Morgunblaðið - 29.03.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.03.2001, Qupperneq 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 19 Í DAG mun netverslunin hagkaup.is hefja sölu á ProStyle- reiðhjólum og bjóða upp á heimsendingu á þeim. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að á síðasta ári hafi verslunin verið með hluta af ProStyle-úrvalinu í sölu en í ár verði öll hjólin í nýju 2001 línunni, auk reiðhjólahjálma og ýmissa aukahluta í boði. Til kynn- ingar mun netverslunin bjóða upp á ókeypis heimsendingu á öllum hjól- um fram til mánudagsins 2. apríl. Ókeypis heimsending á reiðhjólum NÓATÚN hefur opnað nýjan vef á Netinu; www.noatun.is sem m.a. upplýsir neytendur um tilboð í versl- ununum. Þá er þar Netklúbbur Nóa- túns þar sem fólki er boðið að gerast áskrifendur að upplýsingum um til- boð í verslunum Nóatúns. Uppskrift- ir af ýmsum toga eru á vefnum en það er Ingvar Sigurðsson mat- reiðslumeistari á Argentínu steik- húsi sem hefur umsjón með þeim. Þá eru þar upplýsingar um verslanirn- ar, hægt að sækja um atvinnu og sækja sér ýmsan annan fróðleik. Nýr vefur Nóatúns annars rekja til launahækkunar starfsmanna og hækkunar á hráefn- isverði. Þrátt fyrir þessa hækkun er stefna fyrirtækisins að vera með ódýrustu eggin.“ Að sögn Helga framleiðir fyrirtækið í kringum 100 þúsund páskaegg. Árni Kvaran, markaðstjóri Mónu, segir enga verðhækkun vera á páska- eggjum fyrirtækisins í ár þrátt fyrir hækkanir á kostnaðarliðum eins og á hráefni. „Verð á flestum eggjum stendur í stað. Við höfum lækkað verð á venjulegu páskaeggi nr. 6 um 4%, Prakkara-páskaeggi nr. 6 um 10% og venjulegu páskaeggi nr. 8 um 14%. Það léttist reyndar dálítið og lækkun miðað við þyngd er því um 4%. Þá hefur sú breyting orðið síðan í fyrra að við erum að þyngja egg nr. 10, en það hækkar samt ekki í verði heldur lækkar hlutfallslega um 7%,“ segir Árni. Fyrirtækið er með sex tegundir páskaeggja þ.e. smærri egg sem eru í álpappír, venjuleg egg, Prakkara-páskaegg, Ástaregg og páskaegg fyrir sykursjúka og þá með mjólkuróþol. Árni segist gera ráð fyr- ir að í ár verði framleidd í kringum 250 til 300 þúsund páskaegg. „Ást- areggin voru nýjung hjá okkur í fyrra en í þeim eggjum eru meðal annars tveir málshættir um ástina. Þetta er vinsælt fyrir ástfangið fólk og fyrir börn að gefa foreldrum sínum svo dæmi séu tekin. Þá var páskapakkinn einnig nýjung í fyrra en í honum eru níu smærri egg í álpappír í skemmti- legum umbúðum. Fyrir utan örlitlar hefðbundnar breytingar á útliti páskaeggja og innihaldi þeirra eru engar breytingar í ár,“ segir Árni. Verið að koma páskaeggjum fyrir í verslunum „Við kaupum páskaegg frá Mónu og Nóa-Siríusi en þess má þó geta að Nóa-páskaeggin eru leiðandi á mark- aðnum hjá okkur,“ segir Jón Þor- steinn Jónsson, markaðsstjóri hjá Nóatúni, og bætir við að fyrirtækið sé í þessu að setja upp páskaeggin og páskaskrautið í verslunum. „Hækkun hefur orðið á heildsöluverði Nóa- páskaeggjana frá því í fyrra sem nemur í kringum 4%. Ég á ekki von á því að við munum hækka okkar hlut frá því í fyrra. Páskaegg eru við- kvæm vara fyrri hækkunum.“ Að sögn Jóns Þorsteins greinir hann aukningu á sölu páskaeggja ár hvert. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, tekur í sama streng og Jón Þorsteinn og bætir við að engin hækkun eigi sér stað á heild- söluverði páskaeggja frá Mónu en Bónus kaupir egg frá Nóa-Síríusi, Mónu og Góu-Lindu. „Við erum um þessar mundir rétt að stilla páskavör- unum upp. Verðlag á páskaeggjum hefur meiri tilhneigingu til að lækka þegar nær dregur páskum og mun verðlag í Bónusi taka mið af mark- aðnum.“ Að sögn Guðmundar hefur verið töluverð aukning í sölu páska- eggja undanfarin ár og þá sérstak- lega á Bónus-eggjunum sem Góa- Linda framleiðir fyrir þá undir Bón- usmerkinu. „Bónus-eggin eru að jafnaði 30% ódýrari en t.d. Nóa-egg- in. Við erum að auka sölu á þeim eggjum um 20 til 30% milli ára og ég geri mér vonir um ennþá meiri aukn- ingu í ár.“ ♦ ♦ ♦ UM helgina býður Nýkaup í Kringlunni ungnautakjöt á til- boðsverði en verðlækkunin verður á bilinu 30 til 37%. Um er að ræða íslenskt ungnautakjöt af heims- þekktum holdanautakynjum, af Angus-, Limousine- og Galloway- kynjum. Í fréttatilkynningu frá Nýkaupi segir að kjötið sé af- rakstur af metnaðarfullu kynbóta- starfi íslenskra nautgripabænda. Steikurnar eru stærri en lands- menn eiga að venjast og minna helst á stórar amerískar steikur. Steikurnar sem verða á tilboðs- verði um helgina, þ.e. á meðan birgðir endast, eru m.a. Hold- anauta prime, Holdanauta sirloin beinlaust, Holdanauta T-bein og Holdanauta-kótilettur. Ungnautakjöt á tilboði í Nýkaupi Verðlækkun milli 30 og 37% Klapparstíg 44, sími 562 3614 Pipar og salt kvarnir, mikið úrval Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi A L D R E I L É T T A R A LÉTTA fæst nú í 100 grömmum léttari öskjum og því meðfærilegra en áður. Í LÉTTA er hlutfall ómettaðrar fitu með því hagstæðasta sem býðst í viðbiti á markaðnum. Þess vegna er LÉTTA kjörið handa þeim sem vilja forðast óholla fitu en jafnframt njóta góða bragðsins og létta með því tilveruna. Létta er hollur og góður kostur alla daga. f í t o n / s í a F I 0 0 1 8 4 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.