Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI 26 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ársreikningur félagsins fyrir ári› 2000, ásamt tillögum fleim, sem fyrir fundinum liggja, ver›a hluthöfum til s‡nis á sama sta› frá 27. apíl n.k Reykjavík, 23. mars 2001 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alfl‡›ubankinn hf. Dagskrá: 1. Venjuleg a›alfundarstörf í samræmi vi› ákvæ›i greinar 4.06 í samflykktum félagsins. 2. Hækkun hlutafjár í EFA um 69.955.574 a› nafnver›i og hluthafar falli frá forkaupsrétti í samræmi vi› 34. gr. laga 2/1995 um hlutafélög. 3. Tillaga stjórnar um heimild til a› auka hlutafé um 300 m.kr. a› nafnver›i me› sölu n‡rra hluta me› forkaupsrétti. 4. Tillaga stjórnar um heimild til a› auka hlutafé um 150 m.kr. a› nafnver›i og hluthafar falli frá forkaupsrétti í samræmi vi› 34. gr. laga 2/1995 um hlutafélög. 5. Tillaga stjórnar um breytingar á greinum 1.04, 5.03, 8.01 og 11.01 vegna starfsleyfis sem fjárfestingarbanki. 6. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum í félaginu. 7. Önnur mál, löglega upp borin. A›göngumi›ar a› fundinum ver›a afhentir hluthöfum e›a umbo›smönnum fleirra á skrifstofu félagsins a› Sí›umúla 28, 2. hæ›, Reykjavík dagana 2. og 3. apríl n.k. milli kl. 10-15 og á fundarsta›. A›alfundur A›alfundur Eignarhaldsfélagsins Alfl‡›ubankinn hf. ver›ur haldinn í †mi, sal Karlakórs Reykjavíkur vi› Skógarhlí› 20, mi›vikudaginn 4. apríl 2001 og hefst kl. 16:00. HEILDARTAP Íslenska járn- blendifélagsins hf. á árinu 2000 nam 615 milljónum króna samanborið við 247 milljóna tap árið áður. Rekstrartap fyrir fjármunaliði var 247 milljónir í fyrra en 264 milljónir króna árið áður. Rekstrartekjur félagsins árið 2000 námu 4.275 millj- ónum króna samanborið við 2.882 milljónir 1999. Hækkun rekstrar- tekna á milli ára nam því 1.392 millj- ónum, eða 48,3%. Gengistap félags- ins á liðnu ári nam 462 milljónum króna. Heildareignir félagsins í árslok voru 9.157 milljónir. Heildareignir hækkuðu um 1.456 milljónir króna á milli ára. Samkvæmt tilkynningu skýrast breytingar á efnahag á árinu 2000 aðallega af hlutafjáraukningu, reiknaðri skattinneign og tapi félagsins. Hlutafé félagsins var auk- ið um 350 milljónir króna að nafn- verði í maí 2000 með lokuðu hluta- fjárútboði á genginu 1,5. Í tilkynningunni segir að á árinu 2000 hafi félagið haldið áfram áherslum sínum á öryggismál á vinnusvæðum og að það hafi leitt til um 62% fækkunar á vinnuslysum milli ára. 47% framleiðsluaukning Árið 2000 var fyrsta ár Íslenska járnblendifélagsins með þrjá ofna í fullum rekstri. Samkvæmt tilkynn- ingunni nam aukning í framleiðslu, samanborið við árið 1999, samtals 35.279 tonnum, eða 47%. Þá segir að til að mæta sílækkandi verði á stöðluðu 75% kísiljárni hafi félagið aukið áherslu sína á verðmætari framleiðslu á árinu. Hlutfall fram- leiðslu á verðmætari afurðum hafi verið 23% af heildarframleiðslu á árinu 2000. Meðal ráðstafana til lækkunar á rekstrarkostnaði Íslenska járn- blendifélagsins var fækkun starfs- manna um 10% á 4. fjórðungi ársins. Fram kemur í tilkynningunni að félagið hafi átt við mjög erfiðan rekstur að stríða fyrri hluta ársins. Hluta þeirra tæknivandamála, sem í ljós hafi komið við gangsetningu þriðja ofnsins, hafi ekki tekist að leysa fyrr en á fyrri hluta ársins 2000. Erfiðleikar í skautrekstri hafi, auk vandamála í háspennukerfum nýja ofnsins, leitt til lækkaðs álags og skerts rekstrartíma hans. Nýi ofninn sé nú rekinn á eðlilegu álagi og sé framleiðslugeta verksmiðjunn- ar um 115 þúsund tonn af 75% kís- iljárni á ári. Í tilkynningunni segir að stálfram- leiðendur um allan heim séu helstu kaupendur kísiljárns. Á liðnu ári hafi stálframleiðsla verið í hámarki sam- fara því sem verð á kísiljárni hafi verið í sögulegu lágmarki. Ástæðan sé fyrst og fremst aukið framboð á kísiljárni frá fyrrverandi Sovétlýð- veldum og Kína. Niðurfelling und- irboðstolla í Bandaríkjunum haustið 1999 hafi leitt til offramboðs á kís- iljárni á þeim markaði. Gert sé ráð fyrir því að verð á stöðluðu kísiljárni verði lágt á þessu ári. Félagið mun auka frekar fram- leiðslu sína á verðmætari afurðum. Það muni draga úr áhættu félagsins hvað varðar markað á stöðluðu kís- iljárni. Ekki ánægður með afkomuna Frank Björklund, framkvæmda- stjóri Íslenska járnblendifélagsins hf., segist ekki ánægður með afkomu félagsins á síðasta ári. Hann segir að þó útlit sé fyrir að verð á stöðluðu kísiljárni verði áfram lágt séu horfur félagsins þó betri en áður. Vitað sé að verðið muni hækka og því sé ekk- ert annað hægt að gera en halda út þá lægð sem nú sé. Þá sé búið að leysa flest þau vandamál sem komið hafi upp í framleiðslunni á síðasta ári og því sé gert ráð fyrir aukinni fram- leiðslu á þessu ári. Einnig sé verið að vinna í því að draga enn frekar úr rekstrarkostnaði félagsins. Aðalfundur Íslenska járnblendi- félagsins hf. verður haldinn 21. júní næstkomandi. Stjórn félagsins mun leggja til við aðalfund að arður verði ekki greiddur til hluthafa fyrir árið 2000 í ljósi erfiðrar stöðu félagsins. 