Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÉRSTAKT aksturskennslu- svæði fyrir ökunema mun líta dagsins ljós í Reykjavík á næsta ári, ef fram fer sem horfir. Hafa fimm aðilar tekið sig saman um að stofna félag sem hafi það að markmiði að byggja upp og starfrækja æf- ingasvæðið til ökukennslu á 61 þúsund fermetra lóð, sem Reykjavíkurborg hefur út- hlutað félaginu við Gufunes í Reykjavík. Samkvæmt laus- legri kostnaðaráætlun er byggingarkostnaður alls um 130 milljónir króna. Er þessi framkvæmd gerð í þeirri við- leitni að fækka umferðarslys- um og bæta umferðarmenn- ingu, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem aðilarnir fimm undirrituðu í í lok síð- asta árs. Að málinu standa dómsmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra tryggingafélaga, Vegagerðin og Ökukennara- félag Íslands. Upphaflega var stefnt að því að aksturs- kennslusvæðið yrði við vega- mót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, en frá því var síðan horfið. Svæðið var áður öskuhaugar Í samantekt, sem Fjölhönn- un ehf. verkfræðistofa hefur unnið, kemur fram að svæði það sem fyrirhugað er sem akstursæfingasvæði var áður öskuhaugar. Ofan á ösku- haugana hefur verið fyllt með misþykku lagi af jarðvegi, en nákvæmar upplýsingar um þykkt jarðfyllinga liggja þó ekki fyrir. Yfirborð lands er talsvert mishæðótt, t.d. eru hæðir á hornpunktum lóða frá 10 m til 21 m. Því er nauðsyn- legt að lagfæra mishæðir í landinu, fergja akstursbrautir til að flýta fyrir sigi og gera ráðstafanir vegna gasmynd- unar í öskuhaugunum. Í áðurnefndri yfirlýsingu aðilanna fimm segir, að það sé trú þeirra sem að félaginu standi að með tilkomu öku- kennslusvæðis skapist grund- völlur að markvissara og betra ökunámi og að hæfni ökumanna við erfiðar og krefjandi aðstæður aukist. Á kennslusvæðinu muni öku- nemar fá æfingu í meðferð ökutækja við raunverulegar aðstæður, undir eftirliti sér- þjálfaðra ökukennara. Gert er ráð fyrir að svæð- inu verði skipt í tvo hluta. Annars vegar aksturstækni- brautir sem reyna á skilning ökunema og rétt viðbrögð þegar veggrip minnkar og akstursaðstæður versna, s.s. í hálku og ísingu, og hins vegar ökugerði þar sem ökunemar læra grunnatriði í akstri áður en þeir fara út í almenna um- ferð. Fleirum boðin þátttaka í hlutafélaginu „Þetta er búið að gera víða erlendis í a.m.k. áratug í ná- grannalöndum okkar með góðum árangri,“ sagði Guð- brandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands, þegar Morgunblaðið spurði hann nánar út í málið. „Sam- kvæmt danskri rannsókn frá 1996 er fækkun óhappa vegna bættrar ökukennslu 6-18%. En þess ber að geta, að fleira hefur þar komið til en æfinga- svæðið eitt. Á umferðarþingi 30. nóv- ember í fyrra skrifuðu þessir fimm aðilar undir yfirlýsingu um samstarf um að koma á fót þessu fyrirtæki. Þetta er mik- ið áhugamál dómsmálaráð- herra og vinnunni er að miklu leyti stýrt úr dómsmálaráðu- neytinu. Við höfðum ráðgert að hafa stofnfund hlutafélags- ins 10. janúar síðastliðinn, en ákváðum svo að fresta því, til að bjóða fleirum að verða stofnaðilar að félaginu. Staðan er núna sú að það er búið að leita eftir því við sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu að þau komi inn í þetta hluta- félag, í hlutfalli við íbúabyggð í hverju þeirra um sig, og það er verið að bíða eftir svari frá þeim, ásamt því að það er búið að leita eftir því formlega við Bílgreinasambandið að bif- reiðaumboðin komi að málinu líka. Ég á von á að hlutafélag- ið verði stofnað mjög fljót- lega, jafnvel í aprílmánuði. Þetta er búið að fara í fyrstu grenndarkynningu og er ver- ið að ganga endanlega frá deiliskipulagi að landinu. Það er reiknað með að lóðin verði afhent í maí eða júní næst- komandi.