Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 69 Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði Kringlunni 8-12/ www.olympia.is ALMENNINGI gefst kostur á því sunnudaginn 25. mars kl. 13–17 að kynna sér fornleifauppgröftinn sem nú fer fram á horni Að- alstrætis og Túngötu. Þá verður hægt að skoða uppgraftarsvæðið, þar sem m.a. hafa komið í ljós minjar frá tíð Innréttinganna á 18. öld og stór landnámsskáli þar sem er langeldur í gólfi. Það verða fornleifafræðingarnir Orri Vésteinsson og Mjöll Snæs- dóttir ásamt borgarminjaverði, Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur, sem fræða gesti um uppgröftinn og sögu svæðisins. Að auki hefur verið komið upp fræðsluskiltum á girðingu við Að- alstræti þar sem rakin er saga byggðar á lóðunum, en þar er talið að leifar um elstu byggð í Reykja- vík sé að finna. Einnig er þar gerð grein fyrir þeim rannsóknum sem áður hafa farið þar fram. Það er Árbæjarsafn – Minjasafn Reykjavíkur, í samvinnu við Forn- leifastofnun Íslands, sem stendur að rannsókninni fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Áætluð verk- lok eru í maí á þessu ári, en end- anlegar rannsóknarniðurstöður munu liggja fyrir að ári liðnu. Frá fornleifauppgreftrinum í Aðalstræti. Kynning á forn- leifarannsókn í Aðalstræti ALÞÝÐUSAMBAND Íslands gengst fyrir ráðstefnu um framtíð velferðarkerfisins á miðvikudaginn í næstu viku, þar sem fjallað verður um samspil almannatrygginga, líf- eyris- og skattkerfis. Ráðstefnan sem haldin er undir yfirskriftinni „Hvert viljum við stefna?“ verður haldin í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á miðviku- daginn kemur, 28. mars, klukkan 13- 17. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Joakim Palme prófessor við sænsku félagsvísindastofnunina og einn fremsti fræðimaður Norður- landa á sviði lífeyris- og velferðar- mála, en hann hefur stýrt fjölda rannsókna á lífeyris- og velferðar- kerfum Evrópu og gegnt hlutverki ráðgjafa fyrir sænsk stjórnvöld. Í er- indi sínu mun hann fjalla um við- fangsefni og möguleika velferðar- kerfis 21. aldarinnar. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands sem fjallar um það hvort lífeyriskerfið hafi burði til þess að vera meginstoð lífeyrisframfærslu landsmanna. Stefán Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands fjallar um íslenska vel- ferðarkerfið í fjölþjóðlegum saman- burði og Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ, flytur erindi sem hún nefnir „Fólk, framfærsla og fá- tæktargildrur.“ Þá mun Davíð Odds- son, forsætisráðherra, ávarpa ráð- stefnuna. Stundarhagsmunir mega ekki ráða breytingum Í frétt frá ASÍ kemur fram að brýnt sé að víðtæk sátt náist um öfl- ugt velferðarkerfi til framtíðar. Því sé ástæða til þess að skoða uppbygg- ingu þess og framtíðarþróun með þátttöku sem flestra aðila. Stundar- hagsmunir eða einstakir atburðir megi ekki ráða tilviljunarkenndum breytingum á einstaka þáttum þess. „Atburðir og umræður síðustu missera sýna þörfina fyrir þjóðar- umræðu og þjóðarsátt um framtíð- aruppbyggingu velferðarkerfisins. Hér má nefna fátæktargildrur einstakra þjóðfélagshópa, misskipt- ingu jaðaráhrifa, þjónustugjöld, Hæstaréttardóm um tekjutengingu örorkubóta og ítrekaðar kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að- gerðir stjórnvalda til að leysa úr brýnasta vandanum í tengslum við gerð kjarasamninga.“ ASÍ með ráðstefnu um velferðarkerfið AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 26. mars nk. Fundurinn verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 og hefst kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf og síðan önnur mál. Að lokn- um aðalfundarstörfum, eða laust fyr- ir kl. 21, heldur Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins, erindi um legháls- krabbamein, árangur og framtíðar- sýn. „Góður árangur er af legháls- krabbameinsleit hér á landi en allar konur á aldrinum 20–69 ára eru boð- aðar á tveggja ára fresti. Markmið leitarinnar er að minnka nýgengi sjúkdómsins með því að greina hann á forstigi og lækka dán- artíðnina með því að greina sjúk- dóminn áður er hann fer að gefa ein- kenni,“ segir m.a. í frétt frá félaginu. Kaffiveitingar verða að loknum fundi. Nýir félagsmenn eru vel- komnir. Árangur og framtíðar- sýn krabbameinsleitar Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur SEINNA úrtökumótið í VN-móta- röðinni verður haldið á Grandrokk, laugardaginn 24. mars klukkan 14. Átta efstu á mótinu komast áfram í úrslitakeppnina 31. mars, þar sem teflt verður um verðlaun að andvirði 130 þúsund króna. Væntanlegir keppendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Hrafni Jökulssyni í síma eða netfanginu hrafnj@yahoo.