Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 9 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af bóta- kröfu vegna meintra mistaka við fæðingu drengs árið 1993. Foreldrarnir töldu að aðgerðir og aðgerðaleysi starfsmanna spítalans hafi leitt til þess að drengurinn hafi hlotið áverka við fæðingu. Örorka hans er metin 40%. Drengurinn hefur afar lítinn mátt í hægri hand- legg og mjög takmarkaða hreyfi- getu. Þá er hægri handleggur sýni- lega styttri og rýr. Aðgerðir og meðferð hafa skilað litlum árangri. Foreldrarnir höfðuðu málið fyrir hönd drengsins og fóru fram á að ríkið greiddi rúmlega 12,6 milljónir í bætur. Við fæðinguna lenti drengurinn í svokallaðri axlarklemmu. Axlar- klemmu má skilgreina þannig að fremri öxl barns fæðist ekki sjálf- krafa eða með léttu togi eftir að höfuðið er fætt. Foreldrarnir töldu að aðgerðir ljósmóður við fæðinguna hefðu ekki verið nauðsynlegar, heldur flaust- urkenndar og rangar. Lífsmörk drengsins við fæðingu hefðu verið með ágætum og ekkert réttlætt þá harkalegu fæðingarhjálp sem ljós- móðirin beitti. Þá töldu þau að yf- irmenn og starfsmenn sjúkrahúss- ins hafi brugðist í undirbúningi og stjórnun fæðingarinnar. Þeim hefði átt að vera ljóst að móðirin gekk með stórt barn og því hefði átt að hafa meiri aðgát varðandi mögu- leika á axlarklemmu. Þá hafði fyrra barn konunnar einnig verið stórt og fæðing erfið. Viðbúnaður við fæð- ingu seinna barnsins hafi ekki verið í samræmi við þessar upplýsingar. Beitti réttri aðferð Tveir sérfræðingar í kvensjúk- dómum og fæðingahjálp, þeir Alex- ander Kr. Smárason og Benedikt Ó Sveinsson, sem voru meðdómendur í málinu, töldu reyndar að ekki hefði verið um beina axlarklemmu að ræða í þrengstu skilgreiningu þess orðs. Fram kom að ljósmóðirin hafi í raun metið fæðinguna sem eðlilega og ástand á handlegg drengsins hafi komið henni veru- lega á óvart. Í niðurstöðum dómsins segir að miðað við aðstæður hefði ljósmóðirin beitt réttri aðferð við fæðingu drengsins. Þá fellst dómurinn ekki á að stjórnun eða undirbúningi fæðing- arinnar hafi verið ábótavant eða að ekki hafi verið farið eftir almennt viðurkenndum reglum á stærri sjúkrahúsum. Héraðsdómur sýknaði því ríkið af kröfum foreldranna. Málskostnaður var felldur niður. Helgi I. Jónsson, héraðsdómari kvað upp dóminn sem dómsformað- ur. Ríkið sýknað af bótakröfum vegna mistaka við fæðingu Atvinnumiðstöð stúdenta undirbýr sumarstarfið Fleiri á skrá en í fyrra RÚMLEGA 600 námsmenn hafa nú skráð sig hjá Atvinnumiðstöð stúd- enta í leit að starfi í sumar. Þetta eru um 100 fleiri en voru á skrá hjá mið- stöðinni á sama tíma í fyrra, en um er að ræða námsfólk af framhalds- og háskólastigi. „Athygli vekur að um 65% þeirra sem eru á skrá eru konur. Erfitt er að tilgreina ástæður þessa, en spurningin er hvort þetta bendi til þess að þær eigi erfiðara með að finna sumarstarf en karlarnir,“ segir í frétt frá Atvinnumiðstöðinni. FUNDUR var haldinn á þriðjudag í kjaradeilu ríkisins og Félags há- skólakennara. Guðmundur H. Guð- mundsson, varaformaður samninga- nefndar ríkisins, sagði síðdegis að fundurinn hefði verið mjög jákvæð- ur. „Það eru allir að reyna að velta upp lausnum en ekki vandamálum. Við teljum að það sé að komast á vinnuflötur, sem verði til þess að leysa þetta, ef kostnaðurinn verður ekki óyfirstíganlegur. Það er allt annað útlit núna en var um miðjan mánuðinn, en þá leit þetta mjög illa út,“ sagði Guðmundur. Að hans sögn ber þó enn mikið í milli í deilunni en báðir samningsaðilar vilji leita lausna. Næsti fundur á mánudag Fundurinn á þriðjudag stóð í um þrjár klukkustundir en næsti sátta- fundur í deilunni verður á mánudag- inn. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls háskólakennara hófst á mánudaginn og mun hún standa yfir í eina viku. Verði verkfallsboðun samþykkt á verkfall að hefjast 2. maí og standa til 16. maí. Kjaradeila ríkisins og háskólakennara Árangursríkur sáttafundur í gær Smart buxnadragtir Stuttir og síðir kjólar Siffon- og hörjakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Bankastræti 9, sími 511 1135 Í t ö l s k h ö n n u n www.jaktin.is Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra Ljósakrónur Bókahillur Borðstofustólar Íkonar Antík leðursófasett Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. VANDAÐUR FATNAÐUR LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201 TEENO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.