Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 67
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 67 VÍSITASÍAN hófst með messu í Strandarkirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 20. Sama dag kl. 16 heimsótti biskup humarvinnslu Portland í Þor- lákshöfn. Á laugardagsmorguninn kl. 10 skoðar hann íbúðir fyrir aldraða og kl. 14 verður helgistund í Hjalla- kirkju. Kl. 15 á laugardag messar biskup í Þorlákskirkju. Auk þess að hitta messugesti og þá sem á leið hans verða hittir biskup sóknarnefndar- fólk og skoðar m.a. nýlegt ráðhús Ölf- usinga og hittir sveitarstjórnarmenn. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að koma til helgistundar eða messu. Biskup hefur sérstaklega ósk- að eftir því að börn og unglingar komi til kirkju og eru fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að koma. Þorlákshöfn heldur nú hátíðlegt 50 ára byggðarafmæli sitt og er heim- sókn biskups kærkomið innlegg í af- mælisárið. Reyndar hefur starf kirkj- unnar í marsmánuði samtvinnast afmælisárinu og hefur verið boðið upp á margskonar viðburði í kirkj- unni af því tilefni. T.d. hefur Stopp- leikhópurinn sýnt ævintýrið um Ósk- irnar tíu og tónlistardagskráin Úr djúpinu, sem er tónlistardagskrá sunnlenskra listmanna, var sett upp í Þorlákskirkju. Þá var messa sérstak- lega tileinkuð konum bæði í söng og tali og 1. apríl kl. 17 verður „gospel- “messa þar sem Þorvaldur Halldórs- son sér um tónlistarhliðina. Baldur Kristjánsson. Vísitasía bisk- ups í Hvera- gerðisprestakall HERRA Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands vísiterar í Hveragerðis- prestakalli dagana 25. og 26. mars. Vísitasía er hefðbundið orð yfir það þegar biskup vitjar safnaða í biskups- dæmi sínu. Herra Pétur Sigurgeirs- son vísiteraði næstur biskupa á und- an árið 1982. Vísitasía er í eðli sínu meira en kurteisisheimsókn. Hún er kynnis- og eftirlitsför biskupsins um prófastsdæmið svo að hann þekki bet- ur allar aðstæður safnaðanna, kenn- ingu prestanna, ástand og eigur kirknanna og svo mætti áfram telja. Með biskupi verða í för eiginkona hans, frú Kristín Guðjónsdóttir og prófastur Árnesinga, séra Úlfar Guð- mundsson. 25. mars, sunnudagur. Kl. 11 HNFLÍ – kapella, guðsþjónusta. Kl. 18 fundur með sóknarnefnd Hvera- gerðissóknar. Kl. 20 Hveragerðis- kirkja – messa. 26. mars, mánudagur. Kl. 11 Dvalarheimilið Ás – helgistund. Kl. 12.30 Grunnskóli Hveragerðis. Kl. 17 fundur með sóknarnefnd Kot- strandarkirkju. Kl. 20 Kotstrandar- kirkja – guðsþjónusta. Biskup mælist til þess að sem flest börn og unglingar sæki guðsþjónustur í hverri sókn. Guðsþjónusturnar í Hveragerðis- prestakalli verða sunnudagskvöldið 25. mars kl. 20 í Hveragerðiskirkju og mánudagskvöldið 26. mars kl. 20 í Kotstrandarkirkju. Sóknarprestur/sóknarnefndir. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lif- andi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dags- ins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 25. mars kl.14. Prestarnir Kjartan Jónsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna í mess- unni. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Gréta Scheving leiða lofgjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl.14 munu okkar frábæru kirkju- klukkur, Þorvaldur og Gréta, flytja þekkt dægurlög. Í lok stundarinnar er fyrirbæn og smurning. Messan fer fram á kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffiport. Í Kaffiporti er gott að setjast niður með ilmandi kaffi og kökurnar hennar Jónu renna ljúflega niður með Guðsorðinu. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&K. Fjölskylduguðs- þjónusta í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 25. mars kl. 13 verður fjölskylduguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Boðið verður upp á stutta leiksýningu, um 20 mínútur, sem ber yfirskriftina Óskirnar 10. Bolli ætlar að segja loðmyndasögu og svo ætlum við að sjálfsögðu að syngja saman hátt og snjallt. Verið velkomin í Dómkirkjuna. Sjósókn og trú í Hafnar- fjarðarkirkju LEIKDAGSKRÁ í tónum og tali um trú og sjósókn fyrr og nú verður flutt í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag kl. 16. Dagskráin nefnist Það gefur Guð minn. Dregnar verða upp leiftrandi svipmyndir af sjósókninni og þekkt- um persónum sem koma þar við sögu. Jón Hjartarson leikari hefur sett dag- skrárefnið saman og mun standa að flutningi þess ásamt leikurunum Ragnheiði Steindórsdóttur og Jóni Júlíussyni. Þórunn Sigþórsdóttir söngkona og Carl Möller píanóleikari munu ásamt leikurunum flytja sjó- mannalög og lausavísur í þessari leik- dagskrá sem er bæði fjörleg og hríf- andi. Meðal dagskráratriða eru: Sjóferðarbæn og vararsöngur. Fyrstu miðin: Fyrsta lúterska kirkj- an á Íslandi, þýska kirkjan í Hafn- arfirði. Skútan og sauðkindin. Stjáni blái. Söltu jólin í Hafnarfirði. Jarlarn- ir í Firðinum – Togaraöldin. Botnvör- pungurinn Garðar – með fulla lest. Nýsköpun. Slysin stóru. Útgerð í öldudal. Aftur byr: Skuttogaraöld. Meðal söngva eru förleg og falleg lög eins og: Með fulla lest. Sjómenn ís- lenskir. Sævar að sölum. Heyr mína bæn. Sofnar lóa. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og afmæliskringl- ur, harðfisk og smjör og samræður við leikarana í Strandbergi eftir sýn- inguna. Fyrr um daginn kl.11 fer fram sem endranær árdegisguðsþjónsta í kirkj- unni. Prestar og sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju. Sorgin vegna sjálfsvíga MIÐBORGARSTARF KFUM&K og Biblíuskólinn við Holtaveg halda sálgæslunámskeið fyrir almenning miðvikudaginn 28. mars kl. 17-21 í að- alstöðvum KFUM&K við Holtaveg. Námskeiðið kostar 2.000 krónur og innritun er í síma 5888899. Þrír fyrirlestrar verða fluttir um stór sorgarefni, einnig verður fjallað um sálgæslu og mátt bænarinnar. Dagskráin verður sem hér segir: Sálgæsla og innri sár. Kennari: Guð- laugur Gunnarsson, kristniboði. Sorgin vegna hjónaskilnaða. Kennari: Hafliði Kristinsson, ráðgjafi. Sorgin vegna sjálfsvíga. Kennari: Jón Bjarman, prestur. Matarhlé. Sorgin þegar dauðinn nálgast. Kennari: Kjellrun Langdal, hjúkrunarfræðing- ur. Máttur bænarinnar. Kennari: Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona . Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur stýrir námskeiðinu. Fyrir- spurnum verður svarað eftir fyrir- lestrana. Uppeldi til virðingar fyrir sjálfum sér og öðrum DR. SIGRÚN Aðalbjarnardóttir pró- fessor mun flytja erindi á fræðslu- morgni í Hallgrímskirkju næstkom- andi sunnudag, kl. 10. Erindið nefnir hún Uppeldi til virðingar fyrir sjálf- um sér og öðrum. Dr. Sigrún er kunn fyrir rit sín og rannsóknir á sviði upp- eldis- og menntunarfræða og hefur langa reynslu af kennslu á öllum skólastigum. Þetta erindi Sigrúnar vakti óskipta athygli þegar það var fyrst flutt á alþjóðlegri ráðstefnu um trú og vísindi í upphafi nýrrar aldar (Faith in the Future), sem haldið var hér á landi síðastliðið sumar. Að er- indinu loknu gefst tækifæri til fyrir- spurna áður en gengið verður til guðsþjónustu sem er í umsjá séra Sigurðar Pálssonar og hefst kl 11. Bolli Pétur Bollason. Leiksýning í Breiðholts- kirkju STOPPLEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið „Ævintýrið um óskirnar tíu“ í fjölskylduguðsþjónustu í Breiðholts- kirkju í Mjódd á morgun, sunnudag, kl. 11. Leikritið byggist á hinni vinsælu verðlaunabók „Við Guð erum vinir“ eftir norska rithöfundinn Kari Vinje, en leikgerðin er eftir Eggert Kaaber sem jafnframt leikur öll hlutverkin í sýningunni. „Ævintýrið um óskirnar tíu“ fjallar um Óskar, lítinn strák sem finnur töfrastaf uppi í sveit hjá ömmu og afa. Hann kynnist álfi nokkrum sem á stafinn og fær að óska sér tíu sinnum. Í verkinu er komið inn á það, að kenna börnunum að biðja rétt, kenna þeim um mátt bænarinnar og að gleyma ekki þeim sem þurfa á bæn- um okkar að halda. Leikritið er ætlað 2-8 ára börnum og tekur um 20 mínútur í sýningu. