Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 69

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 69 Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði Kringlunni 8-12/ www.olympia.is ALMENNINGI gefst kostur á því sunnudaginn 25. mars kl. 13–17 að kynna sér fornleifauppgröftinn sem nú fer fram á horni Að- alstrætis og Túngötu. Þá verður hægt að skoða uppgraftarsvæðið, þar sem m.a. hafa komið í ljós minjar frá tíð Innréttinganna á 18. öld og stór landnámsskáli þar sem er langeldur í gólfi. Það verða fornleifafræðingarnir Orri Vésteinsson og Mjöll Snæs- dóttir ásamt borgarminjaverði, Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur, sem fræða gesti um uppgröftinn og sögu svæðisins. Að auki hefur verið komið upp fræðsluskiltum á girðingu við Að- alstræti þar sem rakin er saga byggðar á lóðunum, en þar er talið að leifar um elstu byggð í Reykja- vík sé að finna. Einnig er þar gerð grein fyrir þeim rannsóknum sem áður hafa farið þar fram. Það er Árbæjarsafn – Minjasafn Reykjavíkur, í samvinnu við Forn- leifastofnun Íslands, sem stendur að rannsókninni fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Áætluð verk- lok eru í maí á þessu ári, en end- anlegar rannsóknarniðurstöður munu liggja fyrir að ári liðnu. Frá fornleifauppgreftrinum í Aðalstræti. Kynning á forn- leifarannsókn í Aðalstræti ALÞÝÐUSAMBAND Íslands gengst fyrir ráðstefnu um framtíð velferðarkerfisins á miðvikudaginn í næstu viku, þar sem fjallað verður um samspil almannatrygginga, líf- eyris- og skattkerfis. Ráðstefnan sem haldin er undir yfirskriftinni „Hvert viljum við stefna?“ verður haldin í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á miðviku- daginn kemur, 28. mars, klukkan 13- 17. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Joakim Palme prófessor við sænsku félagsvísindastofnunina og einn fremsti fræðimaður Norður- landa á sviði lífeyris- og velferðar- mála, en hann hefur stýrt fjölda rannsókna á lífeyris- og velferðar- kerfum Evrópu og gegnt hlutverki ráðgjafa fyrir sænsk stjórnvöld. Í er- indi sínu mun hann fjalla um við- fangsefni og möguleika velferðar- kerfis 21. aldarinnar. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands sem fjallar um það hvort lífeyriskerfið hafi burði til þess að vera meginstoð lífeyrisframfærslu landsmanna. Stefán Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands fjallar um íslenska vel- ferðarkerfið í fjölþjóðlegum saman- burði og Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ, flytur erindi sem hún nefnir „Fólk, framfærsla og fá- tæktargildrur.“ Þá mun Davíð Odds- son, forsætisráðherra, ávarpa ráð- stefnuna. Stundarhagsmunir mega ekki ráða breytingum Í frétt frá ASÍ kemur fram að brýnt sé að víðtæk sátt náist um öfl- ugt velferðarkerfi til framtíðar. Því sé ástæða til þess að skoða uppbygg- ingu þess og framtíðarþróun með þátttöku sem flestra aðila. Stundar- hagsmunir eða einstakir atburðir megi ekki ráða tilviljunarkenndum breytingum á einstaka þáttum þess. „Atburðir og umræður síðustu missera sýna þörfina fyrir þjóðar- umræðu og þjóðarsátt um framtíð- aruppbyggingu velferðarkerfisins. Hér má nefna fátæktargildrur einstakra þjóðfélagshópa, misskipt- ingu jaðaráhrifa, þjónustugjöld, Hæstaréttardóm um tekjutengingu örorkubóta og ítrekaðar kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að- gerðir stjórnvalda til að leysa úr brýnasta vandanum í tengslum við gerð kjarasamninga.“ ASÍ með ráðstefnu um velferðarkerfið AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 26. mars nk. Fundurinn verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 og hefst kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf og síðan önnur mál. Að lokn- um aðalfundarstörfum, eða laust fyr- ir kl. 21, heldur Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins, erindi um legháls- krabbamein, árangur og framtíðar- sýn. „Góður árangur er af legháls- krabbameinsleit hér á landi en allar konur á aldrinum 20–69 ára eru boð- aðar á tveggja ára fresti. Markmið leitarinnar er að minnka nýgengi sjúkdómsins með því að greina hann á forstigi og lækka dán- artíðnina með því að greina sjúk- dóminn áður er hann fer að gefa ein- kenni,“ segir m.a. í frétt frá félaginu. Kaffiveitingar verða að loknum fundi. Nýir félagsmenn eru vel- komnir. Árangur og framtíðar- sýn krabbameinsleitar Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur SEINNA úrtökumótið í VN-móta- röðinni verður haldið á Grandrokk, laugardaginn 24. mars klukkan 14. Átta efstu á mótinu komast áfram í úrslitakeppnina 31. mars, þar sem teflt verður um verðlaun að andvirði 130 þúsund króna. Væntanlegir keppendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Hrafni Jökulssyni í síma eða netfanginu hrafnj@yahoo.