Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 56

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Um mannanöfn, annar hluti Nöfn eru merkilegur spegill samfélagsins. Út úr þeim má skynja ástand fólksins, bæði and- legt og efnalegt. Í nöfnum landnámskynslóðarinnar gætti reisnar og fjölbreytileika sem ent- ist vel fram yfir Sturlungaöld. Það eimdi meira að segja eftir af þessu í fyrsta allsherjarmanntalinu 1703, enda þótt Jón og Guðrún væru kannski óþarflega algeng. En þá er þess að gæta sem Jónas Árna- son rithöfundur sagði að þessi tvö nöfn væru fallegustu nöfn í heimi. Átjánda öldin var Íslendingum svo erfið að furðu gegnir að þjóðin lifði af með máli sínu og menningu. Og það er eins og við manninn mælt. Á 18. öld gætir mikils sneyðileika, einhæfni og fátæktar í nafngiftunum. Einstaka maður í afskekktustu og harðbýlustu hér- uðum reyndi að bæta sér upp lítt bærilegan vanda hversdagsins með því að taka skrautleg nöfn úr rímum og riddarasögum, nöfn sem nú myndu ekki ganga, eins og Rós- inkransa Engilberta Ebenesers- dóttir eða Svíalín Salmadóttir. Á 19. öld framanverðri batnaði árferði og afkoma til muna. Um leið fjölgar nöfnum stórlega og fólk fer að leita út í afkima Biblí- unnar eftir nýstárlegum nöfnum eins og Jósías, Zakkeus, Jónadab og jafnvel Jellidoni sem er afbök- un úr hebresku nafni, Elionai, en það kvað merkja „augu mín mæna til guðs“. Á síðari hluta 19. aldar, einkum eftir þjóðhátíðina 1874, renna sam- hliða þrenns konar straumar. Í fyrsta lagi þjóðlegur straumur, þar sem nöfn eins og Ingólfur, Hjör- leifur og Sigrún hefja sókn. Í öðru lagi varð mikill fjöldi fólks með nöfnum sem rekja má til Biblíunn- ar og í þriðja lagi eftiröpun danskra kvenheita með afleiðslu- endingum, eins og ína og sína, svo sem Jakobína, og Þorlákssína. Mjög er greinilegt hversu menn á norðurhluta landsins voru fíknari í erlenda nýbreytni heldur en Sunn- lendingar. Þegar Maríur og Soffí- ur hópuðust um Norðurland, voru slík nöfn varla til á Suðurlandsund- irlendinu. En þau nöfn komu með tíð og tíma. Erlendar tískubylgjur ná okkur alltaf á endanum. Það var hins vegar séríslensk uppfinning á 19. öld að skeyta saman nöfn for- eldra eða annarra vandamanna í eitt skírnarnafn á afkvæminu. Þetta tókst stundum ágætlega eins og þegar dóttir Dagbjartar og Sig- fúsar fær nafnið Sigbjört. Óskilj- anlegt að þetta góða nafn fékk daufar undirtektir. Hins vegar fannst sr. Jóni á Stafafelli og fleir- um ekki unandi við nöfnin Guðbet (Guðmundur + Elísabet) eða Eggrún (Eggert + Guðrún). Út yfir tók þó þríliða nafnið Einstín- veig. Að vísu hétu foreldrarnir Einar og Kristín, en ekki veit ég hver „veigin“ var. Vonandi að blessuð stúlkan hafi verið kölluð Stína eða Veiga.  Þórður Örn Sigurðsson skrifar mér afar hressileg bréf og gagn- ort. Stundum nokkuð hvassort, enda fer Þórður ekki í launkofa með það sem hann hugsar um ís- lenskt mál. Með nokkrum eftir- gangsmunum fékk ég að birta meginefni bréfsins, enda þykir mér að því mikill fengur einkum að því er varðar ensku orðin chall- enge og approach: Birtist með þakklæti bréf Þóris: „Heill og sæll! Eitt orð í pistli dagsins verður mér tilefni til að skrifa þér bréf svona utan dagskrár og ekki til birtingar og sennilega heldur ekki að öllu leyti þínum skilningi alveg samstiga. Orðið – eða