Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG UM VIÐSKIPTASÉRLEYFI (franchising) 9:00 Setning Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri PricewaterhouseCoopers 9:05 Farið yfir aðdraganda að stofnun félagsins og tilgang þess, Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu 9:20 Hvers vegna Félag um viðskiptasérleyfi? Karin Ericsson, framkvæmdastjóri Svenska Franchiseföreningen 10:00 Tillaga borin upp um stofnun félagsins - Samþykktir félagsins ræddar og bornar undir atkvæði - Kosning stjórnar - Önnur mál Emil B. Karlsson, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu Tilgangur félagsins er m.a. að auð- velda stofnun fyrirtækja með við- skiptasérleyfi og standa vörð um hagsmuni aðildar- fyrirtækja. Drög að samþykkt- um félagsins má finna á heimasíðu SVÞ - Samtaka verslunar og þjón- ustu, www.svth.is STOFNFUNDUR Þriðjudaginn 27. mars 2001 kl. 9:00 hefst stofnfundur félags um viðskiptasérleyfi á 14. hæð í Húsi verslunarinnar. ER það svona sem stríðið hefst? Með litlum hópi skæruliða, sem nær að skapa usla og skelfingu hjá stjórn- völdum sem svo aftur bregðast við af mikilli hörku? Samúð almennings með skæruliðum annars vegar, og lögreglu hins vegar eykst, sannleik- anum er hagrætt þegar hann er of óþægilegur til að horfast í augu við. Orð eins og þjóðernishreinsanir skjóta upp kollinum og líkurnar á því að þjóðirnar tvær sem byggja þetta litla land, Makedóníu, geti búið sam- an í friði virðast minnka frá degi til dags. Það er einkennilega hljótt í Tet- ovo. Þrátt fyrir að allnokkrir séu á ferð í morgunsárið, heyrist aðallega fuglasöngur – og sprengjudrunur með óreglulegu millibili. Verslanir eru opnar en óvenju lítið er að gera. Menn ræða atburði gærdagsins og næturinnar; mennina tvo sem voru skotnir við lögreglueftirlit og frétt af því að árás hafi verið gerð á þorp fyr- ir ofan Tetovo í skjóli nætur. Það er spenna í loftinu, enn er skotið í ná- grenni borgarinnar og það á að jarða tvímenningana. Enginn veit hvar eða hvenær. Lögreglan hvarvetna Þessi föstudagur í Tetovo minnir um óhugnanlega margt á Kosovo. Tetovo er skipt borg, um níu af hverjum íbúum borgarinnar eru Al- banar, afgangurinn Makedónar sem búa í hverfinu efst í borginni, því er liggur uppi í hlíð þar sem albanskir skæruliðar hafa aðsetur. Það er eng- inn samgangur á milli þessa og ann- arra hverfa borgarinnar. Lögregla er hvarvetna á götum úti; í hverfum Al- bana sitja lögreglumennirnir einir og eru varir um sig, í slavneska hverfinu halda íbúarnir þeim félagsskap, færa þeim kaffi að drekka og eiga við þá viðskipti. Mikill fjöldi fréttamanna hefur komið sér fyrir í borginni og eftir því sem líður á morguninn fjölgar enn í liðinu. Sumir vilja halda upp í fjalls- hlíðarnar en eru reknir jafnóðum niður aftur, lögreglan hefur lokað öll- um vegum af. Vilji menn fara upp í hlíðarnar verða þeir að laumast á milli trjánna og eiga á hættu að verða fyrir skotum úr annarri hvorri átt- inni. Fréttir berast af því að á annað hundrað manns hafi flúið sprengju- árásir á fjallaþorp og komist til Kos- ovo, margir séu særðir. Síðar kemur í ljós að flóttamennirnir eru tíu, þrír sárir. Borgin er undir miklu eftirliti, lög- regla og brynvarðar bifreiðar við alla vegi inn og út úr henni og íbúar ná- grannaþorpanna þora sig hvergi að hreyfa; þeim hefur verið sagt að vera ekki á ferð nema brýna nauðsyn beri til, segir einn þeirra, enskukennari við háskólann í Tetovo. Hann