Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 43 FLUGMÁLASTJÓRN get-ur tekið undir tillögur í ör-yggisátt sem Rannsókna-nefnd flugslysa bendir á og í reynd hefur það verið eitt af for- gangsverkefnum stofnunarinnar að koma á gæðakerfi á flugöryggis- sviðinu,“ segir Þorgeir Pálsson flug- málastjóri en ein af tillögum nefnd- arinar er að komið verði á gæðakerfi fyrir flugöryggissvið stofnunarinnar. Segir flugmála- stjóri unnið að slíkum kerfum á hin- um Norðurlöndunum og fylgist löndin að í þeim efnum en hérlendis hefur þessi vinna staðið síðustu þrjú árin. „Þetta er stórt verkefni og tekur á öðrum tillögum í öryggisátt sem nefndar eru í skýrslunni, svo sem skráningu flugvéla, úttektum á flug- rekendum og fleiru. Við erum sífellt að breyta verklagsreglum okkar, ekki síst að gefnum tilefnum þó að við séum ekki búin að ljúka vinnu við fullkomið gæðakerfi. Við munum auðvitað fara sér- staklega yfir allar ábendingar sem nefndar eru í skýrslu rannsókna- nefndarinnar.“ Viðbúnaður í Vestmannaeyjum Varðandi tillögu um að efla eft- irlit með flugi sem tengist miklum mannflutningum á þjóðhátíðinni í Vestmannaneyjum sagði flugmála- stjóri að í mörg ár hefði viðbúnaður verið í Eyjum í kringum þjóðhátíð- ina. „Við höfum í mörg ár haft viðbún- að til að stjórna umferð fólks í flug- stöðinni og á flughlaðinu og fylgst með flutningunum. Á síðasta ári var sérstakt átak til að fylgjast með því að engir aðrir en þeir sem hefðu til- skilin réttindi væru að stunda þessa flutninga. Það hefur stundum borið við að einkaaðilar væru að gera eitt- hvað sem þeir hafa ekki réttindi til.“ Ein ábending RNF var um að flugrekendur setji reglur varðandi aðgang farþega að framsæti við virk stýri þegar einn flugmaður stjórnar flugvél. Flugmálastjóri sagði þetta hafa verið til umræðu og ýmis sjón- armið uppi. Spurning væri hvort banna ætti farþegum að sitja í þessu sæti eða hvort unnt væri að gera stýrin óvirk og sagði hann ekki eitt sjónarmið uppi innan Flugöryggis- samtaka Evrópu, JAA. „Við munum í tilefni af þessari ábendingu taka þetta málefni sérstaklega upp á vettvangi Flugöryggissamtaka Evrópu.“ Ítarlegri reglur síðar á árinu Einnig leggur RNF til að endur- metin verði ákvörðun um ótíma- bundna frestun á gildistöku svo- nefndra JAR-OPS 1 reglna eða flugrekstrarreglugerðar Flugör- yggissamtaka Evrópu. Þær tóku gildi gagnvart flugrekendum með vélar þyngri en 10 tonn og með fleiri farþega en 19 1. apríl 1998 en hafa ekki enn tekið gildi gagnvart flug- rekendum með minni vélar fremur en í flestum öðrum aðildarríkjum JAA. „Það lá fyrir að Flugöryggissam- tök Evrópu myndu ekki taka upp þessa reglugerð fyrir flugrekendur með minni vélar fyrr en síðar. Við erum að vinna í takt við tímaáætlun Flugöryggissamtakanna á þessu sviði og nú liggur fyrir að hún taki gildi síðar á þessu ári. Við höfum verið að vinna að þessu með flug- rekendum um nokkurt skeið. Við höfum því ekki litið á þetta sem ótímabundna frestun enda hefur það verið keppikefli okkar að reglur samtakanna taki gildi hérlendis á sama tíma og á hinum Norðurlönd- unum.“ Þorgeir segir þessar reglur nánar og ítarlegar um allt sem snýr að flugrekstrinum, m.a. að komið verði upp innra gæðakerfi og skrifaðar nýjar flugrekstrarhandbækur sem uppfylla skilyrði reglnanna. „Þessar reglur eru miklu ítarlegri og ná- kvæmari en þær sem menn hafa hingað til unnið eftir. Þess vegna er þetta gríðarlegt átak fyrir þessa minni flugrekendur eins og það var fyrir þá stóru á sínum tíma. Við stefnum að því að þessar reglur taki gildi síðar á árinu.“ Þorgeir Pálsson sagði að lokum að Flugmálastjórn gerði ekki at- hugasemdir við þær meginniður- stöður RNF sem varða orsök flug- slyssins. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri Förum yfir allar ábendingar 3, sem var að flug- lar áætl- ma tíma. jórinn í o að um- r sig með da blind- GTI, sem eða við nuna, fara lendingar f því TF- gja frá til inn gerði. tók flug- maður TF-GTI svo krappan hring, að þegar flugvélin var um það bil yfir þröskuldi flugbrautarinnar var ICB-753 enn á flugbrautinni en u.