ógleymanlegir. Ég sakna þessa tíma og var oft gott að kíkja og finna góða skapið. Halldór hafði áhuga á því dul- ræna og vissi mjög margt um það ótrúlega í heiminum. Hann safnaði til dæmis bókum með Gretti sem ég fékk oft lánaðar og var kominn með gott safn af James Bond. Halldór kenndi manni margt um lífið og hann var maður sem gerði allt til þess að láta drauma sína rætast. Hann kenndi manni einnig að gefast ekki upp og taka lífinu eins og það er. Þó svo að það sæki hart að manni á maður að rísa upp aftur sterkari en fyrr. Ákveðni og styrkur voru hans kostir og því kynntist maður þegar hann fór í hjarta- og lungnaskiptin. Hann kom aftur í skólann eftir þau og var þá eins og hann hefði aldrei farið í burtu í þennan tíma. Ég þakka fyr- ir að hafa kynnst honum og hann mun ávallt eiga stað í hjarta mínu. Ég vil votta Óskari, Sigrúnu, Eygló, Sigurði og öðrum aðstand- endum og vinum innilega samúð. Megi Guð hjálpa ykkur gegnum sorgina. Inga Sigríður Ingvarsdóttir. Kveðja frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Halldór Bjarni Óskarsson er lát- inn. Hann var nemandi hjá okkur í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Við minnumst drengsins sem mætti til náms illa haldinn af erfiðum sjúk- dómi. Hann þurfti jafnvel að beita sig hörku til að geta gengið milli húsa þegar hvasst var. Hann þurfti að hafa fyrir því sem flestir höfðu í forgjöf. Það aftraði Halldóri Bjarna ekki frá því að takast á við námið, hann ætlaði að læra. Hann bjó á heimavistinni og féll mjög vel inn í hópinn þar. Hann var hvers manns hugljúfi. Svo fór hann í stóru að- gerðina til Svíþjóðar og var lengi í burtu. Tímann notaði hann líka til að læra sænsku sem hann bjó svo að síðar. Halldór Bjarni kom aftur og nú var stefnan tekin á náms- lokin. Hann hafði fengið mikla bót og var allur kraftmeiri og frískari. Allt virtist á svo góðri leið og okkur sýndist Halldór Bjarni njóta sín vel. En enginn má sköpum renna. Bat- inn varð skammvinnari en við ætl- uðum. Enn þurfti hann að berjast við veikindin og nú varð hann að láta undan. Hetjulegri baráttu var lokið. Við minnumst nú drengsins og þökkum samveruna. Halldór Bjarni var í hugum okkar sem kynntumst honum einstaklega ljúfur drengur og við minnumst hans með hlýhug og söknuði. Fyrir hönd okkar í Fjölbrautaskóla Vesturlands sendi ég fjölskyldu Halldórs Bjarna sam- úðarkveðjur og vona að minningin um ljúfan dreng veiti þeim styrk. Þórir Ólafsson skólameistari. Nú þegar hækkandi sól og vor er í lofti er baráttu elskulegs frænda lokið, dáinn í blóma lífsins. Vorið 1976 fæddist bróður mínum og mágkonu þessi yndislegi drengur, en þá strax greindist hann með hjartagalla, og aðeins ellefu mánaða fór hann í stóra aðgerð til London. Hann stóðst álagið en lungun sködduðust og læknar gáfu von um framtíð til unglingsára, nema tækninni fleygði svo fram að þá yrði hægt að hjálpa honum, og sannarlega fleygði tækninni fram, 19 ára fer hann til Svíþjóðar á biðl- ista eftir nýjum líffærum, hjarta og lungum. Í þeirri bið bjó hann í íbúð í Gautaborg ásamt mömmu sinni sem stóð sem klettur honum við hlið. Gerðu þau ýmislegt þegar þau höfðu vanist staðháttum, tóku á móti öðrum Íslendingum sem komu til að leita sér lækninga og leið- beindu þeim og uppörvuðu, en aldr- ei kvartaði hann yfir veikindum sín- um. Þegar röðin kom að honum hringdi hann sjálfur í vini sína, bjartsýnn og yfirvegaður. Aðgerðin gekk vel og lífið virtist bjart fram- undan. Nú gat hann svo margt sem hann aldrei gat áður, t.d. gengið upp brekkurnar við bæinn í sveit- inni sinni. Hann dreif sig aftur í skólann, þó að hann hefði misst af jafnöldrunum, fékk sér vinnu með skólanum á Mótel Venus. Traustur og áreiðanlegur gekk hann óbeðinn í þau störf sem hann sá að þurfti að vinna, t.d. að vaska upp, á milli þess sem hann sendist með pítsur og kók handa svöngum viðskiptavin- um. Hann var glaður og ánægður yfir fyrstu svokölluðu vinnunni sinni, að vera farinn að geta tekið þátt í störfum samfélagsins, finna líkamsþrek og sjálfstraust aukast, allt í lagi að vera dálítið þreyttur að kvöldi. Oft er mikið að gera í sveitinni og ég tala nú ekki um þegar móðir hans fór að vinna utan heimilisins, þá vantaði ekki að Halldór Bjarni tæki til hendinni við heimilisstörfin, en hafði þó orð á því að fljótlegra væri að rusla til en að taka til. Ég undraðist oft þrautseigjuna við skólabækurnar, því að hann var oft slappur, með súrefniskútinn sér við hlið. „Það dugar ekki annað en að læra eitthvað,“ sagði hann og hann sá hilla undir stúdentsprófið. Fyrir um ári fékk hann sýkingu í lungun og allt var gert til að vinna bug á henni. Ég skil ekki af hverju Guð tekur ungt fólk þegar nóg er af öldruðum og þreyttum. Halldór Bjarni var stóra hetjan sem tók veikindum sínum af æðruleysi og kvartaði ekki, það var gott að koma til hans, hann hafði hlýtt viðmót, var jákvæður og átti ótrúlega stór- an skammt af þolinmæði, sem hann þurfti svo oft á að halda. Spyrði maður um líðan hans svaraði hann ævinlega: „Ég hef það ágætt.“ „Þó að ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.“ (Höf. ók.) Elsku Óskar, Sigrún, Eygló og Siggi, ég bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hulda.                                 !     "" #""  !  $         %         ""     ! " # !#$ %% &'( )*  *( +    ( ,   %-  *. /     0%1  ( 2*   /   + 3 /   2/     +  /   %  40      /   ) 5* #+   %-  /    /   #+ 61  /  7% ) 8 %-  6   9  4/   2   6*:  Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.