- com. Fyrra úrslitamótið fór fram síð- asta laugardag og þá sigraði Páll Agnar Þórarinsson. Auk hans kom- ust áfram þeir Jón Viktor Gunnars- son, Davíð Kjartansson, Bragi Þor- finnsson, Sigurður Daði Sigfússon, Stefán Kristjánsson, Tómas Björns- son og Sigurður Páll Steindórsson. Markmiðið með VN-mótunum, sem Skákfélag Grandrokk stendur fyrir í samvinnu við Viðskiptanetið, er að finna sterkasta hraðskákmann landsins í hópi áhugamanna. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad- kerfi og er umhugsunartími 5 mín- útur. VN-skákmót á Grandrokk ÍSLANDSSÍMI býður til fjöl- skylduveislu í Listasafni Reykjavík- ur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu nk. sunnudag frá kl. 14 til 16. Boðið er til veislunnar í tilefni þess að Ís- landssími býður fjölskyldunum í landinu nú upp á alhliða fjarskipta- þjónustu – hvort sem er farsíma, heimilissíma eða Internet. Í tilefni dagsins verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Kynnir verður Pétur Jóhann Sigfússon úr Ding Dong. DJ Sóley sér um tón- listina og fram koma söngstjarnan Jóhanna Guðrún, Textíl: Íslands- og Reykjavíkurmeistarar í freestyle- dansi og Gunni og Felix. Þá verða á staðnum leiktæki og Listasafnið hefur opið föndurherbergi fyrir börnin. Boðið verður upp á sneiðar af risaköku, gosi, farsímasúkkulaði og Íslandssímapúkum. Bylgjan FM 98.9 verður með beina útsendingu frá staðnum. Þessa vikuna liggja frammi þátttökuseðlar í símaleik Íslandssíma á þeim stöðum sem selja GSM-áskrift fyrirtækisins. Í verðlaun eru þrír farsímar. Upplýs- ingar um staðina má finna í auglýs- ingum Íslandssíma í Morgun- blaðinu, en meðal þeirra eru Heimilistæki, Húsasmiðjan, Japis, Penninn, Fríhöfnin, Nýherji og fleiri. Skila þarf þátttökuseðlunum á fjölskylduhátíðinni. Þriðjudaginn 27. mars verða síðan dregin út á Bylgjunni nöfn þriggja heppinna gesta sem taka þátt í símaleik Ís- landssíma. Fjölskylduveisla Íslandssíma  FÉLAG stjórnmálafræðinga held- ur aðalfund föstudaginn 30. mars næstkomandi og hefst hann kl. 21 í húsakynnum ReykjavíkurAkadem- íunnar á Hringbraut 121. Komið hef- ur verið upp upplýsingasíðu á vefn- um um aðalfundinn, en þar verða teknar fyrir lagabreytingatillögur frá stjórn félagsins. Slóðin á upplýs- ingasíðuna er: http://www.aka- demia.is/stjornmal/adalfun01.html. Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna, segir í fréttatilkynningu. ♦ ♦ ♦  AÐALFUNDUR félagsins Ísland- Palestína verður haldinn í Litlu- Brekku (á bak við Lækjarbrekku, Bankastræti 2) sunnudaginn 25. mars og hefst klukkan 15. Á fund- inum verður flutt erindið: Rauði krossinn og Palestína – Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, flytur erindi og sýnir myndband. Venjuleg aðalfundar- störf. Allir áhugamenn um mann- réttindi og frelsisbaráttu Palestínu- manna velkomnir. Á sunnudaginn verður vefsíða félagsins Ísland-Palestína, www.- palestina.is, formlega opnuð. Þótt síðan hafi ekki enn tekið á sig sína lokamynd er hægt að nálgast þar nýjar fréttir af átökunum í Palestínu og Ísrael, sögu Palestínu og baráttu Palestínumanna, öflugt hlekkjasafn og ýmsar upplýsingar um félagið Ís- land-Palestína. HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur heldur létta tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 25. mars kl. 15 undir heitinu Dagur harmonik- unnar. Flytjendur eru á öllum aldri. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Fram koma m.a.: Nemendur í harmonikuleik á ýmsum aldri. Einn- ig: Tríó Ulrichs Falkner, Jóna Ein- arsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson og tvær stærstu hljómsveitir félagins, Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner og Léttsveit Harmoniku- félags Reykjavíkur ásamt Ragnheiði Hauksdóttur söngvara undir stjórn Björns Ólafs Hallgrímssonar. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Harmoniku- tónlist í Ráðhúsinu FÉLAG íslenskra músíkþerapista heldur fræðslufund mánudaginn 26. mars kl. 20 í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 (inngangur á vesturgafli). Á fundinum heldur Kristín Björnsdóttir músíkþerapisti erindi um músíkþerapíu og framhalds- skóla. Þar ræðir hún hvernig mögu- legt væri að nota músíkþerapíu með þroskaheftum nemendum í almenn- um framhaldsskólum. Eru allir vel- komnir á þennan fræðslufund. Erindi um músíkþerapíu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.