Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstöðum - Tónlistarskóli Aust- ur-Héraðs er 30 ára um þessar mundir. Af því tilefni stendur skól- inn fyrir fjölbreyttum tónlistar- viðburðum fram á vorið. Morgunblaðið hitti þá Magnús Magnússon skólastjóra og Jón Guð- mundsson aðstoðarskólastjóra að máli og innti þá fyrst eftir við- burðum afmælisársins. Sögðu þeir að þegar væru þrenn- ir tónleikar afstaðnir, en næst væri komið að flutningi á Karnivali dýr- anna eftir Saint-Saëns í marslok. Þá ætlar rafmagnsdeild skólans að vera með tónleika kringum páska og auk sérstaks kynningardags fyr- ir almenning verður slegið upp balli, en ekkert vildu þeir frekar gefa upp um það og urðu heldur leyndardómsfullir á svip báðir tveir. Skapandi og frjótt andrúmsloft Tónlistarskólinn, sem upphaflega var kenndur við Héraðið, var stofn- aður árið 1971 að frumkvæði Tón- listarfélags Fljótsdalshéraðs, sem enn er vel við lýði. Skólinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá stofnun. Frá því að vera skóli alls Héraðsins varð hann tónlist- arskóli Egilsstaða og nú síðast Austur-Héraðs eftir sameiningu sveitarfélaga á Héraði á síðustu öld. Tíu kennarar starfa nú við skól- ann og nemendur eru rúmlega 160 talsins. Auk hljóðfærakennslu er boðið upp á söngnám og kórstarf. Kennaraflóran er fjölbreytt og má til dæmis nefna bandaríska bari- tónsöngvarann Keith Reed, sem stjórnað hefur Óperustúdíói og Kammerkór Austurlands, við góð- an orðstír. Einnig Bretann Charles Ross, sem nýverið flutti, ásamt kammerhópnum Stelknum, frum- samin tónverk sín á Myrkum mús- íkdögum í Reykjavík. Auk þeirra hafa margir kennarar skólans skapað sér nafn á tónlistarsviðinu. Magnús segir kennaralið skólans vera einstakt í sinni röð, hjá því ríki mikill metnaður og skapandi og frjótt andrúmsloft einkenni allt skólastarfið. Magnús hefur verið skólastjóri Tónlistarskólans frá stofnun. Hann kemur úr mikilli tónlistar- fjölskyldu, en báðir bræður hans, þeir Sigursveinn og Örn, eru tón- listarmenn. Sigursveinn D. Krist- insson tónskáld, sem stofnaði Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar, var móðurbróðir þeirra. „Það hafði mikið að segja í okkar uppeldi að alltaf var talað með virðingu um listir og þá ekki síst um tónlistina,“ segir Magnús um tónlistarhneigð þeirra bræðra. Frá Leipzig til Egilsstaða, með viðkomu á Ólafsfirði Magnús var við nám í kórstjórn, píanó- og básúnuleik við Tónlist- arháskólann í Leipzig. Hann kom heim árið 1965 og flutti þá til Ólafs- fjarðar með konu sinni, Helgu Ruth Alfreðsdóttur. Þar stofnaði hann ásamt fleirum tónlistarskóla. Sex árum síðar fluttust þau til Egils- staða, þar sem Magnús tók við skólastjórastöðu og Helga, sem er íþróttafræðingur frá Íþróttaháskól- anum í Leipzig, fór að kenna og þjálfa frjálsar íþróttir hjá Ung- menna- og íþróttasambandi Austur- lands. Þegar tónlistarkennarinn flutti austur á Hérað átti auðvitað að þjóðnýta hann á alla enda og kanta. „Einn af skemmtilegri fundum sem ég hef setið,“ segir Magnús, „var í Tónlistarfélaginu nokkrum dögum eftir að ég kom fyrst austur. Þar vildu allir fá sitt. Karlakórinn og kirkjukórinn, ég átti að stofna lúðrasveit, vera organisti og stjórna og kenna við tónlistarskólann. Ég setti nú mörkin við að ég myndi að svo stöddu ekki taka að mér karla- kórinn né spila í kirkjunni. En ég hef alla tíð kennt við skólann. Var þrátt fyrir allt um tíma organisti við Egilsstaðakirkju og stofnaði og stjórnaði Tónkórnum þau tíu ár sem hann starfaði.