þ.b. að aka út af henni á móts við flugskýli nr. 8. Flugumferðarstjór- inn mat svigrúm TF-GTI til lend- ingar ekki öruggt og gaf því flug- manninum fyrirmæli um að hætta við og fara umferðarhring. 3.19 Flugmaðurinn framkvæmdi ekki fráhvarfsflugið í samræmi við reglur Flugmálahandbókar, heldur sveigði fljótt af brautarstefnu og klifraði nálægt stefnu flugbrautar 25 í áttina að Skerjafirði. 3.20 Hinn krappi hringur sem flugmaðurinn flaug til lendingar á eftir ICB-753 svo og hin ótíma- bæra beygja eftir að hann fékk fyrirmæli um að hætta við lend- ingu gætu gefið vísbendingar um að hann hafi haft efasemdir um eldsneytismagnið um borð. Flug- maðurinn gaf hins vegar aldrei til kynna að hann þyrfti forgang til lendingar. 3.21 Flugmaður TF-GTI var að hækka flugið, hafði dregið upp hjól og vængbörð og flugvélin var kom- in í um 500 feta flughæð yfir Skerjafirði í fráhvarfsfluginu, þeg- ar hreyfillinn missti afl. Flugvélin var í láréttu flugi og sveigði til vinstri. Flugmaðurinn kallaði upp að flugvélin væri í ofrisi og fjöldi sjónarvotta sá hana velta til vinstri og steypast í bröttu gormflugi í sjóinn um 350 metra frá landi. Flugvélin brotnaði sundur og sökk á um sex metra dýpi með alla inn- anborðs. 3.22 Flugvélin var þunghlaðin á litlum hraða í fráhvarfsflugi þegar hreyfillinn missti afl. Hafi flug- maðurinn reynt endurgangsetn- ingu hreyfilsins hefur það tekið nokkurn tíma en það ásamt því að halda stjórn á flugvélinni krafðist einbeitingar og markvissra að- gerða. Þar sem þetta var 22. flug- ferð hans þennan dag og flugvakt hans var orðin 13 klst., kann það að hafa dregið úr einbeitingu og nákvæmni hans við stjórn flugvél- arinnar og stuðlað að því að hann missti stjórn á henni. 3.23 Þegar gangtruflanirnar hóf- ust og hreyfillinn missti afl, hélt flugmaðurinn áfram láréttu flugi út yfir Skerjafjörð. Í þeirri flug- hæð og afstöðu til flugvallarins sem flugvélin var í, var ekki svig- rúm til annars en að halda flug- hraðanum í svifflugi að stjórnaðri nauðlendingu á haffletinum. 3.23 * Ljóst virðist að flugmað- urinn beindi ekki nefi flugvélarinn- ar tafarlaust niður til þess að halda eða ná upp flughraða til nauðlend- ingar á haffletinum eftir að hreyf- illinn missti aflið. Tillögur í öryggisátt Rannsóknarnefnd flugslysa leggur til við samgönguráðherra: 4.1 Að hann endurmeti ákvörðun sem fram kemur í auglýsingu nr. 171 frá 9. mars 1998, um ótíma- bundna frestun gildistöku reglna sem byggist á JAR-OPS 1 og varð- ar flugrekstur minni flugvéla í at- vinnuskyni. Rannsóknarnefnd flugslysa leggur eftirfarandi til við Flug- málastjórn: 4.2 Að verklagsreglur flugör- yggissviðs Flugmálastjórnar er varða skráningu notaðra loftfara til atvinnuflugs verði endurskoð- aðar. Annaðhvort verði þess kraf- ist að innflytjandinn útvegi út- flutningslofthæfisskírteini (CofA for Export) frá flugmálastjórn út- flutningsríkisins, eða Flugmála- stjórn Íslands framkvæmi sjálf skoðun á loftfarinu sem uppfyllir kröfur til útgáfu slíks skírteinis. 4.3 Að hún komi á gæðakerfi fyrir starfsemi flugöryggissviðs stofnunarinnar. 4.4 Að flugrekstrardeild flugör- yggissviðs Flugmálastjórnar geri áætlun um formlegar úttektir á flugrekendum. Úttektirnar séu samkvæmt við- urkenndum aðferðum gæðastjórn- unar. 4.5 Að hún leggi sérstaka áherslu á að viðhaldsaðilar flug- véla haldi nákvæma skráningu um það viðhald sem framkvæmt er, þ.