fer ekki frekar til vinnu en aðrir í þorpinu, þorir ekki að ferðast, nú og svo hefur háskólanum, rétt eins og flestum menntastofnunum verið lokað. Ekki einu sinni rektorinn, prófessor dr. Fadil Sulemani, mætir til vinnu, seg- ir það of hættulegt þar sem ítrekað hafi verið skotið á bygginguna. Hann fer ekki í launkofa með skoðanir sín- ar, segir falskt lýðræði í Makedóníu. Engar albanskar stofnanir njóti rík- isstyrks, hvorki háskólinn, sem var stofnaður fyrir sjö árum né aðrar. Það eina sem stjórnvöld vilji Albön- um sé að fá skattpeninga þeirra. Dr. Sulemani segir Albana í Makedóníu aðeins vilja jafnrétti og lýðræði, dreifingu valds eftir áratug síaukinn- ar miðstýringar. „Við höfum verið kúgaðir, sakaðir um að vera þjóðern- issinnar og nú ofan á allt saman hryðjuverkamenn“, segir hann. Rektorinn er heldur ekki sáttur við tilraunir vestrænna ríkja til að setja upp nýja háskóladeild í Tetovo, nokkuð sem hann segir til marks um að þau telji háskólann of þjóðernis- sinnaðan. Sulemani er bitur í garð albönsku stjórnmálamannanna sem gengu inn í stjórnina. „Þeir ná engu fram. Þeir eru samábyrgir fyrir því sem er að gerast.“ Prófessorinn segist sjálfur ekki vera flokkspólitískur en honum hitnar í hamsi þegar hann ræðir um varaforsætisráðherrann Arben Xhaferi og aðra Albana í ríkisstjór- inni. „Mesta vandamálið eru albansk- ir samverkamenn stjórnvalda. Xha- feri lýgur, svíkur og ráðskast með Albana til að halda stöðu sinni,“ segir Suleimani og klykkir út með því að saka makedónsk stjórnvöld um að standa fyrir þjóðernishreinsunum. Píslarvottar Það er farið að nálgast hádegi og fjöldi fólks hefur safnast saman við líkhús borgarinnar þar sem fullyrt er að líkin verði afhent á hverri stundu. Klukkustundir líða en að endingu rennir skærgræn, lengd Lada frá lík- húsinu. Inn um afturgluggann sést í græna trékistu, í lit islams. Hópurinn fylgir eftir til garðsins, þar sem kist- an er borin inn í hús og líkið þvegið að hætti múslima, áður en því er komið fyrir í kistunni að nýju. Hitt líkið er fært yfir í grafreitinn og ekki líður á löngu þar til mikill fjöldi karl- manna hefur safnast þar fyrir. Menn eru reiðir og bitrir. Samsær- iskenningarnar hafa öðlast nýtt líf yf- ir nóttina. Feðgarnir sem daginn áð- ur sáust draga handsprengjur upp úr úlpuvasanum eru orðnir að píslar- vottum, þrátt fyrir að sjónvarpsupp- tökur séu til af atburðinum. Albönsk dagblöð fullyrða að handsprengjan hafi í raun verið farsími en auk þess lifir sú saga góðu lífi að lögreglan hafi komið þeim fyrir í bílnum. Erlendir blaðamenn reyna árang- urslaust að sannfæra viðmælendur sína um að mennirnir hafi greinilega sést draga handsprengju upp úr vas- anum. Á það er ekki hlustað, æ fleiri hópast í kringum blaðamennina og setningin: Við erum ekki hryðju- verkamenn, þeir eru búnir að gera okkur að hryðjuverkamönnum, er endurtekin í sífellu á bjagaðri þýsku. Þjóðunum att saman „Hvers vegna skjóta þeir á okk- ur?“ spyr ungur maður sem túlkar fyrir þýska hermenn í nágrenni borgarinnar. Hann heitir Limani Sa- dat, tæplega þrítugur, og kveðst hafa unnið með feðgunum sem bera á til grafar. Þeir hafi báðir verið leigubíl- stjórar, friðelskandi menn sem hefðu aldrei látið sér detta í hug að vera með vopn í bílnum. Sadat segir stjórnvöld standa að baki átökunum nú, sakar þau um að etja saman Alb- önum og Makedónum. „Vandamálið er ekki á milli þjóð- anna, við sitjum saman á kaffihúsum og ræðum málin.