“ Stefnt er að því að öku- kennslusvæðið verði tekið í notkun á árinu 2002 og að notkun þess verði fastur þátt- ur í ökunámi og að samið verði við Ökukennarafélag Ís- lands um rekstur þess. Aksturs- kennslu- svæði opnað næsta ár?                         ! ""#  !   $"%       & ' (   )" "% ""#  *!   % + * %" , * -  , Grafarvogur BÍLASÖLURNAR sem standa við Hringbraut eru á skammtíma leigulóðum og hafa því ekki venjulegan lóða- leigusamning og þar af leið- andi ekki full réttindi eins og þær bílasölur sem eru með langtímasamning. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðs- ins við Stefán Hermannsson borgarverkfræðing, en í blaðinu í gær sagði Geir Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Bernhard ehf., sem rekur Aðalbílasöluna, að borgaryfirvöld hefðu ekki boðið þeim bílasölum sem þyrftu að víkja vegna færslu Hringbrautar bætur. Stefán sagði að bílasölurn- ar hefðu fengið leyfi til bráða- birgðanota og að þær borg- uðu hvorki venjuleg gjöld af lóðunum né eðlilega leigu eða kostnað. „Þar með er réttarstaða þeirra allt önnur en ef þær væru með úthlutaða lóð,“ sagði Stefán og bætti því við að þær gætu því ekki lagt fram bótakröfu þótt þær þyrftu að flytja. Geir sagði í blaðinu í gær að fyrirtæki sitt hefði greitt fullt verð fyrir lóðir við Klett- háls en í því hverfi hefði upp- haflega átt að vera miðstöð viðskipta með notaða bíla í borginni. Nú væri borgin hins vegar búin að úthluta þar lóðum til allskonar fyr- irtækja. Stefán sagði að það væri alrangt að svæðið við Klett- háls hefði í upphafi verið skipulagt beinlínis fyrir bíla- sölur. En þar sem borgin hefði þurft að leysa lóðamál margra bílasala þá hefði verið reynt að úthluta sem flestum þeirra lóðum á svæðinu. „Við létum allar bílasölurn- ar sem vildu flytja þangað fá lóð og þá urðu þrjár lóðir eft- ir og þær fengu fyrirtæki sem eru með annars konar starfsemi. Það skekkir hins vegar samkeppnina hjá bíla- sölum ef sumir fá ókeypis bráðabirgðaleyfi á einhverri lóð á meðan við erum að reyna að fá aðra til þess að koma sér varanlega fyrir.“ Framkvæmdir við Hring- braut hefjast í haust Í blaðinu í gær sagðist Geir eiga von á því að Aðalbílasal- an fengi að vera á sínum stað í friði þetta ár og út það næsta og sagðist hafa heim- ildir fyrir því að litlar líkur væru á að framkvæmdir við færslu Hringbrautar gætu hafist í haust. Að sögn Stefáns er verkið hins vegar á áætlun. Hann sagði að matsáætlun hefði verið lögð fyrir borgarráð fyrir skömmu og því benti ekkert til annars en að fram- kvæmdir hæfust í haust. Ókeypis leyfi skekkja sam- keppni bílasala Hringbraut STÓRHÝSIÐ sem Ístak er að reisa á lóð Skeljungs við gatnamót Kringlumýr- arbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar hefur sprottið upp af miklum hraða á þessum góðviðr- isvetri og eins og