Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Á AFSTÖÐNU flokksþingi Fram-
sóknarflokksins gerðust þau tíðindi
að formaður var endurkosinn og
nýr varaformaður náði glæsilegri
kosningu. Féllust þeir í faðma og
létu vel af sér og sínum. Hið furðu-
lega gerðist þó að á ekki lengri tíma
en þessari helgi sem fundurinn
stóð, þá lýstu þeir félagarnir sitt
hvorri skoðuninni á fylgi Vinstri
grænna. Halldór lýsti því yfir argur
í skapi að VG væru bara gamlir
kommar en Guðni sagði gömlum og
góðum framsóknarmönnum sem
hefðu hlaupið yfir til VG að skamm-
ast sín heim í Framsóknarflokkinn.
Ólíkt Halldóri, þá er Guðni
skemmtilegur auk þess að vera svo
raunsær að viðurkenna að fjöldi
framsóknarfólks hefur gengið til
liðs við VG. Margir framsóknar-
menn, líkt og undirritaður, hafa
gengið til liðs við VG vegna krappr-
ar hægri beygju flokksins undir
stjórn Halldórs Ásgrímssonar. Nú
stendur flokkurinn fyrir einkavæð-
ingu og markaðshyggju. Samvinna
og félagshyggja eru víðsfjarri, auð-
gildið er tekið fram yfir manngildið
og fjármagnið er í fyrirrúmi en ekki
fólkið. Hrun Framsóknarflokksins
og flótti framsóknarmanna yfir til
VG byggist á þessum staðreyndum.
Hvorki R-lista-söfnuðurinn né
Samfylkingin bjóða kjósendum sín-
um afgerandi né trúverðuga stefnu
sem byggist á þeim gildum sem
taka fólk fram yfir fjármagnið,
manngildið fram yfir auðgildið og
samvinnu og félagshyggju fram yf-
ir markaðshyggju einkavæðingar.
Aðeins innan raða Vinstri grænna
eru þessi sjónarmið í heiðri höfð og
í einlægni er þar unnið í þeim anda.
Þess vegna eykst fylgi VG hröð-
um skrefum en almenningur snýr
baki við Framsóknarflokknum og
Samfylkingunni.
KRISTINN SNÆLAND,
fyrrverandi erindreki
Framsóknarflokksins.
Framsóknarkommar
Frá Kristni Snæland:
ELSKU Halla mín.
Af hverju ert þú að framsenda bréf
til okkar landsbyggðarfólksins frá
Agli Helgasyni, sem bara vill flug-
völlinn burt? Við megum ekki einu
sinni kjósa. Og ef við mættum kjósa
mundum við kjósa að hann væri.
Mér skilst að margir í Reykjavík
vilji hús þarna í staðinn til að búa í.
Svo vilja aðrir auka lóðaframboðið
svo allir eignist þak yfir höfuðið.
Þetta eru frómar óskir. Ekki er ég
nú samt viss um að húsnæðisleys-
ingjarnir muni fá íbúðir á þessum
glæsilóðum, enda lóðaverðið hátt. Ég
er heldur ekki viss um að þeir sem
þurfa að hírast í fjallabyggðunum
Grafarvogi og efra Breiðholti muni
hafa efni á að koma sér þarna fyrir,
enda væri leiðinlegt ef þessi hverfi
mundu tæmast. Væri ekki heldur ráð
að gera þessi fjallabyggðahverfi líf-
legri? Þá mundu jafnvel sannir 101
Reykvíkingar vilja flytja þangað.
Annars erum vér í andanum sann-
ir 101 Reykvíkingar og söknum aðal-
aðdráttaraflsins í hversdagsleikan-
um þarna, að sjá skipin sigla inn og
út úr höfninni og karla bjástra við
ryðgaða togara í slippnum. Þetta er
lífið fyrir fólk sem innst inni dreymdi
alltaf um að fara á sjóinn, eða komast
burt. Eða fylgjast með flugvélunum
koma svífandi norðan yfir Faxafló-
ann og fara hljóðlaust yfir mitt Ham-
arshúsið okkar, af því við erum með
svo vel hljóðeinangrað gler í glugg-
unum þarna syðra, þrefalt gler. Okk-
ur dreymdi reyndar aldrei um að
verða flugmenn. En hver veit nema
strákana okkar sem búa þarna núna
dreymi um þetta.
Annars vil ég minna á að ef frá er
talið 101 Reykjavík þá býr menning-
in hér á landsbyggðinni. Þið hafið nú
svo mikið að gera í daglega lífinu í
Reykjavík að varla megið þið vera að
því að keyra í bíl alla leið hingað
norður til að sjá þá afburða list og
menningu sem við landsbyggðarfólk-
ið höfum svo góðan tíma hér til að
skapa í einsemdinni og atvinnu-
leysinu.
Annars er sú hugmynd komin upp
á Akureyri að þeir vilja losna við Ak-
ureyrarflugvöll. Telja þeir að strönd-
ina þar sem flugvöllurinn er ætti að
nýta fyrir einbýlishús og jafnvel
blokkir lengra frá ströndinni. Þarna
yrði fín aðstaða fyrir skútusókn á
sumrum og skautalistdans á vetrum.
Dalvíkingar eru mjög hrifnir af
þessari hugmynd og hér er nóg land-
rými með miðpunkt í Hrísatjörninni
fyrir a.m.k. tvær flugbrautir. Þeir
telja sig geta lagt tvær risaflug-
brautir hérna, aðra norðurbraut sem
mundi stefna beint á skíðabrautina í
Böggviðsstaðafjalli og hina vestur-
braut sem mundi stefna beint hingað
í Laugastein, hvort tveggja mjög
gott fyrir skíðafólk og gesti. Þegar
Akureyringar fréttu af þessu kom
urgur í þá að Dalvíkingar ætluðu að
stela frá þeim skíðafólkinu. Bentu
Dalvíkingar þá á að leggja mætti
skíðahraðlyftu milli suðurenda norð-
urflugbrautarinnar, skammt sunnan
Hrísa og beint upp í Hlíðarfjall við
Akureyri. Þetta er að þróast upp í
hávaðadeilur hér á Eyjafjarðarsvæð-
inu um þetta allt saman. Flokkarnir
eru ekki enn búnir að finna út hvar
þeir eigi að standa í deilunum. Þeir
átta sig kannski betur á því eftir að
kosningaúrslitin eru kunn í Reykja-
vík.
Halla mín. Viltu ekki senda þessar
fréttir okkar að norðan í addressu-
listann, sem þú sendir bréfið hans
Egils til.
RAGNAR STEFÁNSSON og
INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR,
Laugasteini, Svarfaðardal.
Kveðja frá
landsbyggðinni
Frá Ragnari Stefánssyni
og Ingibjörgu Hjartardóttur: