Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 36
Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á veg- um persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. Ég á orðið í vandræðum með sjálfan mig, ég þori varla orðið að segja nokkuð innan um fólk af ótta við að það sem ég segi hljómi heimsku- lega og allir í herberginu fari að horfa á mig. Ég hef alltaf verið talin mjög feimin frá því að ég var krakki, en þetta er eitthvað miklu meira og verra en feimni, ég er farin að kvíða í marga daga fyrir smáfundum og hætti jafnvel við á síðustu stundu. Hvað er að og er hægt að hjálpa? SVAR Þú ert að lýsa félagsfælni, al-gengum sjúkdómi sem allt að 15% fólks upplifir einhvern tíma á lífsleiðinni. Oftast byrjar sjúkdómurinn á unglingsárum, stundum jafnvel á barnsaldri og fátítt er að hann byrji eftir 25 ára aldur. Sjúkdómseinkennin snúast að miklu leyti um ótta fólks við að verða sér á einn eða ann- an hátt til skammar. Algengt er að sjúkling- urinn lýsi óþægindum við að fara í fjöl- skylduboð eins og t.a.m. fermingar, honum finnst sem allir séu að fylgjast með honum og hann óttast mjög alla gagnrýni sem hann gæti fengið. Þessir sjúklingar eiga oft erfitt með einfalda hluti eins og að skrifa ávísun fyrir framan afgreiðslufólk verslunar eða að matast innan um ókunnuga eins og á veit- ingastöðum. Misjafnt er hversu víðtæk áhrif þessa eru á líf fólks, sumir eiga fyrst og fremst erfitt með að standa upp og tala frammi fyrir áheyr- endum, en hjá þeim sem verst eru settir get- ur þetta truflað nær öll samskipti sem þeir eiga við aðra og nánast útilokað þá frá mann- legum samskiptum. Alvarleiki þessa kvilla sést kannski best þegar skoðaðar eru aðstæður hópsins. Þá kemur í ljós að skólaganga þeirra er almennt styttri og aðspurð þá segja þau oft frá vanlíð- an í skóla, ótta við að leita svara við því sem þau ekki skildu og margra daga kvíða fyrir því að þurfa að flytja eitthvað fyrir framan bekkinn. Starfsframi er minni en búast mætti við miðað við verðleika, enda veigra þessir sjúk- lingar sér við að sækjast eftir vinnu sem kall- ar á að aukin athygli beinist að þeim. Oft eru þessir sjúklingar einnig með lægri tekjur en aðrir í sambærilegum stöðum, þar sem þeir sækja ekki sinn rétt af sama krafti og aðrir. Fólk í þessum hópi er líklegra til að vera einhleypt en aðrir, enda er hópurinn ófram- færinn og hver man til dæmis ekki eftir ein- hverjum af félögum sínum sem aldrei þorði að reyna við stelpu fyrr en hann var orðinn svo drukkinn að engin þeirra vildi líta við honum. Af framansögðu má vera ljóst að afleið- ingar félagskvíða geta verið miklar og verða yfirleitt verri eftir því sem lengur dregst að gera eitthvað í málinu. Oft er það svo að þeir sem þjást af félagsfælni leita sér ekki hjálpar fyrr en fylgikvillar reka þá af stað, þar sem þeim finnst sjálfum sem þetta sé aum- ingjaskapur í sér og eitthvað sem þeir verði bara að hrista af sér. Sjúkdómar eins og þunglyndi vilja nefnilega koma í kjölfar félagsfælni, að ekki sé talað um þá sem reyna að gera sér félagslegar aðstæður bærilegar með því að fá sér aðeins í glas, þeir verða oft áfengissýki að bráð. Leiti fólk sér hins vegar aðstoðar er oftast hægt að hjálpa. Í vægari tilvikum og þegar sjúkdómurinn er bundinn við tiltölulega af- markaðar félagsaðstæður dugar oft viðtals- meðferð. Svokölluð hugræn meðferð, sem miðar að því að leiðrétta „rangar“ hugsanir og koma í veg fyrir að þær valdi óraunhæfum kvíða, reynist oft sérlega vel. Í erfiðari tilvikum og sérstaklega þegar sjúkdómurinn snertir almennt öll félagsleg tengsl sjúklingsins er yfirleitt nauðsynlegt að nota lyf. Ein og sér er lyfjameðferð þó yf- irleitt ekki nægjanleg, sjúklingurinn þarf ákveðinn stuðning samhliða, fræðslu og helst hugræna meðferð að einhverju marki. Félagskvíði / Félagsfælni eftir Garðar Sigursteinsson Í erfiðari tilvikum og sér- staklega þegar sjúkdóm- urinn snertir almennt öll félagsleg tengsl sjúklings- ins er yfirleitt nauðsynlegt að nota lyf. ........................................................... Nánari upplýsingar um félagsfælni: http://www.persona.is/ http://www.social-anxiety.org/_ Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum. 36 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ DIAMOND Excell, ellefu ára stúlka sem fæddist án handleggja en lærði að skrifa, borða og bursta tennurnar með því að nota fæturna, faðmaði móður sína nýlega með því að nota „líftækja“-handleggi sem settir voru á hana fyrir skömmu. Diamond fékk að taka þessa raf- handleggi með sér heim eftir að hafa haldið sýningu á því hvernig þeir virka fyrir fjölmiðla og stuðn- ingsfólk sem hjálpaði til við að safna 60 þúsund Bandaríkjadollur- um (5,1 milljón króna) upp í þá 70 þúsund dollara (5,9 milljónir króna) sem handleggirnir kostuðu. Hún hafði mátað handleggina áð- ur og þá faðmaði hún mömmu sína í fyrsta sinn. „Það var svo gott,“ sagði móðir hennar, Delia Excell. „Því verður ekki með orðum lýst hvernig mér leið þegar hún faðmaði mig með þessum handleggjum.