“ Jón Guðmundsson kom austur í Hallormsstað fyrir 13 árum til að kenna þar við barnaskólann. Hann nam þverflautuleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík og er nú í fram- haldsnámi á það hljóðfæri jafnhliða tónlistarkennslu og aðstoð- arskólastjórastarfinu. Jón hefur einnig fengist við skáldskap og myndlist og þykir efnilegur. Alvörusamfélag með alvöru listalífi Hann segir þau stórvirki sem til dæmis Keith Reed sé að vinna í austfirsku tónlistarlífi eiga sér grunn í Tónlistarskólanum. „Kenn- arar og nemendur eru að taka þátt í þessu og þeir sem hafa getu til fá að vera með og hljóta þar af leiðandi dýrmæta þjálfun. Svo ég tali bara fyrir mig hef ég hér fengið tækifæri til að spila í alls konar tónverkum og hljómsveitum, við hlið úrvals- hljóðfæraleikara sem sumir eru nemendur en aðrir atvinnumenn í sínu fagi. Þetta er ómetanlegt og maður fengi aldrei svo fjölbreytta reynslu sem nemandi eða kennari í Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Því má svo alls ekki gleyma að Magnús hefur á sínum 30 ára ferli hér staðið fyrir mörgum glæsilegum upp- færslum og tónlistarviðburðum, sem einnig hafa orðið til vegna kjöl- festu skólans.“ Magnús segir draumsýn sína hvað skólann snertir þá, að það tak- ist að gera hann að stofnun sem horft er til og njóti virðingar. Skól- inn dragi fólk að sveitarfélaginu. „Þá vona ég að tónlistarskólanum takist að mennta almenning í tón- list. Það er ósköp gott að hafa sinn Azhkenazy eða Kristján Jóhanns- son og aðra sem skara fram úr, en aðalmálið finnst mér þó vera að al- menningur læri til tónlistar. Læri að njóta hennar og taka þátt í henni.“ „Ég held að Tónlistarskóli Aust- ur-Héraðs hafi forystuhlutverki að gegna í sambandi við menning- arlega ásýnd sveitarfélagsins,“ seg- ir Jón. „Í gamla daga þegar Ísa- fjörður hafði Ragnar H. Ragnar vissu allir að þar var stunduð menn- ing og þannig er það enn þann dag í dag. Ég myndi vilja sjá að þegar fólk hugsar til Austurlands þá viti það að þar er ástunduð metn- aðarfull menning. Að mínu mati er vandi landsbyggðarinnar að hluta til sá, að það trúa því fæstir að hér geti þrifist alvörusamfélag með alvörulistalífi.“ Það er ekki bara góða veðrið sem dregur menn austur Jón heldur áfram: „Stundum held ég að menn trúi bara ekki að utan höfuðborgarsvæðisins geti verið tónlistarskólar sem hafa burði til að kenna nemendum þannig að sam- bærilegt sé við góða skóla í Reykja- vík. Það trúa því ekki allir að á landsbyggðinni geti verið starfandi listamenn, vísindamenn og yfir höf- uð athafnafólk sem nýtur virðingar í sínu fagi. Við sem stöndum eitthvað í menningarmálum þurfum að skapa ákveðna ásýnd og gefa öðrum þá trú að okkur sé alvara. Það sé ekki bara góða veðrið sem dregur fólk austur. Að hér sé mannlíf sem spanni alla flóruna; hámenning og það sem ef til vill mætti kalla al- þýðumenningu. Sjálf erum við ekki nógu dugleg að taka þátt í og styðja við það sem verið er að gera í menningunni hérna. Fólk þorir stundum ekki að fara af forvitni á tónleika eða leik- sýningu. En okkur ber skylda til að styðja við það sem hér er gert og standa saman.“ Tónlistarskóli Austur-Héraðs fagnar þrjátíu ára afmæli Sköpunargleðin mallar og kraumar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Magnús Magnússon skólastjóri og Jón Guðmundsson, aðstoðarskóla- stjóri Tónlistarskóla Austur-Héraðs sem nú er á þrítugasta starfsári. „Stundum held ég að menn trúi ekki að utan höf- uðborgarsvæð- isins geti verið tónlistarskólar sem hafa burði til að kenna nem- endum þannig að sambærilegt sé við góða skóla í Reykjavík.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.