Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 35
STYTTA af egypska konunginum Sesostris I, hvílir hér á stalli sínum í listasafninu í Toledo í Ohio í Banda- ríkjunum. Styttan af Sesostris tilheyrir ann- ars British Museum, en gripir frá því safni eru nú að láni hjá listasafni Tol- edo. Alls er um 144 fornmuni að ræða og nefnist sýningin Eilífa Egyptaland: forn meistaraverk í eigu British Museum. Eilífa Egypta- land AP LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 35 ÞAU óvæntu tíðindi hafa gerst að Rico Saccani hljómsveitar- stjóri er stjórna átti flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Carmen í Laugardalshöll er for- fallaður vegna veikinda. Í hans stað hefur verið fenginn til starf- ans annar þekktur stjórnandi, Alexander Anissimov frá Rúss- landi. Alexander Anissimov er Rússi sem hlaut tónlistarmenntun sína í Sankti Pétursborgar- og Moskvu- konservatóríunum. Hann þykir gott dæmi um þá hæfileikaríku og vel menntuðu listamenn sem komið hafa úr austurvegi og getið sér gott orð um víða veröld. Anissimov á að baki tuttugu ára feril sem hljómsveitarstjóri og meðal annars hefur hann stýrt 36 óperu- og ballettuppfærslum víðsvegar um heiminn. Árið 1980 var hann ráðinn aðalstjórnandi Ballett- og óperuhúss Hvítarúss- lands og má segja að það hafi verið vendipunktur á ferli hans. Frá þeim tíma hefur hann tekið þátt í flest öllum hátíðum og samkeppnum sem máli skiptu í Sovét og síðar í Rússlandi. Meðal merkra hljómsveita sem hann hefur stjórnað má nefna Sinfóníuhljómsveit London og þá hefur hann unnið við og stjórnað óperuuppfærslum í San Franc- isco óperunni, Bastille óperunni í París, Liceu óperuhúsinu í Barcelona og Staatsoper í Ham- borg en þetta eru allt heims- þekkt óperuhús þar sem ein- göngu valinkunnir menn stíga í stjórnendapúltið. Anissimov hef- ur verið aðalhljómsveitarstjóri RTÉ þjóðarhljómsveitainnar í Dublin frá 1988 og á döfinni hjá Anissimov eru uppfærslur á óp- erum í Berlin Komische Oper, í Liceu og Bolshoi auk tónleika með Orchestra Arena di Verona. Helga Hauksdóttir hjá Sinfón- íuhljómsveitinni kvaðst telja það mikið happ að fá Anissimov til að stjórna Carmen með svo stuttum fyrirvara. „Hann er mjög eftir- sóttur stjórnandi og hefur Sin- fóníuhljómsveitin lengi haft uppi áætlanir um að fá hann til lands- ins. Við erum eiginlega búin að ráða til að stjórna tónleikum á næsta starfsári en tökum forskot á sæluna með Carmen,“ sagði Helga. Það er sópransöngkonan Syl- vie Brunet sem syngja mun tit- ilhlutverkið en að sögn Helgu er hún talin einn albesti túlkandi á Carmen sem völ er á í dag. „Þá ber að geta leikstjórans Soniu Frisell, en hún er afar hæfur leikstjóri sem hefur getið sér gott orð við óperusviðsetn- ingar á undanförnum árum.