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23. Laugarneskirkja. Málþing kl. 13-16 um fátækt og einsemd, haldið á veg- um Fullorðinsfræðslu Laugarnes- kirkju í samvinnu vvið Hjálparstarf Rauða kross Íslands, fræðsludeild Biskupsstofu og Öryrkjabandalag Ís- lands. Neskirkja. Kirkjustarf eldri borgara í dag kl. 14. Ekið um vesturbæinn undir leiðsögn sr. Halldórs Gröndal o.fl. Kaffi á Hótel Sögu. Lagt af stað frá Neskirkju kl. 14. Munið kirkjubíl- inn. Allir velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11.30 Æfing hjá Litlum lærisveinum í safnaðarheimili. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Hjálpræðisherinn. kl. 13 Laugar- dagsskóli. Biskup vísiterar Þorlákshafnar- prestakall Þorlákskirkja Safnaðarstarf MIKIÐ hægviðri hefur verið á SV-horninu það sem af er marsmánuði. Fyrsti farfuglinn – sílamávurinn – kom á Garðaholtið 18. mars. Hann er fáum kærkominn þótt hann sé vissulega vorboði, enda komið vorjafndægur og dagurinn hefur tekið völdin. Nú hrópar líkaminn á C-vítamín, þótt það sé liðin tíð að Íslendingar séu fölir og guggnir á þessum árstíma. Grand-salatið er tiltölulega nýkomið á markaðinn, það er ræktað í Laugarási í Biskupstungum. Stutt er síðan farið var að rækta þessa salattegund í Evrópu, en salat sömu gerðar hefur í nokkur ár verið ræktað í Lambhaga í Mosfellssveit. Á ensku er þetta salat kallað loose-head salat (laushöfðasalat), en það hefur ekkert „hjarta“ eða kjarna og vex í hring. Því er sáð í litla potta og ræktað í finnskri mold, sem er mjög trefjakennd. Íslenska moldin mundi losna í sundur og renna burt í vatninu sem umleikur ræturnar, en í vatnið er bætt næringarefnum. Salatið hefur stuttan ræktunartíma, hálfan mánuð í uppeldi og 25 daga í blaðvöxt. Engin eiturefni eru notuð við ræktunina, það geymist mjög vel í uppréttri stöðu á köldum stað. Ekki er nóg að hafa bara salatið, mun ljúffengara er að setja á það einhverja salatsósu, t.d. vinaigrette, sem mun vera algengasta salatsósa hins vestræna heims. Sósan dregur fram bragðgæði salatsins. Salatið er líka gott með alls konar áleggi í samlokur að ógleymdri pítu, en þegar þetta fallega salat stendur upp úr pítunni biður það mann að borða sig. Salat ætti aldrei að klippa eða skera heldur rífa niður í skálina. Við geymslu dökknar það í brúnina ef það er skorið eða klippt. Salat ætti ef hægt er að rífa niður rétt fyrir notkun, C-vítamínið er fljótt að rjúka úr því. Leggið filmu eða disk yfir skálina og geymið í kæliskáp, ef salatið á að geymast. -------------- Í síðasta þætti vantaði fjölda eggja í jarðarberjatertunni, þau eiga að vera 5. Salatsósa nr. 1 (vinaigrette) 8 msk. matarolía 2 msk. ljóst vínedik Salat Matur og matgerð Kristín Gestsdóttir segir grand og borðar Grand-salat. nýmalaður pipar salt milli fingurgómanna Setjið í hristiglas og hristið saman eða þeytið saman í skál. Lögurinn á að þykkna. Salatsósa nr. 2 7 msk. matarolía safi úr ½ meðalstórri sítrónu 1 tsk. fljótandi hunang salt milli fingurgómanna 2 skvettur úr tabaskósósuflösku Setjið í hristiglas og hristið þar til þykknar. Hunangið má bræða, t.d. í örbylgjuofni. Salatsósa nr. 3 8 msk. matarolía 1 msk. rauðvínsedik 2 msk. sérrí, helst þurrt 1 msk. mild chilisósa salt milli fingurgómanna nýmalaður pipar Setjið í hristiglas og hristið saman eða þeytið í skál með þeytara. Karrísósa með sýrðum rjóma 1–2 msk. sesamfræ 1 dós sýrður rjómi 1 msk. sítrónusafi 1 msk. fljótandi hunang 2 tsk. karrí salt milli fingurgómanna Ristið sesamfræið á þurri pönnu, kælið. Þeytið allt hitt saman. Setjið sesamfræið út í um leið og borið er fram. Grandsalat með hnetum ½–1 salathöfuð dl hnetur (fleiri en ein tegund) Saxið hneturnar gróft og ristið á þurri pönnu. Rífið salatið í skál, hellið salatsósu 1, 2 eða 3 yfir og stráið hnetunum ofan á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.