Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 72
72 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á AFSTÖÐNU flokksþingi Fram- sóknarflokksins gerðust þau tíðindi að formaður var endurkosinn og nýr varaformaður náði glæsilegri kosningu. Féllust þeir í faðma og létu vel af sér og sínum. Hið furðu- lega gerðist þó að á ekki lengri tíma en þessari helgi sem fundurinn stóð, þá lýstu þeir félagarnir sitt hvorri skoðuninni á fylgi Vinstri grænna. Halldór lýsti því yfir argur í skapi að VG væru bara gamlir kommar en Guðni sagði gömlum og góðum framsóknarmönnum sem hefðu hlaupið yfir til VG að skamm- ast sín heim í Framsóknarflokkinn. Ólíkt Halldóri, þá er Guðni skemmtilegur auk þess að vera svo raunsær að viðurkenna að fjöldi framsóknarfólks hefur gengið til liðs við VG. Margir framsóknar- menn, líkt og undirritaður, hafa gengið til liðs við VG vegna krappr- ar hægri beygju flokksins undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar. Nú stendur flokkurinn fyrir einkavæð- ingu og markaðshyggju. Samvinna og félagshyggja eru víðsfjarri, auð- gildið er tekið fram yfir manngildið og fjármagnið er í fyrirrúmi en ekki fólkið. Hrun Framsóknarflokksins og flótti framsóknarmanna yfir til VG byggist á þessum staðreyndum. Hvorki R-lista-söfnuðurinn né Samfylkingin bjóða kjósendum sín- um afgerandi né trúverðuga stefnu sem byggist á þeim gildum sem taka fólk fram yfir fjármagnið, manngildið fram yfir auðgildið og samvinnu og félagshyggju fram yf- ir markaðshyggju einkavæðingar. Aðeins innan raða Vinstri grænna eru þessi sjónarmið í heiðri höfð og í einlægni er þar unnið í þeim anda. Þess vegna eykst fylgi VG hröð- um skrefum en almenningur snýr baki við Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. KRISTINN SNÆLAND, fyrrverandi erindreki Framsóknarflokksins. Framsóknarkommar Frá Kristni Snæland: ELSKU Halla mín. Af hverju ert þú að framsenda bréf til okkar landsbyggðarfólksins frá Agli Helgasyni, sem bara vill flug- völlinn burt? Við megum ekki einu sinni kjósa. Og ef við mættum kjósa mundum við kjósa að hann væri. Mér skilst að margir í Reykjavík vilji hús þarna í staðinn til að búa í. Svo vilja aðrir auka lóðaframboðið svo allir eignist þak yfir höfuðið. Þetta eru frómar óskir. Ekki er ég nú samt viss um að húsnæðisleys- ingjarnir muni fá íbúðir á þessum glæsilóðum, enda lóðaverðið hátt. Ég er heldur ekki viss um að þeir sem þurfa að hírast í fjallabyggðunum Grafarvogi og efra Breiðholti muni hafa efni á að koma sér þarna fyrir, enda væri leiðinlegt ef þessi hverfi mundu tæmast. Væri ekki heldur ráð að gera þessi fjallabyggðahverfi líf- legri? Þá mundu jafnvel sannir 101 Reykvíkingar vilja flytja þangað. Annars erum vér í andanum sann- ir 101 Reykvíkingar og söknum aðal- aðdráttaraflsins í hversdagsleikan- um þarna, að sjá skipin sigla inn og út úr höfninni og karla bjástra við ryðgaða togara í slippnum. Þetta er lífið fyrir fólk sem innst inni dreymdi alltaf um að fara á sjóinn, eða komast burt. Eða fylgjast með flugvélunum koma svífandi norðan yfir Faxafló- ann og fara hljóðlaust yfir mitt Ham- arshúsið okkar, af því við erum með svo vel hljóðeinangrað gler í glugg- unum þarna syðra, þrefalt gler. Okk- ur dreymdi reyndar aldrei um að verða flugmenn. En hver veit nema strákana okkar sem búa þarna núna dreymi um þetta. Annars vil ég minna á að ef frá er talið 101 Reykjavík þá býr menning- in hér á landsbyggðinni. Þið hafið nú svo mikið að gera í daglega lífinu í Reykjavík að varla megið þið vera að því að keyra í bíl alla leið hingað norður til að sjá þá afburða list og menningu sem við landsbyggðarfólk- ið höfum svo góðan tíma hér til að skapa í einsemdinni og atvinnu- leysinu. Annars er sú hugmynd komin upp á Akureyri að þeir vilja losna við Ak- ureyrarflugvöll. Telja þeir að strönd- ina þar sem flugvöllurinn er ætti að nýta fyrir einbýlishús og jafnvel blokkir lengra frá ströndinni. Þarna yrði fín aðstaða fyrir skútusókn á sumrum og skautalistdans á vetrum. Dalvíkingar eru mjög hrifnir af þessari hugmynd og hér er nóg land- rými með miðpunkt í Hrísatjörninni fyrir a.m.k. tvær flugbrautir. Þeir telja sig geta lagt tvær risaflug- brautir hérna, aðra norðurbraut sem mundi stefna beint á skíðabrautina í Böggviðsstaðafjalli og hina vestur- braut sem mundi stefna beint hingað í Laugastein, hvort tveggja mjög gott fyrir skíðafólk og gesti. Þegar Akureyringar fréttu af þessu kom urgur í þá að Dalvíkingar ætluðu að stela frá þeim skíðafólkinu. Bentu Dalvíkingar þá á að leggja mætti skíðahraðlyftu milli suðurenda norð- urflugbrautarinnar, skammt sunnan Hrísa og beint upp í Hlíðarfjall við Akureyri. Þetta er að þróast upp í hávaðadeilur hér á Eyjafjarðarsvæð- inu um þetta allt saman. Flokkarnir eru ekki enn búnir að finna út hvar þeir eigi að standa í deilunum. Þeir átta sig kannski betur á því eftir að kosningaúrslitin eru kunn í Reykja- vík. Halla mín. Viltu ekki senda þessar fréttir okkar að norðan í addressu- listann, sem þú sendir bréfið hans Egils til. RAGNAR STEFÁNSSON og INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR, Laugasteini, Svarfaðardal. Kveðja frá landsbyggðinni Frá Ragnari Stefánssyni og Ingibjörgu Hjartardóttur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.