“ Rússneskur stjórnandi tek- ur við Carmen Sinfóníuhljómsveit Íslands ELLA Björt Daníels- dóttir klarínettuleikari heldur burtfar- arprófstónleika frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14. Þorsteinn Gauti Sig- urðsson leikur með á píanó og að auki koma fram þau María Huld Markan Sigfúsdóttir fiðluleikari og Árni Björn Árnason píanó- leikari. „Ég er orðin spennt og hlakka mjög mikið til. Ég er tilbúin,“ segir Ella Björt í samtali við blaðamann tveimur dögum fyrir tónleikana. Á efnisskránni eru Sónata í B-dúr eftir Georg Philipp Tele- mann, Rómansa (1892) eftir Marie von Sach- sen-Meiningen, Tríó fyrir klarínettu, fiðlu og píanó (1932) eftir Aram Khatchaturian, Ballaða op. 8 (1912) eft- ir Leo Weiner, Vier Stücke op. 5 (1913) eft- ir Alban Berg og Fant- asíusónata í h-moll op. 5 (1924) eftir Victor Urbancic. Gyðingasveifla eftir Khatchaturian „Ég valdi að fara óhefðbundnari leiðir,“ segir Ella Björt þegar hún er spurð um val verka á efnisskrá. „Ég spila ekki þessi þekktustu klarínettuverk heldur ákvað ég að velja mér áhugaverð og skemmtileg verk og jafnvel svo- lítið óvenjuleg. Ég byrja reyndar á sónötu eftir Telemann sem er samin fyrir óbó og continuo en hún hljómar afskaplega fallega á klarínettu með píanóundirleik. Ég valdi þetta verk vegna þess að klarínettuleikarar eiga enga bar- okktónlist – vegna þess að okkar hljóðfæri er svo ungt. Það er gamall siður að byrja á barokki og mig langaði að spreyta mig á því. Svo spila ég róm- önsu eftir Marie von Sachsen-Meiningen, fal- legt rómantískt stykki. Eftir konu og ekki nóg með það, hún var meira að segja greifynja! Síð- asta verkið fyrir hlé er tríó eftir Khatchat- urian. Það er svona gyðingasveifla, hresst og skemmtilegt tríó,“ segir hún. „Eftir hlé er ég með þrjú verk sem eru öll samin í byrjun tutt- ugustu aldarinnar en samt mjög ólík. Ég byrja á ballöðu eftir Leo Weiner, síðróm- antísku stykki, sem ég held að hafi ekki verið flutt áður hér á landi. Weiner er tónskáld sem mér finnst að mætti heyrast meira eftir hér. Svo spila ég Fjögur stykki eftir Alban Berg, allt öðru vísi tón- list, það er ekkert eins og Alban Berg. Þetta er tólftónatónlist sem er ofsalega falleg en þarf að meltast svolít- ið,“ segir Ella Björt. Tónleikunum lýkur hún svo á Fantasíusónötu eftir Victor Urbancic. „Ég held að það hafi ekki verið flutt hér opinberlega síðan Urb- ancic frumflutti það sjálfur,“ seg- ir hún. Miðasala í Salnum hefst klukkustund fyrir tónleikana eða kl. 13.00 í dag. Ella Björt Daníelsdóttir þreytir burtfararpróf í klarín- ettuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Valdi að fara óhefð- bundnari leiðir“ Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁRLEGIR tónleikar Suzuki-tónlist- arskólans í Reykjavík verða í Tjarn- arsal ráðhússins í dag, laugardag, kl. 14. Nemendur skólans, á aldrinum 4- 15 ára, koma fram. Suzuki-tónleikar í ráðhúsinu KANTATAN „Arianna a Naxos“ eft- ir Josef Haydn og ljóðaflokkarnir „A Charm of Lullabies“ eftir Benjamin Britten og „Haugtussa“ eftir Edvard Grieg eru viðfangsefni Tíbrártónleika þeirra Sigríðar Aðalsteinsdóttur mezzósópransöngkonu og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara í Saln- um í Kópavogi annaðkvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20. „Kantata Haydns er talin vera skrifuð um 1789 en textahöfundurinn er alveg ókunnur. Textinn er byggður á þekktri grískri þjóðsögu um Ari- önnu sem var yfirgefin af elskhuga sínum en hann hafði heitið henni æv- arandi tryggð vegna þess að hún bjargaði