- com. Fyrra úrslitamótið fór fram síð- asta laugardag og þá sigraði Páll Agnar Þórarinsson. Auk hans kom- ust áfram þeir Jón Viktor Gunnars- son, Davíð Kjartansson, Bragi Þor- finnsson, Sigurður Daði Sigfússon, Stefán Kristjánsson, Tómas Björns- son og Sigurður Páll Steindórsson. Markmiðið með VN-mótunum, sem Skákfélag Grandrokk stendur fyrir í samvinnu við Viðskiptanetið, er að finna sterkasta hraðskákmann landsins í hópi áhugamanna. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad- kerfi og er umhugsunartími 5 mín- útur. VN-skákmót á Grandrokk ÍSLANDSSÍMI býður til fjöl- skylduveislu í Listasafni Reykjavík- ur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu nk. sunnudag frá kl. 14 til 16. Boðið er til veislunnar í tilefni þess að Ís- landssími býður fjölskyldunum í landinu nú upp á alhliða fjarskipta- þjónustu – hvort sem er farsíma, heimilissíma eða Internet. Í tilefni dagsins verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Kynnir verður Pétur Jóhann Sigfússon úr Ding Dong. DJ Sóley sér um tón- listina og fram koma söngstjarnan Jóhanna Guðrún, Textíl: Íslands- og Reykjavíkurmeistarar í freestyle- dansi og Gunni og Felix. Þá verða á staðnum leiktæki og Listasafnið hefur opið föndurherbergi fyrir börnin. Boðið verður upp á sneiðar af risaköku, gosi, farsímasúkkulaði og Íslandssímapúkum. Bylgjan FM 98.9 verður með beina útsendingu frá staðnum. Þessa vikuna liggja frammi þátttökuseðlar í símaleik Íslandssíma á þeim stöðum sem selja GSM-áskrift fyrirtækisins. Í verðlaun eru þrír farsímar. Upplýs- ingar um staðina má finna í auglýs- ingum Íslandssíma í Morgun- blaðinu, en meðal þeirra eru Heimilistæki, Húsasmiðjan, Japis, Penninn, Fríhöfnin, Nýherji og fleiri. Skila þarf þátttökuseðlunum á fjölskylduhátíðinni. Þriðjudaginn 27. mars verða síðan dregin út á Bylgjunni nöfn þriggja heppinna gesta sem taka þátt í símaleik Ís- landssíma. Fjölskylduveisla Íslandssíma  FÉLAG stjórnmálafræðinga held- ur aðalfund föstudaginn 30. mars næstkomandi og hefst hann kl. 21 í húsakynnum ReykjavíkurAkadem- íunnar á Hringbraut 121. Komið hef- ur verið upp upplýsingasíðu á vefn- um um aðalfundinn, en þar verða teknar fyrir lagabreytingatillögur frá stjórn félagsins. Slóðin á upplýs- ingasíðuna er: http://www.aka- demia.is/stjornmal/adalfun01.html. Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna, segir í fréttatilkynningu. ♦ ♦ ♦  AÐALFUNDUR félagsins Ísland- Palestína verður haldinn í Litlu- Brekku (á bak við Lækjarbrekku, Bankastræti 2) sunnudaginn 25. mars og hefst klukkan 15. Á fund- inum verður flutt erindið: Rauði krossinn og Palestína – Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, flytur erindi og sýnir myndband. Venjuleg aðalfundar- störf. Allir áhugamenn um mann- réttindi og frelsisbaráttu Palestínu- manna velkomnir. Á sunnudaginn verður vefsíða félagsins Ísland-Palestína, www.- palestina.is, formlega opnuð. Þótt síðan hafi ekki enn tekið á sig sína lokamynd er hægt að nálgast þar nýjar fréttir af átökunum í Palestínu og Ísrael, sögu Palestínu og baráttu Palestínumanna, öflugt hlekkjasafn og ýmsar upplýsingar um félagið Ís- land-Palestína. HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur heldur létta tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 25. mars kl. 15 undir heitinu Dagur harmonik- unnar. Flytjendur eru á öllum aldri. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Fram koma m.a.: Nemendur í harmonikuleik á ýmsum aldri. Einn- ig: Tríó Ulrichs Falkner, Jóna Ein- arsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson og tvær stærstu hljómsveitir félagins, Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner og Léttsveit Harmoniku- félags Reykjavíkur ásamt Ragnheiði Hauksdóttur söngvara undir stjórn Björns Ólafs Hallgrímssonar. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Harmoniku- tónlist í Ráðhúsinu FÉLAG íslenskra músíkþerapista heldur fræðslufund mánudaginn 26. mars kl. 20 í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 (inngangur á vesturgafli). Á fundinum heldur Kristín Björnsdóttir músíkþerapisti erindi um músíkþerapíu og framhalds- skóla. Þar ræðir hún hvernig mögu- legt væri að nota músíkþerapíu með þroskaheftum nemendum í almenn- um framhaldsskólum. Eru allir vel- komnir á þennan fræðslufund. Erindi um músíkþerapíu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.