Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 39 NOTKUN bætiefna úr jurtum skömmu fyrir skurðaðgerð getur truflað svæfingu eða aukið hættuna á fylgikvillum á borð við frekari blæðingu. Rétt væri að sjúklingar neyttu ekki jurta áður en þeir gang- ast undir aðgerð, að sögn dr. Suz- anne Yee, lýta- og fegrunarlæknis við Háskólann í Arkansas í Little Rock í Bandaríkjunum. Yee sagði á ársfundi bandarískra fegrunarlækna nýverið, að hjá flest- um læknum ríkti óskrifuð regla um að sjúklingar væru ekki spurðir um neyslu sína á jurta- eða fæðubótaefn- um. Hún ítrekaði að það gæti reynst banvænt að ræða þetta ekki „þar eð margar jurtir geta aukið blæðingar- tíma meðan á aðgerð stendur og eftir hana, valdið breytingum á blóðþrýst- ingi og framlengt áhrif svæfingar.“ Þar eð fólk líti ef til vill ekki á jurt- ir sem lyf sé ekki víst að það geri sér grein fyrir því, að jurtir geti haft aukaverkanir. Meðal þeirra bæti- efna úr jurtum sem geta haft áhrif á blæðingu eru musteristré, glitbrá, engifer og E-vítamín. Að auki getur ginseng hækkað blóðþrýsting, en hvítlauksefni geta lækkað hann. Meðal jurta sem geta dýpkað eða lengt svæfingu eru Jó- hannesarjurt (e. St. John’s wort) og kava kava. Yee lagði til að töku allra jurtabætiefna væri hætt hálfum mánuði fyrir skurðaðgerð, burtséð frá því hversu smávægileg hún væri. Yee hvatti ennfremur sjúklinga til ræða við lækna sína um hvaða jurta- bætiefni sjúklingarnir tækju og ráð- leggur læknum að gera það að reglu- legum þætti í sjúkrasögu skjólstæðinga sinna. Slíkt geti komið í veg fyrir vandamál og auðveldað meðhöndlun fylgikvilla. Jurtir og skurðað- gerð geta farið illa saman San Diego. Reuters. FJÖLDI dauðsfalla af völdum hjartastopps jókst umtalsvert í yngri aldurshópum fullorðinna Bandaríkjamanna á tíunda áratugn- um. Nam fjölgunin 10 prósentum hjá körlum og 32 prósentum hjá konum, að því er bandarískir emb- ættismenn greindu frá nýverið. Hjartastopp eru enn fátíð hjá fólki undir 35 ára, og er aðeins um eitt prósent af dauðsföllum af þess- um völdum. En sérfræðingar segja að þessi nýuppgötvaða aukning sé áhyggjuvaldur og sé að öllum lík- indum til marks um viðvarandi þró- un en ekki tölfræðileg ólíkindi. Vísindamenn telja að ein helsta ástæða þessarar fjölgunar sé offitu- faraldur, ásamt auknum reykingum og notkun fíkniefna, einkum kóka- íns, sem getur átt stóran þátt í því að hjartastopp verður. Læknar við Sótt- og forvarnar- miðstöðina (CDC) í Bandaríkjunum gerðu fyrstu athugun sem gerð hef- ur verið á hjartastoppi meðal fólks á aldrinum 15 til 34 ára. Greindu þeir frá niðurstöðum könnunarinnar á faraldursfræðiráðstefnu Banda- rísku hjartaverndarsamtakanna í San Antonio. Í Bandaríkjunum öllum jókst fjöldi banvænna hjartastoppa í þessum aldursflokki úr 2.710 árið 1989 í 3.000 árið 1996. Alls létust 23.320 yngri fullorðnir, þar af voru hátt í þrír fjórðu karlmenn. „Þetta eru virkilega ógnvekjandi niðurstöður sem þarf að taka mjög alvarlega,“ sagði dr. Murray Mittle- man, við Beth Israel Deaconess- læknamiðstöðina í Boston. „Ef um er að ræða atferlisþátt, eins og til dæmis reykingar eða ólöglega fíkni- efnanotkun, væri mikilvægt að geta dregið það fram.“ Dr. George Mensah, yfirmaður hjarta- og æðadeildar CDC, sagði að læknar hefðu jafnan litið svo á að hjartastopp væri einungis vandamál hjá eldra fólki. Læknar hefðu einnig áhyggjur af kynja- og kynþátta- bundnum mun. Á þessum átta árum fjölgaði dauðsföllum af völdum hjartastoppa þrefalt hraðar hjá konum en körlum. Aukningin nam 19% hjá svörtum og 14% hjá hvít- um. Hjartastopp verður þegar hjartað hættir skyndilega að dæla á kerf- isbundinn hátt og stöðvast þá blóð- rásin. Ef hjartanu er ekki komið snarlega af stað aftur deyr sjúkling- urinn fljótlega eða verður fyrir var- anlegum heilaskaða. Fleiri hjartastopp hjá yngra fólki í Bandaríkjunum „Ógnvekjandi niðurstöður“ Associated Press Breyttir lífshættir og mataræði eru tekin að segja til sín á meðal ungs fólks í Bandaríkjunum. Þar vegur þyngst offita, tóbak og fíkniefni. San Antonio. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.