615 milljóna króna tap Ís- lenska járnblendifélagsins                                                                  !  "#  !   $ %!  "&% ' '#(                      ! ""#$  $  ! ""#$  $  ! ""#$  $                     Hlutafé Basisbank aukið EIGENDUR danska netbankans Basisbank verða í þriðja skipti á þremur mánuðum að auka hlutafé sitt í bankanum, samkvæmt því sem fram kemur í vefútgáfu Jyl- lands-Posten. Þar segir að tekin verði afstaða til aukningar á höf- uðstól hlutafjár í bankanum á aðal- fundi hans næstkomandi miðviku- dag. Ekki liggi fyrir um hve mikla aukningu verði að ræða að þessu sinni. Bankinn hafi í janúar og mars fengið nýtt hlutafé, samtals að fjárhæð liðlega 300 milljónir króna, með eftirgjöf á lánum eig- endanna. Haft er eftir Jan Thorsen, fram- kvæmdastjóra Basisbank, í Jyl- lands-Posten, að upplýsingar um fjárhag bankans verði í fyrsta skipti gerðar opinberar í kjölfar aðalfundarins. Bakgrunnur þess pukurs sem sé með afkomu Bas- isbank sé sá að í raun sé eigandi bankans einungis einn, þ.e. Basis PFS. Raunverulegir eigendur séu hins vegar Íslandsbanki-FBA, áhættu- fjárfestingarfélagið Vertex Man- agement í Singapúr og þróunar- sjóður í eigu Bankinvest-gruppen. Þessir aðilar eigi fulltrúa í stjórn Basisbank. Í Jyllands-Posten segir að hluta- fjáraukning Basisbank sé nauðsyn- leg til að tryggja að bankinn upp- fylli ákvæði laga um að höfuðstóll sé að minnsta kosti 37,5 milljónir danskra króna, jafngildi tæplega 400 milljónum íslenskra króna. Basisbank var stofnaður í sept- ember á síðasta ári og var hlutafé hans þá rúmar 750 milljónir króna. REKSTUR Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar í fyrra skilaði 513,6 milljónum króna hagnaði fyrir áætlaða skatta samanborið við 368,6 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nemur 349,5 milljónum króna á en var 251,3 milljónir árið áður. Í tilkynningu frá SPH segir að aukinn hagnað megi rekja til sölu á hluta af eign spari- sjóðsins í Kaupþingi en söluhagnað- ur vegna þessa nam 635 milljónum króna. Í ársreikningi sparisjóðsins er miðað við markaðsverð á innlendum og erlendum markaðsverðbréfum. Arðsemi eigin fjár var 19,6% í fyrra en 16,7% árið áður og eiginfjárhlut- fall sparisjóðsins samkvæmt svoköll- uðum CAD-reglum var 11,7% í árs- lok en skal að lágmarki vera 8,0%. „Góður árangur náðist á sviði inn- lána en heildarinnlán og verðbréf námu samtals 15,84 milljörðum í árs- lok og jukust um 17,7% frá árinu áð- ur. Útlán til viðskiptamanna voru samtals 20,8 milljarðar í árslok og var aukningin 22,3% frá fyrra ári. Vaxtamunur sem hlutfall af meðal- stöðu vaxtaberandi eigna var 3,9% á síðastliðnu ári. Aðrar rekstrartekjur voru 982,3 milljónir króna og jukust um 86,5% frá árinu 1999. Önnur rekstrargjöld námu 1.183,8 milljón- um króna og jukust um 35,3% frá árinu áður. Umsvif sparisjóðsins jukust mikið á árinu og má rekja aukinn rekstr- arkostnað að miklu leyti til umfangs- mikilla breytinga sem miða að því að veita viðskiptavinum alhliða fjár- málaþjónustu. Þjónustusviðum var fjölgað með tilheyrandi fjárfesting- um í húsnæði, upplýsingakerfum og uppbyggingu þjónustuþátta.“ Hagnaður SPH 350 milljónir            )     %&#  *    #  +     ,                 -.*/0                  &$   $! ' !$  % !    ! #  !         (            ! ""#$  $  ! ""#$  $  ! ""#' $                 UPPHAFSGILDI vísitölu krónunn- ar í gær var 122,23 stig og veiktist krónan fljótlega í um 122,48 stig, en krónan veikist þegar vísitalan hækk- ar. Þá greip Seðlabankinn inn í og við það hækkaði gengi krónunnar og vísitalan fór í 121,65 stig. Þessi styrking hélt þó ekki og krónan veiktist á ný og var lokagildi hennar 122,41 stig. Veiking innan dagsins var því rúmlega 0,1%. Halldór Hildi- mundarson á millibankaborði Ís- landsbanka-FBA hf. segir það vera til marks um hversu veikt krónan standi að hún skuli veikjast þrátt fyrir þessi inngrip. Inngrip Seðlabanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.