öllu heldur orðalepp- urinn – er ögrun og er í tísku hjá fjölda fólks sem hugsar á ensku og brúkar það sem þýðingu (ranga þó!) á orðinu challenge. Challeng- ing task heitir ögrandi viðfangs- efni nú þegar duga mundi að kalla það verðugt, heillandi eða bara for- vitnilegt verkefni. Í mínum huga þýðir sögnin að ögra að storka, mana, egna; jafnvel að stríða, þ.e.a.s. að misbjóða að þessu leyti. Aldrei eitthvað já- kvætt svo sem að brýna eða hvetja til dáða. (Og mér er alveg sama þótt einhverjar orðabækur kunni að segja annað, við vitum báðir að þær eru einhverjar vitlausastar bækur í heimi, þótt illnauðsynleg- ar séu.) Enska sögnin to challenge þýðir ekki að ögra, storka, mana né egna eins og fjöldinn virðist þó halda, og má sennilega um það kenna ein- hverju úr ofannefndum bókakosti. Nafnorðið challenge tel ég að merki áskorun (jafnvel til hólm- göngu), brýning, hvatning og her- hvöt. Annað mál er það að sögnin to challenge getur einnig þýtt að vefengja, bera brigður á en er þessu óviðkomandi. – – – Úr því ég er farinn að tala um hina lærðu, enskumæltu hugsun fyrirfólks og fjölmiðla gæti ég svo sem tínt til fjölda dæma. Ég læt tvö nægja. Oft er sagt að þessi eða inn leggi lykkju á leið sína (til að gera einhvern ósómann, venju- lega). Enska hugsunin hér er to go out of one’s way. Á íslensku hét þetta áður að gera sér (sérstakt) far um, eða, setja sig ekki úr færi, svona til dæmis. Á meðan Sam- fylkingin var enn ófædd en koll- hríðin byrjuð, greindi nokkrum sinnum frá því að slunginn pólitík- us sæti á grindverkinu. Enska orðalagið er to be sitting on the fence og þýðir á gamaldags ís- lensku að bíða átekta. Hvimleitt er nýyrðið nálgun (e. approach) um það sem til skamms tíma voru köll- uð efnistök. Nú nálgast menn við- fangsefni sín. Í sjálfu Ríkisútvarp- inu segir frá því að menn geti ekki höndlað (can’t handle) tölvupóst- inn sinn þegar (sennilega) átt er við að þeir ráði ekki við hann. Að höndla virðist einnig vera farið þýða sama og að meðhöndla, fást við. Annars veitti ekki af að andskot- ast dálítið út í dönskuna sem nú- orðið þykir þjóðlegt að sletta. Hvað heldurðu að hefði verið gert við okkur í skólanum hér áður fyrri hefðum við vogað okkur að segja að eitthvað hefði ekkert með eitt- hvað annað tiltekið að gera? Nú þykir þetta prenthæf íslenska. Önnur málleysutugga sem ensk- unni verður ekki kennt um kemur upp þegar fólk fer að spyrja sjálft sig um eitt og annað: „Maður spyr sig“! Á ensku heitir þó að velta fyr- ir sér to wonder (whether).“  Hlymrekur handan kvað: Burt með slæpingshátt allan og slór slúðurburð, þjófnað og hór. En það sem ég boða, má þaulendurskoða, þegar ég orðinn er stór. Auk þess hef ég lært orðið aft- anskrif = sama sem eftirskrift = sama sem P.s. = Post scriptum, af Helga Jónssyni (próf. Helgasonar) í bókinni Nærmynd af Nóbels- skáldi. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1102. þáttur Í MORGUNBLAÐSGREIN Brynjars Níelssonar hæstaréttar- lögmanns 22. mars sl., Hagsmunum barns og samfélags fórnað fyrir mál- staðinn?, getur að líta mikið safn staðhæfinga og ályktana þessa starfsbróður míns um dómsmál sem mikið var í opinberri umræðu í síð- ustu viku. Margt er þar rangt. Tilefnið segir lögmaðurinn vera umræðu um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars sl. þar sem maður var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Efni greinarinnar er þó að miklu leyti fullyrðingar og dylgjur um störf mín sem tilnefnds og síðar skipaðs réttargæslumanns stúlk- unnar. Telur hann að aðrir hags- munir en stúlkunnar hafi legið að baki ákvörðunum, sem hann eignar mér. Hann samsamar mig hagsmun- um skjólstæðings míns og brýtur gegn siðareglum lögmanna. Hann gerir mér margt upp í greininni og endurtekur það í sífellu. Það er sama hvað hann endurtekur það oft, það verður ekkert nær sannleikan- um fyrir það. Í greininni fer höfundur um víðan völl og fjallar í senn um niðurstöðu um sýknu, um skýrslutöku fyrir dómi á rannsóknarstigi, en þó mest um meinta baráttu „aðila og hópa sem vilja breytta löggjöf um skýrslutökur barna fyrir dómi þann- ig að hún fari alltaf fram í Barna- húsi“. Hann fjallar um umræður á Alþingi og viðtal við mig í Morgun- blaðinu í sama orðinu og sakar mig og þá um allskonar hluti. Mér finnst ekki sæmandi hæstaréttarlögmanni að halda því fram gegn betri vitund að ég hafi átt þátt í þessu og skil ekki hvað honum gengur til að klína þessu á mig. Lögmaðurinn segir að umræðan hafi snúið á haus. Ein- hverju öðru hefur líka verið snúið á haus að mínu mati. Ég vona sannarlega að það sem Brynjar hefur svo nánast orðrétt eftir úr endurritum lokaðra þing- halda sé ekki komið til hans beint úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Rökstuðningur dóma Hæstaréttarlögmaðurinn spyrðir mig við einhvern ótiltekinn fjölda þingmanna sem talað hafi á Alþingi. Þess háttar samsömun hafna ég. Hafi hann hlustað veit hann auðvitað að það sem ég hef gagnrýnt við þennan dóm er aðferðin við að kom- ast að niðurstöðu. Hef ég rökstutt þá skoðun mína að dómurinn standist ekki réttarfarslög þar sem ekki sé lagt neitt mat á þau sönnunargögn sem færð voru fram fyrir dóminum, auk þess sem ekkert mat er lagt á trúverðugleika sakborningsins, m.a. vegna afturhvarfs hans frá játningu. Þótt sönnunarmat sé frjálst ber dómara að leggja mat á þau sönn- unargögn sem færð eru fram og taka afstöðu til þess hvað teljist sannað og hvað ekki. Það gerði dóm- urinn ekki með fullnægjandi hætti að mínu mati. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ríkissaksóknari eigi að áfrýja þessum dómi til ómerking- ar. Það vita allir sem vilja vita í lög- mannastétt, og þar með væntanlega Brynjar Níelsson, að það sem ég nefni hér á sér tilvísun í marga dóma undanfarinna ára og ég nefni sem dæmi ómerkingardóm Hæstaréttar frá 5. október 2000 í málinu nr. 198/ 2000. Þetta er frekar skiljanlegur og einfaldur málflutningur. Ég hef bent blaðamönnum á að þeir sem að lög- um eiga að gæta hagsmuna barns hafi verið á einu máli um hvað væri því fyrir bestu í þessu máli. Ekki veit ég til þess að neinn þessara aðila hafi dregið taum annarra en barns- ins. Brynjar heldur öðru fram, þótt ég sjái ekki neinn rökstuðning hans fyrir því. Afsláttur af réttindum Starfsbróðir minn telur mig aug- ljóslega í störfum mínum sem rétt- argæslumaður barns í þessu tiltekna máli hafa gætt hagsmuna einhverra baráttuhópa fyrir breyttri löggjöf. Það væri brýnt brot gegn ákvæðum laga og siðareglna ef satt væri að ég hefði látið hagsmuni skjólstæðings míns víkja fyrir einhverjum öðrum hagsmunum. Þessar dylgjur hans, sem eru rauði þráður