“ Sadat segist ekki skilja hvers vegna átökin hafi brotist út nú, kveðst hafa samúð með skæru- liðunum en ekki vilja berjast með þeim. Nema svo fari að hann telji konu sína og börn í hættu. Kennar- inn Ekrem Aliti tekur dýpra í árinni en Sadat; segir átökin í Tetovo inn- flutt frá höfuðborginni Skopje til að skapa ringulreið. En Albanar í Tet- ovo séu vissulega reiðir, enda hafi þeir tapað réttindum sínum jafnt og þétt frá því gamla Júgóslavía leið undir lok. Það sé engin von fyrir ungt fólk, það eigi í erfiðleikum með að fá menntun og vinnu, og fyllist örvænt- ingu. „Þeir vilja reka okkur úr landi, vilja losna við okkur til Kosovo og Albaníu,“ segir þriðja röddin í sí- stækkandi hópnum. Fikret Aliu segir Makedóníumenn hafa lært af Kos- ovo, þeir viti hvernig hefja eigi stríð. „Óbreyttir borgarar falla nú. Við gerum ekki svona, hvenær hafa Alb- anar drepið konur og börn?“ spyr hann. Hundruð manna, allt karlmenn, eru komin til að fylgja feðgunum, Razim Koraci og Ramadush Koraci, til grafar. Konur og börn, þar með talin nánasta fjölskylda, eru ekki við- stödd, heldur bíða við hlið grafreits- ins að albönskum sið. Trúarleiðtogi Albana í borginni syngur yfir þeim áður en líkin eru tekin úr kistunum og jörðuð. Ólíkt því sem gerist í Kos- ovo er albanski fáninn hvergi sjáan- legur, rétt eins og til að leggja áherslu á að vopnuð uppreisn í hlíð- unum fyrir ofan borgina sé ekki verk manna frá Albaníu eða Kosovo. At- höfnin stendur stutt. Meðan á henni stendur hefur makedónski herinn stöðvað sprengjuárásir sínar á þorp- in uppi í fjallshlíðinni. Útförinni er hins vegar ekki fyrr lokið en þær hefjast að nýju. Hinum megin í borginni, uppi í fjallshlíðinni, hverfi makedónskra íbúa borgarinnar, er spenna í lofti. Fáir á ferli og um leið og útlendingar sjást á götu eru þeir umkringdir þungvopnuðum lögreglumönnum sem segja skæruliða hafa skotið öðru hverju niður úr hlíðunum. Aðkomu- fólk er ekki sérlega velkomið. Engar myndir má taka og þeir fáu sem eiga leið hjá, vilja ekkert segja. Lögregl- an leyfir gestunum að endingu að ganga um en fyrsta skrefið hefur vart verið stigið er öskureiður maður kemur hlaupandi og skipar öllum á brott. „Æ leyfðu þeim þetta, þau eru bara smá-skrýtin,“ segir lögreglan en allt kemur fyrir ekki. Gestirnir eru óvelkomnir. Íbúarnir eru hrædd- ir og óöruggir, tugir þeirra hafa yf- irgefið hús sín af ótta við árásir skæruliða ofan úr hlíðinni. Þeir telja sig ekkert eiga vantalað við útlend- inga, stendur nokk á sama hvort þeirra hlið á málinu birtist utan Makedóníu. Óreglulegar drunurnar heyrast enn, það rýkur úr einhverju uppi í fjallshlíðinni. Og það horfir ekkert sérlega friðvænlega í Tetovo. „VIÐ ERUM EKKI HRYÐJUVERKAMENN“ Þrátt fyrir að allt hafi verið með kyrrum kjör- um í Tetovo í Makedón- íu í gær virðast íbúarnir ekki telja að friðvæn- legir tímar fari í hönd. Sprengjugnýrinn hefur ekki þagnað og skilin á milli þjóðanna virðast skerpast dag frá degi. Urður Gunnarsdóttir og ljósmyndarinn Thomas Dworzak voru í borginni. Thomas Dworzak/Magnum Photos Ekkja Razims Koracis syrgir eiginmann og son í Tetovo í gær. Konur og börn eru að jafnaði ekki viðstödd útfar- ir heldur fylgjast með úr fjarlægð. Thomas Dworzak/Magnum Photos Razim Koraci, tæplega sextug- ur, á líkbörunum. Vinir og ætt- ingjar votta hinstu virðingu. Jarðsett er eins fljótt og auðið er, helst innan sólarhrings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.