honum frá dauða,“ segir Sig- ríður, sem kveðst ekki vita til þess að kantatan hafi verið flutt áður hér á landi. Ekki hægt að svæfa börn við öll ljóðin Ljóðaflokki Brittens, „A Charm of Lullabies“ lýsir Sigríður sem vöggu- vísum innan gæsalappa. „Það er a.m.k. ekki hægt að svæfa börn við öll ljóðin,“ segir hún. „Þetta eru fimm lög og mjög ólíkir textar en hafa þó allir eitthvað með börn að gera,“ segir hún. „Haugtussa er glæsilegur flokk- ur eftir Grieg sem samanstendur af átta ljóðum eftir Arne Garborg en hann skrifaði reyndar alls á milli 60 og 70 ljóð um fjallastúlkuna. Þetta er hárómantískt og fallegt, mikil sveita- sæla og dularkraftar í náttúrunni. Hún er yfir sig ástfangin af piltinum sem kemur og heimsækir hana og þau eiga saman sælustund. Svo bíður hún spennt eftir því að hann komi aft- ur – en hann kemur ekki. Sorgin kem- ur svo í næstsíðasta laginu, þar sem „Að upplifa allan til- finningaskalann“ Morgunblaðið/Þorkell Jónas Ingimundarson og Sigríður Aðalsteinsdóttir á æfingu í Salnum. hún er búin að bíða hans lengi en án árangurs. Þá deyr allt inni í henni. Mér finnst alveg frábært að upplifa svona allan tilfinningaskalann í tón- málinu og gaman að það skuli vera til svona falleg músík,“ segir Sigríður, sem var svo heppin að njóta leiðsagn- ar norskrar söngkonu, vinkonu sinn- ar, um framburð og túlkun. Erum komin á ákveðið hreinskilnisstig Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Sigríður og Jónas vinna saman og lætur hún mjög vel af samstarfinu. „Við erum farin að þekkja hvort ann- að nokkuð vel. Við erum komin á ákveðið hreinskilnisstig, sem er alltaf mjög gott,“ segir Sigríður. Sigríður lauk prófi frá Söngskólan- um í Reykjavík vorið 1995. Haustið 1995 hélt hún í framhaldsnám til Vín- arborgar og í janúar sl. lauk hún námi við óperudeild Tónlistarháskólans í Vín. Undanfarin tvö ár hefur hún einnig stundað nám við ljóða- og óratóríudeild skólans undir hand- leiðslu prófessors Charles Spencers. Einnig hefur hún sótt ljóðanámskeið hjá Robert Holl. Syngur Fjodor í Boris Goudonov Sigríður var með samning við Þjóð- aróperuna í Vín á síðastliðnu hausti og fram í janúar. Þar söng hún m.a. hlutverk Mercedes í Carmen, þriðju dömu í Töfraflautunni og Eleonoir í Blaubart. Í maí bregður hún sér aftur til Vínar og syngur hlutverk Fjodors í Boris Goudonov. Hún verður ekki eini Íslendingurinn í þeirri uppfærslu, því þar verður einnig bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson. ♦ ♦ ♦ ÚR djúpunum nefnist tónlist- ardagskrá sem fimm sunn- lenskir listamenn hafa undan- farið flutt í kirkjum á Suðurlandi. Næst verður hún flutt, sunnudagskvöldið 25. mars í Leikhúsinu (Iðnskólanum) við Sigtún á Selfossi, kl. 20.30. Verkin eru öll að stofni til byggð á lögum sem gyðingar í útrýmingarbúðum og fátækra- hverfum sömdu í síðari heims- styrjöldinni. Flytjendur eru þau Hilmar Örn Agnarsson, Hjörtur Hjartarson, Ingunn Jensdóttir, Eyvindur Erlends- son og Sveinn Pálsson. Alls eru verkin sem flutt eru á annan tug og kemur þar við sögu bæði hljóðfæraleikur, upplestur og söngur. Gyðinga- tónlist Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.