Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENN er talsverð loðnuveiði og má líflegt á miðunum enda skiptir miklu máli að nota tímann vel þeg- ar jafn langt er liðið á loðnuvertíð og nú. Nóg er eftir að loðnukvóta og loðnu víða að finna á miðunum við landið. Mikið hefur til dæmis verið um að vera í Vestmannaeyjum, en eins og sjá má á myndinni koma bátarn- ir að hver á eftir öðrum drekk- hlaðnir. Hér sigla þeir inn Sigurður og Ísleifur hvor á eftir öðrum og skömmu áður hafði Antares lagst að bryggju með fullfermi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Tveir með fullfermi í innsiglingunni VINSÆLUSTU fermingardagar að þessu sinni eru um páska og hvíta- sunnu, eins og verið hefur lengi, þrátt fyrir tilmæli biskups um að prestar leitist við að ferma ekki um páska til að skyggja ekki á hið raun- verulega innihald þeirra og boðskap. Þetta kemur fram í blaðauka Morgunblaðsins um fermingar og þar kemur einnig fram að könnun á viðhorfum framhaldsskólanema fæddra 1981 og 1983 til fermingar trúar og trúðariðkunar leiddi í ljós, að 56% framhaldsskólanemanna töldu börn fermast of ung og 46,8% þeirra kváðust hafa fermst hefðar- innar vegna. Þegar framhaldsskóla- nemarnir voru spurðir að því hvort þeir teldu að hækkun fermingarald- ursins í 16 ár myndi fækka eða fjölga fermingum, svöruðu 88% þeirra að slíkt myndi gera það að verkum, að fermingum myndi fækka. Fermingar um páska og hvíta- sunnu vin- sælastar  Fermingar/C-blað LÖGREGLAN í Reykjavík fékk í gærmorgun tilkynn- ingu um að verið væri að beita konu ofbeldi í húsi í vesturbænum. Að sögn lögreglu reyndist þetta ekki á rökum reist. Húsráðandi kvaðst hins vegar hafa fengið særingamann á staðinn til að særa illa anda úr konu sinni og skýrði það lætin. Andasær- ingar, ekki ofbeldi DANSMEY á nektardans- staðnum Club 7 við Hverfis- götu féll niður af súlu í fyrri- nótt. Hún mun hafa vankast nokkuð við fallið og kvartaði eftir það um eymsli í hálsi. Lögreglan var kvödd á stað- inn um kl. 1 og sjúkrabifreið flutti stúlkuna á slysadeild Landspítala – háskólasjúkra- húss. Ekki var þó talið að meiðsli hennar væru alvarleg. Dansmey féll af súlu INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að aldrei hafi hvarfl- að að sér að samningur heilbrigðis- ráðuneytisins um rekstur hjúkrunarheimilisins við Sóltún með einkaframkvæmdarsniði yrði ódýr- ari og fjárhagslega hagkvæmari en ríkisrekin öldrunarþjónusta. Mark- miðið hafi fyrst og fremst verið að geta boðið þjónustu fyrir aldraða vistmenn sem þurfa á mikilli umönn- un að halda og þar sem gerðar væru mjög miklar kröfur um fagþjónustu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær leiðir samanburður Ríkisendurskoðunar í ljós að dag- gjald Sóltúnsheimilisins sé um 14% hærra en annarra hjúkrunarheimila sem athugunin náði til en Sól- túnsheimilið er rekið með einka- framkvæmdarsniði. Miklar kröfur gerðar um fag- þjónustu við veika einstaklinga Heilbrigðisráðherra bendir einnig á að kostnaður á legudag á Sól- túnsheimilinu nemur um 14 þúsund kr., en sólarhringurinn á öldrunar- lækningadeild sé á bilinu 17–18.000 kr. til samanburðar. „Við gerum mjög miklar kröfur til þjónustunnar á hjúkrunarheimilinu við Sóltún. Við gerum kröfur um meiri fagþjónustu heldur en almennt er veitt, vegna þess að þarna er eingöngu um mjög veika einstaklinga að ræða. Verk- kaupandi, sem er heilbrigðisráðu- neytið, hefur líka meira um það að segja hverjir leggjast inn til vistunar á Sóltúnsheimilið en annars staðar,“ segir hún. „Við höfum aldrei fyrr far- ið svona faglega og nákvæmlega of- an í það hvaða þjónustu við viljum kaupa. Það mun nýtast okkur í fram- tíðinni varðandi aðra þjónustusamn- inga sem ég tel nauðsynlegt að gera við öldrunarstofnanir, svo allir sitji við sama borð,“ segir Ingibjörg. Kaupa þjónustu fyrir veikustu einstaklingana Aðspurð hvaða hagkvæmni sé fólgin í rekstri Sóltúnsheimilisins fyrir ríkið úr því að kostnaðurinn við það er töluvert meiri en við önnur hjúkrunarheimili, sagði Ingibjörg að með þessum samningi væri ráðu- neytið að fara inn á nýjar brautir. „Ég hef aldrei látið mér detta í hug að þetta væri ódýrara en ríkisrekið kerfi. Við erum ekkert að tala um það í þessu sambandi. Það sem um er að ræða er að okkur lá á að fá 90 rúm, sem við fáum fljótt og örugg- lega fyrir okkar skjólstæðinga. Þarna erum við að kaupa þjónustu fyrir þá sem þurfa mest á henni að halda, fyrir veikustu einstaklingana. Menn verða þess vegna að átta sig á að það kostar sitt að gera kröfur til meiri fagaðila og það má einnig benda á að fyrirtækið, sem rekur heimilið, borgar skatta og skyldur sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónust- unni eru undanþegnir í dag,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir. Morgunblaðið/Jim Smart Framkvæmdir standa yfir við byggingu hjúkrunarheimilisins við Sóltún 2 í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í september. Aldrei talið að samningurinn yrði ódýrari en ríkisrekstur Heilbrigðisráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sóltúnsheimilið SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa útbúið blað þar sem farþegar í af- þreyingarferðum staðfesta með undirskrift sinni ýmislegt sem til er tekið. Meðal þess er að þeir hafi kynnt sér öryggisreglur viðkomandi fyrirtækis og muni hlíta þeim, þeir séu með ökuréttindi ef um vélsleða- ferð er að ræða, þeir hafi tilkynnt um sjúkdóma sína ef um þá er að ræða og þeir séu ekki undir áhrif- um áfengis eða vímuefna. Einnig skrifa farþegarnir undir að þeir beri sjálfir ábyrgð á því tjóni sem þeir kunna að valda vegna gáleysis eða fyrir að hafa ekki farið að settum reglum. Blöð sem þessi eru víða í notkun erlendis og þykja stuðla að auknu öryggi. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar er markmiðið með staðfestingar- blaðinu að gera farþega meðvitaðri um að það þurfi að fara varlega, hvort sem fólk ferðast með vélsleð- um á jöklum, með bátum á vatni eða niður jökulár, eða í hestaferð- um. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði við Morgunblaðið að öryggis- mál í ferðaþjónustu hefðu verið tek- in fyrir síðastliðið ár og þetta væri einn liður í þeim aðgerðum að auka öryggi farþega í afþreyingarferðum. Hún sagði sérstaka áherslu vera lagða á vélsleðaferðir, bátaferðir og hestaferðir. Til mikilla hagsbóta Afþreyingarfyrirtæki eru þegar farin að nota staðfestingarblaðið og meðal þeirra eru Íslenskar ævin- týraferðir sem nýlega urðu til með sameiningu 4 fyrirtækja, Addís, Langjökuls, Bátafólksins og Vél- sleðaleigunnar Geysis. Garðar Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri sagði öryggisatriði sem þetta staðfestingarblað vera löngu tímabært og til mikilla hags- bóta enda hefði hugmyndin að því komið frá fyrirtækjunum sjálfum en Samtökum ferðaþjónustunnar verið falið að samræma aðgerðina. Hann sagði að til viðbótar þessu blaði fengju farþegar eigin öryggisreglur fyrirtækisins og leiðbeiningar í hendur áður en lagt er af stað. Farþegar skrifa undir stað- festingu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.