þessarar greinar, eru einfaldlega rangar. Ég frábið mér að vera samsömuð sjónarmiðum þeirra aðila sem deilt hafa um húsin tvö á opinberum vett- vangi, Barnahús og dómhús. Mér þykir hvorugur málstaðurinn hafa verið fluttur fram af yfirvegun eða hlutlægni og tala fyrir hvorugum. Hvorki almennt né í einstökum mál- um. Mínir skjólstæðingar eru fólk. Í þessum málum má þetta fólk sín minna en fólk sem getur talað máli sínu. Börn eru ekki litlir fullorðnir einstaklingar. Við getum ekki látið þau fá meðferð eins og þau væru það. Þeir sem gæta hagsmuna þeirra hafa ekki leyfi til að gefa ein- hvern afslátt af mannréttindum þeirra. Börn og sönnunarfærsla Brynjar setur fram spurningu í greininni um það hvað hafi ráðið af- stöðu þeirra sem gættu hagsmuna barnsins, og reyndar sumra þeirra sem komu að sakamálarannsókn- inni. Hans svar er rangt, enda gefur hann sér forsendur sem ekki stan- dast skoðun. Meðal þeirra er útlist- un hans á því hverjir teljist almennt hagsmunir brotaþola. Lögmaðurinn veit vel að hann á engan rétt til þess að fá útskýrðar ástæður fyrir af- stöðu varðandi tiltekna hagsmuna- gæslu. Tilgátusmíð hans um það þjónar engum tilgangi. Ég ætla í tilefni spurningarinnar að greina enn frá sjónarmiðum um skýrslutökur af börnum. Þegar um mjög ungt barn er að ræða eru það hagsmunir þess að vera yfirheyrt við bestu mögulegu að- stæður, sem jafn- framt verða að upp- fylla öll lagaskilyrði til yfirheyrslu fyrir dómi. Þetta á við um allt umhverfi og fyr- irkomulag skýrslu- tökunnar og helgast af þeirri alþekktu staðreynd, sem studd er m.a. réttar- sálfræðilegum rann- sóknun, að ungum börnum líður al- mennt mun betur við aðstæður sem sniðnar eru að þörfum þeirra og þá er líklegra að framburður barns sé í fyrsta lagi sannleikanum samkvæm- ur og í öðru lagi að allt komi fram í honum sem máli skiptir. Þarna fara því saman hagsmunir sakamála- rannsóknar og hagsmunir barns. Þór Vilhjálmsson ritaði grein í Tímarit lögfræðinga 1994 sem hann kallaði Mannréttindi, sönnun og sér- staða barns. Ekki hefur í annan tíma verið fjallað um þessi mál af meiri reynslu og skynsemi af íslenskum dómara á prenti. Þar ræðir dómar- inn um markalínuna milli þess sem sakaðir menn eiga rétt til og þess sem má gera til að létta sönnunarfærslu þegar aðstæður mæla með því. Brynjari væri hollt að lesa þessa grein og nokkrar úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu um þetta málefni. Ég hirði ekki um að tína minni háttar rang- færslur í grein lögmanns- ins allar upp. Því miður sker greinin sig ekki í meginatriðum frá þeirri ómálefnalegu umræðu sem verið hefur svo til einráð um framkvæmd laga nr. 36/1999, sem breyttu lögum um meðferð opin- berra mála í maí 1999. Lengi hefur verið vitað að lagasetning þessi var síður en svo í þökk Dómarafélags Ís- lands og einnig að handhafar ákæru- valds settu sig upp á móti henni á sínum tíma. Ég fullyrði að almennt hefur framkvæmd laganna slípast með tímanum og von mín stendur enn til þess að allir sem að þessum málum koma geti borið gæfu til að beita hinum nýju ákvæðum af skyn- semi og þannig að réttaröryggis sé gætt. Réttlát málsmeð- ferð – fyrir hverja? Sif Konráðsdóttir Dómur Dylgjur Brynjars Níels- sonar í greininni, segir Sif Konráðsdóttir, eru rangar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.