Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Voru útrýmingarbúðir nas- ista í seinni heimsstyrjöld- inni allar utan Þýskalands? SVAR: Í meginatriðum er svarið já, því að nasistar reistu allar af- kastamestu búðir sínar á pólsku landsvæði. Nokkur útrýming fór þó fram í þrælkunar- og fangabúðum innan landamæra Þýskalands: Til dæmis voru rúmlega 31.000 manns tekin af lífi í Dachau, sem er skammt frá München, tæplega 57.000 í Buchen- wald, sem er rétt hjá Weimar, og um 50.000 í Sachsenhausen, sem er ekki langt frá Berlín. Þá má nefna að nasistar reistu útrýmingarbúðir í Mauthausen í grennd við Linz í Austurríki skömmu eftir að þeir innlimuðu það í Þýskaland árið 1938, og þar var tæplega 103.000 manns útrýmt. Þetta eru hins vegar smámunir í samanburði við þá útrýmingu sem átti sér stað innan Póllands: Í Majd- anek myrtu nasistar til dæmis um 200.000 manns, í Chelmno rúmlega 200.000, í Belzec um 600.000, í Sob- ibor um 250.000, í Treblinka tæp- lega 1.000.000 og rúmlega 1.250.000 í Auschwitz. Stundum er sagt að þessar fimm síðastnefndu búðir hafi verið einu réttnefndu útrýming- arbúðir nasista, en þá ber að hafa í huga að útrýming fór einnig fram í þeim fjölmörgu þrælkunar- og fangabúðum sem þeir ráku, þar sem fangarnir féllu úr hungri, vosbúð, sjúkdómum eða sakir illrar með- ferðar. Lítum stuttlega á aðdraganda og þróun þessarar útrýmingar. Hitler stefndi ekki aðeins að heims- yfirráðum, heldur var síðari heims- styrjöldin órjúfanlega tengd því markmiði nasista að „hreinsa“ álf- una af gyðingum. Mikill meirihluti þeirra bjó í Austur-Evrópu og skipuleg útrýming á þeim hófst með innrásinni í Sovétríkin sumarið 1941, þar sem sérsveitir SS-manna fylgdu í kjölfar innrásarliðsins og stjórnuðu fjöldaaftökum allt frá Eystrasaltslöndunum og suður til Krímskaga og Kákasus. Oft tóku þýskir hermenn og lögreglumenn frá hersetnu löndunum þátt í aftök- unum en talið er að þessar „hreins- anir“ hafi kostað um 1.250.000 gyð- inga lífið; að auki myrtu sveitirnar hundruð þúsunda annarra. Snemma varð þó ljóst að þessar fjöldaaftökur ollu miklu álagi á af- tökusveitirnar, einkum þegar verið var að myrða konur og börn, og að auki var erfitt að halda aftökunum leyndum. Því var farið að þróa aðr- ar aðferðir, til dæmis svokallaða gasvagna, en fyrstu tilraunir með þá höfðu raunar verið gerðar 1940. Þetta voru lítið breyttir flutn- ingabílar með loftþéttu húsi og inn í það var útblástur vélarinnar leidd- ur. Í fyrstu útrýmingarbúðum nas- ista, sem opnaðar voru í Chelmno í desember 1941, voru til dæmis ein- göngu notaðir gasvagnar. Talið er að samtals hafi um 700.000 manns verið tekin af lífi með vögnunum í Austur-Evrópu. Aðferðin skilaði þó ekki þeim árangri sem menn vildu því að enn þótti álagið á SS- mennina of mikið. Þess vegna var farið að huga að jarðföstum gas- klefum. Tilraunir á nokkrum stöðum inn- an Þýskalands með að myrða þroskahefta í lokuðum klefum með kolsýringi (CO) höfðu hafist í byrj- un árs 1940. Við skipulag útrýming- arbúðanna í Belzec, sem tóku til starfa í febrúar 1942, færðu SS- sveitirnar sér í nyt niðurstöður þessara tilrauna og reynsluna af rekstri gasvagnanna. Byggðir voru rúmgóðir og loftþéttir gasklefar og notaður var útblástur frá bensín- eða díselvél til að myrða fórn- arlömbin. Í útrýmingarbúðunum Sobibor og Treblinka, sem opnaðar voru skömmu síðar, var sömu að- ferð beitt. Hún var einföld að því leyti að til- tölulega auðvelt var að verða sér úti um bensín eða olíu. „Gallinn“ við hana var þó sá, ef þannig má að orði komast, að í sumum tilfellum misstu fórnarlömbin aðeins meðvitund í gasklefunum og „þurfti“ þá að skjóta þau eftir á. Á tímabilinu frá desember 1942 til september 1943 var þessum þremur búðum því lok- að. Upp frá því og þangað til Rauði herinn náði Póllandi á sitt vald, tók Auschwitz við flestum fórn- arlömbum nasista. Búðirnar í Auschwitz voru upp- haflega aðeins einar af