“ Ivan Yaeger hannaði handlegg- ina úr pörtum sem hann átti til en fékk síðan gervilimasmiðinn Eug- ene Silva í lið með sér til að smíða þá og setja saman. Yaeger hannaði fyrst gervilim sem vísindaverkefni þegar hann var í miðskóla og notaði nú nokkra þætti þeirrar hönnunar sem hann fékk einkaleyfi á þegar hann var enn í skóla. Á hvorum handlegg eru mótorar sem opna og loka þrem liðum. Þeir virka samkvæmt boðum sem heil- inn sendir þegar vöðvar eru hreyfð- ir. Með því að hreyfa bakvöðva get- ur Diamond opnað liðina og með því að hreyfa brjóstvöðva lokar hún þeim. Tveir nemar sem eru á ólinni sem festir handleggina við hana gera henni kleift að skipta frá ein- um lið til annars. Úlnliðurinn getur snúist næstum heilan hring og olnboginn er þann- ig gerður að þegar Diamond geng- ur sveiflast handleggirnir eðlilega. Þeir verða lengdir eftir því sem stúlkan eldist og stækkar. Dia- mond hefur enn ekki fyllilega lært að hreyfa handleggina og mun æfa sig lengur. Hún sýndi hvernig hún tók upp poka með því að grípa í haldið á honum með vísifingri og þumli. „Það var auðvelt,“ sagði hún. Lítil stúlka fær gervi- handleggi Miami. AP. Associated Press Þáttaskil Hin 11 ára gamla Diamond Excell á fréttamannafundi þar sem nýir hand- leggir hennar voru kynntir fjölmiðlum. Tæknin nýja þykir marka þáttaskil á þessu sviði en handleggirnir eru léttir og sérhannaðir fyrir Diamond. Lyf Nýjar upplýsingar um ágæti aspríns Sjúkdómar Vonir um parkinsons- meðferð dvína Samskipti Félagsfælni er algengur sjúkdómur Raddheilsa Mælt með hljóðkerfum í skólastofumHEILSA HEILBRIGÐIR einstaklingar njóta ef til vill ekki þeirrar heilsubótar sem þeir vænta af neyslu E-vítamíns, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar rann- sóknar er birtar voru í The Journal of the American Medical Association. Vísindamenn sýndu fram á, að þótt E-vítamíni væri bætt í mat heilbrigðs fólks hafði það engin áhrif á hversu miklar „oxíðskemmdir“ urðu í líkama þeirra og vekja þessar niðurstöður spurningar um gildi þess að taka vít- amínið. Orsakir oxíðskemmda eru svo- nefnd stakefni sem verða til í frum- um. Sérfræðingar telja að tengsl séu á milli niðurbrotskemmda og margra sjúkdóma, þ. á m. krabbameins og hjartabilana. Andoxunarefni á borð við C- og E-vítamín eru talin draga úr virkni stakefna. Til þess að prófa hvort neysla E- vítamíns dregur úr oxíðáhrifum gáfu dr. Emma A. Meagher við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og samstarfsmenn hennar 30 heilbrigð- um konum og körlum á aldrinum 18- 60 ára annaðhvort óvirka lyfleysu eða E-vítamín í 200 til 2.000 eininga skömmtum daglega. Í ljós kom aukið magn E-vítamíns eftir tvo mánuði hjá þeim sem tóku vítamínið, samanborið við þá sem tóku lyfleysuna. En oxíðskemmdir, sem mældar voru með tilliti til efna sem losuðust út í þvagið, reyndust næstum því óbreyttar þrátt fyrir mis- munandi stærð vítamínskammtanna. Þetta er ein fyrsta rannsóknin sem beinist að áhrifum E-vítamíns á oxun í líkamanum. Dr. Tim Byers, prófessor við læknadeild Háskólans í Colorado, sagði að þær upplýsingar sem fengist hefðu í þessari rannsókn, ásamt upp- lýsingum úr öðrum rannsóknum, bendi til þess að E-vítamín hafi ekki þau áhrif að draga úr dánartíðni, hjartasjúkdómum eða heilaáfalli. „E- vítamín veitir í raun ekki vernd gegn oxíðskemmdum, eins og margir vís- indamenn hafa talið að það myndi gera,“ sagði Byers sem ekki tók þátt í gerð rannsóknarinnar. Vísbending um fæðubótarefni Hann bendir enn fremur á, að þess- ar niðurstöður gefi vísbendingar um önnur fæðubótarefni. Margt fólk taki stóra skammta af bætiefnum í þeirri trú að þau hafi góð áhrif. En eftir því sem meiri rannsóknir fari fram sé að koma í ljós ákveðið mynstur. „Fæðu- bótarefni virðast ekki hafa þau bæt- andi áhrif sem talið hefur verið að þau hafi.“ Mestu skipti að maður borði heilsusamlegar og vel samsettar mál- tíðir, segir Byers. E-vítamín gagnast heilbrigðum lítið New York. Reuters. Associated Press Löngum hefur verið deilt um ágæti fæðubótarefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.