sá fjöldi sér, sem þar á leið fram hjá daglega, mun húsið setja mikinn svip á umhverfið þar í framtíðinni. Iðnaðarmenn eru önnum kafnir við upp- steypu hússins. Morgunblaðið/Jim Smart Stórhýsi rís Laugavegur HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur til með- ferðar tillögu um að gengist verði fyrir skoðanakönnun meðal kosningabærra manna í hreppnum til að kanna afstöðu þeirra til formlegra viðræðna um sameiningu við Garðabæ. Þegar hafa farið fram könn- unarviðræður. Á hrepps- nefndarfundi sl. þriðjudag var lögð fram greinargerð við- ræðunefndar sem skipuð var tíu fulltrúum Bessastaða- hrepps og Garðabæjar. Nefndin hittist á þremur fundum, safnaði upplýsingum og fór yfir langtímaáætlanir sveitarfélaganna tveggja í hinum ýmsu málaflokkum. Hreppsnefndin samþykkti einróma tillögu meirihlutans um að á næsta bæjarstjórnar- fundi verði tekin afstaða til skoðanakönnunar meðal kosningabærra íbúa Bessa- staðahrepps, þar sem leitað verði álits þeirra á því hvort skipa eigi formlega samstarfs- nefnd til að vinna að athugun á sameiningu. Útbúin verði kynningargögn fyrir íbúa, sem m.a. verði byggð á upp- lýsingum úr hinum nýaf- stöðnu kynningarviðræðum. Að lokinni dreifingu kynning- argagna verði efnt til borgara- fundar fyrir íbúa sveitar- félagsins. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurð um næstu skref af hálfu Garðabæjar í málinu, að málið yrði kynnt í bæjar- stjórn. Í greinargerð viðræðu- nefndarinnar væri fyrst og fremst að finna lýsingu á stöðu einstakra málaflokka en nefndin tæki ekki afstöðu til framhalds málsins. „Við metum það svo að frumkvæði hafi komið frá Bessastaðahreppi að þessu sinni og það sé þá hrepps- nefndar þar að koma með ein- hverjar hugmyndir um næstu skref,“ sagði Ásdís Halla og sagði að væntanlega yrði beð- ið könnunarinnar í Bessa- staðahreppi og síðan metið hvað kæmi út úr því. Upplýsingar á bessa- stadahreppur.is Greinargerð viðræðunefnd- arinnar er að finna á heima- síðu Bessastaðahrepps og þar er að finna ýmsar tölulegar upplýsingar um stöðu sveitar- félaganna tveggja. Þar bjuggu samtals 9.591 maður í lok síðasta árs, 8.050 í Garðabæ en 1.541 í Bessa- staðahreppi. Spár gera ráð fyrir að Garðbæingum fjölgi um þúsund til 2004 en íbúum Bessastaðahrepps fjölgi á sama tíma um 352. Greinilegur munur er á ald- urssamsetningu sveitarfélag- anna tveggja. 4,8% Garðbæ- inga eru 60–64 ára en 2,7% Álftnesinga. 10,7% Garðbæ- inga eru eldri en 65 ára og 6,4% sjötíu ára og eldri. Í Bessastaðahreppi eru 3,65% eldri en 65 ára, þar af 2% sjö- tug og eldri. Á hinn bóginn eru 5,2% íbúa Garðabæjar á aldrinum 2–5 ára en hlutfallið í þeim hópi er 7,6% í Bessastaðahreppi. 16,5% Garðbæinga eru á grunnskólaaldri en 20,1% Álftnesinga. Samtals hefur Garðabær 520 manns í vinnu á sínum vegum en með sumarfólki veitir bærinn 800 manns vinnu, sem svarar til þess að nær tíundi hver bæjarbúi fái laun frá sveitarfélaginu. Bessastaðahreppur hefur 115 starfsmenn en yfir sum- artímann eru starfsmenn hreppsins 190 talsins, sem svarar til þess að um það bil áttundi hver íbúi vinni hjá sveitarfélaginu. Tillaga til meðferðar í hreppsnefnd Bessastaðahrepps Könnun meðal íbúa um sameiningu við Garðabæ Bessastaðahreppur/Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.