mörgum fangabúðum sem nasistar reistu í kjölfar innrásar sinnar í Pólland 1939. Þær voru ætlaðar 10.000 föng- um en vorið 1941 var ákveðið að gera þær að þrælkunarbúðum þar sem um 100.000 manns áttu að vinna í efnaverksmiðju sem stórfyr- irtækið I.G. Farben reisti á staðn- um. Í júlí 1941 ákváðu svo nasistar að búðirnar yrðu aðalmiðstöð út- rýmingar á gyðingum. Auschwitz þótti henta vel til slíks, meðal ann- ars vegna nálægðar við borgina Kraká, þar sem járnbrautir mætast frá stórborgunum Berlín, Varsjá og Vínarborg. Þangað skyldi ekki að- eins flytja fórnarlömb frá Póllandi heldur einnig frá Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Tékkóslóvakíu, Grikklandi og Ung- verjalandi. Til þess að Auschwitz gæti gegnt þessu hlutverki þurfti að finna upp afkastamikla aðferð til útrýmingar. Tilraunir leiddu í ljós að blásýra (HCN) væri „hentug“: Hún er nefnilega bráðdrepandi því að ekki þarf nema um 50 grömm til að myrða um 1000 manns. Hún verkar fyrst á frumur í öndunarvegi fórn- arlambanna og leiðir oftast til þess að þau kafna á fáum mínútum. Fyrsta flutningalestin kom með fórnarlömb til Auschwitz í febrúar 1942. Afgreiðsla lestanna fór þannig fram að karlar voru skildir frá kon- um og börnum þegar fórnarlömbin höfðu verið rekin frá borði. Næst völdu læknar þá úr hópunum tveim- ur sem þeir töldu nægilega hrausta í þrælkunarvinnu. Valið var tilvilj- anakennt en sjötti til sjöundi hver var valinn til vinnu, og samtals urðu 202.499 manns fyrir valinu á þeim tíma sem búðirnar voru í rekstri. Lasburða fólk, ófrískar konur, börn og gamalmenni áttu litla sem enga möguleika á að komast í hóp „út- valdra“. Þeir fáu sem valdir voru til vinnu komust hjá því að vera sendir umsvifalaust í gasklefana; á hinn bóginn var aðbúnaður þeirra það ill- ur að meirihluti þeirra lést af völd- um kulda, vinnuþrælkunar, pynt- inga, vannæringar eða sjúkdóma. Stærstu gasklefarnir í Auschwitz rúmuðu hátt í 2000 manns, en sam- tals mátti taka þar af lífi um 8000 manns samtímis. Lofthæð í klef- unum var lítil svo að eiturgasið nýttist sem best. Lyftur auðvelduðu flutning á líkunum úr gasklefunum og upp að líkbrennsluofnunum en sérsveitir fanga sáu um þann flutn- ing. Þarna voru einnig tilrauna- stofur þar sem læknar, eins og til dæmis Josef Mengele, „engill dauð- ans“, gerðu mannskæðar „vísinda- tilraunir“ á fórnarlömbum. Þá var þar aðstaða til að skjóta fórnarlömb til bana og til að bræða gullfyllingar úr tönnum, svo að eitthvað sé nefnt. Afleiðingar þessara „iðnvædd- ustu“ fjöldamorða mannkynssög- unnar blasa við í Póllandi nútímans: Þar sem áður bjuggu um 3,3 millj- ónir gyðinga, búa nú aðeins fáein þúsund. Bókin Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller eftir Garð- ar Sverrisson er góð heimild um líf- ið í þrælkunarbúðunum í Sachsen- Vísindavefur Háskóla Íslands Voru útrýmingarbúðir nas- ista í seinni heimsstyrjöld- inni allar utan Þýskalands? Svör streyma nú inn á Vís- indavefinn svipað og verið hefur lengst af í starfsemi hans, það er að segja 20–30 ný svör á viku. Gestir sem það vilja hafa því sífellt eitthvað nýtt að skoða. Heild- arfjöldi svara er kominn á fjórtánda hundrað á þeim fjórtán mán- uðum sem liðnir eru síðan vefsetrið var opnað. Áætla má að þetta samsvari um 2000 blaðsíðum í bókum. Undanfarna viku hafa meðal annars birst á Vísindavefnum svör um íslenskar köngulær sem bíta, hvað er inni í Kaaba í Mekka, hvenær maður er sekur um glæp, hvernig við vitum hvort verið er að dæma réttan mann, um rottur á Íslandi í tímans rás, um það hvernig og hvers vegna vatn frýs, hvort við hefðum tugakerfi ef við hefðum ekki 10 fingur, hvort núll sé slétt tala, um eitur í sveppum í Kjarna- skógi, um neyslu fenolftaleins, um kaupmáttarjafnvægi, meðalhag- vöxt á 20. öld, fjárfestingar í evrum, verðminnsta gjaldmiðilinn, fjármögnun viðskiptahalla, gin- og klaufaveiki og skilgreininguna á plánetum og reikistjörnum. VÍSINDI  !  "  #$%  '#-./ 01 23$  45%3 67 78.3$97 3$13- 8 /? 5 @  5@ F @  2   / ?B  77 <  @@ .: 5 ? G HFG   @ .@ :    @ 7  5  " 5  9@@    @ ?  I G <? J7@ H    2 7 ? @: H ? .   F@ @  @ ?7   H@2  I@ ?2@ .  " ; @ K @G > F@G 8 5 2  5 I @@   2 ;  Ó, nótt! mér kær, hve notalegt það er, er niðamyrkrið þétta skýlir mér, því ég á ekkert; enginn vill mig sjá; auðnulaus ég reika til og frá. Þú, svarta nótt, ert helgust hjarta mínu. Ég halla mér að dökku brjósti þínu. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Engin nótt er eins, enginn vakir sömu nótt, sefur hana eða dreymir á sama hátt. Samt er nóttin það eyland sem allir þekkja, elska og þrá eða forðast eins og pestina. Hýið dökka sem kallað er myrkur og leggst yfir mennina þegar sólin sest í sæ, eru synir og dætur tunglsins sem sækja mennina heim og sveipa þá líninu blakka sem töfrar og tryllir, gefur og tekur, grætur eða hlær. Í draumafræðinni á nóttin og hennar fylgifiskar þokkalegan sess, þar er svertan persónugerð í skugg- um sem skjótast um draumana með ýmsar meiningar á hröðum höndum og munu þar vera ómeðvitaðir þætt- ir sálarlífsins á ferð. Þeim fylgja alls- kyns fygli með ólíkar ásjónur sem tengjast nóttinni og þá oftar dekkri hliðum hennar eins og púkum eða skrattanum sjálfum líkt og hrafninn fágaði sem nú er orðinn „skóg- arþröstur“ í Reykjavík. En frændi hans svartþrösturinn er einmitt út- sendari og tákn manns eigin sjálfs sem flýgur út úr nóttinni og inn í drauminn. Skýrari persónur en jafn ómeðvitaðar eru til dæmis negrar í draumum hvítra manna sem tákn um framandleika. Nóttin er flestum framandi því hún rúmar allt það sem við þekkjum en þekkjum ekki og ótt- umst. Nóttin er samt hlý og notaleg enda sækjum við í myrkrið í draum- um okkar til að upplifa þægindin og áhyggjuleysið sem leg móðurinnar veitti okkur forðum, þangað förum við til að kanna grunninn að prjáli okkar hér og nú. Myrkrið er einnig merki óendanleikans og þótt það breytist með vorinu í glært og gegn- sætt myrkur, heldur það áfram að vera dularfullt, seiðandi og fullt af nótt. Draumar frá „Dimmu“ 1 (fyrir 2 árum). Mér fannst sem ég væri úti á víðavangi, ekki langt frá heimili mínu (staður sem ég fer oft á) að vetri til, það var snjór yfir öllu, hvergi sást í dökkan díl og mikill kuldi. Í fjarska sá ég þúfu og yfir henni sveimaði fálki, eins og eftir bráð svo ég gekk að þúfunni og sá þá þrjá fugla húka þar eins og í skjóli fyrir kuldanum og fálkanum, fugl- arnir voru rjúpa, stokkönd og skóg- arþröstur. Mér finnst ég taka fuglana upp og setja þá í bílinn minn sem ég átti þá (hvítur fólksbíll), og þegar ég er búin að því og horfi í kringum mig finnst mér eins og það séu deyjandi fuglar út um allt (það var mikið frost í þessum draumi), mér finnst ég þurfa að bjarga þeim frá því að deyja úr kulda. Ég hugsa með mér að ég verði að fara heim og skipta um bíl og fara á jeppanum (maðurinn minn á svartan jeppa) og smala öllum fuglunum í skottið á honum og geyma þá í bílskúrnum þangað til frostið gangi yfir. Ég hafði áhyggjur af því að maðurinn minn yrði nú ekki ýkja hrifinn af því að ég safnaði fuglum í bílinn hans og bíl- skúrinn og allt yrði vaðandi út í fuglaskít, en ég ákvað samt að gera það. 2 (janúar 2001). Mér finnst ég standa í sjónvarpsholinu (sem er miðsvæðis í húsinu) heima hjá mér og í um 3 sentimetra djúpu vatni sem mér fannst liggja yfir öllu hús- inu (ég bý í raðhúsi), mér fannst ég horfa inn í stofu, eldhús, forstofu og svefnherbergisgang og sá vatnið þar. Ég sá ekki vatn í hinum her- bergjunum en mér fannst að það væri allt á floti þar líka, vatnið var tært og mér fannst ég vera hissa á þessu og undraði mig á því hvaðan það kæmi. Ráðning Það er svo skrýtið með okkur menn- ina að við sjáum oft ekki það sem stendur okkur næst, skiljum ekki Draumanótt DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Nóttin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.