Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR ganga ef- laust með þá hugmynd í maganum að stofna eigið fyrirtæki, verða sjálfs síns herra og engum háður. Gallinn er bara sá að áhættu- þættirnir reynast oft vera of margir. Vera kann að varan eða þjónustan sem ætlun- in er að selja falli neytendum ekki í geð eða aðrar væntingar reynist óraunhæfar. Á undanförnum árum hefur færst í aukana, bæði hér á landi og er- lendis, að menn minnki áhættu- þættina með því að verða sér úti um svokallað viðskiptasérleyfi, sem á ensku heitir ,,franchise“. Talið er að á Íslandi séu ekki færri en 100 fyrirtæki með við- skiptasérleyfi, aðallega frá erlend- um fyrirtækjum. Mörg þeirra hafa svokallað ,,master franchise“ sem felur í sér að gert hafi verið sam- komulag við upphaflega leyfisveit- andann um að fá að selja öðrum viðskiptasérleyfi gegn þóknun. Dæmi um viðskiptasérleyfishafa hér á landi eru skyndibitastaðir eins og McDonald’s, pitsustaðir, tískuverslanir sem selja merkja- vörur, hótel, veitingahús og hrað- flutningaþjónustur. Fleiri tegundir fyrirtækja bætast stöðugt í hópinn. Félag um viðskiptasérleyfi Þriðjudaginn 27. mars verður haldinn stofnfundur Félags um viðskipta- sérleyfi. Félaginu er ætlað að auðvelda stofnun viðskiptasér- leyfa og standa vörð um hagsmuni þeirra sem hafa fengið eða hyggjast afla sér við- skiptasérleyfis. Félag- inu er einnig ætlað að hvetja til þess að ís- lensk fyrirtæki styrki stöðu sína með því að veita öðrum viðskipta- sérleyfi, hvort sem er innanlands eða er- lendis. Íslensk fyrir- tæki hafa lítið nýtt sér sérleyfisfyr- irkomulagið til að markaðssetja vörur og þjónustu sína, hvorki hér innlands né erlendis, en tækifærin verða sífellt fleiri eftir því sem fyr- irkomulagið verður vinsælla. Með því að gerast aðili að félaginu fæst greiður aðgangur að upplýsingum um fyrirtæki sem hafa áhuga á að selja eða kaupa viðskiptasérleyfi. Undirbúningur félagsins er í höndum fulltrúa nokkurra fyrir- tækja sem hafa með höndum við- skiptasérleyfi, ráðgjafafyrirtækis- ins PricewaterhouseCoopers og SVÞ-Samtaka verslunar og þjón- ustu sem mun annast daglegan rekstur félagsins. Ör vöxtur og lítil áhætta Í Bretlandi hefur viðskiptasér- leyfisfyrirtækjum fjölgað um 30% frá árinu 1994. Í þeim starfa nú um 250 þús. manns. Í Noregi hefur þessum fyrirtækjum fjölgað um 50% á þremur árum. Álíka vöxtur er í Svíþjóð. Þar hefur jafnframt komið í ljós að konur eru stofn- endur fyrirtækja með viðskiptasér- leyfi í 60% tilvika en þegar horft er til stofnunar fyrirtækja í heild er hlutfall þeirra aðeins um 30%. Til- gátur eru um að ástæðan sé sú að konur séu varkárari við stofnun fyrirtækja en karlar og taki síður áhættu. Þess vegna henti þetta fyr- irkomulag þeim betur. Víða hafa erlend samtök sérleyfishafa bent á að fáar aðgerðir hafa í för með sér eins mikla atvinnusköpun og þá að efla vöxt og viðgang þessa rekstr- arfyrirkomulags. Kannanir hafa sýnt að umtalsvert færri fyrirtæki af þessum toga hætta starfsemi á fyrstu starfsárunum en önnur ný- stofnuð fyrirtæki. Hvatt er til þess að allir áhuga- samir taki þátt í stofnun félagsins. Félagsmenn geta bæði orðið þeir sem reka fyrirtæki á grundvelli viðskiptasérleyfis, hyggjast gera það eða hafa á annan hátt hag af þátttöku í félaginu. Drög að sam- þykktum félagsins má finna á vef- slóðinni www.svth.is Sérleyfi á góðum hug- myndum Emil B. Karlsson Viðskiptasérleyfi Félaginu er ætlað að auðvelda stofnun við- skiptasérleyfa, segir Emil B. Karlsson, og standa vörð um hags- muni þeirra sem hafa fengið eða hyggjast afla sér viðskiptasérleyfis. Höfundur er verkefnastjóri hjá SVÞ, Samtökum verslunar og þjónustu. JÓN Steinar Gunn- laugsson hrl. kaus að svara grein minni ekki efnislega með rökum heldur segir sumt af því rangt sem þar stendur, auk þess sem hann veltir vöngum yf- ir tilbúnu dæmi sínu, og gerir mér upp skoð- anir og tilfinningu. Jón Steinar líkir áralangri barnagirnd föður gagnvart dóttur á barnsaldri við það að yfirmanni sé laus höndin svo að fyrir komi að hann löðrungi undirmenn sína. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim ósóma að yfirmenn beiti handalögmálum við undirmenn sína, en fjölskyldu- harmleikinn í dómsmálinu tel ég þó miklum mun alvarlegri að eðli. Það er mikill munur á því að hafa forsjá yfir barni og að hafa mann í vinnu. Starfsmaður getur hætt í vinnunni en barn er háð forsjárfor- eldri. Barn á oft enga útgönguleið. Dómar beggja dómstóla vitna um það að ákærði játaði brot er varða refsilög, þó svo að meirihluti Hæstaréttar teldi ekki unnt að beita refsiákvæðum eftir aðför Jóns Steinars og félaga að trúverðug- leika stúlkunnar. Sú aðför sem stúlkan að ósekju fékk á sig hefur verið gagnrýnd ítarlega og með rökum af öðrum en mér og verður ekki rakin hér. Jón Steinar er ekki öfundsverður af þeirri ábyrgð að hafa gert aðför að trúverðugleika stúlkunnar í þessu máli. Sú óvægna aðför var gerð til þess að fá föð- ur hennar sýknaðan af ákæruatriðum. Ætlar Jón Steinar að halda öðru fram en því að faðirinn hafi gengist við kynhegðun gagnvart stúlkunni um árabil þegar hún var á barnsaldri og hann með forsjá yfir henni? Telur Jón Steinar það saknæmt að faðir beini kynhegðun að barn- ungri dóttur sinni? Hvernig sem Jón Steinar reynir að gera öðrum upp þær skoð- anir að þeir vilji sak- fella saklausa menn, þá getur hann ekki fært rök fyrir því. Hann ýjar einnig að því að ég haldi því fram að unnt sé að færa fram lögfulla sönn- un um sekt með því að gera sál- fræðilega könnun á trúverðugleika manna. Þessu hef ég aldrei haldið fram. Sálfræðipróf koma aldrei í stað- inn fyrir sönnunarfærslur réttar- kerfisins. Þau sanna ekki sekt, enda ekki til þess ætluð, en hafa reynst gagnleg í rétti með öðrum máls- gögnum. Jón Steinar spyr mig að því hvort einhvern tíma „sé unnt að byggja refsidóm á könnun á hugarheimum þeirra tveggja, sem um geta vitað en bera mismunandi“. Ég tel að það sé óhægt um vik að kveða upp refsi- dóm öðruvísi en að kanna að ein- hverju leyti hugarheim ákærða, kæranda, vitna og annarra. Lög- reglumenn og dómarar skyggnast t.d. inn í hugarheim fólks með yf- irheyrslum og vitnaleiðslum. Þeir leita eftir því hvernig fólk skynjar atburði, hvað það man af atburða- rás, hver skilningur þess er og við- horf. Sálfræðigögn gefa vísbending- ar sem geta gagnast með öðrum málsgögnum til úrlausna á málum. Jón Steinar reynir að gera lítið úr máli mínu með því að ég hafi samúð með börnum sem hafa mátt þola svo skelfileg afbrot. Hann þykist vita það með hverjum ég hef samúð og hvaða áhrif samúð mín hefur á rétt- arvitund mína. Það er með ólíkind- um hvað hann telur sig hafa gott innsæi í samúð mína, í ljósi þess að ég og hann höfum aldrei hist. Ég vil upplýsa hann um það að ég hef samúð með allri fjölskyldunni sem á í hlut og þar er enginn undanskil- inn. Meðferð kynferðis- brotamála fyrir dómi Gunnar Hrafn Birgisson Dómur Hvernig sem Jón Steinar reynir að gera öðrum upp þær skoðanir að þeir vilji sakfella saklausa menn, segir Gunnar Hrafn Birgisson, þá getur hann ekki fært rök fyrir því. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.