á m. að þeir skrái allar niður- stöður mælinga sem gerðar eru. 4.6 Að hún sjái til þess, að flug- rekendur sem ekki hafa þegar sett ákvæði í flugrekstrarhandbækur sínar, er varða aðgang farþega að framsæti við virk stýri þegar einn flugmaður er á flugvélinni, geri það. 4.7 Að hún efli eftirlit sitt með flugi tengdu þeim miklu mann- flutningum sem eiga sér stað í tengslum við þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson af Cessna gerð, 210 Centurion II. öður og til- öryggisátt fnd flugslysa dregur saman töður varðandi flugslysið í riðja kafla skýrslu sinnar og um er að finna tillögur í ör- m beint er til samgönguráð- málastjórnar. Ekki tókst að eiguflugs Ísleifs Ottesen við m skýrslunnar í gærkvöldi. LÖGREGLAN mun taka sér tíma til að fara yfir skýrslu Rannsóknanefndar flugslysa og bera saman við þau gögn sem hún hefur aflað sér í sambandi við rannsókn lög- reglu á flugslysinu í Skerja- firði. Sigurbjörn Víðir Eggerts- son, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir myndu yfirfara sín gögn og bera saman við skýrsluna og athuga hvort það væri eitt- hvað frekar sem þeir þyrftu að skoða. Þeir mundu taka sér tíma í það og ekkert væri hægt að segja um það á þessu stigi hvenær niðurstaða lægi fyrir. Rannsókn lögregl- unnar á flugslysinu Taka sér tíma til að fara yfir skýrslu RNF munum sem bet- la. lugslysa il Flug- agði að- alað úr- em giltu og flug- ast regl- eftirliti. n eftirlit um sem Loks tofnunin ninni og gerð sér- ugmála- trygging hverju ð vinnu- rnunum það hlyti að verða tekið tillit til allra þeirra ábendinga sem kæmu frá Alþjóða- flugmálastofnuninni. Sturla sagðist að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að það verði farið yfir málið í heild. Starf- semi Rannsóknarnefndar flug- slysa eins og starfsemi Rannsókn- arnefndar sjóslysa gengi út á að rannsaka slys og draga lærdóm af því sem gerst hefði í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að slíkt end- urtaki sig. „Það er afar mikilvægt að fara vandlega yfir þær tillögur og taka þeim ábendingum sem Rannsókn- arnefndin setur fram og ég mun að sjálfsögðu gera það. Við mun- um á næstu dögum fara yfir þetta í ráðuneytinu og með Flugmála- stjórn og ganga í það að uppfylla þær ábendingar sem þarna koma fram,“ sagði Sturla ennfremur. herra andlega rslunni Meginniðurstöðurnarkoma ekki á óvart,þær eru nokkurn veg-inn eins og við mátti búast að mínu mati, óvandaðar og ófullnægjandi,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, faðir eins þeirra sem lést eftir flugslysið í Skerja- firðinum, er hann er spurður álits á niðurstöðu skýrslu RNF. „Hvað brotlendinguna sjálfa varðar er meira og minna öllu dembt á flugmanninn og honum ætlaðir hlutir sem flugrekstrar- stjóra og eiganda flugfélagsins var ekki síður ætlað að fram- fylgja. Hvað málið í heild varðar er verið í niðurstöðunum að reyna að gera sem minnst úr hlutverki og ábyrgð Flugmálastjórnar en þegar tillögur í öryggisátt eru skoðaðar og viðhlítandi texti um hann í skýrslunni kemur í ljós að samgönguráðherra brást með frestun á JAR-OPS 1-reglugerð- inni 1998 því ef sú frestun hefði ekki átt sér stað hefði flugslysið ekki átt sér stað. Þá kemur í ljós að Flugmála- stjórn brást með svo alvarlegum hætti að flugmálastjórar hafa fokið fyrir minna og ekki síður koma fram alvarlegar ávirðingar á framkvæmdastjóra flugörygg- issviðs Flugmálastjórnar sem hefur að aðalstarfi að vera pró- fessor í gæðastjórnun við Há- skóla Íslands, slíkar ávirðingar að hann á að sjá sóma sinn í því að kveðja embætti sitt ásamt flugmálastjóra.“ Ekki endilega flugmaðurinn sem átti að segja nei Friðrik Þór kvaðst einnig vilja taka fram að dapurlegt væri hversu mikil ábyrgð væri ætluð flugmanninum. „Það er dapurlegt þegar ábyrgðin liggur ekki síður annars staðar. Það einblína allir á að þetta hafi verið 22. ferðin hans og að hann hafi verið búinn að fljúga í 13 klukkustundir. Það er ekki endilega hann sem átti að segja nei, ég er búinn að fljúga of mikið. Það eru eigandi flugfélags- ins, Ísleifur Ottesen og flug- rekstrarstjórinn, báðir í Vest- mannaeyjum, sem áttu að segja nei, þú ert búinn að fljúga of mik- ið,“ sagði Friðrik Þór að lokum. Friðrik Þór Guðmundsson Ábyrgðin ekki síður hjá öðrum en flugmanninum Reynt að gera sem minnst úr hlutverki og ábyrgð Flug- málastjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.